Morgunblaðið - 16.07.1983, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLf 1983
Listasafn Einars Jónssonar:
Framkvæmdir í garðinum í fullum gangi
FRAMKVÆMDIR eru nú í fullum gangi í garði
Listasafns Einars J. Jónssonar, þar sem verið er að
koma fyrir 23 eirafsteypum af listaverkum Einars.
Sagði forstöðumaður safnsins, Ólafur Kvaran, er
Mbl. leit við hjá honum í gær, að verið væri að
skipta um gróður, helluleggja og steypa stalla und-
ir verkin og er fyrirhugað að garðurinn verði
opnaður almenningi um miðjan ágúst.
(Emilía Björnsdóttir Ijósmyndari Mbl. tók þessa mynd I garftinum I
gær.)
Matthías Bjarnason samgönguráðherra:
„Ég held að það sé engin sérstök
undanþágugleði í samgönguráðu-
neytinu. Þetta er vandamál sem hef-
ur verið svo lengi sem ég man eftir
mér í sambandi við undanþágur til
sjómanna. Það er skortur á sjó-
mönnum, en mér finnast einnig
mjög eðlileg viðbrögð fulltrúa Far-
manna- og fiskimannasambands-
ins,“ sagði Matthías Bjarnason
samgönguráðherra í tilefni af um-
mælum Helga Laxdal varaformanns
Vélstjórafélags íslands í Mbl. í gær.
Helgi segir m.a. í viðtalinu, að
hann telji undanþágur ráðuneytis-
ins of lausar í hendi. Tilefnið er að
samgönguráðuneytið veitti fyrir
skömmu tveimur vélstjórum með
ófullnægjandi réttindi leyfi til vél-
stjórnar á flutningaskipinu ís-
Mikil aukning á
djúprækjuveiðinni
MIKIL aukning hefur nú verið á
djúprækjuveiðum á flestum miðum
umhverfis landið. Mikil veiði hefur
verið við Eldey, á miðunum út af
Vestfjörðum og Norðurlandi auk
þess sem Bjarni Sæmundsson fann
fyrir skömmu ný rækjumið út af
Austfjörðum. Sem dæmi má nefna,
að við Eldey hafa bátar fengið upp í
5 lestir í róðri og á Vestfjörðum var
djúprækjuafiinn rúmum 500 lestum
meiri í júní nú en í sama mánuði í
fyrra. Sala á rækju hefur gengið vel
að undanfömu og hefur hún aðal-
lega farið til landa innan Efnahags-
bandalagsins.
„Það má segja að nú sé góðæri
Leiðrétting
ÞAÐ var ranglega frá því skýrt í
Morgunblaðinu í gær að maður sá
sem úrskurðaður var í gæsluvarð-
hald vegna fjársvika væri fyrrver-
andi fasteignasali.
Þeir einir hafa rétt til að kalla
sig fasteignasala, sem hafá lokið
prófi sem löggiltir fasteignasalar
eða eru lögfræðingar eða við-
skiptafræðingar, og hafa fengið
leyfi til fasteignasölu hjá lög-
reglustjóra. Hið rétta er að mað-
urinn starfaði við fasteignasölu,
sem hann rak, í umboði annars,
sem hafði til þess leyfi.
Morgunblaðið biðst afsökunar á
þessum mistökum.
til sjós og lands í rækjuiðnaðinum,
veiðum og vinnslu, það fer ekkert
á milli mála þegar sjómenn eru
komnir upp í 100.000 krónur á
mánuði á meðalbát. Hér er ein-
göngu um djúprækjuveiðina að
ræða, en hún er mjög vaxandi,
innanfjarðarrækjan er háð
strangari kvóta, sem hefur verið
lítið breyttur undanfarin ár,“
sagði Óttar Yngvason, fram-
kvæmdastjóri íslenzku útflutn-
ingsmiðstöðvarinnar, méðal ann-
ars í samtali við Morgunblaðið.
óttar sagði ennfremur, að mikil
aukning væri á rækjuafla Norð-
manna þessi árin og færi mest öll
rækja þeirra inn á Bandaríkja-
markaðinn, þar sem Alaskarækj-
an hefði nær alveg brugðist í ár.
