Morgunblaðið - 16.07.1983, Page 40
BÍLLINN
BlLASALA SIMI 79944 SMIÐJUVEGI 4 KÓRAVOGI
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983
Alltfy rir gluggann
—----—.... i r----1
Ul
o
Siðumúla 22 Simi 31870
Keflavik Sími 2061
Utanríkisráðherra svarar Ragnari Arnalds:
Endurnýjun ratsjár-
kerfís í undirbúningi
„RÆTT hefur verið um að reisa
tvær ratsjárstöðvar í stað þeirra,
sem lagðar voru niður á Vestfjörðum
og Norð-Austurlandi og endurnýja
tækjabúnað þeirra sem fyrir eru, þ.e.
á Stokksnesi og Reykjanesi. Þá
opnast enn betri möguleikar en áður
til að nýta ratsjárstöðvar við stjórn á
umferð almennra flugvéla á innan-
landsleiðum og í millilandaflugi,
sem og við öflun upplýsinga fyrir
landhelgisgæsluna,“ segir í frétta-
tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu
í gær, en í henni svarar Geir Hall-
grímsson, utanríkisráðherra, spurn-
ingum Ragnars Arnalds, alþingis-
manns, um ratsjárstöðvar á vegum
varnarliðsins. Fram kemur að málið
er enn á undirbúningsstigi og
ákvörðun ekki tímabær að svo
stöddu.
í fréttatilkynningunni segir, að
úrvinnsla upplýsinga og fram-
kvæmd ratsjáreftirlits sé í hönd-
um varnarliðsins en ekkert sé því
til fyrirstöðu að fslendingar vinni
við ratsjárstöðvarnar og fylgist
með úrvinnslu upplýsinga.
Þá segir utanríkisráðherra orð-
rétt: „Verði tækjabúnaður núver-
andi ratsjárstöðvar á Stokksnesi
endurbættur og tvær nýjar stöðv-
ar byggðar, er gert ráð fyrir, að
mun færri geti rekið hverja stöð
og að mestu leyti íslendingar, ef
því er að skipta, í stað rúmlega 100
manna, sem nú starfa á Stokks-
nesi og eru allt Bandaríkjamenn.
Rekstur endurbættrar stöðvar á
Reykjanesi verður nokkuð mann-
frekari en þó fækkar frá því sem
nú er. Þar er gert ráð fyrir mið-
stöð, sem safni upplýsingum á
einn stað frá hinum þremur stöðv-
unum.“
Eins og fram kemur í fréttatil-
kynningu utanríkisráðuneytisins
voru upphaflega fjórar ratsjár-
stöðvar hér á landi á vegum varn-
arliðsins en nú eru tvær þeirra
eftir. Sú þriðja var við Aðalvík á
Vestfjörðum og hin fjórða á
Langanesi. Ratsjáin á Langanesi
mun hafa verið öflugust þeirra, en
hún eyðilagðist í óveðri 1968.
Ratsjárnar eru hluti af svokall-
aðri DEW-línu, aem komið var
upp á sjötta áratugnum og liggur
þvert yfir norðanvert Kanada um
Grænland, ísland, Færeyjar og til
Hjaltlandseyja.
(Sjá fréttatilkynningu
utanríkisráðuneytisins í heild
í miðopnu blaðsins.)
Landslið íslands í hestaíþróttum valið á Hellu
Frá frétUritara Morpinblaósiiu Valdimar Krwtiiuwyni
UM sexleytið í gær lauk úrtökukeppninni á Hellu
eftir æsispennandi baráttu. Sjö hestar og menn voru
valdir sem fulltrúar íslands á Evrópumót íslenskra
hesta sem haldið verður í Þýskalandi fyrstu vikuna í
september. Á þessari mynd eru sex þeirra. Lengst til
vinstri er Tómas Ragnarsson á Fjölni og síðan koma
Gunnar Arnarsson á Galsa, Aðalsteinn Aðalsteins-
son á Baldri, Lárus Sigmundsson á Bjarma, Olil
Amble á Blika og Reynir Aðalsteinsson á Sprota.
Sjöundi landsliðsmaðurinn er Eyjólfur Isólfsson á
Krák.
Fleiri um-
sóknir nú
en í fyrra-
haust
INNRITUN nýnema í Háskóla ís-
lands fyrir veturinn 1983-84 lauk í
gær, 15. júlí. Ekki hafði fjöldi um-
sókna verið talinn þegar skrifstofa
Háskólans lokaði en Ijóst þótti að þær
væru fleiri en á sama tíma í fyrra.
Voru þá um 1200 manns sem sendu
umsóknir. Hafa nú yfir 1300 manns
sótt um skólavist en umsóknir utan af
landi og aðrar þær sem póstlagðar eru
með póststimpli 15. júlí eða fyrr eiga
eftir að bætast við þá tölu. Þá hafa
borist 87 umsóknir f sjúkraþjálfun,
sem ekki eru taldar með þar sem að-
eins 18 nýnemar eru teknir í það nám.
