Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 Hin kinnin 4. sunnudagur eftir trinitatis Matt. 5.38—48 3C A DROTnNSPffl UMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Gunnar Haukur Ingimundarson Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir Marteínn Lúter í tilefni fimm hundruð ára af- mælisárs Marteins Lúters, minnt- ist prestastefnan í ár, sem haldin var í Háskóla íslands í sl. viku, ævi hans og starfs. Af því tilefni langar okkur að rekja í stórum dráttum ævi þessa merka manns. Æska Lúters og námsár Marteinn Lúter var fæddur árið 1483. Hans, faðir hans, hafði verið bóndi, en snúið sér að námuiðnaðinum, og efnast á því. Móðir hans var Margarete Ziegl- er. Fyrstu árum sínum eyddi Lút- er í Mansfield-borg í Thuringiu. Lítið er vitað um barnæsku hans. Frá 14 ára aldri var hann að mestu að heiman. Hann var eitt ár í latínuskóla í Magdeburg og 3—4 ár í skóla í Eisenach. Lúter skráði sig í háskólann í Erfurt 1501 og útskrifaðist það- an 1505 með mastersgráðu 22ja ára. Skömmu seinna hóf hann iaganám í Erfurt, eftir ósk föður síns. f júlí sama ár gerðist hinn frægi atburður í lífi hans, sem enginn getur látið hjá líða að minnast á, er rakin er ævi Lút- ers. Hann Ienti í slíku þrumu- veðri, að hann var viss um að líf sitt væri í hættu. Hrópaði hann þá hin afdrifaríku orð: „Hjálp- aðu mér, heiiög Anna, þá skal ég verða munkur." Tveimur vikum síðar gekk hann í Ágústínusarregluna í Erfurt. Klausturdvölin Ekki er að efa að trúarlegar spurningar hafi sótt á hann, áð- ur en þessi atburður varð, en það sem olli honum mestum áhyggj- um næstu árin var vandamálið um náð Guðs, og hvernig maður- inn gæti orðið verðugur þess að öðlast náð hans, í stað grimmi- legs dóms réttlætis hans. Katharína hélt engar dagbæk- ur en í bréfum Lúthers segir margt um hana og samskipti þeirra hjóna. Aðrir hafa svo skrifað ævisögu hennar. Sumar af borðræðum Lúthers eru um Katharínu og hugmyndir hans um það hvernig stjórna ætti heimili. Sumt af því, sem hann segir þar, verður að vísu að taka með þeim fyrirvara að það er lit- að því hvernig talað var með fyrirlitningu um konur á þeim tíma. En Borðræðurnar gefa okkur líka sannanir á því hvern- ig Lúther leit á konur sem full- gildar manneskjur og jafnoka. Það eru hins vegar ævisögurnar, sem ritaðar hafa verið um Kath- arínu, sem við verðum að gjalda varhug við, þær eru skrifaðar öldum eftir að Katharína var uppi og draga upp mynd af henni sem dæmigerðri prestsfrú þeirra tíma. ★ ★ ★ Foreldrar Katharínu voru fá- tækir og hún átti ekki annarra kosta völ en aðrar fátækar ung- ar konur, hún varð að giftast Marteinn Lúter Tveimur árum eftir inngöng- una í klaustrið söng hann sína fyrstu messu og leið við það sár- ar sálarkvalir, er honum fannst hann óverðugur mæta hinum heilaga leyndardómi. í reglu Lúters þótti syndajátn- ing skilyrði fyrir náð Guðs. Því kvaldi það Lúter, að vera kynni, að hann gleymdi einhverri synd, og var því sífellt skriftandi fyrir meðbræðrum sínum í reglunni. Guð birtist honum sem reiði, en ekki sem kærleikur. Yfirmaður hans í reglunni, Staupitz, hafði þó mikla trú á honum. Hann hvatti hann til frekara náms og 1512 tók hann doktorspróf í guð- fræði frá háskólanum í Witten- berg, þar sem hann sá einnig um fyrirlestra. 1513—1515 hélt Lúter sína fyrstu fyrirlestra um Davíðs- sálma, 1515—16 um Rómverja- bréfið og 1516—17 um Galata- bréfið. Á þessum árum, 1513—19, öðlaðist Lúter nýjan skilning á fagnaðarerindinu. Fólst hann aðallega í því, að honum varð ljós hin biblíulega merking á réttlæti Guðs. M;5- aldakirkjan hafði álitið réttiæti manni, sem átti eitthvað, ellegar ganga í klaustur. Hún gekk í klaustur og varð ásamt öðrum nunnum og munkum fyrir djúp- um áhrifum af prédikun Lúth- ers, sem varð til þess að hópur þeirra vildi yfirgefa klaustrin. Hún var í hópi nunna, sem strauk úr klaustri sínu árið 1523, með vitund og hjálp Lúthers. Þegar ráðstafa átti framtíð