Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 Er inneign eða skuld? — spurðu sjómannskonurnar í Gravelines er skúturnar lögðu að landi eftir þorskveiðarnar á íslandsmiðum Unnið aö uppskipun á Hski í höfninni í Gravelines. Gravelines heitir franskur bær, skammt austan við Dunkirk í landi franskra Flandrara. f Frakklandi er þessi bær nú á dögum mest þekktur fvrir það að þar er stærsta kjarorku- ver þeirra til rafmagnsframleiðslu. f eyrum fslendinga er þetta bæjar- nafn þó kunnuglegra fyrir annað. f eina öld, frá 1830 og fram undir seinni heimsstyrjöldina, sóttu fiski- menn þaðan á fslandsmið og um tíma, frá 1850 til 1935, munu um lA hlutar bæjarbúa hafa lifað á fisk- veiðum. Fjöldi af seglskipum var gert út þaðan, í bænum voru stöðvar til söltunar og þurrkunar á saltfi.ski, útgerðarmenn bjuggu í stórum hús- um inni í bænum og fiskimennirnir f fátæklegum litlum húsum í útþorp- um nær sjónum. Þar sem Dunkirkborg þurrkað- ist næstum aiveg út í heimsstyrj- öldinni og þar með allar ytri menjar um veiðar Flandrara norð- ur í höfum, þá er öðru máli að gegna í Gravelines. Og þar sem bærinn hefur aftur rétt úr kútnum og er orðinn allvel stæður vegna hins nýja hlutverks við nýja starfsemi, þá er nú mikill áhugi á að grafa upp sögu staðarins og skrá hana, og verið er að gera upp gamlar minjar, m.a. gömlu glæsi- legu húsin sem útgerðarmennirnir áttu og litlu fiskimannahúsin. Er verið að undirbúa sýningu og safna efni í bók um fiskveiðar bæjarins, afla upplýsinga um daglegt líf sjómannanna, áhöld þeirra og tækni við veiðarnar. Við endurbyggingu á húsi eins útgerðarmannsins frá þorskveiði- tímanum, fundust gamlar ljós- myndir frá fslandi, sem Boisse, fulltrúi minja- og listaverkadeild- ar menntamálaráðuneytisins í Norðurhéruðunum, sendi Þjóð- minjasafninu á íslandi. Það var hann sem tók á móti blaðamanni Mbl. í Lille, en hann kom þangað í fylgd með M. Garidou frá franska utanríkisráðuneytinu, í leit að slíkum minjum um fiskveiðar frönsku Flandraranna við fsland. Hann ók okkur rakleiðis til Gra- velines, þar sem háif bæjarstjórn- in beið með veisluborð fyrir þenn- an fslending. Sagnfræðingur stað- arins, Georges Dupas, var tiltæk- ur til að veita á staðnum umbeðn- ar upplýsingar. Sá góði maður leysti mig raunar út með meira en 600 síðna bók um sögu Gravelin- es-bæjar með miklum upplýsing- um um fiskimennina fyrrum. Auk þess sem allur hópurinn ók eftir hádegisverðinn til að sýna ís- lenzka blaðamanninum höfnina með íslandskajanum, innsiglinga- rennunni, gamla bæinn og Gravel- ines nútímans með fallegri menn- ingarmiðstöð og listsýningarsöl- um haganlega fyrirkomið í gamla virkisgarðinum umhverfis borg- ina. Og þar voru í gangi skemmti- legar listsýningar. Svo kvöddu þeir gestinn frá slóðum fslands- sjómannanna þeirra alúðlega með kampavíni í ráðhúsinu er líða tók á dag. ótrúleg gestrisni, enda hafa fulltrúar bæjarins mikinn áhuga á að taka aftur upp samband við ís- land á einhvern hátt, landið sem lék svo stórt hlutverk í þeirra sögu. Og blaðamaðurinn naut þess að vera sá fyrsti af þeirri tegund er nefnist Islendingar, er leitað hafði þá uppi vegna þessa sameig- inlega arfs. Innsigling um skiparennu Bærinn Gravelines er um 3 km frá hafi við Norðursjó. Hann er skilinn frá hafinu með breiðu sandhólabelti, því um aldir hefur sjórinn