Morgunblaðið - 16.07.1983, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.07.1983, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983 ISetbergslandi í Hafnarfiröi, mun innan skamms hefjast bygging á 90 einbýlishúsum, sem Hafnarfjarð- arbær úthlutaöi lóöum undir nú fyrir skömmu. Þegar er byrjað að leggja götur og lagnir um nýja hverfið og er áætlað að framkvæmdir geti hafist í júlí—ágúst á þessu ári. Setbergsskipulagið var samþykkt l.apríl sl. en aðalskipulag Hafnar- fjarðar var samþykkt á sama tíma. Setbergslandið tilheyrði áður Garðabæ, en 1978 varð breyting á lögsagnarumdæmismörkum Hafnar- fjarðarkaupstaðar, er m.a. voru höfð makaskipti við Garðabæ á land- spildu.úr Setbergsiandi í Garðabæ og hluta lands Hafnarfjarðarkaup- staðar austan Reykjanesbrautar er féll til Garðabæjar. Þetta land, sem ásamt öðrum jörðum er innan lög- sögu Hafnarfjarðar, kemur bærinn til með að eignast á næstu 10 árum, skv. kaupsamningi við viðkomandi landeigendur, dags. í júlí 1980, að undanskildum nokkrum lóðum. í skipulagi Setbergslandsins, sem nú er búið að samþykkja, er gert ráð fyrir 339 íbúðum og er áætlað að byggja um 120 íbúðir árlega, og sam- kvæmt því ætti landið að byggjast á næstu 34 árum. Einnig verða byggð fjölbýlishús í Hvömmunum og Hval- eyrarholti, þannig að ljóst er að Hafnarfjarðarbær mun stækka verulega á komandi árum. í dag eru íbúar Hafnarfjarðar tæplega 13.000, en skv. fólksfjöldaspám sem Hag- stofa íslands gerði til bráðabirgða árið 1979, íbúatala kaupstaðarins mun aukast í u.þ.b. 17.000 um alda- mótin. Við síðustu aldamót var íbúa- Hafnarfjördur Nýtt aðalskipulag - ný hverfí tala bæjarins aðeins um 370, en þá hafði bæjarbúum farið fækkandi um skeið. Upp úr aldamótum tók vöxtur bæjarins mikinn kipp og hafði allt að því fjórfaldast þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindi árið 1908. Eftir það má segja að bærinn hafi vaxið jafnt og þétt. Á allra síðustu árum hafði hins vegar dregið úr vaxtar- hraða Hafnarfjarðar og töldu menn helstu orsakir þess vera ónógt fram- boð á nýjum íbúðum svo og bygg- ingarlóðum fyrir íbúðarhúsnæði, þar til úthlutun á lóðum í Hvamma- hverfi hófst árið 1979. Mbl. hafði samband við Jóhann G. Bergþórsson, formann skipulags- nefndar Hafnarfjarðar, og sagði hann að nýja hverfið í Setbergsland- inu væri annars vegar á flatlendi og einnig yrði byggt í hlíð. Sagði Jó- hann að úr hlíðinni væri mjög skemmtilegt útsýni, á flatlendinu yrði hins vegar lækjarfarvegi beint inn í hverfið eftir krókaleiðum, þannig að lækurinn rynni á milli húsa og þá yrðu gerðar tjarnir, sem yrðu augnayndi á sumrin og skauta- svæði á vetrum. Setbergsskipulagið gerir ráð fyrir að húsin myndi ein- ingar, mismörg í hverjum hópi, en kjarni hvers hóps yrði sameiginlegt svæði. Umferð í gegn um hverfið verður beint inn á stærri akbrautir, þannig að umferð verður hæg um götur hverfisins. Samband nýja hverfisins við miðbæ Hafnarfjarðar verður tryggt með undirgöngum fyrir gangandi vegfarendur undir Lækjargötu og seinna verða gerð undirgöng undir Reykjanesbraut. Þjónustukjarni verður í hverfinu, þar sem verða bamaskóli, ungl- ingaskóli, verslanir og önnur þjón- usta, og verður hann á stað sem ligg- ur vel