Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 Viðtal: Bragi Óskarsson „Þá þótti mér heldur betur hækka stjarnan“ Rætt við Sigfús Bjarnason fyrrum togarasjómann og skrifstofustjóra Sjómannafélags Reykjavíkur Sigfús Bjarnason var skrifstofustjóri Sjómannafélags Reykjavíkur um rúmlega þriggja ára- tuga skeið og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum sjómanna. Hann átti lengi sæti í Aflatryggingasjóði, Sjóslysanefnd, Sjómannadagsráði, og var um skeið formaður Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna og í stjórn Ráðingarskrifstofu Reykjavíkur. Auk þess sat hann í „fjöl- mörgum ráðum og nefndum, löngum og stuttum, góðum og illum“, eins og hann segir sjálfur, er ég inni hann eftir þessum málurn í upphafi viðtals okkar. Ég byrjaði á því að spyrja Sigfús út í feril hans sem sjómanns og hvenær hann hafi hafið sjómennsku. Heldur sullsamt „Ég hóf mína sjómennsku á áraskipum frá Grundarfirði 12 ára gamall, 1916 mun það hafa verið," sagði Sigfús Bjarnason. Á þessum tíma var róið frá öllum bæjum á Snæfellsnesi sem lágu að sjó og var það aðalatvinnuvegur- inn. Menn voru auðvitað með kot- búskap Iíka — þetta 40—50 ær — þótti gott ásamt einni kú og ein- hverju af hrossum. En þetta var auðvitað ekkert til að lifa af því, það var sjórinn sem fyrst og fremst gaf björg í bú. Og sjóinn stunduðu menn allan ársins hring þegar gaf nema rétt um sláttinn. Sem unglingur reri ég einnig um tvær vertíðir frá Hjallasandi. Þaðan reru þá á annan tug skipa. Þessi sjómennska var öll með gamla laginu. Þetta voru tí- eða tólfróin skip og formenn þar hæstráðendur. Næstráðandi við formanninn var svokallaður „átor“, en sú staða samsvarar stýrimanni nú á dögum." Hvernig var að stunda þessa sjómennsku? „Það var nú heldur sullsamt enda útbúnaðurinn ekki upp á marga fiska. Við höfðum sjóklæði úr skinni, skinnbrækur og skinn- stakk. Sjóhatta höfðum við hins vegar eins og nú tíðkast. Það er brimasamt þarna og oft var erfitt að lenda við sandinn. Þá varð að sæta lagi og var róinn líf- róður uppá sandinn milli ólaga. Það kom fyrir að skip fórust þarna í brimgarðinum og stundum mörg í einu en það urðu engin slys þess- ar vertíðir sem ég var þarna. Þá fórust hins vegar tveir bátar úr verstöðvum í grennd við okkur. Annar þeirra var frá Kvíabryggju og var bróðir minn einn meðal skipverja á honum. Hinn var frá Grundarfirði. Þessir bátar fórust báðir í róðri og vissi enginn með hvaða atvikum það varð.“ Hvað höfðu menn sér til skemmtunar þarna? „Það var nú heldur fátt um skemmtanir en einstaka sinnum var þó ball. Svo voru stundum haldnar skemmtanir með gam- anvísum því þarna voru margir hagyrðingar saman komnir. Bene- dikt Bachmann, sem var símstjóri þarna, orti margar skemmtilegar vísur og stóð oft fyrir þessum skemmtunum. Einu sinni héldum við grímuball og voru þá einhverj- ir að velta þvi fyrir sér hvar við hefðum fengið grímur. Bachmann sagði þá bara sem svo að við hefð- um ekki þurft annað en þvo okkur, þá hefði enginn þekkt annan. Hann var mikill grínisti karlinn, en það var allt græskulaust og hann særði aldrei nokkurn mann með skopi sínu. Húsbóndinn tók allan minn hlut Svo má ég ekki gleyma glím- unni. Þarna voru miklir glímu- menn og oft var glímt af miklum móð í landlegum. Annars sóttu þeir stíft formennirnir á Sandi og landlegur voru ekki nema þegar full ástæða var til.