Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983
37
VELVAKANDI
SVARAR Í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
/w, TIL FÖSTUDAGS
'‘irnrwMM uM-ua
Tungumál og tignarmenn
Þorsteinn Guðjónsson skrifar:
Ekki fannst mér það nógu góð
frammistaða hjá hinum merka
fréttamanni, Helga Péturssyni,
þegar hann talaði í útvarp frá Þing-
völlum, að hann skyldi láta engils-
axneska hraðmælgi bandarfska
varaforsetans, Georges Bush, koma
á undan öllu öðru, sem heyrðist frá
þeim vettvangi án formála. Hann
hefði vel getað kynnt þetta sjálfur,
eða látið séra Heimi gera það. —
Það er eðlilegt að mönnum finnist
til um það að vera í námunda við
einn voldugasta mann jarðarinnar
— því fylgja áhrif nokkur, sem
fæstir hafa enn áttað sig á — en
fráleitt er að slíkt réttlæti það að
láta engilsaxneskuna vera for-
réttindamál á Þingvöllum. Hún er
ófullkomnara mál en íslenzkan (þó
að hún sé raunar merkilegt mál,
enda auðug af norrænum arfi), og á
því að vera í öðru sæti.
I þessu fórst Geir Hallgrímssyni
ráðherra betur, þegar hann var að
ganga frá einhverjum samningi
þarna um daginn. Hann mælti
ályktunarorðin á íslenzku, og mátti
þá sjá það í sjónvarpinu, að sá
bandaríski lagði sig fram um að
heyra hvert orð. íslenzkan er okkar
styrkur, og það skynja Bandaríkja-
menn betur en margir aðrir, og bet-
ur en sumir Islendingar, þeir sem
vilja afrækja uppruna sinn.
Orðið ófreskur, sem Gísli Jóns-
son, málfræðingur var í vandræð-
um með að skýra, á ekkert skylt við
ferskieika (hvað þá „fresk“-leika),
heldur mun skiptingin eiga að vera:
óf-reskur, það er óf-röskur, sbr.
„ófa mikit fé“ í Egilssögu. Það að
skyggn maður er kallaður óf-röskur
stafar af því, að það voru einkum
afreksmenn að afli og viti, sem sáu
sýnirnar (sbr. Gretti Ás-
mundarson), og því miður voru það
oft óæskilegar sýnir, sem fyrir þá
bar (óf-reskjur: hræðileg, öflug dýr)
— en þó ekki nærri alltaf. Sumt var
frábært, og hefur ljómað af því
fram á þennan dag.
Þegar frá leið, og miðalda-
myrkrið lagðist yfir, einnig hér á
Norðurlöndum, hrakaði skilningi
manna á hinum fornu orðum og þau
afbökuðust. Þó fór annarsstaðar
miklu verr en á íslandi. I Dan-
mörku lærðu menn t.d. á 13. og 14.
öld, að fyrirlíta uppruna sinn, og
féllu þá niður ekki aðeins beygingar
málsins, heldur einkum og sér í lagi
orð sem þýddu vit og skilning,
minni og hugsun. Það má með
nokkrum rétti segja að norrænu
þjóðirnar þrjár hafi misst vitið um
leið og þær týndu niður vit-orðun-
um. Þó fóru þær að ná sér aftur, og
tóku þá upp þýzk orð, í stað þeirra
sem týnzt höfðu, og notuðust við
þau: Fornuft, forstand, erindring,
tanke, tænkning. Norrænu málin á
siðari öldum eru naumast annað en
leifar norrænunnar, endurmótaðar
samkvæmt þýzku málseðli, og
ístöðulitlar gagnvart öllum erlend-
um áhrifum. Vonandi er að íslenzk-
an fari ekki sömu leið, enda mundi
mega koma í veg fyrir það með því
að fara eftir því sem hér hefur verið
sagt, og öðru því sem bezt er vitað.
