Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Þegar hinn annálaði og síðar illræmdi spánski Cortes og 400 fylgdarmenn hans sigldu að Mexíkóströndum, hafði hann í fyrstu ekki mikinn áhuga á mat- armenningu Aztekanna. Hins vegar fékk hann glýju í augun af gullinu sem alls staðar glóði og giampaði. Ef hann hefði litið betur í kringum sig meðal fólks- ins, hefði hann fljótt séð að þar var fleira fýsilegt en gullið eitt. Innfæddir lifðu mest á baunum, maís og svo tómötum, sem þeir suðu gjarnan í sósur, krydduðu þær með chili og notuðu bragð- miklar eða jafnvel eldsterkar sósurnar með bragðmildum baununum. óþroskaðir tómatar voru notaðir rifnir í ýmsa rétti. Menn halda að fyrst hafi tóm- atjurtin verið illgresi á maísökr- um, en þegar Spánverjar létu sjá sig á tómatslóðum var þegar bú- ið að rækta plöntuna á mark- vissan hátt. Orðið tómatur er komið úr aztekísku en á því máli heitir ávöxturinn tómatl. Á spönsku heitir ávöxturinn tomate og sést fyrst á bókum árið 1532. Þeir sem eitthvað kunna í ítölsku, eða hafa lesið á tómatdósir, kannast við að á því máli heitir ávöxtur- inn pomadore, gullepli, en undir því nafni gekk ávöxturinn víða fyrst í stað. Af því halda menn að afbrigðið sem Evrópubúar kynntust fyrst hafi verið gult. Tómatar hafa sett mikinn svip á mat þeirra þjóða, sem geta ræktað þá á auðveldan hátt. Spánverjar tóku fljótt við tóm- ötum með mikilli ánægju og á 17. öld voru þeir orðnir algengir í spánskum mat. Sama eða svip- að er að segja um ítalskan mat og svo mat allt í kringum Mið- jarðarhafið. Hráir og soðnir í grænmetis- og kjötrétti, já, þeir eru svo sannarlega áberandi á þessum slóðum. Sólþurrkaðir tómatar lagðir í olífuolíu þykja sjaldgæft suðurlenzkt sælgæti. Tómatar eru að mestu vatn, eins og svo margt grænmeti og ávextir, en í þeim er mikið af C- og A-vítamíni. Okkur ætti ekki að veita af, eða hvað ... Og auð- vitað eru tómatar á dagskrá í dag, því um þessar mundir eru þeir á einkar góðu verði, svo það er sjálfsagt og tilvalið að huga að tómatmatreiðslu. Það virðist eðlilegt að lækka verðið nú um uppskerutímann, þegar tómat- arnir hrúgast upp, lægra verð þýðir að meira er keypt, álíta sumir. Þó voru þeir greinilega ekki trúaðir á slíka hagfræði, þeir sem um smjörmálin véltu hér í eina tíð, þegar smjörið var mælt í fjöllum, en var samt ekki selt ódýrt. Nú er um að gera að grípa tómatana meðan þeir gefast, svo það er bezt að snúa sér að fram- kvæmdahliðinni og láta matar- sagnfræði lokið í bili. Tómata þarf ekki að matreiða á flókinn hátt, þeir eru frábærir eins og þeir koma fyrir af plöntunni. Þeir eru hreint lostæti á brauð, e.t.v. með ögn af pipar. Ef þið verðið ykkur úti um heilhveiti- snittubrauð, aðkeypt eða heima- bakað, þá eruð þið þegar komin áleiðis með lostætt tómatbrauð. Skerið brauðið að endilöngu, takið e.t.v. svolítið innan úr því. Dreypið olíu á báða brauðhelm- ingana, helzt olífuolíu, því góð olifuolía er svo ljómandi bragðmikil og á vel við tómata. Sneiðið svo tómata og raðið sneiðunum á annan helminginn. Saxið e.t.v. hvítlauk yfir, eða kannski lauk, malið pipar á og ekki spillir að saxa ólífur og/eða kapers og bæta við. Dreypið svo nokkrum dropum af rauðvíns- ediki á, en því getið þið reyndar sleppt ef vill. Síðan er hinn helmingurinn lagður yfir tóm- atsneiðarnar og brauðið pressað. Það er það sem gerir það svo sérstakt. Látið brauðið liggja undir fargi í nokkrar klst., áður