Morgunblaðið - 16.07.1983, Síða 31

Morgunblaðið - 16.07.1983, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983 31 fclk í fréttum Linda Gray með mannsefninu sínu, Richard Grant. Linda Gray giftir sig: 1.200geslum boðið í brúðkaupsveisluna + „Giftingarveislan okkar á að veröa ein óslitin ástarhátíð í besta Dallas-stil," sagöi Linda Gray, Sue Ellen í Dallas, um leið og hún vafði mannsefnið sitt örmum, blaöafulltrúa sinn, hann Richard Grant. Nú þegar er farið að tala um brúðkaupiö sem „brúðkaup ársins" enda á það að fara fram í Texas, búið að bjóða til veislunnar rúmlega 1.200 manns, þar á meöal forsetahjónunum, Ronald og Nancy Reagan. Linda var gift Ed Trasher í 21 ár en eftir því sem hún segir sjálf, gat hann ekki þolaö frægðina, sem henni féll allt í einu i skaut. „Richard nýtur hins vegar velgengninnar með mér. Ég er viss um, að við verðum hamingjusöm saman,“ segir Linda. Díana og James Bond + Díana prinsessa varð ein af stúlkunum hans James Bond í stutta stund, rétt á meðan hún heilsaði upp á hann við frum- sýningu nýjustu Bond-mynd- arinnar, „Octopussy” i London nú nýlega. Diana var í hvíta kjólnum sínum, sem vakti mikla athygli, þegar hún var í Ástralíu, fyrir þaö hvaö hann þótti djarfur, en eins og sjá má er önnur öxlin allsber. Roger Moore var ekki alveg viöbúinn því þegar Diana vatt sér að honum og er sagt, að honum hafi orðið oröfall í fyrstunni og kallar hann þó ekki allt ömmu sína þegar fagrar konur eiga í hlut. Vélknúin brímbretti + Ný íþróttagrein fer nú sem eldur um sinu víöa um lönd, kappakstur og aðrar kúnstir á vélknúnum brimbrettum. Danir öttu kappi viö Englend- inga nú fyrir skemmstu í þessari nýju íþrótt og fóru, meö sigur af hólmi. Var þaö mest aö þakka góöri frammi- stöðu Tim Aagesen, sem leik- ur listir sínar á þessari mynd. Englendingurinn Duncan Goodhew reyndi viö þetta tækifæri aö bæta sitt eigið heimsmet en varð aö sætta sig viö aö ná ekki nema 64,3 km á klst. vegna þess hve slæmt var í sjóinn. + Eins og við höfum sagt frá mun Christopher Lambert fara með aöalhlutverkiö í nýrri mynd um Tarzan apabróöur en hins vegar var ekkert minnst á hana Jane, sem eng- inn Tarzan getur verið án. Þaö var vegna þess, aö hún var ekki enn komin í leitirnar en nú er hún fundin. Andie MacDow- ell heitir hún, bandarisk aö þjóðerni og kunn fyrirsæta. * Utburðarmálið á Akureyri: Frestur veitt- ur til 21. júlí GEFINN var frestur í svonefndu útburðarmáli fyrir bæjarþingi Akureyr- ar í gærmorgun. I'ar voru bornar brigður á að beita megi útburði samkvæmt 12. grein aðfararlaga og einnig var því haldið fram að ranglega hefði verið staðið að birtingu dómsins, þar sem stefnuvottur var einn í stað tveggja. Sigurður Eiríksson fógeta- fulltrúi á Akureyri sagði í viðtali við Mbl. að frestur hefði verið veittur til 21. júlí nk., en þá ber dómþola að leggja fram greinar- gerð og gögn um áðurgreind atriði. Síðan verður munnlegur málflutn- ingur í málinu og að sögn Sigurðar kveðinn upp úrskurður í fram- haldi af því. Hringormur í silungi: Þeim mun algeng- ari sem vötn eru þéttsetnari HRINGORMUR hefur alltaf verið í silungi og laxi, samkvæmt upplýs- ingum sem Mbl. fékk hjá Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi, en hann var spurður hvort algengt væri að ormur fyndist í vatnafiski, vegna frétta þar að lútandi. Hins vegar gat Jón þess að ormur í þessum fiski fylgdi innyflunum og væri hættulaus og dræpist við suðu eða frystingu. Jón sagði að mávar, fiskiönd og lómur og fleiri fuglar væru tengi- liðir og bæru orminn á milli og gat hann þess að ormur í vatnasilungi væri algengur, einkum í vötnum nálægt sjó og þeim mun algengari væri ormurinn sem vötnin væru jiéttsetnari silungi. Af þessum sökum hefðu m.a. spunnist sögur um eitraðan silung í Gunnars- sonavatni, en þar væri mesta sýk- ing sem menn hefðu séð. 1 sjóbirt- ingi kvaðst Jón aldrei hafa séð hringorm í þunnildum eins og t.d. í þorski, en hins vegar væri ormurinn í meltingarvegi silung- anna. Hann dræpist hins vegar við frost eða suðu. Kærar þakkir sendi ég þeim sem meb mér glöddust á sextugs afmæli mínu þann 10. þ.m. Einnig þakka ég allar gjafir og heillaskeyti. Þorvaldur Friðriksson. Eskifirdi. Taktu Philips feróa- útvarp meðútí sumarið og sólina Philips feróatœkin eru sómagóöir feröafélagar þú getur valiö þér einn viö þitt hœfi: Lítinn, ódýran og laufléttan meö lóng-, miö- og FM-bylgju; meö- alstóran og stæöilegan meö góöu út- varpi og kass- ettutæki. eöa stóran og 20 watta sterkan steríó- félaga meö yfir 20 tökk- um til þess aö stjórna magnara kassettu- tæki, há- og út- varpi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.