Morgunblaðið - 02.07.1983, Side 45

Morgunblaðið - 02.07.1983, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS nyvjsmifa-'ua'iju „Ég hélt satt að segja að fyrrnefndir leiðtogar (Dýraverndunarsambandsins) hefðu eitthvað þarfara að dunda við en að mæla með svona meðferð í rökkum, samanber furðuleg viðbrögð þeirra nú á dögunum þá yfirvöld í Kópavogi mönnuðu sig loks upp í að fara að skjalfestum vilja yfirgnæfandi meirihluta bæjarbúa." Fyrirspurnir til fjár- málaráðherra og Dýra- verndunarsambandsins Kæri Velvakandi: Heldurðu að þú spyrjir nú ekki hæstvirtan fjármálaráðherra fyrir mig, hann Albert okkar Guð- mundsson, hvort hann hafi munað eftir garminum honum Katli þeg- ar hann var að berja saman list- ann sinn fræga yfir þær reytur sem hann vill að ríkið losi sig við í hendur einstaklinga. Ég á við rokfína bókasafnið sem Seðla- bankinn pukraðist við að koma sér upp án þess að spyrja kóng eða prest og samtímis því sem topp- bankastjórinn blessaður var að tönglast á nauðsyn sparnaðar i opinberum rekstri. Þetta forláta safn var og er ennþá að ég veit best fyrir fáeina útvalda; kannski sauðsvartur almúginn fengi að- gang ef það kæmist í einkaeign. Þá langar mig að biðja þig að spyrja þá hjá Dýraverndunarsam- bandi íslands (og óska svara, und- anbragðalaust), hvort forystu- mönnum þess sé sjálfrátt þegar þeir taka upp hanskann fyrir svonefnda hundavini í Kópavogi, sem mega ekki heyra það nefnt að farið sé að vilja þeirra sjötíu af hundraði bæjarbúa sem eru and- vígir hömlulausu hundahaldi. Eru forsvarsmenn umrædds félags- skapar þess með öðrum orðum hvetjandi að þéttbýlisfólk viði að sér saklausum dýrum sem einatt eyða ævinni tjóðruð undir hús- veggjum og gelta þar frá sér vitið? Þessi spurning er byggð á reynslu. Þú getur frætt þá hjá Dýravernd- unarsambandinu á því, að í ná- Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þætt- inum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrit- uð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. grenni mínu hafi einmitt einn af þessum bandingjum staðið tjóðr- aður árum saman og ýlfrað og gelt myrkranna á milli, vanskapaður af ofáti og hreyfingarleysi. Ég hélt satt að segja að fyrrnefndir leið- togar hefðu eitthvað þarfara að dunda við en að mæla með svona meðferð á rökkum, samanber furðuleg viðbrögð þeirra nú á dög- unum þá yfirvöld í Kópavogi mönnuðu sig loks upp í að fara að skjalfesta vilja yfirgnæfandi meirihluta bæjarbúa. Að lokum vil ég biðja þig að færa heilbrigðisfulltrúanum í Kópavogi, Einari Inga Sigurðs- syni, alúðarþakkir fyrir skelegga frammistöðu í þessu máli. Þú mátt líka stinga því að honum að nú séu bílflakamennirnir auðvitað ennþá komnir á kreik að fyila upp í skörðin sem mynduðust þegar Þessir hringdu . . . Hefur ekki skilið húmor- inn f þættinum Hólmfríður hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að mótmæla því, sem Guðmundur Gíslason sagði hér í dálkinum í dag (fimmtudag). Hann var að finna að útvarps- þættinum Lystauka, frá Ríkis- útvarpinu á Akureyri. Hann hef- ur bara ekki skilið húmorinn í þættinum og grínið. Þetta var alveg bráðfyndin ádeila. Ég horfi nú aldrei á Dallas ótil- neydd. Það er helst þegar maður fer í hús og ætlar að hitta kunn- ingjana og er bara stillt upp fyrir framan sjónvarpið. Þá verður maður að gjöra svo vel og horfa á, hvort sem maður vill eða vill ekki. Því má bæta við, að málið á þessum þætti er gott og umsjónarmaðurinn talar fallega hræin þeirra voru fjarlægð í hreinsuninni í vor. Ég veit að Ein- ar kærir sig ekkert um það fremur en þorri Kópavogsbúa að bæjar- landið sé eins og brotajárnsport, sem er vitanlega argasti skræl- ingjaháttur. Getur hann ekki fengið lögregl- una til liðs við sig, og kynni það ekki einmitt að vera í verkahring hennar að láta svona ómenningu ekki viðgangast? Hér bruna nán- ast daglega eftir minni götu lög- reglumenn í þessum líka fína volvo. Sjá þeir ekki þennan ófögn- uð eða eiga þeir ekki að sjá hann? Mér finnst alls ekki til of mikils mælst að löggan geri viðvart á réttum stöðum þegar hún hnýtur nánast um draslið sem mennirnir með sorphaugahneigðirnar fleygja fyrir fætur okkar hinna. — Með kveðju. Strákur." og skýra íslensku. Svo var þetta eitthvað ferskara en gerist og gengur um útvarpsþætti hjá okkur. Loks langar mig til að koma á framfæri kveðju og þakklæti til hjónanna Jóns Múla Árnasonar og Ragnheiðar Ástu Pétursdótt- ur, af því að þau eru hreint frá- bær. Nú opnar maður fyrir morgunútvarpið með ánægju. Ríkismerkið var fjarlægt Guðmundur Einarsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar að koma á framfæri fyrirspurn í dálkum þínum: Hvernig má það vera að leyft skuli að taka ríkismerki af bif- reiðum í eigu hins opinbera, fari viðkomandi bifreið út fyrir borg- armörkin. Ég sá, hvar verið var að taka eitt slíkt merki af bíl, hringdi upp í Bifreiðaeftirlit og spurði, hvort þetta væri leyfi- legt. Þar var mér tjáð, að slíkt væri ól^yfilegt með öllu, en við nánari eftirgrennslan komst ég að því, að ráðuneytisleyfi hafði verið gefið í þessu sérstaka til- viki. Eg skil ekki hvaða tilgangi þessi merki eiga að þjóna, ef hægt er að verða sér úti um leyfi til að fjarlægja þau af bifreiðun- um, þegar henta þykir. GÆTUM TUNGUNNAR Hyggjum að skiptingu orðanna ástand og ástúð í framburði! Réttur framburður er: á-stand og ást-úð. (Ath.: „á-stúð“ er rangur framburður.) smn OG EFNISMEIRA BLAÐ! ★★ BALBO — 50 ÁR FRÁ HÓPFLUGI ÍTALA ★★ PLACIDO DOM- INGO — ÓPERU- SÖNGVARINN FRÆGI ★★ SVIKAHRAPPAR í SVÍÞJÓÐ ★★ LEIKFANGIÐ — KVIKMYNDIN ★★ ÍSLAND HEPPI- LEGT TIL LOÐDÝRA- RÆKTAR ★★ VATNAJÖKULL — FRÁSÖGN AF JÖKLAFERÐ ★★ KAFKA ★★ VESTMANNA- EYJAR — 10 ÁR FRÁ LOKUM GOSSINS ★★ BERTHOLD BRECHT ★★ ÞÖRF NÝRRAR SIÐBÓTAR Á ÍS- LANDI ★★ ÚR HEIMI KVIKMYNDANNA ★★ FÖGURTÓN- LIST VERÐUR TIL MEÐ TÁRUM RÆTT VID GERARD SOUSAY ★★ KARATE ★★ KARL GUÐM- UNDSSON LEIKARI í VIÐTALI Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.