Norðmenn hefðu ekki sömu toll-
fríðindi og við innan EBE-land-
anna og leituðu því fanga vestan
hafs og utan EBE. Vegna tolla-
ivilnana okkar innan EBE-land-
anna opnuðust frekari möguleikar
fyrir okkur þar og þangað færi
meirihluti rækjunnar héðan og á
góðu verði. Þá hefði aukin neyzla
einhver áhrif í þessum málum.
Óttar sagði ennfremur, að
rækjuveiði hér við land hefði verið
mjög svipuð undanfarin ár, í fyrra
hefði verið landað 9.150 lestum,
árið áður um 8.000 lestum, en væri
litið lengra aftur í tímann, til
dæmis til ársins 1973, hefði ársafl-
inn verið 7.300 lestir.
bergi, þrátt fyrir að Vélstjórafé-
lagið og undanþágunefnd hefðu
synjað beiðni þar að lútandi.
Matthías sagði ennfremur:
„Þessar undanþágur hafa tíðkast
og að vissu marki er það rétt, að
það eru ekki nógu strangar og
ákveðnar reglur í ráðuneytinu og
ég hef hug á því að breyta þeim og
gera fastari. Einnig hef ég hug á
að leita betra og víðtækara sam-
starfs við þessa aðila.
Ráðherrann var þá spurður
hvort ekki væri varhugavert að
veita undanþágur til yfirmanna á
sjó, sem ekki hefðu fullnægjandi
réttindi. „Það hefur nú verið gert í
nokkra áratugi og mjög oft. Þetta
er ekki nein aukning eða viðbót við
það sem verið hefur. Hins vegar er
það víða þannig að það er skortur
á mönnum með próf og það kostar
sumar útgerðir að komast ekki
með skip á sjó.
Nefnd skipuð til endurskoðunar á skattalögum:
Reiknað með frumvarpi
í þingbyrjun í haust
Fjármálaráðherra sendi í gær
skipunarbréf vegna nefndar, sem
hann hefur falið að endurskoða lög
um tekju- og eignaskatt í þeim til-
gangi að þau örvi fjárfestingu og
eiginfjármyndun í atvinnulífinu, eins
og segir í skipunarbréfinu. Formað-
ur nefndarinnar er Ólafur Nilsson,
löggiltur endurskoðandi.
1 lok skipunarbréfsins ber fjár-
málaráðherra fram þá ósk að
nefndin hraði störfum og leggi til-
lögur fram það tímanlega, að unnt
verði að leggja frumvarp til laga
um breytingar á fyrrgreindum
lögum fram á Alþingi, þegar það
kemur saman í haust. Nefndina
skipa, auk ólafs, Eyjólfur Konráð
Jónsson alþingismaður og Þor-
steinn Pálsson af hálfu Sjálfstæð-
isflokksins, einnig Davíð Aðal-
steinsson alþingismaður og Geir
Geirsson, löggiltur endurskoðandi,
af hálfu Framsóknarflokks.
Mezzoforte:
Sjö tónleikar í
Japan í febrúar
Lundúnum, 15. júlí. Frá (iunnlaugi KögnvaldsNyni, fréttamanni Morgunblaðsimt.
Engin sérstök undan-
þágugleði í ráðuneytinu
— en rétt að reglur eru ekki nógu strangar og ákveðnar
„Strákarnir eru allir búnir að
leggja mjög hart að sér á síðustu
vikum. Lokatónleikar þeirra á ferða-
laginu um Bretland eru á morgun og
að þeim loknum hafa þeir leikið 47
sinnum. Enginn, sem ég þekki í tón-
listarbransanum, myndi leggja slíkt
á sig,“ sagði Paul Bolton hjá Con-
corde-hljómleikafyrirtækinu við mig.
Fastlega er við því búist, að
Mezzoforte nái inn á „topp-10“
listann í Japan yfir erlendar plöt-
ur. í Japan er stuðst við þrjá vin-
sældalista. Er þar um að ræða
einn fyrir innlendar plötur, annan
fyrir erlendar og svo þann þriðja,
sem er sambland af hinum báðum.
Platan „Surprise Surprise" er
þessa dagana í um 20. sæti á er-
lenda listanum.
