Morgunblaðið - 16.07.1983, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983
Úr tónlistarlífinu
MARGRÉT HEINREKSDÓTTIR
Rut Magnússon söngkona er
sannarlega kona önnum kafin um
þessar mundir. t>að segir kannski
svolítið um hversu margt hún hefur
á sinni könnu, aö daginn sem ég
hringdi til hennar til að dagsetja
löngu fyrirhugað spjall okkar, var
hún að „hvfla sig“, eins og hún
komst að orði, „slappa af“ með því
að mála og veggfóðra svo sem eitt
herbergi í húsinu sínu við Skipa-
sund, þar sem hún býr ásamt eigin-
manni sínum, Jósef Magnússyni
flautuleikara og tveimur sonum
þeirra.
Aðalstarf Rutar, fyrir utan að
syngja opinberlega, er söng-
kennsla í söngdeild og tónmennta-
deild tónlistarskólans í Reykjavík,
en það, sem aðallega hefur gleypt
tíma hennar að undanförnu, hefur
verið undirbúningur og vinna við
nýafstaðna stórkostlega sönghátíð
í Reykjavík, undirbúningur að
væntanlegu Zukovsky-námskeiði í
næsta mánuði, hinu sjöunda, sem
hér er haldið, og undirbúningur að
því að setja á laggirnar upplýs-
ingamiðstöð og aðstoð varðandi
tónleikahald á höfuðborgarsvæð-
inu. Það er því óhætt að segja, að
hún hafi mörg járn’í eidinum ...
— Auðvitað er þetta álitamál,
sagði Rut, á tónleika má út af
fyrir sig alltaf líta sem „uppá-
komur", en spurningin er, hvort
þær bera nokkurn skaða af því að
þeim sé raðað svolítið skipulega
niður. Stundum eru tónleikar
haldnir í „klösum" þannig að
margir eru samtímis, til dæmis
um eina og sömu helgina, að sækj-
ast eftir sama áheyrendahópnum.
Annars er það ekki beint ætlun
mín að raða niður tónleikahaldi
hér, heldur fyrst og fremst að
reyna að koma upp einhverskonar
upplýsingamiðstöð — þannig, að
áheyrendur hafi aögang að vitn-
eskju um það helzta, sem fram-
undan er á tilteknu tímabili; þar
sem tónlistarfólkið geti fengið að
vita, hvenær og hvar kunni að
vera hentugur tími til tónleika-
halds og síðast en ekki sízt að létta
vinnu af listamönnum, — stuðla
að því að þeir geti einbeitt sér að
því að æfa sig og undirbúa fyrir
tónleikana, en þurfi ekki hver og
einn að standa í því að afla upp-
lýsinga um leigu á húsnæði, raða
stólum sjálfir, standa i hlaupum í
prentsmiðju út af efnisskrám og
Rut Magnússon
Ljósm. KÖE.
Viljum létta vinnu af listamönnum
og koma á laggirnar upplýsingamiðstöð
— Of mörg, alltof mörg, sagði
hún hlæjandi, þegar við hittumst
yfir kaffibolla — en það leyndi sér
ekki, að hún hafði líka gaman af.
— Það er alveg ótrúlegt hvað
allt svona skipulagningarstarf út-
heimtir mörg handtökin, mörg
símtölin og miklar bréfaskriftir.
Við byrjum á því að spjalla um
fyrirætlanir hennar varðandi
tónleikahald, — sem nú er svo títt
orðið, að vart verður með fylgzt
lengur. Hefur verið mjög um það
rætt, bæði meðal tónlistarmanna
og áhugafólks, að nauðsyn beri til
að koma þar á einhverju skipulagi
til þess að tónleikar dreifist betur.
Þó eru ekki allir á einu máli þar
um, sumir óttast, að skipulag gæti
orðið til baga; vilja að tónleikar
haldi áfram að vera einskonar
„uppákomur" — happenings, þar
sem listamenn, hvort heldur eru
einstaklingar eða hópar, smærri
eða stærri, láti til sín heyra, þegar
þeir telja sig til þess búna.
þess háttar. Við myndum þá taka
að okkur skipulagningu og undir-
búning á hvaða stigi, sem lista-
mennirnir vilja. Sumt vilja þeir
e.t.v. sjá um sjálfir, annað getum
við tekið af þeim.