verið að sækja þarna á eða hörfa á víxl og borið fram eða inn sand og jarðlög. Inn í gegnum þetta land má sigla skipum eftir skipgengri rennu, sem bæjarbúar hafa verið að berjast við að halda opinni og bæta með árunum. Þessi staður var því á tímum styrjalda milli Englendinga og Frakka, hreinasta gersemi fyrir smyglara, sem forðuðu sér þangað inn á skútum sínum. Enda var sérstakt „smyglaraþorp" í Gravelines-bæ á Napoleonstímanum, sem af hagn- aðarástæðum var jafnvel um tíma gert löglegt af stjórnvöldum. En smygl taldist lítt til glæpa í landi Flandrara. Þarna var alltaf verið að stríða. Komu við sögu Gravel- in-búa Englendingar, Spánverjar og Frakkar, og tóku bæinn, sem varð til þess að hann fékk þennan rammgerða, volduga og fallega virkisvegg utan um sig. ísland kemur ekki við sögu fyrr en á 19. öld, þótt fiskimenn hefðu að vísu sótt á miðin frá Dunkirk fyrr. Og þótt Gravelin-búar gerðu fyrstu tilraunina til að sækja sjálfir á íslandsmið 1805 og leituðu án ár- angurs eftir leyfi til að kaupa salt frá St. Ubes í Portúgal, sem þótti eina brúklega saltið til þorskfisk- verkunar, þá var það ekki fyrr en um 1830 «ð þeir byrjuðu þessa ís- landsútgerð fyrir alvöru og tvær skútur leggja upp. 1835 fá þeir svo langþráð saltleyfi til að geta sjálf- ir verkað fallega þorskinn og pakkað honum, en seinni söltun fór fram eftir vaskið í landi. Þá tóku þeir líka við sér. Þrjár skútur héldu á miðin árið eftir. Árið 1843 eru íslandsförin orðin 10—11 . Þess er getið að ef vel veiðist, þá sé hægt að fara tvær ferðir til íslands á vertíðinni og tvöfalda gróðann.En skipin báru ekki mjög mikið, munu að meðal- tali hafa verið 60—80 tonn að stærð. Nú eru þorskveiðar við Is- land komnar í fullan gang. 1850 fara 8 skip með 118 manna áhöfn, 185113 skip , 1853 eru þau 15 orðin og 1853 17 talsins og koma með 4510 tonna afla. 1858 eru fiski- skúturnar orðnar 16 og halda á miðin með 241 sjómann innan- borðs og 20 eru þau árið eftir. Frá 1840—1850 eru á svæðinu skráðar 91 ný skúta, þar af 70 frá Gravel- ines. Þar skulum við straldra við og forvitnast um það hvernig þessir fiskimenn, sem íslendingar þeirra tíma fengu að kynnast, lifðu með fjölskyldum sínum í þessum fiskibæ. Árið er 1860 og þannig lýsir Georges Dupas, sagnfræðingurinn á staðnum þessu: „Frá 4—5 ára aldri fara börnin í skóla, þar sem þau læra við erfið- ar aðstæður að lesa, skrifa, reikna, en mest þó kaþólska kristnifræði, því fermingin bindur enda á æsku- ár þeirra og nám. Þá fara dreng- irnir á sjóinn sem léttadrengir, oftast með feðrum sínum, bræðr- um eða frændum. Þar fá þeir að kynnast þessu harða lífsstarfi sem þeirra bíður og að vissu leyti and- legum vesaldómi. Æskilegast hefði verið að þeir fengju að fara í skóla utan vertíðar, en ekkert hús- rými var fyrir slíkt í þorpunum. Ekki má heldur senda þá í burtu í skóla, því foreldrarnir vildu ekki sleppa af þeim hendinni. Mjög fáir reyna að fá einhverja menntun í sínu fagi, því hana þarf að sækja til Calais eða Dunkirk og það er ekki á margra færi. 15—16 ára eru strákarnir orðnir sjálfs sín herrar og þar sem þeir hafa lítil efni, þá hættir þeim til að sitja á búlunum. Þar er ekki auðvelt að hafa eftirlit með þeim, sérstaklega ekki í Grand-Fort, þar sem þriðjungur þess er í hverfi sem lögregla Grav- elines má ekki hafa afskipti