Sagði Bolton ennfremur, að
kæmist platan hærra á blandaða
listanum stæði hljómsveitin með
pálmann í höndunum. Mezzoforte
hefur þegar aflað sér umtals-
Drengur undir
dráttarvagni
TÓLF ára drengur frá Selfossi
slasaðist mikið á höfði um miðjan
dag í gær, þegar hann varð undir
vagni sem dreginn var af drátt-
arvél á bænum Þórarinsstöðum í
Hrunamannahreppi. Þyrla varn-
arliðsins var fengin til að ná í
drenginn og lenti hún í Reykjavík
klukkan 18.17. Drengurinn er á
Borgarspítalanum, en fréttir af
líðan hans var ekki að fá í gær-
kveldi, né nánari fregnir af því
hvernig slysið átti sér stað.
verðra vinsælda í Japan og er búið
að bóka hljómsveitina á 7 tónleika
á 10 dögum í febrúar á næsta ári.
Þá eru 5-6 tónleikar til viðbótar
frágengnir í Bretlandi í haust, auk
þess sem frekari tónleikar í Hol-
andi fyrirhugaðir.
Kaupmannahöfn:
Batahorfur
taldar góðar
Maðurinn sem ráðist var á á
hóteli í Kaupmannahöfn aðfara-
nótt fimmtudags og sleginn í rot
og rændur, komst til meðvitund-
ar í gær og eru batahorfur hans
taldar eftir atvikum góðar.
Hann gekkst undir aðgerð
seinnipart fimmtudagsins og
töldu læknar hana hafa tekist
vel. Hægt hefur verið að tala
við sjúklinginn, en hann verður
ekki yfirheyrður fyrr en hann
hefur náð sér betur, um at-
burði þá er leiddu til þess að á
hann var ráðist.
©
INNLENT
Albert Guðmundsson um söluskatteniðurfellinguna:
Ákveðin fyrir opnun
til að lækka miðaverð
„ÞESSI söluskattsniðurfelling var fyrir börnin í bænum en ekki fyrir að-
standendur tivolísins. Heimildin fyrir niðurfellingunni var gefin áður en
tívolíð var sett upp í þeim tilgangi að lækka aðgöngumiðaverðið og gefa
þannig fleiri börnum tækifæri til að nota þessa tilbreytni í bæjarlífnu. Með
þessu var ég einvörðungu að styrkja þetta framtak einstaklinga til að skapa
tímbundna tilbreytni fyrir börn og unglinga bæjarins," sagði Albert Guð-
mundsson fjármálaráðherra, er Mbl. spurði hann hvort ákvörðun hans um að
fella niður söluskatt af rekstri tivolísins á Miklatúni hefði verið tekin til að
minnka tap Kaupstefnunnar, en eins og komið hefur fram í fréttum nam það
um 2 milljónum króna.
Halldór Guðmundsson talsmað-
ur Kaupstefnunnar sagði aðspurð-
ur, að heimildin til niðurfellingar
söluskatts hefði fengist viku eða
tíu dögum áður en tivolíið hóf
rekstur, og því hefði söluskattur
ekki verið innheimtur í miðaverði.
Ef við hefðum ekki fengið heimild-
ina til niðurfellingr þá hefði miða-
verðið verið 23,5% hærra, sagði
hann.
Fjármálaráðherra sagði einnig,
að tap Kaupstefnunnar hefði orðið
hið sama þó svo að söluskattur
hefði verið innheimtur. „Útkoman
hefði verið sú sama fyrir þá. Þeir
hefðu bara innheimt söluskatt
fyrir ríkissjóð og staðið uppi með
sama tapið. Þetta á ekki að hafa
komið neinum til góða nema börn-
unum, nema þá kannski í aukinni
aðsókn, sem ég vona að hafi verið,
því fleiri börn hafa þá fengið tæki-
færi til að njóta þessarar til-
breytni í bæjarlífinu," sagði hann.
Þá var fjármálaráðherra spurð-
ur, hvort hann myndi veita sömu
fyrirgreiðslu vegna sirkussins sem
kominn er til landsins. Hann sagð-
ist ekki hafa fengið neina beiðni
um slíkt, enda væru það erlendir
aðilar sem stæðu að sirkusnum.