Við Kristín Sveinbjarnardóttir,
sem verður með mér í þessu,
hyggjumst senda eyðublöð í haust
til þeirra, sem halda reglubundna
tónleika, biðja þá um upplýsingar
um hvenær þeir verði og hvar, —
og þá er unnt að gera grófa grind,
sem aðrir listamenn geta síðan
fyllt upp í. Þessar upplýsingar
ætlum við að hafa þar sem al-
menningur og fjölmiðlar geta
gengið að þeim, jafnvel að bjóða
áhugafólki áskrift að þeim.
Þá hefur komið til tals að reyna
að taka upp samvinnu við skipu-
lagsmiðstöðvar erlendis um að
efna til stærri hljómleika hópa
listafólks, sem er á leið milli Evr-
ópu og Bandaríkjanna. Þannig
væri e.t.v. unnt að fá hingað fólk,
sem ella gæti ekki komið vegna
hárra flugfargjalda.
Hvað varðar upplýsingar og
skipulagningu tónleika úti á
landsbyggðinni þá er Félag ís-
lenzkra tónlistarmanna með þá
hlið mála til athugunar — hugs-
anlega kemur til greina einhver
samvinna okkar í milli.
Annað verkefni, sem átt hefur
hug Rutar undanfarið, er bygging
tónlistarhúss, sem ákveðin var á
síðustu tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar fslands í vor. Hefur Rut
tekið þátt í undirbúningi að stofn-
un félags til að hrinda þessu verk-
efni í framkvæmd og er mikill
hugur í þeim, sem að þessu standa.
Markmiðið er að koma tónlistar-
húsi upp fyrir listahátið árið 1988.
— Þetta yrði þá annað húsið á
landinu, sem byggt er til tónlistar-
flutnings eingöngu, sagði hún, hið
fyrsta var Hljómskálinn. Við er-
um að vona, að allt tónlistar-
áhugafólk sameinist um að vinna
að þessu marki. Undirbúnings-
vinna er hafin og formlegur stofn-
fundur félagsins verður í haust.
Næsta sönghátíð
er námskeið
Nýafstaðin sönghátíð hlaut að
koma til tals, þar sem framkvæmd
hennar hafði að verulegu leyti
hvílt á herðum Rutar og þar sann-
arlega verið í mörg horn að líta.
— Það var afskaplega gaman
að glíma við þetta. sagði hún, þar
sem þetta hefur ekki verið gert
hér fyrr. Ég hafði sjálf frá upp-
hafi ákveðnar hugmyndir um,
hvernig mig langaði að hátíðin
yrði, hafði jú kynnzt svona nám-
skeiði i Princeton — og þegar á
heildina er litið finnst mér vel
hafa til tekizt. í Hagaskólanum
myndaðist næsta magnað and-
rúmsloft þessa daga, mjög
ánægjulegt. Þarna komu saman
150—200 manns dag eftir dag, ým-
ist til að syngja eða hlusta, og að-
staðan var þannig, að hópurinn
tvístraðist lítið í hléunum, fólkið
drakk saman kaffi og spjallaði um
það sem gerzt hafði í kennslunni.
Einn hlustenda sagði við mig, að
sér fyndist hann nánast vera í út-
löndum.
Ég hef heyrt að nokkuð hafi ver-
ið rökrætt um vp.I þátttakenda,
hélt hún áfram, um að sumir hafi
vart verið komnir nógu langt í
námi og þeir, sem lengra eru
komnir, hefðu viljað fá meiri tíma
með kennurunum. Niðurstaðan
hafði orðið sú að velja ekki úr þá
beztu, — og um hana má auðvitað
deila. Ég er þó þeirrar skoðunar,
að það sem söngvari heyrir öðrum
kennt, kunni að nýtast fullt eins
vel og það sem honum sjálfum er
sagt, meðan hann er uppetekinn af
því sem hann er að gera.
Ef við leggjum í svona námskeið
aftur hefur okkur dottið i hug að
hafa það með öðru sniði, til dæmis
Rithöfundur um rithöfunda
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Forlag sænskra rithöfunda,
Författarförlaget, hefur gefið út
fjölda bóka í handhægum og ódýr-
um útgáfum. Einna veglegust er
sú útgáfa sem hófst fyrir nokkrum
árum og nefnist Författarnas Litt-
eraturhistoria. Útgáfan var fyrst
helguð sænskri bókmenntasögu,
komu út þrjú bindi um sænsk
skáld. En nú eru komin út tvö
bindi um erlendar bókmenntir: De
utlándska forfattarna, fyrra bindið
nær frá Biblíunni til Goethes, síð-
ara bindið frá Hölderlin til Tol-
stojs. Ritstjórar De utlándska för-
fattarna eru Björn Hákanson
(aðalritstj.), Lars Ardelius og Lars
Forssell. Þeir leituðu til sænskra
rithöfunda og báðu þá að skrifa
um einn rithöfund eða eitt bók-
menntaverk á persónulegan hátt.
