Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 8
56 ■ GLÖTUÐ ÆVIÁR Æskan er í bráðustu lífshættu Á sama tíma og lífslíkur aldraös fólks hafa verið að aukast í Bandaríkjunum hefur hættan á því að born og unglingar deyi vo- veiflegum dauðadaga aukist stór- iega. Ef miðað er við glötuð æviár eru slysfarir alls konar helsta banameinið vestra en í öðru og þriðja sæti koma krabbamein og hj artasjúkdóm ar. f fjórða og fimmta sæti á þess- um lista eru sjálfsmorð og manndráp og vekur það sérstaka athygli hvað sjálfsmorðum hefur fjölgað meðal unglinga og hvað það er orðið ískyggilega algengt, að fólk fyrirkomi börnum sínum. „Við erum að drepa börnin okkar,“ sagði dr. Beatrice Rouse, prófessor við læknadeild háskól- ans í Boston, á ársfundi Banda- ríska vísindafélagsins í Detroit. „Nú þegar barnadauðinn hefur aldrei verið minni vegna betri um- önnunar fyrir og eftir fæðingu eru morð orðin helsta dánarorsökin meðal smábarna, og sjálfsmorð, sem hafa verið mjög fátíð hjá unglingum, eru orðin jafn algeng meðal þeirra og miðaldra fólks." Þessi þróun hófst árið 1965. „Lífslíkur fólks hafa aukist í öll- um aldursflokkum nema hjá unga fólkinu," sagði dr. Rouse. „Þegar við huguðum hins vegar að dánar- orsökunum var eins og sjálfs- morðin, manndrápin og banaslys- in beinlínis hrópuðu á okkur frá blöðunum. Þetta eru ömurlegar staðreyndir. Þær endurspegla ör- væntingu og óhamingju fólks, sem afeinhverjum ástæðum hefur far- ið á mis við mannlega hlýju og er búið að missa vonina um betra líf.“ Mörg slysanna má í raun flokka með sjálfsmorðum, t.d. þegar menn aka drukknir, en svo margir látast nú af þeirri ástæðu einni í Bandaríkjunum að það líkist helst farsótt. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 „Við ætlumst til þess, að ungl- ingarnir verði fullorðnir fyrr en áður og það er meðal annars þess vegna, sem þeir eiga mest á hættu gagnvart eiturlyfjum og áfengi. Við gleymum því líka, að við skiln- að eru það unglingarnir sem verða verst úti.“ Dr. Rouse sagði frá því, að al- gengast væri, að börn yngri en fjögurra ára væru drepin með barsmíðum, illri meðferð eða kyrkt. Ef börnin væru eldri, væri það ekki fátítt, að þau væru hreinlega skotin. „í öllum vestrænum þjóðfélög- um eru sömu öfl að verki," sagði dr. Rouse. „Sum þeirra byggja á eldri og grónari hefðum en við gerum og standast álagið betur, en við skulum búa okkur undir, að þróunin verði sú sama fyrr eða síðar." — JOYCE EGGINTON Veröld ■hSAGA Fyrir einu ári spunnust miklar deilur af því tiltæki japanskra stórnvalda að hnika til ýmsum staðreyndum í sagnfræðikennslu- bókum í því skyni að fegra ímynd þjóðarinnar í augum ungu kyn- slóðarinnar. Og enn sitja Japanir við sinn keip og kosta kapps um að „vernda" fornan heiður. Kennslumálaráðuneytið hefur að vísu neyðzt til þess að heimila notkun orðanna „innrás" og „árásarstefna“ í frásögnum af stríði Japana við Kínverja. En þegar kemur að lýsingu á fjölda- morðum japanskra hermanna í Nanking og Singapore og á Okin- awa hefur útstrikunaraðferðinni heldur betur verið beitt og tölur fallinna þykja fjarri öllum sanni. Næsta ár munu skólabörn fræð- ast um, að japanski herinn í Singapore hafi drepið 6.000 manns í stað 20.000. í stað þess að skýra frá því, að fjöldamorð hafi verið framin á íbúum Okinawa vegna andstöðu þeirra við stríðið segir í hinum nýju bókum að þeir hafi verið drepnir vegna grun- semda um njósnastarfsemi og fyrir að hafa brotið reglur hers- ins. Japanski herinn tók grimmi- lega á 1. mars-friðarhreyfingunni í Kóreu, og þar sem segir frá þeim atburði í kennslubókum er Ritskoðarar krukka í sannleikann hreyfingin ekki kölluð friðar- hreyfing heldur samtök gegn ofbeldi. Einum útgefanda var leyft að fullyrða, að allt að 53 þúsund Kóreumenn hefðu fallið er Japanir brutu uppreisn þeirra á bak aftur. En ritskoðunarnefnd breytti því í „um tvö þúsund manns samkvæmt könnun land- stjórans í Kóreu". Landstjórinn var raunar harðskeyttur ný- lenduherra og getur varla talizt hlutlaus heimilidamaður. Það eru ekki einungis sagn- fræðikennslubækur, sem þurfa að hljóta náð fyrir augum opinberra ritskoðara. Kennslubækur í fé- lagsfræði fyrir framhaldsskóla verða einnig að fylgja hinni opinberu línu. Fimm af hverjum sjö útgáfufyrirtækjum, sem leggja bækur sínar fyrir ritskoð- unarnefndina, fá fyrirmæli uip að fella úr tilvísanir til borgara- legra réttinda. Einnig eru þau hvött til að sýna meiri „þjóð- rækni" og skýra frá tilvist jap- anska hersins, en það er enn við- kvæmt deilumál því að sam- kvæmt hinni svokölluðu friðar- stjórnarskrá