Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 Gjaldkeri í afgreiðslu Iðnaðarbankans færir innlegg í sparisjóðsbók. Með því að renna bókinni í gegnum skynjarann sér tölvan um allar færslur í bókina. Tölvan er í beinlínutengslum við Reiknistofnun bankanna og færslurnar eru villuleitaðar um leið og þær fara fram. ar hefur vöxtur bankans verið slíkur að starfsemin rúmast ekki lengur í húsnæðinu við Lækjar- götu, en þar hafa komið til sögu hin 7 útibú bankans sem áður var greint frá. Árið 1967 varð bankinn fyrir miklu tjóni í eldsvoða og er það mesta áfall sem bankinn hefur orðið fyrir þessa þrjá áratugi. Frá því er sagt á öðrum stað hér á síðunum. Stjórnendur bankans Fyrsta bankaráðsins hefur verið getið undir forsæti Páls S. Páls- sonar, en hann var formaður í 5 ár, eða til ársins 1957. Kristján Jóhann Kristjánsson var formað- ur árin 1957—1962. Við tók Sveinn B. Valfells, sem var formaður í 12 ár, eða til ársins 1974 er Gunnar J. Friðriksson var kjörinn formaður. Gunnar var formaður í átta ár eða til ársins 1982, en þá tók við sæti hans Davíð Scheving Thorsteins- son, núverandi formaður. í bankaráði hafa frá upphafi átt sæti 5 menn og eru 3 þeirra kjörn- ir á aðalfundi, en 2 eru skipaðir af iðnaðarráðherra. f bankaráði eiga nú sæti eftirtaldir: Af aðalfundi eru kjörnir Davíð Scheving Thorsteinsson, Gunnar Guð- mundsson og Sveinn S. Valfells. Ráðherra hefur skipað Kjartan ólafsson og Sigurð Magnússon. Endurskoðendur bankans eru Haukur Björnsson, Þórleifur Jónsson og Sveinn Jónsson. Sem fyrr sagði gegndi Helgi Hermann Eiríksson bankastjóra- starfi til ársloka 1955 og við tók Guðmundur ólafs sem gegndi starfinu til ársins 1964. Árið 1963 höfðu Bragi Hannesson, lögfræð- ingur, og Pétur Sæmundsen, viðskiptafræðingur, verið ráðnir bankastjórar. Pétur lést 5. febrúar 1982 og var í hans stað ráðinn bankastjóri Valur Valsson, við- skiptafræðingur, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra iðnrek- enda, en Valur hafði áður starfað hjá bankanum, fyrst sem for- stöðumaður hagdeildar, en síðar sem aðstoðarbankastjóri. Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur, var ráðinn aðstoðarbankastjóri árið 1979. Við stofnun bankans var ákveð- ið að hann tæki við daglegum rekstri Iðnlánasjóðs. Hefur sú skipan haldist síðan. Hafa banka- stjórar jafnframt verið fram- Tölvuvæddar gjaldkeraafgreiðslur Fullkomnasta bókunarkerfið í íslenskum banka IÐNAÐARBANKINN er eini íslenski bankinn sem hefur tölvuvæddar gjaldkeraafgreiðslur. Fullkomið afgreiðslu- og bókunarkerfi var tekið í notkun í afgreiðslu bankans um mitt ár 1979, en áður þurfti að vinna allar afgreiðslur í tölvutækt form að starfsdegi loknum. Tölvukerfið er þannig úr garði gert að allar inn og útborganir eru í beinlínuvinnslu við Reikni- stofnun bankanna og unnar um leið og afgreiðsla fer fram. Slíkt flýtir mjög fyrir afgreiðslu og dregur úr villum þar sem allar færslur eru villuleitaðar sam- stundis. Jafnframt gerir það gjaldkerum kleift að sjá þegar að loknum starfsdegi hver stað- an er, þar sem þeir hafa allar færslur handhægar á strimli. Gagnvart viðskiptamönnum virkar kerfið þannig, að þeir geta farið beint til gjaldkera, og tekið út en þurfa ekki fyrst að koma við í sparisjóðsdeild, eins og í öðrum bönkum, og láta bóka inn eða út úr bók sinni og fara síðan til gjaldkera. Bókunarkerfið er af gerðinni IBM 3600 og er í notkun hjá að- albanka og útibúum í Reykjavík, Hafnarfirði og Garðabæ. Kerfið hefur gert bankanum fært að mæta síauknu færslumagni án tilsvarandi fjölgunar starfsfólks. Þess má geta að færslumagnið hefur fimmfaldast á síðustu fimm árum. Bókunarkerfið nær til sparisjóðsreikninga, ávísana- og