en það er borðað. Hér fá tómat- og brauðunnendur sannarlega eitthvað til að setja tennurnar Sósan úr nýjum tómötum er undragóð með pasta, kjöti, fiski, skelfiski og grænmeti. Súpa úr nýjum tómötum er frábær. Og svo er hægt að geyma sér sumarið í krukkum og búa til kryddaða tómatsultu, eða það sem kallast chutney á útlenzku. Meira um það á eftir ... Góða skemmtun! Sósa úr nýjum tómötum Sósan er búin til með því að láta lauk og hvítlauk mýkjast í olíu, helzt ólífuolíu, bæta svo í tómötum og láta þá sjóða, svo að sósan þykkni. Og svo eru til- brigðin ótalmörg, t.d. að bæta papriku í sósuna, selleríi eða öðru grænmeti sem ykkur hugn- ast. Kryddjurtir eru sjálfsögð viðbót, t.d. timjan, basil eða/og oregano. Örlítið af sykri dregur fram tómatbragðið, en aðeins örlítið, sósa á ekki að vera sæt. þunnar, gjarnan örþunnar sneið- ar. Fínsaxið hvítlaukinn. Hitið olíuna og látið laukinn mýkjast í henni undir loki í um 10 mín., eða þar til hann er glær og mjúkur. Ef þið hafið annað grænmeti með, t.d. papriku eða sellerí, þá látið það mýkjast með lauknum. 2 Bætið hvítlauknum í, látið hann stikna í olíunni, en ekki brúnast frekar en laukinn. Setjið tómatana og kryddið í, ásamt sykrinum og látið sjóða í um 10 mín. án loks, eða þar til ykkur finnst sósan hæfilega þykk. Það er smekksatriði, hvort þið kjósið að láta safann sjóða niður að mestu, eða hvort þið viljið hafa nóg af safa með. Bragðið á og kryddið frekar, ef ykkur sýnist svo. Þá er að bera sósuna fram, eða kæla hana og frysta til vetr- Krydduð tómatsulta Aðferðin er sáraeinföld. Tóm- atar, laukur, paprika og hvít- laukur er allt saxað og sett í pott og látið sjóða í um 30 mín. Á meðan er edik hitað og látið sjóða með kryddi í grisju, síðan er því hellt í tómatpottinn, sykri bætt í og allt látið sjóða í um 2 klst., eða þar til það er vel þykkt. Gulleplið Nýmalaður pipar í lokin er sjálfsagður, og hvers vegna ekki bæta við ögn kanel, eins og þeir í Miðjarðarhafsbotnum gera. Eins og áður er nefnt, hæfir sósan með margvíslegum mat. Ef þið glóðarsteikið úti, er tilval- ið að eiga svona sósu með steik- inni eða glóðarsteiktum fiskin- um. Góð tómatsósa úr nýjum tómötum og gróft, heimabakað brauð gera sérhverja máltíð að hátíðarmáltíð... Sósuna getið þið fryst, þannig að þið getið notað ykkur ódýra sumartómatana núna og geymt fram á vetur, þegar aðeins er hægt að fá hér bragðvana, inn- flutta tómata. í Kornmarkaðnum á Lækjar- torgi, og kannski víðar, er hægt að fá lífrænt ræktaða tómata, sem eru auk þess af annarri teg- und en oftast sést. Þeir eru hreint sælgæti, ótrúlega bragð- góðir. Um 500 gr vel þroskaðir tóm- atar 1 lítill laukur eða blaðlaukur 2—3 hvítlauksrif 1 msk ólífuolía eða önnur olía 1 tsk sykur 1 tsk timjan 1 tsk basil ögn af kanel og/eða rauðum pipar, eftir smekk. 1 Það gefur sósunni mýkri áferð, ef tómatarnir eru afhýdd- ir fyrst. Hýðinu er auðvelt að fletta af, ef þeim er dýft augna- blik í sjóðandi vatn, og þeir síð- an látnir í kalt vatn. Skerið tóm- atana í bita, sneiðið laukinn í Kryddgrisjan er látin sjóða með, ef þið viljið meira kryddbragð. Síðan er sultunni hellt í leir- eða postulínsskál og látin standa um nótt, en sett í krukkur daginn eftir. I svona sultu er stundum sett meira grænmeti, t.d. sellerí og eggaldin. Einnig epli. Reyndar eru epli einnig notuð í tómatsós- una, já þessa sætsúru einu og sönnu á flöskunum, sem hefur fengið á sig misjafnt