“ Og þér hefur fallið þessi sjó- mennska vel? „Já, ég kunni þessu ágætlega. Annars var það nú svoleiðis að ég fékk engu um það ráðið hvar ég reri eða hvort ég var til sjós yfir- leitt. Ég missti móður mína þegar ég var 14 ára gamall og þá hætti pabbi að búa, en ég var ráðinn í vinnumennsku á bæ í heimahög- unum. Húsbóndinn þar réð mig svo í skiprúm og tók allan minn hlut, ég fékk ekki eyri af honum sjálfur. Eftir að ég var á Sandi réðst ég á skútu vestur á fjörðum. Mér gekk vel að draga og hluturinn minn eftir vertíðina varð hvorki meira né minna en 900 krónur sem þóttu í þá daga mikið fé. Sjálfur fékk ég ekkert af því, húsbóndi minn tók það allt enda var það hans eign. En það var þá sem ég sprakk. Það kom í mig uppreistarhugur og ég vildi ekki una þessu lengur. Bróðir minn einn var þá orðinn kyndari á togaranum Jóni forseta og þóttu það mikil ferðalög sem á honum voru. Ég var ekki nema 18 ára, auðvitað haldinn ævintýraþrá og vildi feta í fótspor hans. Ég sagði því upp vistinni þarna á bænum þó pabbi legði fast að mér að halda áfram að vera þar. Sér- staklega var ég óánægður með það hversu lítið ég fékk að vera þar heima — síðasta árið í vistinni var ég ekki þarna á bænum nema einn mánuð allt árið en samt hirti hús- bóndinn allt sem ég vann mér inn, hvort sem það var til sjós eða í vinnumennsku á öðrum bæjum. Þetta var ágætis fólk sem ég var hjá en tíðarandinn var bara svona. Fótgangandi í Borg- arnes á stuttbuxum og kúskinnsskóm Ég hafði mitt fram. Skömmu eftir áramót hélt ég fótgangandi í Borgarnes á stuttbuxum og kú- skinnsskóm, með 50 krónur upp á vasann sem pabbi hafði látið mig hafa. Þetta eru um tvær dagleiðir fótgangandi og ég gisti á bæjum á leiðinni. Mér legaðist í Borgarnesi og þurfti að kaupa mér fæði þar — aleigan var því ekki nema 10 krón- ur er ég kom til Reykjavíkur. Bróðir minn hafði útvegað mér samastað hja hjónum sem bjuggu hér í Reykjavík og vann húsbónd- inn í Vélsmiðjunni Hamri, hann var eitthvað yfir þar að mig minn- ir. Hann útvegaði mér vinnu við að losa kol úr enskum togara sem var í viðgerð hjá vélsmiðjunni og fyrir þau handtök fékk ég mína fyrstu peninga í lausamennsk- unni. Ég var þá fyrir löngu búinn að ganga niður úr kúskinnsskón- um og keypti heljar mikla klossa af einum Englendinganna á togar- anum. Þetta kölluðu þeir hland- klossa af því að karlarnir voru vanir að bregða sér í svona klossa ef þeir þurftu að skreppa erinda sinna upp — en mér fannst þetta afskaplega fínir skór.“ Og svo hefur þú ráðist á togara? „Nei, biddu fyrir þér, það var ekki auðhlaupið í skiprúm á þess- um árum, hvað þá á togara, það var rifist um plássin á þeim eins og þeir rífast um forsætisráð- herraembættið núna. Duus gerði á þessum árum út fjóra kúttera héðan og hélt ég að þar væri einna helst möguleiki fyrir mig. Friðrík ólafsson var skipstjóri á einum þeirra, kútter Björgvin. Það höfðu margir verið með honum sem ég þekkti að vest- an og hann fiskaði jafnan meira en allir hinir. Ég afréð að ráðast ekki á garðinn þar sem hann var lægstur og fer heim til karls að falast eftir skiprúmi hjá honum, þó ég hefði reyndar aldrei séð manninn. „Púff — þú ert strákur“ Hann er ekki heima þegar ég banka hjá honum og ætlaði ég þá að snúa frá er ég sé hvar lítill karl og heldur einkennilegur kemur upp tröppurnar. Þetta reynist vera Friðrík sjálfur, töluvert drukkinn, og spyr hvað ég sé að vilja. Mér leist ekkert á karlinn svona fullan og vitlausan en segi þó með