hennar, helzt með giftingu, lét hún þau boð ganga til Lúthers að hún vildi giftast honum, og þótt Lúther hefði ekki hug á að kvæn- ast varð það þó svo. 13 árum síð- ar skrifaði hann að ef hann hefði óskað að kvænast fyrir 13 árum hefði hann viljað giftaát tiltek- inni ungri og fagurri konu, en svo sé Guði fyrir að þakka að hann hafi gifzt Katharínu. ★ ★ ★ Ungu hjónin fluttust inn í hús, sem verið hafði klaustur. Það var í niðurníðslu og lítt búið hús- gögnum. Lúther kunni ekki skil á svo veraldlegum hlutum og heimilishald vakti honum ótta. Guðs hið krefjandi réttlæti, en nú skildi Lúter það sem miskunn Guðs. Réttlæti Guðs var nú fyrir honum náð Guðs, sem gerir manninn réttlátan. Þar af leið- andi voru verk mannsins ekki ákvarðandi hvað varðaði örlög hans. Náð Guðs, sem er réttlæti hans, er sýnd á þann veg, að Guð meðhöndlar manninn sem rétt- látan, hvernig svo sem hann er. Siðbótin Árið 1517, 31. október, festi Lúter hinar 95 greinar á dyr hallarkirkjunnar í Wittenberg, til þess að skora á menn í kapp- ræður um aflátssölu páfa, sem mjög óvinsæl var í Þýskalandi. Aflátssalan var á þann veg að menn gátu keypt sig lausa undan yfirbótavinnu, sem þeim bar skylda til, vegna synda sinna. Mikil söfnun var í gangi fyrir páfagarð til að ljúka byggingu Péturskirkjunnar og voru því aflátssalar harðir í sölumennsk- unni. Greinar Lúters vöktu gífur- lega athygli, voru útgefnar, og á augabragði komnar út um allt Þýskaland. Viðtökur greinanna sýna best þá óánægju, sem ríkti, með hina rómversk-kaþólsku kirkju í Þýskalandi. Eintak af greinunum barst í hendur páfa, og þegar Lúter frétti, að hann hefði verið bannfærður af hon- um, hélt hann því fram, að páf- inn hefði ekkert vald til að dæma um samband Guðs og manns. Atburðir næstu ára voru á flókinn hátt tengdir stjórnmála- atburðum og metnaði einstakra stjórnmálamanna. Of langt mál væri að rekja þá hér, en á þess- um árum mótaðist guðfræði hans, sem hann einskorðaði við Ritninguna. Hann ritaði fjölda bóka og var gífurlega afkasta- mikill. Og nú jókst mjög heimilishald þeirra hjóna. Húsið var ævinlega fullt af gestum, þá bjuggu þar lærisveinar Lúthers, börn ætt- igja og nunnur og munkar, sem flúið höfðu úr klaustrum og vantaði varanlegan samastað og vinnu. Síðan eignuðust þau hjón- in sín eigin börn á skömmum tíma, þau þurftu kennara þegar þau komust á legg og kennararn- ir höfðu oft með sér aðra nem- endur. ★ ★ ★ Katharína varð að taka heim- ilishaldið í sínar hendur og auka tekjurnar því hinar lágu tekjur Lúthers voru langt frá því að nægja fyrir heimilishaldinu. Hún keypti land, framleiddi gnægðir af mat og drykk og breytti hinu opna, ókeypis hús- haldi í heimili, þar sem fólk greiddi fyrir mat og húsnæði. Hún var oft dögum saman úti á landareign sinni svo að Lúther varð að senda boð eftir henni. Katharína lifði sjálfstæðu lífi eins og maður hennar og Lúther viðurkenndi stjálfstæði hennar, Við lesum úr Fjallræðunni í dag. Hamingjusöm værum við ef við skildum Fjallræðuna, kynn- um að lifa hana. En hún hefur löngum valdið okkur heilabrot- um og við finnum að við eigum ómögulegt með að lifa hana. Hvað þýðir fyrsta versið í text- anum: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn? Það er tilviljun í fyrstu bækur Biblíunnar, 2. Mósebók, 21. 24. Þýðir það að okkur verði hegnt, allt illt, sem við gerum hljóti að bitna á okkur? Eða þýða þessi orð að við eigum að sýna réttlæti, ef ein- hver hefur spillt einhverju fyrir okkur, megum við ekki krefjast meiri bóta en því sem var spillt, fyrir eitt auga komi aðeins eitt auga, ekki tvö eða þrjú? Þessar vangaveltur falla um sjálfar sig þegar við lesum næsta vers: En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir ykkur mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina. Síðan koma fleiri vers á sömu lund. Á árunum eftir 1521 var Lúter í útlegð í Wartburg-kastala, í felum frá mönnum páfa. í út- legðinni hóf hann þýðingu