Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 „Sá fyrir mér jökla og ísbirni á íslandi“ — segir Sandra Martinez skiptinemi frá Ecuador Á hverju ári koma þó nokkuð margir erlendir skiptinemar hingað til lands og dvelja hjá íslenskum Tjölskyldum sem einn af fjölskyldu- meðlimum. Samtökin AFS tóku á móti tólf ársnemum þetta árið og sá sem lengst að er kominn er Sandra Martinez. Hún kemur frá Kcuador og dvelur nú á heimili hjónanna Margrétar Tómasdóttur og Guð- mundar Magnússonar í Reykjavík. Sandra talar og skilur orðið ágætlega íslenskuna, en til að fyrirbyggja misskilning, fór við- talið jöfnum höndum fram á ensku og íslensku. Fyrsta spurn- ingin sem við lögðum fyrir Söndru var sú, hvernig það atvikaðist að hún kom hingað til íslands sem skiptinemi? „ísland var fjarri huga mínum“ „Ég sótti um hjá AFS í Ecuador að komast sem skiptinemi til Evr- ópu, en þegar sótt er um, getur maður ekki valið land heldur ein- ungis heimsálfu. Það var fjarri huga mínum að koma til íslands því landið var svo fjarlægt huga mínum og langt í burtu. Helst var ég með Frakkland eða Þýskaland í sigtinu, en svo var mér tilkynnt að eyðublöðin mín væru á íslandi og þangað gæti ég farið ef ég vildi. „Guð minn góður," hugsaði ég og sá fyrir mér jökla og ísbirni og bað um umhugsunarfrest. Eftir að hafa lesið mér til um landið, sem var frekar erfitt sökum lítilla upp- lýsinga um ísland á bókasöfnum, ákvað ég að slá til og hér er ég nú.“ Landið við miðbaug Geturðu sagt okkur eitthvað um land þitt og þjóð? „Ecuador er á norðvesturströnd S-Ameríku og er um 303.000 km2 að stærð. Nafnið Ecuador er dreg- ið af orðunum Ecuvator, sem er miðbaugur og þýðir því landið sem liggur við miðbaug, enda liggur miðbaugur þvert í gegnum það. íbúar Ecuador eru u.þ.b. átta milljónir, þar af búa ein og hálf í höfuðborginni Quito. Þeir eru langflestir afkomendur spænskra landnema og Indíánafrumbyggj- anna. Ecuador flytur út meira af ban- önum en nokkurt annað land, en einnig flytur það út kakó, kaffi og hrísgrjón. Þó nokkur olíuvinnsla er í landinu og er olían nú orðin mikilvægasta útflutningsvara landsins. landið var spænsk ný- lenda eins og flest önnur lönd S-Ameríku, en varð sjálfstætt árið 1830.“ Gagnrýni og mótmæli Hvernig er stjórnarfarið? „Nú er lýðræði í Ecuador og hef- ur verið síðustu tvö ár. Miðað við mörg önnur lönd latnesku Amer- íku hefur stjórnarfarið verið fremur stöðugt, en þó hefur verið fremur órólegt síðustu árin. Þó að það séu tvö ár síðan herinn lét af völdum, hefur ekki breyst mikið í landinu þó að frelsið sé meira. Það má segja að algert „kaos“ ríki í landinu núna. Fólk gagnrýnir og mótmælir eins mikið og það getur, á meðan það hefur tækifæri til þess. Annars finnst mér það best við ísland að hér er enginn her, en samt er röð og regla á hlutunum." Gætirðu skýrt þetta örlítið nán- ar? „Ég meina að t.d. heima í Ecua- dor bíður maður stundum tímun- um saman eftir strætó og aldrei kemur neinn vagn. Hér eru þeir þó eftir áætiun, a.m.k. meðan veðrið kemur ekki í veg fyrir það.“ Þú minnist þarna á veðrið. Hvernig var það að koma úr hit- anum heima hingað norður í höf? „Ekki minnast á það,“ sagði Sandra og dæsti. „Það liggur við að miðbaugur liggi í gegnum garð- Síml 44566 RAFLAGNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.