Sérstök ástæða er til að þakka
Árna Böðvarssyni fyrir það, hve vel
hann líkti eftir hinum tafsandi
drafandi hreimi sumra ríkisfjöl-
miðlamanna (kvenkyns og karl-
kyns) sem geta varla komið frá sér
óbjöguðu orði á íslensku en eru með
engilsaxneskuna flæðandi úr báð-
um munnvikum, þegar því er að
skipta. Auðfundið er að Árni veit
vel hvað hann er að tala um, enda
er hann hófsamur í dómum, jafnvel
um það sem sízt skyldi. En þó að
Árni sé orðgóður um flesta hluti, þá
er naumast hægt að vera það um
marxistiska alþjóðasinnann mr.
Soebye, sem hafður er til að kenna
stúdentum „rannsóknir á íslenzku”.
En lítið sýnishorn af afrakstri
þessháttar „rannsókna" má sjá i
ritdómi Erlends Jónssonar: íslenzk
málstefna Mbl. 7. júlí. Þar er sagt
frá Ástu nokkurri, sem mun vera
þriðji liður í uppeldisröðinni frá
Mr. Soebye og skrifar hún orðið
þágufallssýki innan gæsalappa, af
því hún telur það vera óhagstætt
verkamönnum í stéttabaráttunni.
Slíkan samsetning þola prófessorar
Háskólans þegjandi, eins og kam-
eldýrin, sem þola það sem á þau er
lagt.
Þessir hringdu . . .
Fyrirspurn til
lögregluyfirvalda
Elín hringdi og hafði eftirfar-
andi áð segja: — Eins og kunnugt
er af fréttum var drengur nokkur
settur inn fyrir að halda hund.
Hvernig stendur á því að þetta
ungmenni þarf að sæta svo harðri
refsingu fyrir þetta, meðan vitað
er, m.a.s. af opinberum blaða- og
útvarpsviðtölum, að jafnvel æðstu
embættismenn þjóðarinnar eiga
og halda hunda hér í borginni og
eru ekkert að leyna því? Eg leyfi
mér að beina þessari spurningu til
lögregluyfirvalda og vonast eftir
svari.
Þá langar mig til að spyrjast
fyrir um það hjá Ríkisútvarpinu
hvað kostar að senda út þáttinn
„Allt er ömurlegt í útvarpinu",
sem er á dagskrá á laugardags-
kvöldum. Mér finnst þessi þáttur
fyrir neðan allar hellur. Já, það
ömurlegasta í útvarpinu, svo að
segja má, að hann standi undir
nafni. En mér þykir stofnunin
hörð af sér að bjóða hlustendum
sínum upp á þvílíkt og annað eins
bull og þvaður.
Þá langar mig til að nefna síð-
degissöguna, sem Róbert Arnfins-
son les af mikili prýði. Þrátt fyrir
ágæta frammistöðu lesarans dugir
það ekki til að blása lífi í þessa
hrútleiðinlegu sögu. Maður veit
ekki einu sinni um hvað hún fjall-
ar. Ég hef heyrt marga minnast á
þetta.
Loks langar mig til að minnast
á þáttinn „Daglegt mál“, sem er í
útvarpinu nokkrum sinnum í viku.
Þar hefur undanfarið verið vegið
hart að þeim sem lesa veðurfregn-
irnar, sagt að framburður þeirra
sé ekki nógu vandaður o.s.frv.
Þetta finnst mér ekki réttmæt
gagnrýni; að mínu mati er sá hóp-
ur fólks, sem les veðurfregnir, til
fyrirmyndar um skýran og skil-
merkilegan framburð.
