Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 Trésmiðjan Víðir gerir tveggja milljón dollara samning um útflutning á húsgögnum Úr íslenska sýningarbásnum í Bella Center í Kaupmannahöfn. Kojurnar, sem vöktu hvað mesta athygli af íslensku framleiðslunni. „Árangur míkillar vinnu og samstarfe margra manna“ — segir Reimar Charlesson, framkvæmdastjóri Víðis milli Víðis og Westnova USA Inc. Fyrir tilstilli og einstakan áhuga Paul Sveinbjörn Johnson, forseta Westnova og konsúls íslands í Chicago og þeirrar þróunarvinnu, sem varaforseti Westnova, Jan Rassmussen, hefur unnið ásamt tæknimönnum Víðis stöndum við í þessum sporum í dag. í upphafi töldum við óvarlegt að áætla að við kæmust inn á erlendan mark- að á styttri tíma en 3 árum, svo við megum vel við una. Það eru ýmis vandkvæði sem fylgja því að framleiða vöru fyrir erlendan markað í verðbólguþjóð- félagi, auk þeirra sem fylgja því að framleiða fyrir innlendan markað við þær aðstæður. En þessir samningar eru í dollurum og miðast við fob-verð hér í Reykjavík, svo við getum ekki ver- ið betur settir hvað það varðar. Þegar menn verðleggja vöru hér heima, verða þeir að gera ráð fyrir að liggja með vöruna í 2—3 mán- uði og lána síðan vöruna í aðra tvo mánuði. í okkar tilfelli er opnuð „ÞEIR SAMNINGAR sem við höfum gert við þetta fyrirtæki í Florida eru samtals að upphæð 2 milljónir dollara nú,“ sagði Reimar Charlesson framkvæmdastjóri trésmiðjunnar Víðis í samtali við Morgunblaðið um daginn, en eins og kunnugt er hefur trésmiðjan Víðir gert stærsta samning um útflutning á húsgögnum, sem íslenskt fyrirtæki í húsgagnaiðnaði hefur gert við erlendan aðila. Morgunblaðið fékk að heimsækja verksmiðjuna og kynnast framleiðslunni, jafnframt því sem Reimar skýrði hvað um væri að ræða. Reimar Charlesson, framkvæmdastjóri Víðis. Morgunblaðið/ KEE bankaábyrgð hér um leið og pönt- unin er staðfest," sagði Reimar. Þreföldun húsgagna- framleiðslunnar Hvað þýðir þessi pöntun fyrir fyrirtækið? „Milljón dollara samningurinn sem við gerðum í upphafi þýddi tvöföldun á húsgagnaframleiðslu okkar og þessi milljón dollara samningur til viðbótar mun þýða þreföldun sölunnar síðastliðið ár. Framleiðsla Víðis er þríþætt, í fyrsta lagi sala og framleiðsla húsgagna. í öðru lagi framleiðsla innréttinga samkvæmt útboðum og í þriðja lagi umboðssala hús- gagna fyrir aðra innlenda aðila og það lætur nærri að þessi samning- ur nemi þreföldun á húsgagna- framleiðsiunni. Verksmiðjan er fullkomlega fær um að taka við þreföldu þessu magni, án verulegra breytinga. Það þarf að sjálfsögðu að fjölga starfsfólki eitthvað en hvað það verður mikið er ekki ennþá útséð um. Við erum líka tilbúnir til að taka við ennþá stærri pöntunum, því við eigum grunn hér við hlið- ina, sem er 2000 fermetrar og verður tilbúinn til byggingar nú í haust. Fjárhagsvandi iðn- fyrirtækja mikill Hitt er aftur annað mál að fjár- hagsvandi iðnfyrirtækja er yfir- þyrmandi og þar er Víðir engin undantekning. Dæmið stendur þannig í dag, að að óbreyttu ástandi verður erfitt að standa við Búnir að selja alla fyrstu sendinguna. „Þetta fyrirtæki keypti af okkur húsgögn fyrir 50 þúsund dollara og tryggði sér jafnframt húsgögn fyrir upphæð allt að 1 milljón dollara, frá og með afhendingu fyrstu sendingar. Þessi upphæð var hins vegar tvöfölduð og þeir tryggðu sér framleiðslu að upp- hæð 2 milljónir dollara, nú fyrir nokkrum dögum, þegar ljóst var að þeir voru búnir að selja alla fyrstu sendinguna áður en þeir höfðu fengið nokkuð af henni í hendur. Ef vel gengur er engin ástæða til að ætla annað en að um áframhaldandi viðskipti verði að ræða, því að þetta fyrirtæki þjón- ustar um 500 verslanir, sem versla með barnahúsgögn um öll Banda- ríkin. En þetta er einungis mikilvæg- asti árangurinn af sýningunni í Bella Center í Kaupmannahöfn, sem er upphafið að þessum samn- ing. Við sömdum einnig um sölu á húsgögnum til viðskiptavina Westnova USA Inc. í Chicago að upphæð 50 þúsund dollarar og það má segja að fleiri pantanir séu í bígerð, því að ýmsir aðilar, sem töluðu við okkur og þá á sýning- unni, eru alvarlega að íhuga kaup. nú er árangurinn farinn að sýna sig. Við höfum endurskipulagt framleiðsluna með hjálp erlendra aðila á þessum tíma, meðal annars tekið upp einstaklingsbónus. Þá höfum við gefið út auglýsinga- bæklinga og framleitt kynningar á myndböndum* og við reynum að gera eins vel og það sem við best þekkjum annars staðar frá hvað það snertir. Þetta er árangur mikillar vinnu og náins samstarfs margra manna. Þó tel ég tvímælalaust að lykillinn að þessum markaði hafi verið afhentur okkur með þeim samstarfssamningi sem náðist Beiðni um tilboð frá 40 aðilum í 17 löndum. í þriðja lagi tókum við við beiðnum um tilboð frá um 40 aðil- um í 17 löndum og nokkrir þeirra hafa fylgt beiðnunum eftir með símhringingum. Við erum búnir að vinna mikið og skipulega að þessu í tvö ár og Séð yfir hluta verksmiðjunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.