sína á Ritningunni. Þann tíma var sið- bótin í fullum gangi í Witten- berg undir stjórn vina Lúters, Philip Melanchton og Gabriel Zwilling. Róttæk öfl fóru einnig að berast þangað frá nágranna- bæjunum, sem voru Lúter ekki að skapi, og sneri hann því til baka og tók stjórn siðbótarinnar í sínar hendur. Hér verður ekki rakin nánar ævi Lúters, en næstu ár var hann önnum kaíinn við að pre- dika, kenna, skrifa og fást við þegar hann ávarpaði hana í bréf- um sínum „Kæra herra Kathar- ína“. Hann tók engan þátt í heimilisrekstrinum lengur, en lagði ráð á um menntun barna þeirra. Skyldi hann hafa gert sér grein fyrir því misræmi, sem var milli kenningar hans og lífs? ★ ★ ★ Eftir dauða Lúthers urðu Katharína og börn þeirra illilega fyrir barðinu á ríkjandi lögum í Saxlandi. Samkvæmt þeim var maður hennar lögmætur eigandi eignanna og það skipti engu þótt hún hefði aflað þeirra og annast. Elskið óvini ykkar og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja ykkur ... Verið því fullkomnir eins og fað- ir ykkar himneskur er fullkom- inn. Nú verðum við að ganga til Drottins og biðja um skýringu. Hann einn getur sýnt okkur hvernær og hvernig við eigum að bjóða hina kinnina. Við vitum af öðrum orðum Biblíunnar að hann ætlar okkur ekki roluskap, ekki geðleysi. Jesús rak kaup- mangara úr helgidóminum með harðri hendi og andmælti fast- lega oft á tíðum. En hann þagði hjá þeim, sem settu á hann þyrnikórónu, klæddu hann í purpurakápu, hræktu í andlit hans og krossfestu hann. Enginn nema Drottinn getur kennt okkur hvenær við eigum að svara og hvenær að þegja — hvernig við eigum að rétta hina kinnina, hvað það er að elska óvin sinn. Biðjum nú af einlægni um kennslu í þessum miklu fræðum. vandamál kirkju og ríkis. Orka Lúters fór ekki aðeins í það að gagnrýna mistök páfastóls, held- ur vann hann ötullega að endur- bótum á lífi og hugsun kirkjunn- ar, með því að leggja áherslu á boðun Orðsins til alþýðunnar. Hann afneitaði því að klaust- urganga væri æðri köllun en önnur í lífinu og varð það til þess, að klausturhald féll niður víða í Þýskalandi og víðar. Lúter kvæntist sjálfur nunnu, Katarínu frá Bora, sem var gædd óvenjulegum hæfileikum og góðum gáfum. Marteinn Lút- er lést árið 1546. Ileimildarit: John Dillenberger: Martin Luther. Bengt llágglund: Teologiens llistoria. Það skipti heldur engu þótt Lúther hefði gert erfðaskrá og gert Katharínu að forráðamanni barna þeirra og eignanna allra. Samkvæmt lögunum áttu ekkjur og ung börn að hafa forráða- mann, sem skyldi sjá til þess að ekkjurnar notuðu ekki eignirnar í eigin þágu, þar sem eignirnar tilheyrðu erfingjum mannsins, börnunum. Katharínu auðnaðist þó að halda húsi þeirra og halda áfram rekstri þess þótt í smærri stíl yrði. ★ ★ ★ Síðustu ár Katharínu urðu erfið. Stríð brauzt út og drepsótt geisaði. En Katharína lét ekki bugast. Hún andaðist hinn 20. desember árið 1552. Þótt Katharína væri það hjón- anna, sem annaðist húshaldið og gerði Lúther með því kleift að stunda störf sín, tók hún einnig þátt í störfum hans og lagði orð í belg um guðfræði í samtölum hinna lærðustu guðfræðinga, sem sátu við borð þeirra hjóna. Því miður skrifuðu lærisveinar Lúthers, sem rituðu niður Borð- ræður hans, ekki neitt úr orðum Katharínu. Það væri ómetanlegt fyrir okkur að eiga nú einnig rit- uð sjónarmið þeirrar gáfuðu og einstöku konu. Í r grcin Heidi Lautere-Pirner, wem birtiut f nýjasU hefti Women, bladi KvennavettvangB lútherska heim.ssambandsins. Konan, sem giftist Lúther, Katharína von Bóra Biblíulestur vikuna frá 26. júní til 2. júlí Sunnudagur 26. júní: 2. Kronikubók 31.11—21. Mánudagur 27. júní: 2. Kronikuhók 32.1—16. Þriðjudagur 28. júní: 2. Kronikubók 32.17—23. Miðvikudagur 29. júní: 2. Konungabók 19.20—36. Fimmtudagur 30. júní: 2. Konungabók 20.1—11. Föstudagur 1. júlí: Jesaja 38.10—21. Laugardagur 2. júlí: 2. Konungabók 20.12—21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.