Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 Iðnaðarbanki 30 ára Hinn 25. júní eru liöin 30 ár frá því að Iönaðarbanki íslands hóf starfsemi sína. Þann dag árið 1953 tók bankinn tii starfa í litlu húsnæði, hluta af skrifstofum Loftleiða, í húsi Nýja Bíós í Lækj- argötu 2. Var þar mikil þröng fyrsta daginn, enda stofnaðir á annað hundrað sparisjóðsreikningar á þeim þremur tímum sem bankinn var opinn. Þrjátíu árum síðar er aðalbank- inn enn við Lækjargötuna í Reykjavík, en nú í eigin fimm hæða stórhýsi 10 húsnúmerum sunnar. Þá rekur bankinn 7 útibú víðsvegar um landið. Hafnarfjarð- arútibúið var opnað 1964, Akur- eyrarútibúið 1965, Grensásútibúið 1966, Laugarnesútibúið 1971, Breiðholtsútibúið 1975, Selfossúti- búið 1977 og Garðabæjarútibúið á síðasta ári. Starfsmenn Iðnaðarbankans voru í upphafi 3 en þeir voru á síðasta ári 129, þar af 57 í aðal- bankanum. Heildarinnlán bank- ans á síðasta ári námu 613.765 þús. kr. og nemur hlutdeild hans nú 7% af heildarinnlánum við- skiptabankanna. Heildarútlán bankans í lok síðasta árs, án út- lána veðdeildar, námu 504.954 þús. kr., en heildarútlán veðdeildar bankans námu í árslok fyrra árs 127.438 þús. kr. Hlutafé bankans nam 24.256 þús. kr. í ársiok 1982, en eigið fé bankans nam þá 65.681 þús. kr. Hluthafar eru rúmlega 1300 og eru þeir lang flestir úr hinum ýmsu greinum iðnaðarins. Aðdragandinn að stofnun bankans Tíu ár liðu frá því að iðnaðar- menn fóru að ræða stofnun sér- staks banka fyrir iðnaðinn þar til bankinn hóf starfsemi sína. Það var á Iðnþingi fslendinga árið 1943 að hugmyndin um Iðnaðar- banka íslands kom fyrst fram. Þessi hugmynd fékk frá upphafi góðar undirtektir iðnaðarins og voru samþykktar áskoranir þar um til Alþingis næstu árin á eftir. Árið 1947 var ekki látið við það sitja að skora á Alþingi, heldur var einnig komið á fót sérstakri samstarfsnefnd Landssambands iðnaðarmanna og Félags íslenskra iðnrekenda, og fékk sú nefnd það verkefni að að semja drög að frumvarpi um iðnaðarbanka. Nefndin skilaði frá sér frumvarpi til laga um Iðnaðarbanka íslands hf. i aprílmánuði 1949. í greinar- gerð komu fram helstu rök sam- taka iðnaðarins fyrir stofnun slíkf banka, en þau voru, að enginn ríkisbankanna þriggja hefði talið það skyldu sína að aðstoða við fjármögnun iðnfyrirtækja. Því hefði verið svo komið, að atvinnu- vegur, sem nálega þriðjungur landsmanna hefði framfærslu af, væri settur hjá í bankakerfinu. Strax árið eftir að frumvarps- drögin lágu fyrir frá samtökum iðnaðarins, var það lagt fyrir Al- þingi af meirihluta iðnaðarnefnd- ar neðri deildar. Málið dagaði uppi það árið, en var borið fram að nýju árið eftir, og þrátt fyrir tölu- verða andstöðu var frumvarpið samþykkt á Alþingi sem lög nr. 113 frá 19. desember 1951. í lögunum var m.a. kveðið svo á, að hlutaféð skyldi nema allt að 6,5 milljónum króna og þar af skyldi ríkissjóður leggja fram allt að 3 milljónum króna. Samtökum iðn- aðarins var ætlað að safna og leggja til hvorum um sig 1,5 millj- ónum króna en hálfri milljón króna skyldi aflað með opinberri hlutafjársöfnun. Hlutafjársöfnun hófst þegar af miklum krafti, og var því verki lokið á tiltölulega skömmum tíma. Við stofnun bankans höfðu sam- tök iðnaðarins safnað tilskyldum fjárhæðum og voru skráðir hlut- hafar við stofnun bankans 803, en þá var enn