hálfum huga að ég vilji komast í skiprúm hjá honum. „Púff — þú ert strákur," segir karlinn með fyrirlitningu — samt segir hann mér að tala við sig eftir viku, hvað ég gerði. Karlinn var þá blindfullur líka, en það lá vel á honum og hann kjaftar við mig, og er að spyrja mig eftir hinum og þessum mönnum að vestan sem höfðu verið hjá honum. Ég talaði svona við hann vikulega og alltaf sagði hann mér að koma aftur, og alltaf var hann blindfullur þegar ég kom, enda mikill drykkjumað- ur. Það var munstrað á í húsi við Lækjargötuna. Þangað var ég kominn fyrstur allra en svo fóru karlarnir að tínast að. Það leið og beið en ekki kom Friðrík skip- stjóri. Um síðir var kominn þarna stór hópur af körlum og var ég búinn að gefa það alveg upp á bát- inn að ég fengi pláss. Allt í einu birtist karlinn og hafði sýnilega fengið sér neðan í því þótt ekki væri hann mikið drukkinn. Hann þrífur strax í öxlina á mér og segir mér að koma með sér inn og varð ég fyrsti maðurinn sem lögskráð- ur var á kútterinn. Þá þótti mér heldur betur hækka hjá mér stjarnan — en þeim hefur áreiðanlega þótt það sárt mörgum sem biðu fyrir utan að svona strákgemlingur væri tek- inn framyfir þá. Við fiskuðum vel yfir vertíðina — ég mun hafa hagnast um heilar 300 krónur, sem ég setti í banka. Eftir þetta var ég á ýmsum bátum bæði á síld og línu. Þegar voru stopp gekk ég vestur á Snæfells- nes og var hjá föður mínum, sem þá var farinn að búa aftur. Ég var ólatur að ganga þetta á þessum árum og svo var það líka kostnað- arsamt fyrir mig að vera iðjulaus hér í Reykjavík — uppihaldið kostaði alltaf sitt. Ég fór alltaf með Suðurlandinu í Borgarnes en þaðan voru tvær dagleiðir stífar heim til mín. En ég hafði mikið gaman af að ganga þetta og setti vegalengdirnar aldrei fyrir mig. Stundum gekk ég bæði nótt og dag til að þurfa ekki að gista — ég gleymi því aldrei hversu gaman var að koma í Kerlingarskarð um sólarupprás og horfa yfir Breiða- fjörðinn og eyjarnar. Þar gat ég setið tímunum saman og notið út- sýnisins." Togarasjómennska Og þú heldur áfram á sjónum? „Já, árið 1927 komst ég loks á togara — sem kyndari á Baldur sem Alliance gerði út. Ég var þar kyndari um þrjár vertíðir en lík- aði aldrei kyndarastarfið og tókst að lokum að komast á dekkið. Á Baldri var ég fram í stríð, er hann var seldur. Þá fór ég á Helgafellið þar sem ég var þar til ég tók við skrifstofu Sjómannafélags Reykjavíkur." Manst þú ekki eftir einhverju sögulegu frá þessum árum? „Jú, mikil ósköp, það dreif margt á dagana. Mér dettur í hug sérkennilegur atburður sem gerð- ist í stríðinu skömmu áður en Baldur var seldur. Við vorum þá á leið til Fleetwood og farnir að nálgast írska kanalinn. Þá sjáum við hvar stór skipsbátur flýtur á sjónum og siglum að honum. Hann er fullur af fólki og var það einkennilegt samansafn. Þetta var bátur af hollensku skipi sem þýsk flugvél hafði sökkt með því að varpa sprengju niður um skor- steininn á því. Allir í vélarrúminu höfðu látist samstundis en flestir skipverjar aðrir komist í tvo skipsbáta. Var þetta skipstjóra- báturinn en við vissum aldrei hvað af stýrimannsbátnum varð. Þarna var fullt af borðalögðum yfirmönnum, sem allir voru topp- fínir og stroknir, en einnig mý- grútur af svertingjum og Indverj- um sem allir voru hinir lúða- legustu og klæddir hinum verstu görmum. Þeir höfðu verið látnir róa meðan kraftarnir entust en lágu nú ósjálfbjarga á botni