Tvöfalt siðgæði
í framkvæmd laga
Óskar hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Mig langar til að
koma því á framfæri, að mér
finnst það orðin undarleg blaða-
mennska, þegar það þykir stór-
frétt að lögbrjótur er látinn taka
út hegningu. Þessir hundaeigend-
ur eru lögbrjótar í algerum sér-
flokki, því að það eru lækkaðar
sektir sem þeir hljóta og stofnað
til samskota til þess að greiða
þær, auk þess sem þeir fá slíka
auglýsingu í fjölmiðlum að allt fer
á annan endann í þjóðfélaginu, ef
farið er að lögum. Ef maður legg-
ur bílnum sínum skakkt, lætur
hann standa of lengi við stöðu-
mæli eða ekur of hratt, þá fær
maður sekt, og ég hef ekki orðið
þess var, að það þyki nokkrum tíð-
indum sæta. En af framansögðu
hlýtur að vera ljóst, að næst kem-
ur að því að menn neiti að greiða
skattana sína. Svo verða sjálfsagt
einhverjir til þess að leysa þá út,
ef til þess kemur að hinir brotlegu
verða settir inn vegna vangold-
inna gjalda til hins opinbera. Ég
hef búið í hverfi þar sem hundar
hafa spangólað heilu og hálfu
sólarhringana, hlaupið lausir um
allt og gert fólki gramt í geði. En
það virðist sem hundahaldarar og
mótorhjólagæjar á torfæruhjólum
séu í alveg sérstöku uppáhaldi hjá
lögregluyfirvöldum. Þeir mega
a.m.k. brjóta lögin daginn út og
daginn inn, viku eftir viku og
mánuð eftir mánuð. Allt án af-
skipta lögregluyfirvalda. Skipti
lögreglan sér af þessu verður úr
því blaðamál sem engan enda ætl-
ar að taka. Þetta tvöfalda siðgæði
í framkvæmd laga er alveg undra-
vert. Þessi þrjú prósent íbúanna
virðast eiga að bera ægishjálm yf-
ir níutíu og sjö prósentunum, sem
vilja ekkert með hunda hafa að
gera.
Þá er ekki hó-
aö hátt
Gunnlaugur Valdimarsson
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja: — Mér datt í hug í morgun,
þegar ég var að lesa fréttirnar um
drenginn sem sat inni vegna
hundsins síns, að mikill er máttur
áróðursins. Nú eru fleiri dýraeig-
endur í henni Reykjavík, og fyrir
kemur að þeir eru sektaðir eins og
aðrir. Ekki minnist ég þess, að
öðru eins moldviðri hafi verið
þyrlað upp í kringum þá og þarna
átti sér stað. Mér koma t.d. í hug
þeir sem eiga rollurnar, sem eru
teknar í görðum nágrannanna.
Þeir fá sektir fyrir og verða að
borga. Og þá er ekki hóað hátt,
hvað þá hjá hestamönnum, sem
verða oft fyrir stórfjárútlátum
vegna hesta sinna. En svo er sum-
um hampað fyrir að brjóta lög,
sem almenningur vill að sé fram-
fylgt, en fást ekki framkvæmd.
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Þeir gengu á eftir hver öðrum.
Rétt væri: Þeir gengu hver á eftir öðrum.
Leiðréttum börn sem flaska á þessu!
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
AIDS
Kynsjúkdómur
sem vekur ótta
PÚLAÐ MEÐ HRESSUM
SJÁLFBOÐALIÐUM
Rætt viö Sigrúnu Helgadóttur.
ROTTULEIÐIN
ELDGOS Á SÍÐUAFRÉTTI
Frásögn af Skaftáreldum
ÚR KVIKMYNDHEIMINUM
JÁRNSÍÐA
MÉR KOM EKKI
BLUNDURÁBRÁ
Um eölilegan svefn og heilbrigöar
lífsvenjur
ERSKINE CALDWELL
Viötal viö höfund Tobacco Road
SUMARKVÖLD
í VESTURBÆNUM
JÖKLAFERÐ
DAGUR í LÍFI
FATLAÐS BARNS
VERÖLD
Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans