Morgunblaðið - 16.07.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JtJLÍ 1983
15
Arnrinn Kallsberg, sjávarútvegsráðherra Færeyja. Hluti hafnarinnar í bak-
sýn. MorgiinblaðiA/HG
Laxveiðar Færeyinga:
Höfum ekk-
ert að fela
— segir sjávarútvegsráðherra Færeyja
„ÉG TEL að við veiöum ekki þorsk kominn af ísiandsmiðum svo nokkru nemi.
Hér við Færeyjar eru tvær tegundir þorsks og þær eru báðar í nokkru frá-
brugðnar íslandsþorskinum, þær eru Ijósari. Skýring á auknum þorskveiðum
okkar nú á þessu ári er frekar sú, að mikið er um átu í sjónum umhverfis
eyjarnar og tveir sterkir árgangar, 1978 og 1980 eru komnir inn í veiðina,"
sagði Annfinn Kallsberg, sjávarútvegsráðherra Færeyja meðal annars er Morg-
unblaðið ræddi við hann um þorskveiðar Færeyinga.
„Þá hefur veiðigeta og sókn á
heimaslóð vaxið verulega þó við höf-
um ekki stækkað flotann. Skipin
hafa leitað heim af erlendum mið-
um og hafa þau lagt sig meira eftir
þorski vegna sölutregðu á ufsa að
undanförnu. Veður hefur einnig ver-
ið mjög hagstætt og á hrygningar-
tímanum fengu togararnir góðan
afla. Línuveiðin hér hefur minnkað
síðustu ár vegna þess, að fjárhags-
legur grunnur fyrir henni hefur ver-
ið veikur. Sá grunnur hefur hins
vegar fengizt með aflakvótanum við
ísland, en hann heldur uppi línu- og
handfæraveiðunum."
Hvað með laxveiðar Færeyinga?
„Við höfum fylgzt með viðbrögð-
um íslendinga við laxveiðum okkar
og þar sem samstarfið við þá er af-
gerandi fyrir sjávarútveg okkar,
höfum við lagt spilin á borðið. Við
leggjum áherzlu á að fiskimenn taki
öll merki, sem þeir finna, taki sýn-
ishorn af hreistri, stærð og fleiru og
sendi til Fiskirannsóknarstofunnar.
Við höfum í ár fengið nokkra
merkta laxa, en mjög lítinn
hundraðshluta heildaraflans og
engann með íslenzku merki. Því er
ekki hægt að segja hvort við veiðum
íslenzkan lax, en samkvæmt þessu
er það ólíklegt.
Hafið umhverfis Færeyjar er
mjög gott uppeldissvæði fyrir lax og
undanfarin ár höfum við veitt allt
að 1.200 lestum árlega, en eftir sam-
komulag við EBE höfum við tak-
markað veiðina við 625 lestir og
fækkað skipum. Því teljum við
okkur hafa komið á móti öllum
sanngjörnum óskum annarra hags-
munaþjoða. Við ölum laxinn upp í
færeyskum sjó og eigum því rétt á
því að fá eitthvað fyrir það. Við not-
um aðeins línu við veiðarnar meðan
löndin umhverfis okkur veiða meira
og auk þess í net. Við höfum lofað
því að ræða þessi mál við íslenzka
ráðamenn áður en næsta vertíð
hefst og verða þær viðræður líklega
í haust. Við höfum ekkert að fela.
Hvað aðrar veiðar varðar má
benda á það, að þrátt fyrir aukna
uppbyggingu fullkominna kol-
munnaskipa misheppnuðust veið-
arnar nú vegna þess hve dreifður
kolmunnin var, en við reynum í
auknum mæli að færa okkur sem
flesta möguleika, aðra en þá hefð-
bundnu, í nyt og því styrkir lands-
týrið ekki lengur skipakaup og
endurbyggingu fyrir hefðbundnar
veiðar.
Ég vonast til að hin góða sam-
vinna íslendinga og Færeyinga og
hin jákvæða afstaða hinna fyrr-
nefndu í okkar garð haldi áfram.
Island er eina landið, sem hefur gef-
ið okkur veiðileyfi innan lögsögu
sinnar án þess að krefjast nokkurs í
staðinn. Það hefur mikla þýðingu
fyrir Færeyinga og þeir eru þakklát-
ir Islendingum," sagði Annfinn
Kallsberg.
Afgreiðslu á tillögu
um fjöldatakmark-
anir var frestað
Lækning við AIDS?
East Lansing, Michigan, 13. júlí. AP.
EFNI, sem fyrirfinnst með eðli-
legum hætti í heilbrigðum hvít-
um blóðkornum í mannslíkam-
anum, kann að veita lækningu
við sjúkdómnum AIDS (áunn-
inni ónæmisbæklun). Margra
mánaða rannsóknir eru þó
framundan, áður en unnt verður
að sanna endaniegt notagildi
efnisins. Kemur þetta fram í
skýrslu, sem birtist í nýjasta
tölublaði bandaríska lækna-
tímaritsins „Journal of Clinical
Investigation“.
Þetta efni, sem kallast „Int-
erleukin-2“ jók „verulega starf-
semi þeirra fruma", sem hafa
það að verkefni, að útfyma
krabbameinsfrumum og frum-
um, sem sýktar eru af veirum.
„Þessi jákvæði árangur gefur til
kynna, að „interleukin-2“ muni
að lokum koma að gagni við
lækningu sjúklinga, sem haldnir
eru AIDS,“ er haft eftir Alain
Rook, höfundi skýrslunnar.
Þessar „útrýmingarfrumur"
eru óvirkar í sjúklingum, sem
haldnir eru AIDS og draga
þannig mjög úr ónæmiskrafti
þeirra og gera þá næma fyrir
ýmsum sjúkdómum þar á meðal
sumum tegundum krabbameins,
er haft eftir Rook, en hann starf-
ar við Matvæla- og lyfjaeftir-
litsstofnun Bandarikjanna.
"Ja, nein, bitte, danke,
er allt sem þú þarft að kunna.
Hann Róbert sér um restina.
TIL ÞÝSKALATIDS
OG AUSTURRÍKIS
MEÐ RÓBERTARHniiriSSVni
Farskip hí stendur íyrir hálísmánaðar ierð um marga dýrðlegustu staði
þessara landa. Far með ms Eddu og rútubíl og gisting
í 2ja manna herbergjum alla leið kostar aðeins kr.:
15.900
Brottför 27. júlí
Meðal viðkomustaða má nelna:
Bremerhaven, Hannover, Göttingen, Núrnberg, Múnchen, Salzburg.
Neuschwanstein kastala, upptök Dónár, Schwartzwald (svortu skóga),
Baden-Baden, Heidelberg, Rúdesheim (hinn rómantíska Rínardal).
HÁSKÓLARÁÐ samþykkti á fundi
sínum í gær tillögu háskólarektors
um að bíða með afgreiðslu tillögu
frá Birni Þ. Guðmundssyni í ráðinu
um athugun á fjöldatakmörkunum
við Háskóla íslands, þar til niður-
stöður þróunarnefndar liggja fyrir,
en hún á að skila áliti í árslok.
Að sögn rektors Háskóla ís-
lands, Guðmundar Magnússonar,
gerist því ekkert í málinu fyrr en
um áramótin. Hann sagði að verk-
efni þróunarnefndar væri að gera
úttekt á stöðu deilda Háskólans og
tillögur um nýjar námsleiðir o. fl.
Háskólarektor var þá spurður
hvort hann teldi að unnt yrði að
hefja kennslu í haust án frekari
takmarkana, miðað við núverandi
fjáThagsstöðu. Hann svaraði því
til að þeir myndu reyna það, en
líklega yrði það erfitt.
„Það verður í sjálfu sér ekki
hlaupið að því, en það virðist ekki
vera nein endanleg afstaða til
þessa í fjárlögum hvað er veitt. Ef
ekki koma til aukafjárveitingar á
næsta ári stefnir í óefni með allar
framkvæmdir fyrir utan beinan
rekstur. Það þýðir bara leiguhúsn-
æði og vandræði," sagði Háskóla-
rektor að lokum.
Til að komast í þessa einstœðu íerð með heimamanni
(hann Róbert okkar er ekki alislenskur, eins og þið vitið)
þarl að panta þatttoku nu íljótlega
Gongi 12/7 Q3
FARSKIP
AÐALSTRÆTI 7 REYKJAVÍK SÍMI 2 5166