orð, vegna margra skuggalegra afbrigða og þó ekki sízt vegna ofnotkunar. Á unga aldri hefur fólk undarlega tilhneigingu til að vilja tómat- sósu út á allt, jafnvel brauð bragðast þá einstaklega vel með tómatsósu. Ef þið hafið einhvern tíma verið ánetjuð tómatsósu og þótt brauð með tómatsósu hnossgæti, gæti verið lærdóms- ríkt að bragða aftur á því. Þá rennur skemmtilega upp fyrir ykkur, hvað smekkurinn hefur breytzt. Ef þið eruð enn veik fyrir tómatsósu, er þó engin ástæða til að leggja í tilraunina. Og látið börn alls ekki sjá til ykkar, það er sízt ástæða til að vekja at- hygli þeirra á þessu áleggi, ef þau hafa ekki þegar uppgötvað það... Auk þess sem er áður nefnt, eru þurrkaðir ávextir oft notaðir í tómatsultu, ekki sízt apríkósur og rúsínur. Þið sjáið því að það er töluvert svigrúm fyrir til- raunastarfsemi og enginn ætti að þurfa að fá köfnunartilfinn- ingu af að fylgja uppskriftinni af smásmygli. Þið farið auðvitað eigin leiðir, en getið stuðzt við eftirfarandi uppskrift, eða notað hana óbreytta, eftir því sem ykkur fellur bezt... 3 kg tómatar 3 laukar, stórir og pattara- legir, eða fleiri minni 2 vænar paprikur, gjarnan rauð og græn, eða rauð og gul 3—6 hvítlauksrif eftir smekk Vk dl edik 1 msk kryddjurtir eftir smekk 2—3 bitar af þurrkuðu engi- fer eða 1 msk. duft 1 tsk. allrahandaber, heil 1 tsk. negulnaglar 1 tsk. masi, heill (mace á ensku) 1 tsk. piparkorn 1—3 þurrkuð, rauð pipar- hylki (chilipipar) 300—500 gr sykur, gjarnan púðursykur eða hrásykur 1—3 msk kanelduft. 1 Byrjið á því að afhýða tóm- atana eins og er lýst hér að ofan. Verið bara markviss og haldið beint af augum, það tekur ekki langan tíma að fást við þá. Sker- ið þá í bita. 2 Þvoið paprikurnar og skerið þær í bita, stærðin fer eftir smekk, skerið laukinn einnig á sama hátt. Setjið tómata, papr- iku og lauk saman í pott, ásamt söxuðum hvítlauknum. Pottur- inn verður að vera annað hvort úr ryðfríu stáli eða emaléraður, því t.d. getur gefið sultunni hvimleitt málmbragð. Látið þetta nú sjóða í um 30 mín. 3 Setjið allt kryddið í grisju, nema kanelduftið. Látið edikið sjóða ásamt grisjunni í 30 mín., eða um leið og tómatblandan sýður. Notið pott eins og áður er nefndur. 4 Ef þið viljið ekki hafa tóm- atsultuna bragðmikla, takið þá kryddgrisjuna upp úr, áður en edikinu er hellt í tómatblönd- una. Þið getið reyndar haft pip- arhylkin laus og veitt þau upp úr, en látið hitt kryddið sjóða áfram með tómötunum, eða veitt hylkin upp úr eftir að þau hafa soðið um stund með tómatblönd- unni. Hellið nú sem sagt edikinu í tómatblönduna og setjið um 300 gr. af sykrinum í. Nú á sult- an að sjóða án loks í um 2 klst. á vægum hita. Hrærið í öðru hverju, sérstaklega þegar líður á, svo ekkert brenni við. Sjóðið sultuna, þar til ykkur finnst hún hæfilega þykk. Bragðið þá á og sykrið sultuna frekar, ef ykkur finnst þurfa þess. Látið kanel- duftið sjóða með síðustu 30 mín. eða þar um bil. Ég nefni hér 2 klst., en sultan þarf kannski lengri tíma, jafnvel allt að 3 klst. 5 Sjóðið krukkur sem þið ætlið undir sultuna. Það er þægilegast að nota sérstakar niðursuðu- krukkur. Hve mikla sultu þið fá- ið úr uppskriftinni fer eftir því hversu þykka þið viljið hafa hana, en skammturinn er tæp- lega 2 1 af fremur þykkri sultu. PURINA kattafóðrið fæst í helstu MATVÖRUVERSLUNUM NÆRING VIÐ HÆFI - RANNSÓKNIR TRYGGJA GÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.