Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 61 Frá aðalfundi 1982. Hluthafar bankas eru um 1.400 og er hann eitt fjölmennasta hlutafélag landsins. mom; v Bód TIL nu nokkia Kit-in. nm kmiA.i jI kj*»i ln.i Ainit ki iuitiAn> n kA sk Iiin þ.iA politi* n-ynt n svii n íynr hvt-ijar kjosendum i I <W þu t kki MÍ7t uin Akrami, ukkur ht'ima ei Ijoat, hvera vi- M'Aun <>K trr þin«i. Akrariea it frematu röð i: í’r .HKreMaluMl l»naéarbank*rH ; ,,thafnir og fr þ.i uf ajálfu Iðnaðarbonki tslands I li g vaxtarskil tekur til stnrio I doj lir muiara aia sk Hlutafé 6,5 milljón króna. l.AN'DSSAMB, iAna.Vnm.mna <>K ' ufgit lAsluiMilur I^iftlt-iða á K‘»»u- | okkar bæjarf Felag ntlrn/ku idniekt-ndu hufa i liu'd til afgrt'iftslu •»*; i kjallaia x ,fl Akuinesir imdunfurin 5- 6 ar rartt atnfnun j ei u t\o ski ifstiifulit i tx igi i>u nunnuKir, hv< énrAurhanka á fundmn Mnuai,' rúht|!úd KfymsluliVtlí inj{ mt .1 aft þvi nicð rá - . «.. t.„....I. . A*% M'. .mr ... l«p..i.tl...naAl l.« ___ Frétt Morgunblaðsins 25. júní 1953 um opnun Iðnaðarbankans. íaKf.u «ft * igu <>K otulan ful ti ua. sem ht fi takandi og mj um framfara- Hlutfallsleg skipting útlána EF SKOÐIIÐ er hlutfallsleg skipting útlána Iðnaðarbankans undanfarin 10 ár kemur í Ijós að mikil umskipti hafa orðið. Árið 1973 voru víxlar og yfirdráttarlán bankans um 80% allra útlána en á síðasta ári námu slík lán aðeins 25%. Fyrir tíu árum voru skulda- bréfalán 15% útlánanna og endurseld lán og innleystar ábyrgðir voru um 5%. Á síðasta ári voru skuldabréfalán u.þ.b. 30% útlána og endurseld lán og innleystar ábyrgðir því sem næst 15%. Nýr lánaflokkur hefur bæst við, en það eru verðtryggð lán sem á síðasta ári voru um 25% allra útlána bankans. Ef litið er á þróun útlána eftir lánþegum kemur í ljós að einstaklingar fengu rúm 10% útlána bankans fyrir 10 árum en fengu tæp 20% á síðasta ári. Lánastofnanir o.fl. fengu 1973 10% útlána bankans en 5% á síðasta ári. Verslun og þjón- usta fékk um 20% útlána árs- ins 1973 og því sem næst 25% á síðasta ári. Hlutdeild iðnaðar og byggingaverktaka hefur dregist örlítið saman, þeir fengu rúm 55% útlána bank- ans fyrir tíu árum en hlutur þeirra nú er 51%. innlám bankans 1955-1982 a verðlagl i desember 1982 Línurit er sýnir þróun innlána bankans 1953—1982 miðað við verðlag í desember 1982. Stórbruninn 1967 Mesta áfall bankans frá upphafi KINN er sá atburður, sem jafnan mun verða getið, er saga Iðnaðarbanka íslands hf., verður rifjuð upp. Það er bruni aðalbankans í Lækjargötu róstudaginn 10. mars 1967. Þann dag brunnu til kaldra kola timburhúsin l^ekjargata 12A og 12B, svo og Vonarstræti 2. í eldhafinu brunnu alger- lega að innan allar hæðir bankans að undanskilinni götuhæð og kjallara, sem þó skemmdust stórlega af vatni. I frásögn Morgunblaðsins, daginn eftir brunann, laugar- daginn 11. mars 1967, segir, að kona sem bjó á neðri hæð húss- ins að Lækjargötu 12 hafi manna fyrst orðið vör við brun- ann. Hún vaknaði fyrir tilviljun kl. fimm aðfaranótt föstudagsins og varð þess áskynja að eldur var kominn upp í herbergi henn- ar. Tókst henni með naumindum að vekja son sinn 12 ára gamlan og 10 ára dreng, sem var einn heima á efri hæð hússins, og koma þeim út á nærklæðum ein- um fata, auk þess sem hún gerði lögreglu viðvart. Eldurinn blossaði upp og þeg- ar lögregla og slökkvilið kom á staðinn stóðu húsin í björtu báli. Allt slökkvilið borgarinnar var kallað út ásamt varaliði og liðsstyrk frá Reykjavíkurflug- velli. Töluverður vindstrekking- ur var af austri og magnaðist eldurinn geysifljótt og