Morgunblaðið - 29.07.1983, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.07.1983, Qupperneq 32
BILLINN BflASALA SlMI 79944 SMIÐJUVEGI 4 KÓRAVOT' jwgttitMitfrtfr munió trúlofunarhringa litmvndalistann #ull Sc Laugavegi 35 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983 Ríkisstjórnin ákveður gjaldskrárhækkanir: Fá ekki frekari hækkanir fyrr en 1. febrúar 1984 Á rfkisstjórnarfundi í gærmorgun voru samþykktar gjaldskrárhækk- anir tii Pósts og síma og orkuveitu- fyrirtækja. Gjaldskrárhækkanirnar voru samþykktar með þvi ákvæði, að frekari hækkanir komi ekki til næstu tvö verðbótatímabil, þ.e. að ekkert þýði fyrir fyrirtækin að fara fram á hækkanir á ný fyrr en 1. febrúar 1984. Hækkanirnar eru eftirtaldar: Póstur og sími 18%, Landsvirkjun 31%, Rafmagnsveitur ríkisins 26,6%, Hitaveita Reykjavíkur 43,9% fyrir vatnsnotkun en 20% á heimæðagjöld. Aðrar hitaveitur fengu að meðaltali 17% hækkun. Talið er að hækkanirnar muni þýða um tvö stig í kaupgjaidsvísi- tölu við næsta útreiknings henn- Jarðefnaiðnaður hf. Rætt um sölu á 75 þúsund rúmmetrum af Heklu- vikri til Þýskalands f NOTT og í gær var á vegum Jarð- efnaiðnaðar hf., skipað út í Þor- lákshöfn rúmum 3.000 rúmmetrum af Hekluvikri sem fara eiga til Þýskalands. Kaupendur vikursins eru hér á landi þessa dagana til skoðunar og viðræðna um vikurkaup að sögn Hjartar Þórarinssonar, framkvæmdastjóra Samtaka sveitar- félaga í Suðurlandskjördæmi, og ef um semst gæti orðið um verulega vikursölu að ræða þegar á þessu ári, eða allt að 75 þúsund rúmmetrum. Hjörtur sagði að vikurinn væri tekinn austan Búrfells, beggja vegna Þjórsár. Sagði hann að samið hefði verið við fyrirtækið Fossvélar um að það tæki að sér að flytja vikurinn til Þorlákshafn- ar, sigta hann, mala og skipa út. Þýsku kaupendurnir vilja fá hann malaðan niður í 16 mm en þeir nota hann til framleiðslu á bygg- ingarmátsteini. Sagðist Hjörtur vonast til að þessi sending sem nú hefði verið skipað úr og 3.500 rúmmetra tilraunasending sem fór til fyrirtækisins í apríl, yrði upphafið að miklum vikurútflutn- ingi á þennan markað. Jarðefnaiðnaður seldi á árunum 1980—’81, 60—70 þúsund rúmm- etra af Hekluvikri til Danmerkur, en ekki hefur verið seldur vikur þangað á þessu eða síðasta ári, að sögn Hjartar Þórarinssonar. Ætlar rigningunni aldrei að linna? — gæti þessi unga reykvíska blóma- rós verið að hugsa um ieið og hún horfir til himins undan regnhlíf sinni. Vonandi lítur hún til betra veðurs fljótlega. Morgunbiaðið/ ól.K.M. Patreksfjörður: Kavíar úr þorsk- hrognum Hjá Kaupfélagi Vestur- Barðstrendinga á Patreksfírði er nú unnið að undirbúningi að framleiðslu kavíars úr þorsk- hrognum á túbur, svo og fram- leiðslu á laxapasta, sfldarpasta og fleiri tegundum. Vélar til niðurlagningarinnar hafa þegar verið pantaðar og eru þær á leið til landsins, en þeim verður komið fyrir í sláturhúsi kaupfé- lagsins þar sem framleiðslan verður. Að sögn Jens Valdimarsson- ar kaupfélagsstjóra, þá er hér um nýjung hér á landi að ræða og er búist við að nokkurn tíma taki að þróa þessa fram- leiðslu upp, en Jens sagði að þorskhrogn hafi ekki verið nýtt hér áður. Kaupfélagið hefur átt í miklum erfiðleikum með að standa undir bygg- ingarkostnaði sláturhússins, sem er nýlega byggt og er far- ið út í þessa framleiðslu meðal annars til að renna fleiri stoð- um undir rekstur sláturhúss- íns. Sjá: „Vorum þvingaðir út í. á bls. 17 í Mbl. í dag. Bráðabirgðalög í dag: Skatturinn á ferðamanna- gjaldeyri felldur niður „ÉG mun gefa út bráðabirgðalög um niðurfellingu þessa sérstaka álags á ferðamannagjaldeyri á morgun,“ sagði Albert Guðmunds- son fjármálaráðherra í viðtali