Háskólaráð hefur frestað til ára-
móta ákvörðun vegna tillögu um al-
mennar takmarkanir á fjölda há-
skólanema.
Þó allir fjallvegir séu nú að verða færir, eru vfðu miklar snjófyrningar við
vegi. Þessi mynd var tekin á Breiðadalsheiði fyrir tæpri viku og gefur hún
góða mynd af snjófarginu, sem þar hefur verið.
Flestir fjallvegir
að verða akfærir
FLESTIR fjallvegir verða nú orðnir færir um eða eftir helgina. Er það
nokkuð í seinna lagi og hefur snjór eða aurbleyta hamlað færð um þá.
Morgunblaðið aflaði sér upplýsinga um ástand þessara vega hjá Vegagerð
ríkisins og fer hér á eftir yfirlit yfir færð á helztu fjallvegum:
Uxahryggir eru færir öllum bíl-
um; Kaldidalur var opnaður í gær;
Laxárdalsheiði er fær öllum bílum;
Steinadalsheiði er lokuð; Trölla-
tunguheiði er fær öllum bílum;
Þverárfjall er jeppafært og verður
lagað eftir helgina; Kjölur er fær
jeppum og stórum bílum; Sprengi-
sandur var opnaður í gær, en veg-
urinn er mjög slæmur; Skagafjarð-
arleið er lokuð, en verður skoðuð
um helgina og sama er að segja um
Eyjafjarðarleið. Á Fjallbaksleiö
nvrðri hefur verið heflað frá Sig-
öídu í Landmannalaugar og fært er
úr Skaftártungum í Eldgjá og
byrjað verður að vinna í kaflanum
þarna á milli um helgina. Á Fjalla-
baksleið syðri hefur verið heflað í
Hvanngil, en Mælifellssandur er
ófær en verður heflaður í næstu
viku. Ófært er milli Keldna og
Hvanngils og snjór er á milli
Hvanngils og Álftavatns; Dóma-
dalsleið er fær; Öskjuleið cr jeppa-
fær og verið er að hefla úr Dreka-
gili inn í Öskju; Kverkfjöll eru
jeppafær.
Hraðfrystihús Patreksfjarðar:
Laun væntanlega
greidd á mánudag
— Vandinn hugsanlega leystur með aðstoð SÍS
og Olís, segir Jens Valdimarsson, kaupfélagsstjóri
„ÉG SÉ ekki fram á það, að laun hjá
Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar verði
greidd út í dag, en líklega leysist
þetta mál fyrir hádegi á mánudag.
Þá verður byrjað að landa úr togar-
anum okkar og vinna ætti að geta
hafizt þá eftir hádegið,“ sagði Jens
Valdimarsson, kaupfélagsstjóri á
Patreksfirði, í gær er Morgunblaðið
innti hann eftir því hvort laun hefðu
verið greidd út hjá hraðfrystihúsinu.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins mun starfsfólk tilbúið
til að mæta til vinnu á mánudag
verði þess óskað. Jens sagði enn-
fremur, að á launaskrá hjá fyrir-
tækinu væru um 120 manns auk
áhafna á togaranum og línubát,
sem gerður væri út frá Hrað-
frystihúsinu. Nú ætti þetta fólk
inni tveggja vikna laun. Ekki
sagði Jens sér kunnugt um það
hve mikið frystihúsið skuldaði í
launagreiðslu en gat þess að á síð-
asta ári hefðu launagreiðslur
numið 25 milljónum króna.
Aðspurður um það hvort SÍS og
Olís hlypu undir bagga með frysti-
Að sögn Þórhalls Ásgeirssonar,
ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðu-
neytinu, verður rætt um fram-
kvæmd viðskiptasamnings land-
anna og þá um leið þau mál, sem
báðir aðilar kunna að leggja
húsinu sagði Jens að það væri
hugsanlegt, en vildi ekki að öðru
leyti tjá sig um það hvernig málið
yrði leyst. „Mér finnst það mjög
sorglegt að ekki skyldi takast að
greiða út laun í dag. Mér finnst
verkafólk hér á Patreksfirði hafa
tekið þessu alveg sérstaklega vel.“
áherzlu á og það sem talið er geta
betur farið. Sagði Þórhallur, að is-
lenzka sendinefndin hefði ákveðn-
ar óskir á ýmsum sviðum, en hann
vildi ekki tjá sig um hverjar þær
væru.
Viðræður við Sovét-
ríkin í ágústmánuði
ÁFORMAÐ er að árlegar viðskiptaviðræður milli íslands og Sovétríkjanna
fari fram í Moskvu dagana 29. til 31. ígúst. Hér er um að ræða viðræður
milli viðræðunefnda viðskiptaráðuneyta beggja landanna, en ekki ura beinar
samningaviðræður.