barst í húsið nr. 12B sem áfast var við Lækjargötu 12A. Skipti engum togum að húsin urðu alelda á 15 mínútum. í strekkingnum mynd- uðust hvirfilstrókar við framhlið húsanna sem soguðu logatung- urnar upp með gafli Iðnaðar- bankans og molnaði múrhúðun á gaflinum og féll á götuna. Máttu slökkviliðsmenn gæta sín á að verða eigi fyrir. Náðu eldtung- urnar stundum hátt upp fyrir þakskegg Iðnaðarbankans. Á gafli bankans voru glugga- raðir þétt upp við hin brennandi hús. Brotnuðu glerin í gluggun- um af hitanum og eldurinn sog- aðist er húsið opnaðist og súgur í því myndaðist, inn á allar hæðir. Skömmu síðar var eldurinn kominn í húsið nr. 2 við Von- arstræti og magnaðist hratt í því húsi. Vegna vindstrekkingsins átti slökkviliðið fullt í fangi með að verja gamla Iðnskólann og Iðnó sem standa handan Vonar- strætis. Þegar klukkan nálgaðist sjö um morguninn fóru húsin að hrynja hvert af öðru og var þá sem blásið væri í glæður, því að eldurinn magnaðist um helming — neistaflugið stóð í allar áttir og barst yfir í Iðnó, en slökkvi- liðsmönnum tókst að verja húsið og einnig hús Verslunarmanna- félags Reykjavíkur i Vonar- stræti 4. Um klukkan átta voru öll húsin fallin nema bakhús við Lækjargötu 12A og vesturgafl Vonarstrætis 2 og var þá eldur- inn tekinn að dvína. Enn logaði þá í bankanum. Slökkvistarfi var að mestu lokið um klukkan hálf- tíu en sprautað var yfir rústirn- ar fram yfir hádegið. Alls misstu 17 manns heimili sitt í þessum bruna. Aldraðri konu var með naumindum bjarg- að fyrir harðfylgi og hugrekki björgunarmanna. Þetta er einn mesti eldsvoði í Reykjavík á síð- ari árum. Eignatjón var talið nema tugmilljónum króna í beinhörðum peningum, fyrir utan verðmæti sem eigi verða metin til fjár, s.s. heimili séra Bjarna heitins Jónssonar, vígslubiskups, heimili Sigurðar Kristjánssonar, fyrrum alþing- ismanns og heimili Ólafs Jóns- sonar, forstjóra. Þannig eyði- lögðust allar ræður séra Bjarna og dagbók sem hann hafði haldið frá því hann hóf prestskap. Á fundi með fréttamönnum daginn eftir brunann sagði Sveinn Valfells, formaður bankaráðs Iðnaðarbankans, að öll skjöl hefðu verið geymd á þann hátt að þau hefðu sloppið óskemmd. Gagnvart rekstri og öllum viðskiptamönnum bank- ans væru því öll skjöl og skilríki i lagi. Afgreiðsla í sal bankans hófst þegar á mánudeginum eft- ir brunann, en sú starfsemi sem fram fór á efri hæðunum var komið fyrir til bráðabirgða í húsnæði vélsmiðjunnar Héðins og í Grensásútibúi bankans. Viðskiptavinir urðu ekki fyrir neinu tjóni af völdum eldsvoð- ans. Húsið sjálft skemmdist ekki en smíða þurfti allar innrétt- ingar að nýju. Á hinn bóginn varð Ríkisendurskoðun, sem var á þriðju hæð hússins, fyrir tjóni á skjalasafni sínu. Þar voru geymdir reikningar ýmissa stofnana og bréf sem stofnunin hafði fengið send. Lítið brann af reikningum fyrirtækjanna, en hins vegar brann allt bréfasafn- ið og varð af þeim sökum nokkur röskun á starfseminni. Endurbygging bankans hófst þegar eftir brunann og lauk því verki árið eftir. Tjón hans var geysilegt, þó verðbréf og önnur verðmæti björguðust, þar sem þau voru geymd í eldtraustum geymslum. Á hinn bóginn brunnu öll áhöld, tæki og inn- anstokksmunir ásamt öðrum verðmætum. Einnig urðu sam- tök iðnaðarins fyrir miklu tjóni, þar sem húsnæði þeirra á fjórðu hæð varð eldinum að bráð. llnnið að slökkvistörfum í Iðnaðarbankanum að morgni föstudagsins 10. mars 1967. Eldsvoðinn i Lækjargötu 1967. Alls brunnu 3 timbur- hús og Iðnaðarbankinn varð fyrir stórtjóni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.