Morgunblaðið - 30.07.1983, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983
11
Kaupkonurnar Sigrún Brynjólfsdóttir og Helga Aóalsteinsdóttir f hannyróareralun sinni.
MorpiDbU*i6/OUfir.
Egilsstaðir:
Margur hefur löng hlaup
en lítið kaup í versluninni
— segja kaupkonurnar Helga Aðalsteinsdóttir og Sigrún Brynjólfsdóttir
Á HINUM síðustu og verstu tím-
un, eins og stundum er sagt, hófu
þær Sigrún Brynjólfsdóttir og
Helga Aðalsteinsdóttir verslun-
arrekstur hér á Egilsstöðum. Á
þeim tíma þegar verslunin virtist
eiga erfitt uppdráttar og barist
jafnvel á bökkum.
lager af ýmsum vörutegundum,
s.s. útsaumsvörum o.þ.a.l., mánuð-
um saman. Að vísu eigum við
ákaflega skilningsríka og réttsýna
bankastjóra hér á Egilsstöðum.
Það bjargar miklu."
Hvað ætlið þið að gera um
verslunarmannahelgina?
„Við verðum að vinna í verslun-
inni eins og svo oft áður. Við erum
að undirbúa útsölu á efnum og út-
saumsvörum, sem hefst á þriðju-
dag og stendur út vikuna."
— Ólafur
„Við opnuðum verslunina fyrir
tæpu ári eða í september 1982,“
segja þær stöllur, „og þetta hefur
verið mikill barningur, en ein-
hvern veginn velkst áfram."
Hvað rak ykkur út í þetta
ævintýri?
„Okkur fannst vanta tilfinnan-
lega sérverslun hér með hann-
yrðavörur og vorum fullar bjart-
sýni."
Hefur bjartsýnin nokkuð dofn-
að?
„Nei, nei, alls ekki. Við höldum
ótrauðar áfram og höfum nú feng-
ið þriðja aðilann í lið með okkur,
Jónínu Sigrúnu Einarsdóttur. Að
vísu er vinnan mikil og kaupið
lágt, en við lifum í voninni að fyrr
en seinna verði erfiðasti hjallinn
að baki. Það er ótrúlega margir
sem halda að þeir sem stunda
verslunarrekstur hafi alltaf fullar
hendur fjár. Þetta er mikill mis-
skilningur. í versluninni hefur
margur löng hlaup en lítið kaup.“
Með hvers konar vörur verslið
þið aðallega?
„Hvers konar hannyrðavörur,
útsaumsvörur, prjónagarn, álna-
vöru, tauþrykksliti, túbuliti,
heklugarn og hnýtingagarn. Þá
höfum við tekið heimaunnar lop-
apeysur í umboðssölu og heima-
saumuð barnaföt."
Er þetta eina sérverslun sinnar
tegundar hér um slóðir?
„Okkur er næst að halda að
þetta sé eina sérverslunin með
hannyrðavörur á öllu Austurlandi,
enda eigum við viðskiptavini um
allan fjórðunginn. Fólk úr fjörð-
um kemur hingað í þó nokkrum
mæli eða pantar vörur í póstkröfu,
enda kappkostum við að hafa vör-
ur á boðstólum sem aðrar verslan-
ir hafa ekki haft.“
En ferðalangar, líta þeir inn til
ykkar?
„Já, já, sérstaklega þó fólkið
sem gistir orlofshúsin á Eiðum og
Einarsstöðum. Annars er aðal-
sölutími þessara vöruflokka á
haustin og veturna. Síðastliðinn
vetur efndum við svo til nám-
skeiðshalds í gömlum útsaums-
gerðum, sem tókst mjög vel. Við
höfum hér vefstól og vefum fyrir
viðskiptavinina úr íslensku
bandi.“
Hvað kaupir fólk helst í hann-
yrðaverslun um hábjargræðis-
tímann?
„Fyrst og fremst álnavöru. Fólk
hefur nú greinilega minni auraráð
en áður og kaupir því efni til fata-
saums í stað þess að kaupa til-
búinn fatnað og sparar þannig út-
gjöld heimilisins."
Hvað er erfiðast við þennan
verslunarrekstur?
„Fjármagnskostnaðurinn, sem
liggur fyrst og fremst í því að við
þurfum að liggja með talsverðan
tari|b
Ferðamenn, við erum í alfaraleið og bjóðum alla velkomna um helgina
Aö vanda bjóöum viö Ijúf-
fenga rétti, gos, sælgæti,
tóbak og margt, margt fleira
sem feröamenn vanhagar
um.
Um helgina sýnir Valtýr
Pétursson fallegar
myndir sínar.
Bensín og olíur
frá ESSO
Vasabrotsbækur
frá Prenthúsinu:
Sagan um ísfólkiö.
r
v
Lax-
veidi.
Golfvellir í
næsta
nágrenni.
öagan um jsfólhid
FAIÍTA
Fresca