Morgunblaðið - 30.07.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983
Spennum öryggisbeltin áður en rið leggjum ( ferAalagiA.
Fopphólfið kl.
16.20, mánudag
Gamlir
slagarar
Popphólfið verður á dagskrá kl.
16.20 á mánudag og verður í 70 min.
að þessu sinni.
Umsjónarmennirnir Jón Axel
Ólafsson og Pétur Steinn Guð-
mundsson ætla að hafa eitthvað
fyrir alla í þættinum, en þar á með-
al verða lög sem hafa verið vinsæl
um verslunarmannahelgar. Það
sakar ekki að geta þess að þetta er
eini tónlistarþátturinn í Ríkisút-
varpinu sem hefur eigin hljóðinn-
skot.
Jón Axel og Pétur Steinn.
Á ferð og flugi
kl. 14.00 Ofí
mánudag kl. 13.00:
„Þættirnir
fjalla um
verslunar-
mannahelgina“
Þátturinn Á ferð og flugi verður
tvisvar á dagskrá yfir verslunar-
mannahelgina. Hann verður í dag
kl. 14.00 og á mánudag kl. 13.00 eða
á eftir tilkynningum. Umsjónarmenn
eru Ragnheiður Davíðsdóttir og
Tryggvi Jakobsson.
— Þátturinn snýst um verslun-
armannahelgina, sagði Ragnheið-
ur. Rætt verður við Hannes Þ.
Hafstein framkvæmdastjóra
Slysavarnafélags íslands um
hvernig bregðast skal við slysum
eða óhöppum. Þá verður rætt um
útbúnað fyrir ferðalagið. Sigurður
Kr. Sigurðsson rannsóknarlög-
reglumaður kemur í heimsókn til
okkar og ræðir um umferðarslys
og varnir gegn þeim. Fréttir verða
frá mótsstöðum og við verðum í
beinu sambandi við vegalögregl-
una. Einnig verður upplýsinga-
miðstöð umferðarráðs þar sem
sagt verður frá umferð og ástandi
vega.
Jón Óskar Magnússon sem gefur út
Bóluna.
15 ára
blaðamaður
Þátturinn Útvarp unga fólksins veró-
ur á dagskrá á sunnudaginn kl. 20.00.
Umsjónarmenn eru Guðrún Birgisdótt-
ir og Eðvarð Ingólfsson.
— Gestur þáttarins er Þorsteinn
Eggertsson og velur hann lög, sagði
Guðrún. Spjallað verður við ungt
fólk á Lækjartorgi um hvert það
hyggst fara um helgina. Þá verður
hringt til Bolungarvíkur og ólafs-
víkur og Brandarabankinn verður á
sínum stað. Jón Óskar Magnússon
sem er 15 ára gefur út blaðið Bólu,
en þaö er unglingablað. Það verður
rætt við hann. Að lokum verður svo
sagt frá hinu og þessu fyrir þá sem
heima sitja.
íslenskir bridgespilarar hafa aldrei __
fengið tækifæri sem þetta: —'
Við efnum til viku skemmtisiglingar með M.S. Eddu og skipuleggjum tvö
stórmót um borð, þar sem spilað er um ein hæstu verðlaun sem sögurfara af
í íslenskri bridgesögu
■ Tvimenningskeppni ■ Viðkoma í Bremerhaven og Newcastle
■ Sveitakeppni ■ Lúxus aðbunaður
■ Bridgenámskeið ■ Verð aðeins kr. 7.800 pr. farþega
í tveggja manna klefa. -
Upplýsingar og pantanir hjá Samvinnuferðum-Landsýn í Reykjavík og hjá
umboðsmönnum um land allt.
Spilið rétt úr draumahöndinni,
- tryggið ykkur þátttöku í tíma.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899