ólokið útboði 500 þús. kr., sem boðnar voru almenningi, þannig að alls urðu hluthafar 1100 þegar þeirri fjárhæð hafði verið safnað. Iðnaðarbankinn tekur til starfa Stofnfundur var haldinn 18. október 1952 og voru þar lðgft fram drög að samþykktum fyrir bankann, en á framhaldsstofn- fundi viku síðar var gengið frá samþykktum og reglugerð fyrir bankann. Á þeim fundi var kosið fyrsta bankaráðið, en það skipuðu þessir menn: Einar Gíslason, Helgi H. Bergs, Kristján Jóhann Kristjánsson, Guðmundur H. Guðmundsson og Páll S. Pálsson. Páll var síðan kjörinn formaður bankaráðsins. Eitt af fyrstu verkefnum banka- ráðsins var að ráða bankastjóra og varð fyrir valinu Helgi Her- mann Eiríksson, þáverandi skóla- stjóri Iðnskólans, en hann hafði Hia Iðnaðarbanka íslands í Lækjargötu 10. Fyrsta bankaráð Iðnaðarbankana og varamenn. Efri röð fri vinstri: Sveinn Guðmundsson, Vilhjálmur Árnason, Sveinn B. Valfells, Einar Kristjánsson, Tómas Vigfússon. Neðri röð frá vinstri: Einar Gíslason, Kristján Jóhann Kristjánsson, Helgi Hermann Eiríksson, bankastjóri, Páll S. Pálsson, formaður bankaráðsins, og Guðmundur H. Guðmundsson. (Á myndina vantar Helga H. Bergs.) Bankastjórn Iðnaðarbanka fslands ásamt formanni boakaráðe. Frá vinstri: Davíð Srheving Thorsteinsson, formaður, Valur Valsson, bankastjóri, Ragnar Önundarson, aöstoðarbankastjóri, og Bragi Hannesson, bankastjóri. sem forseti Landssambands iðn- aðarmanna átt mikinn þátt í und- irbúningi að stofnun bankans. Helgi gegndi bankastjórastarfinu til ársloka 1955 en þá var Guð- mundur ólafs, lögfræðingur, ráð- inn bankastjóri og gegndi hann starfinu þar til á árinu 1964. Meðal fyrstu verkefna banka- ráðsins var að útvega húsnæði undir starfsemina og varð það úr að Loftleiðir hf. leigðu bankanum hluta af húsnæði sínu, svo sem áður kom fram. Einnig vann bankaráðið að því að tryggja bankanum fjármagn til viðbótar því hlutafé sem safnast hafði. Vorið 1953 samþykkti Alþingi heimild til ríkisstjórnarinnar til að taka að láni erlendis 15 milljón- ir króna til að endurlána Iðnaðar- bankanum og þótti þá ekkert til fyrirstöðu lengur að opna bank- ann. Bankinn flyst í eigid húsnæði Þegar á fyrsta starfsári bank- ans var farið að huga að fram- tíðarhúsnæði fyrir hann. Fest voru kaup á húseigninni að Lækj- argötu lOb, með tilheyrandi eign- arlóð. Starfsemi bankans óx hröð- um skrefum þessi fyrstu starfsár, og reyndist leiguhúsnæði hans fljótlega of lítið. 1 júní árið 1959 var hafist handa við smíði stórhýsis á lóð bankans og ári síðar var húsið steypt. Það var síðan hinn 1. júní 1962 að bankinn gat loks flutt starfsemi sína í eigið húsnæði, þar sem hann er enn til húsa. Bankinn notaði fyrstu árin aðeins 1. og 2. hæð hússins, auk kjallara. Ein hæðin var seld samtökum iðnaðarins, Fé- lagi íslenskra iðnrekenda og Landssambandi iðnaðarmanna, en annað húsnæði var leigt út. Samtök iðnaðarins seldu síðar bankanum sinn hlut í húsinu aftur eftir að starfsemi hans óx fiskur um hrygg. Jafnframt fækkaði leigjendum smám saman af sömu sökum. Nú er svo komið að aðeins lítill hluti 2. hæðar hússins er leigður út. Því má segja að ekki hafi verið tjaldað til einnar nætur er menn réðust í byggingar- framkvæmdir fyrir bankann fyrir rúmum tveimur áratugum. Raun- SJÁ BLS. 62

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.