við Mbl. í gærkvöldi, en þá höfðu þing- flokkar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks samþykkt útgáfu bráðabirgðalaga í þessu skyni, en ríkisstjórnin vísaði í gærmorgun til- lögu fjármálaráðherra til þing- flokkanna. Handhafar forsetavalds munu undirrita bráðabirgðalögin í fjarveru forseta íslands. Albert sagði, að hann teldi ekkert verða því til fyrirstöðu að hægt yrði að afnema gjaldið strax í dag. Aðspurður um tekju- tap ríkissjóðs vegna þessa, sagði hann að áætlað hefði verið að gjaldið gæfi um 75 millj. kr. það sem eftir er ársins. Hann kvaðst þó fullviss þess að með niðurfell- ingunni fengjust mun betri skil á gjaldeyri og komið yrði í veg fyrir alls kyns svartamarkafts- brask sem á móti myndi gefa rík- issjóði auknar tekjur. Þá sagði hann einnig, að undanþága sú sem við höfum hjá Alþjóða gjald- eyrissjóðnum til gjaldtökunnar myndi renna út um næstu ára- mót og spurning væri hvort við gætum fengið hana endurnýjaða. íslenzk refabú: Frjósemi 40% meiri en í nágrannalöndunum FRJÓSEMI á íslensku refabúunum reyndist mjög gód við got í vor. Sig- urjón Bláfeld, loðdýraræktarráðu- nautur Búnaðarfélags íslands, hefur safnað saman upplýsingum um frjó- semina og sagði hann f samtali við Mbl., að frjósemin hefði verið 6,4 hvolpar að meðaltali á hverja ásetta læðu. í fyrra var frjósemin 6,6 til 6,7 hvolpar á læðu. Sigurjón sagði, að eftir þeim tölum sem hann hefði frá nágrannalöndunum, Danmörku, Noregi og Finnlandi, væri frjósemi blárefs þar mun minni, eða 4,5 til 4,8 hvolpar að meðaltali á hverja ásetta læðu. Sigurjón Bláfeld sagði, að þessi árangur væri mjög góður sem meðaltal yfir allt landið, sérstak- lega þegar það væri haft í huga hve stór hluti stofnsins væri fyrsta árs læður, eða 60—70%, en fyrsta árs læður gytu venjulega einum hvolpi minna að meðaltali en þær eldri. Sagði hann að frjó- semin væri mest hjá þeim loð- dýraræktendum sem mestu reynsluna hefðu. Af einstökum svæðum sagði Sigurjón að frjósemin væri mest á Eyjafjarðarsvæðinu, 7,3 hvolpar væru að meðaltali Suður-Þingeyj- arsýslumegin í Eyjafirði og 7 hvolpar í Eyjafjarðarsýslu. Lak- asta frjósemin reyndist vera í Austur-Húnavatnssýslu, 4,7 hvolpar, í Múlasýslum 5,2 og í Skagafirði 6,0. Af einstökum búum sagði Sigurjón að besta frjósemin hefði verið í loðdýrabú- inu í Botni í Mjóafirði í Norður- ísafjarðarsýslu, en einnig væri mjög góð frjósemi í búinu á Sól- bergi á Svalbarðsströnd, eða yfir 8 hvolpar að meðaltali, og á nokkrum fleiri búum. 3.948 refa- læður eru á íslensku loðdýrabúun- um og gutu þær 25.338 hvolpum, samkvæmt upplýsingum frá bændunum. Sigurjón sagði aðspurður um ástæður hinnar góðu frjósemi, að mjög gott fóðurhráefni hér á landi væri líklegast aðalástæðan, en einnig væri stofninn mjög frjó- samur. Þó sagði hann að ekki hefði tekist að skýra þetta til fullnustu og ekki heldur þá stað- reynd, að hér eru framleidd heimsins stærstu refaskinn. Átján hvftir yrðlingar hafa náðst Tekist hefur að safna 18 yrðlingum af hvíta heimskautarefastofninum til að flytja til Noregs og Danmerkur, þar sem þarlendir loðdýrabænd- ur ætla að rækta þá til að framleiða sjaldgæft litarafbrigði, „golden island", sem kemur þegar hvíti refurinn og silfurrefur tímgast saman. Bændurnir höfðu pantað 160—170 dýr, en fyrirsjáanlegt er að ekki tekst að safna nema 25—30 dýrum upp í þessa pöntun í ár. Yrðl- ingarnir eru geymdir í fjárhúsum í Holti í Stokkseyrarhreppi og tók Kristján E. Einarsson, Ijósmyndari Mbl., þessa mynd þar þegar Morg- unblaðsmenn komu við í Holti og heilsuðu uppá yrðlingana. Sjá einnig: „Dýrbíturinn ..." á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.