Morgunblaðið - 16.07.1983, Page 5

Morgunblaðið - 16.07.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983 5 Laxveiðar Færeyinga námu 600 lestum í ár: Engin íslenzk laxamerki fundust — segir Jákup Sverri Joensen, fiskifræðingur „LAXVEIÐI Færeyinga lauk í lok maí síðastliðins og öfluðust alls um 600 lestir á móti 675 i síðasta ári. Af þeim laxi, sem veiddist nú, fannst enginn með íslenzku merki, en nokkuð fannst af merkjum frá Nor- egi, Skotlandi, Svíþjóð og írlandi. Okkur virðist því að laxinn, sem við veiðum, sé að mestu frá Noregi og löndunum sunnan og austan við okkur. Okkur er ekki kunnugt um það hve mikið af laxinum er fær- eyskur þar sem við merkjum lítið af honum enn, en með tilkomu hafbeit- ar hér í Færeyjum mun hann vænt- anlega verða stærri hluti af veið- inni,“ sagði Jákup Sverri Joensen, fiskifræðingur í Færeyjum, í samtali við Morgunblaðið. „Við skiljum vel áhyggjur ís- lendinga vegna laxveiða okkar í sjó, en eins og nú er, bendir ekkert til þess, að sá lax, sem við veiðum komi frá íslandi. Miðað við merk- ingar bendir allt til þess, að laxinn sé aðallega frá löndum sunnan og austan við okkur. Vegna þessa höfum við lagt spilin á borðið og boðið íslendingum að fylgjast með laxveiðum okkar eins þá lystir og erum við tilbúnir til viðræðna við þá um þessi mál hvenær sem er. Okkur finnst ekki óeðlilegt að við fáum eitthvað í okkar hlut fyrir að fita laxinn innan landhelgi okkar og það er ljóst að laxveiðin hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Aðeins 625 lestir af laxi nema 3% af þjóð- artekjum okkar,“ sagði Pauli Ell- efsen, lögmaður Færeyja, er Morgunblaðið ræddi við hann um laxveiði Færeyinga. „Hafið umhverfis Færeyjar er mjög gott uppeldissvæði fyrir lax- inn og því teljum við okkur eiga rétt á að fá eitthvað fyrir að fita hann innan lögsögu okkar. Við höfum mest veitt um 1.200 lestir á ári af honum við eyjarnar, en samkvæmt samningum við EBE höfum við takmarkað veiðina við 625 lestir og veiðum aðeins innan lögsögu okkar og eingöngu á línu, meðan þjóðirnar í kringum okkur veiða meira og það í net. Með því móti teljum við okkur hafa komið á móti öllum óskum annarra hags- munaþjóða," sagði Annfinn Kalls- berg, sjávarútvegsráðherra Fær- eyja í samtali við Morgunblaðið. Arnarflugi synjað um leiguflug til Þrándheims „ÞETTA byggist á því, að meö bréfi frá því í fyrrasumar frá ráðuneytinu var ákveðið að öðru félaginu þ.e.a.s. Arnarftugi eða Flugleiðum yrði óheimilt að fljúga leiguflug til þess svæðis eða lands sem hitt félagið flygi áætlunarflug til, með ákveðnum undantekningum varðandi Þýskaland,“ sagði Ólafur Steinar Valdimarsson, settur ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, í við- tali við Mbl. í tilefni þess að umsókn Arnarflugs um leiguflug til Þrándheims var synjað. hins vegar allof nærri höggvið þessari ákvörðun um skiptingu ráðuneytisins til þess að geta sam- þykkt leiguflug Arnarflugs til Þrándheims," sagði ólafur. Aðspurður kvaðst hann ekki vita til þess að norskt flugfélag væri með leiguflug á milli Þránd- heims og íslands. „Arnarflug sótti í vor um leyfi fyrir nokkrar ferðir til Helsinki og það var þeim veitt, enda eru Flug- leiðir ekki með áætlunarflug til Finnlands. Þeim var einnig veitt leyfi til að hafa viðkomu í Luleá í Norður-Svíþjóð í einni þessarra ferða og í öðru lagi var þeim veitt heimild til einnar ferðar með íþróttafólk til Tromsö. Við töldum Eru þeir að fá 'ann -f 15 úr Keykjadalsá Fimmtán fiskar eru komnir upp úr Reykjadalsá og er það ágætt miðað við undanfarin ár en ágústmánuður hefir ætíð ver- ið fengsælastur. Tvær stangir eru leyfðar í ánni og i síðustu önn sem er tveir dagar fengust fjórar hrygnur, 4, 5, 10 og 12 punda, allar í Kársnesfljóti, sem er skammt norðan við Klepps- járnsreyki. Þá var mikill fiskur í Klettsfljóti en þar er fiskur allt sumarið en gefur sig sjaldan til. Rótfiskast í Laxá í Kjós Mokveiði er nú í Laxá í Kjós og fékk einn veiðimaðurinn 20 laxa fyrir hádegið í gær, sam- kvæmt upplýsingum Mbl. Nú eru Bandaríkjamenn að veiðum í ánni og hafa margir þeirra veitt þar áður. Mikill fiskur er geng- inn í ána og aðstæður hinar ákjósanlegustu. Mun meira hef- ur veiðst það sem af er veiðitím- anum í ár, en á sama tíma í fyrra. Mokveiði í Laxá í Leirársveit Greint var frá prýðisveiði í Laxá í Leirársveit í Mbl. fyrir fáum dögum. Veiðin þar hefur heldur betur tekið kipp síðan og útlendingahópur sem þar hefur verið að veiðum síðan á laugar- daginn í síðustu viku hefur verið í mokveiði. í gær hafði flokkur- inn fengið vel á annað hundrað laxa, alla á flugu. í hópnum er • Bandaríkjamaðurinn Houty P. Steele með einn vænan úr Norð- uri. Bandaríkjamaður að nafni Houty P. Steele, sem árum sam- an var einn af háttsettustu ráða- mönnum bandaríska stórfyrir- tækisins General Electric. Rúmlega 300 laxar eru komnir á land úr Laxá það sem af er sumri, en veiði hófst 15. júní. Mikill lax er í ánni og er hann enn að ganga. Heldur er meðal- þunginn lægri nú en í síðasta mánuði, talsvert gengur og veið- ist af smálaxi þó vænir laxar veiðist einnig. og notaöir Bffasoludeildin. , er opm i dag fra kl. 1—5 149.600 Lada Safír kr. 159.400 Lada Canada kr. 188.200 Lada Sport kr. 266.100 Hagstæöir greiösluskilmálar b ^ Bifreiðar og Landbúnaiarvélar hf á p _____________Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600_mm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.