af. Sjómennirnir eru raunar mestan hluta ársins á sjó, annað hvort við ströndina, í flutningum eða á ís- landsmiðum. Á þorskveiðunum fá þeir 10—12 franka fyrir tunnu- tylftina og skipstjórinn 30—35. Þeir yngstu byrja með fjórð- ungshlut, en útgerðarmaðurinn veitir þeim samkvæmt umsókn ábót ef þeir geta ekki lifað á því. Þeir hafa því 600—700 franka á ári, og meira ef veiði er góð. Þótt þeir séu yfirleitt heiðarlegir, þá kunna þeir ekki með fé að fara og eyða því, án þess að muna eftir skuldum sínum. Því í landi eru þeir eins og fiskur á þurru landi og auðveld bráð utanaðkomandi áhrifa. Þrír fjórðu fiskimannanna gifta sig í kirkju áður en þeir halda á sjóinn, og búa í farsælu hjóna- bandi með konum sínum upp frá því. Meðan þeir eru í herþjónustu veita skipsfélagar eiginmannanna konum þeirra gjarnan aðstoð. Að öðru leyti verða þær að sjá sjálfar fyrir heimilinu. Mennirnir virðast elska sjóinn, þvi sonur tekur yfir- leitt við af föður. Örfáir skipta um starf. Gamla fólkið fær aðstoð frá „bátunum, sem börn þeirra og ættingjar eru á“. Enginn sjómað- ur sækist eftir ölmusu. Og þar sem engin fjölskylda flytur í burtu, er alltaf ráðið á skipin á staðnum, bæði sjómenn og skipstjórar, því „ekki er þörf fyrir útlendinga". Það sem helst bagar er þessi sí- felldi ótti við að vera skráður sem ríkissjómaður og útsettur fyrir þjónustu i flotanum hvenær sem er á ævinni. Með lögum 1860 var þó bætt úr á þann veg að sá sem hafði verið í flotanum í sex ár yrði ekki tekinn aftur. Önnur vandræði eru nefnd. Meðan allir karlmenn eru á sjónum og konurnar dag- langt úti við ströndina að safna sniglum, þá verða krakkarnir í fiskimannahverfinu að sjá um sig sjálf." Misjafn afli Útgerðin á þorskveiðar við ís- land blómstrar frá Gravelines á árunum 1870—1900, en fer þá að láta undan síga þótt skúturnar hafi alltaf verið að stækka, en afli fer minnkandi," segir í sögu Grav- elines eftir Georges Dupas. Skip- unum fjölgar úr 20 á árinu 1887 upp yfir 100 á árunum 1896—1900. Fjöldinn er svo kominn niður í 40 er fyrri heimsstyrjöldin skellur á, 1914. Allan tímann er veitt á línu. Aflinn er ákaflega misjafn. I frá- sögur er fært að ein skútan frá Dunkirk hafi ekki verið búin að vera á miðunum nema 4 daga á vertíðinni 1892 er hún hafði fengið 155 tonn, sem var þriðjungur af þvi sem venjan var að fá á 3—4 mánuðum. Um þetta er sagt: „Það er alkunna að þetta ár var fiskur- inn við Færeyjar sérstaklega stór. Ekki þurfti nema 20—30 sporða í tunnuna, þar sem íslandsfiskur- inn var minni. Þurfti 50—60 í tunnuna eða jafnvel 70—80. (I orðabókinni segir að 1.000 kg séu í tunnunni.) Sumir bátarnir komu heim með 540 tonn, en flestir með 400 tonn, svo að allir gátu andað rólega. Um 300 tonna afla þarf til að standa undir útgerðarkostnað- inum og jafnvel þá þarf áhöfnin að greiða eitthvað til baka af fyrirframgreiðslunni. Sumir komu þó ekki aftur af þessari vertíð. Fiskiskipin Reine og Emma hurfu alveg. En Marie Jeanne, sem menn héldu að hefði farist, reyndist hafa lokast inni á Fáskrúðsfirði vegna hafíss frá april og fram í miðjan júní. Og þá fara menn að efast um að það borgi sig í raun að fara svo snemma eins og í febrúar eða marz, þegar óveðrin æða, rok- ið snýst óaflátanlega frá norðri til suðurs með nokkurra klukku-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.