við aðalumferðarbraut hverf- isins. Inni í hverfinu verður gert ráð fyrir stöku húsi undir lítil þjónustu- fyrirtæki s.s. hárgreiðslustofu, skósmíðastofu og öðrum fyrirferð- arlitlum og hljóðlátum atvinnu- rekstri. Lóðirnar í Setbergslandinu eru flestar um 800 fermetrar að stærð og eru allar áætlaðar einbýlis- eða raðhús. Aðalskipulag Hafnarfjarðarbæjar var samþykkt 1. apríl sl. og í því felast m.a. breytingar á skipulagi miðbæjarins, sem Jóhann sagði að væru raunhæfar í framkvæmd. Þær fela ekki í sér neina meiriháttar röskun á starfsemi í miðbænum, né á rótgrónu samfélagi sem byggst hefur upp í kringum kjarna Hafnar- fjarðar. f skipulaginu er gert ráð fyrir uppfyllingu út í sjó við l'jarð- argötu, en þar munu fyrst í stað verða bílastæði, en Fjarðargatan verður svo færð utar og þjónustu- kjarni byggður á milli Strandgötu og Fjarðargötu með yfirbyggingu. Læknum verður fundinn annar far- vegur í gegnum bæinn og mun hann mynda flúðir og tjarnir á leið sinni um miðbæinn. En samfara slíkri aukningu á íbúðarhúsnæði hlýtur að verða að skapa ný atvinnutækifæri fyrir allt það fólk sem kemur til með að búa í Hafnarfirði. Jóhann sagði að bærinn hefði þá stefnu að verða sjálfum sér nógur í þessum efnum, og nú væri reynt að skapa aukin skiiyrði fyrir iðnað af ýmsu tagi. Árið 1979 sagði Jóhann, að hefði verið skipulagt sér- stakt hverfi undir iðnað og var áætl- að að það dygði í allt að 17 ár, en nú væri svæðið að fyllast á einungis 5 árum. Þyrfti því að skipuleggja nýtt svæði fyrir iðnaðinn mjög fljótlega. Það er staðreynd að margir Hafn- firðingar hafa sótt vinnu sína til Reykjavíkur í gegnum árin, en stefna bæjarbúa er að stuðla að Jóhann Bergþórsson, formaður skipulagsnefndar Hafnarfjarðar, með teikn- ingar af skipulagi Setbergslandsins. meiri atvinnu innanbæjar svo ekki þurfi að leita út fyrir bæjarmörk að atvinnu. Sérstakt skipulag undir starfsemi íþróttafélagsins FH í Hafnarfirði hefur einnig verið samþykkt og er svæðið u.þ.b. 99.000 fermetrar, eða tæpir 10 hektarar lands. Á svæðinu verða m.a. nokkrir æfingavellir sem hægt verður hægt að nota sem bíla- stæði fyrir allt að 150 bíla, malar- völlur fyrir frjálsar iþróttir, íþrótta- hús, félagsheimili, grasvöllur og útileikvangur með stúku. Einnig verður þar tjörn sem hægt verður að leggja undir skautasvæði á vetrum. í skipulagi Hvammahverfis er gert ráð fyrir sundlaug, sem mun mæta aukinni þörf bæjarbúa fyrir sund og almenna baðaðstöðu. Á afmælisári Hafnarfjarðarkaup- staðar héfur því byggð verið skipu- lögð þannig, að næsta tryggt þykir að ekki skapist þar húsnæðisekla, heldur muni bygging nýs íbúðar- húsnæðis haldast í hendur við auk- inn vöxt bæjarins. SETBERG - I. ÁFANGI -------- ---------------~______________________________r--------------^TTTvrm^TTT----------- LÓÐIR TIL ÚTHLUTUNAF “ 2 EINBÝLISHÚSALÓÐIR MINNI EN 650 m merktar * 650 m1 - 750 m2 ** -"- STiCRRI EN 750 m2 -"- * * « A OG B SJA OREIN 4 (KJALLARAR) t SKIPULAGS- OG BYGGINGARSKILMALUM Teikningin s-ýnir I. áfanga Setbergsskipulagsin.s. Efri hluti svæðisins er í hallandi landi, en krókaleiðum um hverfið. hlutinn á flatlendi, en þar mun lækur liðast eftir neðri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.