mega Japanir ekki hervæðast að ráði. Þá hafa verið felld úr bókunum orð eins og réttur til heilbrigðis og réttur til upplýsinga, og báru ritskoðararnir því við, að slík hugtök væru ofvaxin skilningi unglinga. Þó er talið líklegra að ástæðurnar séu þær að japönsk stjórnvöld vilji koma í veg fyrir frekari viðgang velferðarþjóðfé- lags af ótta við að það geti stöðv- að vaxtarbrodd einkaframtaksins og gert japönsku þjóðina lata og værukæra. Þá hefur kennslumálaráðu- neytið farið þess á leit, að eftir- farandi verið látið standa í kennslubókum í félagsfræði: — Það er óheimilt að misnota rétt- indi sín. Mun þetta hafa verið gert til þess að letja japanskt æskufólk til að láta glepjast af frjálsræði Vesturlanda. Að lokum er þess farið á leit við útgefendur að bækur þeirra hafi ekki að geyma „of margar myndir af mótmælaaðgerðum", og einnig er tekið fram að þörf sé fyrir sterkari „þjóðræknisanda". — Peter McGill. — GLÆPIR ^m I bígerð að svipta bófana bankaleyndinni Alþjóðlegir eiturlyfjasalar hafa með sér víðtæk sam- bönd, ekki sízt á sviði fjármála. Fíkniefnadómstólar hafa oft ekki roð við þessum harðsvíruðu hringum hvað snertir kænsku og bragðvísi og dugi þau meðöl ekki er gripið til byssunnar. Nú eru þó horfur á því að yfirvöld víða um lönd séu að ná allgóðu taki á glæpahringunum með því að öðlast innsýn inn í fjárreiður þeirra sem hingað til hafa verið þeim nánast lokaðar. Eftir langvinnar umræður og þóf virðist loks vera í sjónmáli alþjóðleg samstaða um samvinnu löggjafa i þeim tilgangi að unnt sé að rannsaka fjármálaumsvif eiturlyfjahringanna og tilfærslur á fé þeirra og að leggja hald á eignir þeirra. ítalir og Bandaríkjamenn hafa kom- ið sér saman um aðferðir í þessu skyni og búizt er við að Ástralíumenn, Kanadamenn, Bretar og aðrar þjóðir Vestur-Evrópu fylgi fordæmi þeirra innan tíðar. Hið Alþjóðlega fíkniefnaeftirlitsráð, sem bækistöðvar hefur í Vínarborg gaf út eftirfarandi yfirlýsingu fyrir þremur árum: — Ólögleg framleiðsla og sala (á fíkniefn- um) er orðin gríðarleg að umfangi og fjármálaumsvifin samfara þvi orðin svo tröllaukin að efnahagsleg og póli- tísk staða ýmissa ríkja er í voða. ftalir hafa samþykkt löggjöf sem veitir dómsmálayfir- völdum aukinn rétt til rannsókna í glæpamálum og eru þar ýmis ákvæði, sem hingað til hafa verið óþekkt í ít- alskri löggjöf. Meðal annars er þar um að ræða heimild til að kanna bankareikninga, sem grunur leikur á að geymi sjóði mafíunnar. í bandarískri löggjöf eru nokkuð rúmar heimildir til að svipta bankaleynd af fíkniefnasölum. Því hefur og verið lýst yfir af hálfu Bandaríkjastjórnar, að gripið verði til þessara heimilda og yfirvöld annarra ríkja geti fengið upplýsingar sem þau varðar í rannsóknum á fjármálaumsvifum eiturlyfjahringanna. Fyrirboði þessara tíðinda var fundur sem haldinn var á Englandi á síðasta ári án þess að mikla athygli vekti. Fundinn sátu háttsettir löggæzlumenn frá ríkjum Norður-Ameríku, Vestur-Evrópu og Ástralíu auk fulltrúa frá Interpol. Fundarmenn komu sér saman um að knýja á ríkisstjórnir landa sinna um að hefjast handa gegn eitur- lyfjahringunum, en þeir voru orðnir langþreyttir á því að geta engar upplýsingar fengið um fjármálaumsvif hring- anna í baráttu sinni gegn þeim. Árið 1981 beindist athygli manna mjög að þeirri banka- leynd sem eiturlyfjahringarnir njóta. Það ár féllu dómar yfir fíkniefnasölum á Englandi og hlutu þeir mjög þunga fangelsisdóma. Þeir héldu þó afrakstri glæpaiðju sinnar nær óskertum, og þótti mörgum þar skjóta skökku við. Á Ítalíu var löggjöf sú, sem hér um ræðir, samþykkt í nokkrum flýti í kjölfar morðsins á Caro Alberto dalla Chiesa á síðasta ári, en honum hafði verið falið það sér- staka verkefni að draga úr valdi mafíunnar á Sikiley. Ýmsir háttsettir menn i bankamálum á Ítalíu hafa látizt með voveiflegum hætti að undanförnu. Talið er að mafían á Sikiley hafi auðgazt um sem svarar 15 milljörðum ísl. króna frá árinu 1976. Helzta tekjulindin hefur verið sala á heróíni í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Löngum hefur mikil leynd þótt hvíla yfir bankamálum í Sviss. Eigi að síður er þar í gildi löggjöf, sem gerir ráð fyrir að veittar skuli upplýsingar um bankareikninga í tengslum við rannsókn á alvariegum glæpamálum, svo sem eiturlyfjasölu. í sumum löndum eru enn strangari reglur við lýði. Þar má banki ekki veita upplýsingar um hvort ákveðinn bankareikningur sé yfirleitt til nema um það komi sérstök heimild frá þeim sem er skrifaður fyrir honum. — THOMAS LAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.