Ég hef verið að blaða í síðara
bindinu að undanförnu. Ekki hef
ég fundið þar mörg ný sannindi
eða óvæntar fréttir af skáldum og
skáldskap, en margt sem gaman
er að lesa og rifja upp. Það sem
vakti helst forvitni mína var hvort
um nokkurs konar endurmat á
gömlum rithöfundum væri að
ræða. Gat leynst í bókinni nýtt
sjónarhorn?
Einna næst slíku kemst Torsten
Ekbom í ritgerð sinni um Nath-
aniel Hawthorne: The Outcast of
the Universe.
Nathaniel Hawthorne
(1806—1864) fæddist í Salem,
Massachusetts í Bandaríkjunum
og var af gömlum enskum inn-
flytjendaættum. Hann lifði frem-
ur einangruðu lífi með móður
sinni og systrum og kvæntist ekki
fyrr en 1842. Hann starfaði á
tímabili sem tollþjónn í Boston,
bjó lengi í Concord, en var skipað-
ur bandarískur konsúll í Liverpool
1853. Áður hafði hann tekið þátt í
hinu útópíska samfélagsformi sem
kennt var við Brook Farm. Hawt-
horne ferðaðist um Frakkland og
Italíu eftir að hann lét af konsúls-
störfum 1857, en sneri heim til
Concord 1860 og var þá orðinn
heilsuveill. Meðal vina hans voru
Emerson, Thoreau og Melville.
Torsten Ekbom skipar Nataniel
Hawthorne í bókmenntalegt sam-
hengi og vísar honum til sætis við
hlið Franz Kafka. Var Hawthorne
á undan Kafka að lýsa algjörri
firringu mannsins, stefnuleysi
hans í veröldinni? Eða fékkst
hann við svipað efni og Jorge Luis
Borges hefur gert og orðið fræg-
astur fyrir?
Sagan sem minnir á Kafka er
Wakefield sem birtist í Twice-
Told Tales (1837). Wakefield
greinir frá manni í London sem
dag nokkurn pakkar niður í ferða-
tösku og segir konu sinni að hann
sé að fara í ferðalag, en komi fljótt
aftur. Maðurinn flyst inn í næsta
hús þar sem hann getur úr felu-
stað sínum fylgst náið með konu
sinni. Hann er talinn látinn og
konan lifir ekkjulífi. Eftir tuttugu
ár birtist hann skyndilega á heim-
Nathanicl Hawthorne
Íli sínu án þess að segja orð. Allan
tímann hafði honum Hekrst að
leynast fyrir konu sinni, dulbúinn
þegar hann fór út úr húsinu. Það
eina sem konan man þegar hún
lætur hugann reika til eigin-
mannsins er brosið á vörum hans
þegar hann kvaddi hana og hélt út
í Lundúnaþokuna.
Hawthorne eyðir ekki mörgum
orðum í niðurlag sögunnar. Hann
lætur nægja að minna á hvernig
sá sem breytir út af vananum, ger-
ir eitthvað sem ekki er hluti af
skipulaginu, er samstundis
gleymdur, orðinn framandi í
heiminum. Hann er the Outcast of
the Universe.
Það sem aðskilur þá Hawthorne
og Kafka er að dómi Jorge Luis
Borges að Kafka hefði ekki látið
manninn í Wakefield snúa heim.
Jósef K. hjá Kafka er algjörlega á
valdi framandleikans og verður
ekki bjargað. Ekbom bendir á
skyldleika Borges við Hawthorne,
einkum í sögu hins síðarnefnda:
The House of the Seven Gables
(1851). í þeirri sögu er hinn und-
arlegi speglaheimur nærtækur
eins og í heimspekinni sem ein-
kennir Borges.
Hér hefur lítillega verið vikið að
Författarnas Litteraturhistoria
til að gefa til kynna hvað fjallað er
um í bókinni. Meðal eftirminni-
legra kafla sem vert er að benda á
er það sem Karl Vennberg hefur
að segja um Friedrich Hölderlin.
Einnig er úttekt Agnetu Pleijel á
Arthur Rimbaud merkileg og skrif
Jacques Werups um Charles
Baudelaire í anda þeirra ódrep-
andi kjaftasagna um rithöfunda
sem stundum gefa líf og lit og
varpa ljósi á yrkisefni þeirra.