skipsbátsins, og gátu ekki einu sinni skreiðst upp í skipið til okkar hjálparlaust. Var mér sagt að fara niður og hjálpa þeim upp. Þetta voru léttir og rytjulegir karlar og létt verk að handlanga þá upp. Ætluðu hreinlega að ráðast á okkur Nú, svo var haldið áfram. En eftir skamma stund sigldum við fram á lítinn skipsbát. Fyrst héld- um við að hann væri mannlaus en þegar að honum kom sjáum við að tveir menn liggja á botninum. Voru þeir svo illa farnir af vosbúð að þeir gátu ekki einu sinni kastað til okkar fangalínu og varð að bera þá upp úr bátnum. Þetta voru breskir sjómenn af togara sem orðið hafði fyrir kafbátaárás. Þeir höfðu verið fjórir sem í bátinn komust og voru þeir svo að velkj- ast í fimm sólarhringa. Þá höfðu tveir látist og þessir kastað þeim útbyrðis. Við komum þeim svo í koju en ég man alltaf eftir hljóð- unum í þeim þegar þeim fór að hitna — þau voru óhugguleg og áreiðanlega hafa þeir tekið út miklar kvalir, þó við reyndum að hygla þeim eftir föngum. Þá var að hugsa fyrir mat handa öllum þessum mannfjölda sem kominn var á skipið. Það var settur upp helvíta mikill og stór pottur í eldhúsinu og í honum mallað allt það kjöt sem til var á skipinu ásamt kartöflum, rófum og fleira góðgæti. Negrarnir voru allir hafðir frammi í en hollensku yfirmennirnir höfðust við í yfir- byggingunni að aftan og var þar hvert skot setið. Ég og annar háseti, er Jósep hét, áttum að færa þeim matinn sem frammi í voru og höfðum til þess blikkfötur. En þegar við kom- um niður til þeirra virtust negr- arnir til alls líklegir — og ætluðu hreinlega að ráðast á okkur og berjast um matinn, svona mikil var græðgin. Ég segi þá við Jósep að hann skuli fara upp og ná í úrsláttarjárniö, sem var járnstaf- ur mikill og digur. Sagði ég honum að gera sig sem illilegastan og munda járnið þar sem hann stæði við stigann. Þetta hreif — þegar Jósep var kominn á sinn stað með úrsláttarjárnið urðu negrarnir hinir bljúgustu og gekk vel að skammta þeim. Endar með því að sá hollenski tekur upp hjá sér skammbyssu Við Jósep áttum kvöldvaktina og þá varð eftirminnilegur atburð- ur. Við sjáum að hollenski skip- stjórinn kemur upp og gefur sig á tal við Erlend skipstjóra, og voru þeir greinilega ekki á eitt sáttir. Endar með því að sá hollenski kemur upp hjá sér skammbyssu og réttir að Erlendi, sem hrindir hon- um frá sér og talast þeir ekki meira við. Segir Erlendur okkur að sá hollenski hafi verið að leggja á ráðin við sig ef gerð yrði loftárás á skipið — að þá yrði lúkarnum lokað svo negrarnir kæmust ekki upp. Þegar Erlendur aftók að gera þessa ráðstöfun vildi hann fá Er- lendi skammbyssu og sagði honum að skjóta þá umsvifalaust ef þeir kæmu upp og færu að derra sig eitthvað. Þegar Erlendur neitaði að taka við byssunni sagðist sá hollenski myndu standa sjálfur í brúnni með byssuna, sem hann og gerði. Þeir litu greinilega á negr- ana sem skepnur fremur en menn, þessir HoIIendingar. Þegar við komum til Fleetwood var þar sam- an komið mikið lögreglulið til að taka á móti okkur. Þar voru sjúkrabílar sem tóku bresku sjó- mennina og hollensku yfirmenn- irnir fóru virðulega frá borði. Negrunum og Indverjunum var hins vegar smalað eins og fénaði upp úr skipinu og virtist manni farið með þá eins og útigangs- skepnur. Síðar um daginn kom hollenski konsúllinn um borð til okkar og vildi bjóða okkur í veislu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.