hlaupareikninga, og aðal- bókhalds. kvæmdastjórar sjóðsins, og dag- legur rekstur og afgreiðsla í hönd- um starfsmanna bankans. Reikn- ingar sjóðsins hafa einnig verið lagðir fram á aðalfundum bank- ans. Aukning innlána í ársskýrslu Iðnaðarbankans fyrir síðasta ár kemur fram að mikil aukning innlána hefur átt sér stað í bankanum á síðustu ár- um. í skýrslunni segir að ekki sé unnt að benda á neina eina ákveðna ástæðu þessa, umfram meðaltal innlánsstofnana í land- inu, en getum að því leitt að til- koma hinna svonefndu IB-lána á árinu 1978 hafi orðið bankanum til framdráttar. Þess má geta að aukning innlána á árinu 1982 mið- að við árið áður var 67% en inn- lánsaukning allra viðskiptabank- anna varð hins vegar 60,6%. í ársskýrslunni segir um þessa þróun: „Aukin innlán og bætt af- koma bankans undanfarin ár hafa gefið tækifæri til bættrar þjón- ustu bankans við viðskiptamenn sína með tvennum hætti. Aukin innlán hafa leitt til samsvarandi aukningar útlánagetu, en einnig hefur efling bankans og fjölgun starfsfólks leitt til betri og fjöl- breyttari þjónustu við viðskipta- mennina. I annan stað hefur bætt afkoma bankans undanfarin ár gert mögulegt að ráðast í ýmsar fjárfestingar, bæði í fasteignum og tækjum, sem nauðsynlegar hafa verið vegna aukinna við- skipta." Stofnfimdur Iðnaðarbankans 1952 Stofnfundur Iðnaðarbanka íslands hf. var haldinn laugardaginn 18. október 1952. Á fjóröa hundrað hluthafa mættu, margir hverjir utan af landsbyggðinni, enda hófst Iðnþing íslendinga þessa sömu helgi. Mikill hugur var í fundarmönnum að sögn Morgunblaðsins 19. október 1952, og töldu menn að stigið væri mikið framfaraspor fyrir íslenskan iðnað og iðnaðarmenn. Fundarstjóri á stofnfundinum var Helgi Hermann Eiríksson, sem þá var skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík. Á fundinum var kjörinn bráðabirgðastjórn er gegndi störfum til framhaldsaðalfundar, sem haldinn var viku síðar. Sá frestur var notaöur svo menn gætu kynnt sér uppkast að reglugerð og samþykktum fyrir bankann. Þær voru samþykktar viku síðar. Myndirnar sem hér birtast frá stofnfundinum tók Ijósmyndari Morgunblaðsins Ólafur K. Magnússon. Fundarstjóraboröið. Ræðumaður er Páll S. Pálsson lögmaður, fyrsti formaöur bankaráðsins. Fundarritari, lengst til vinstri, er HJ. Hólmjárn. Fundarstjóri, fyrir miðju, er Helgi Hermann Eiríksson, fyrsti bankastjóri Iðnaðarbanka íslands hf., fundarritari, lengst til hægri, er Stefán Jónsson ur Hafnarfirði. Myndin er tekin yfir fundarsalinn í Tjarnarcafé, þar sem hundruð íslenskra iönaðarmanna komu saman laugardaginn 18. október 1952 og stofnuöu Iðnaöarbanka íslands hf., en hann tók síðan til starfa 25. júní 1953. Á myndinni þekkjast m.a. Stefán Jónsson, í horninu neðst til vinstri Sigurður Hólmsteinn Jónsson, annar maður frá Stefáni aö baki Sigurðar er Björgvin Fredriksen, Halldór Björnsson múrari situr við borðið andspænis Sigurði (með svört gleraugu), Þór Sandholt, síðar skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík, er á myndinni (til hægri með yfirvaraskegg). Maðurinn sem stendur aftast í salnum til hægri er Pétur Sæmundsen, síðar bankastjóri. Þá má sjá Sigurð Kristinsson, formann Landssambands iðnaðarmanna, lengst til vinstri fyrir miðri mynd og í salnum má greina andlit Gísla Ólafssonar bakara, Ólafs Jónssonar útvarpsvirkja og fleiri mætra manna. Frá stofnfundi Iðnaðarbankans í Tjarnarcafé. Ungi maðurinn fyrir miðri mynd er Árni Grétar Finnsson lögmaður, að baki hans til hægri er Hjörtur Jónsson í Ólympíu, og maðurinn sem stendur lengst til hægri er Kristján Jóhann Kristjánsson í Kassagerð Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.