Morgunblaðið - 30.07.1983, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983
Ekkert verdur byggt upp
nema með áhuga og vilja
Rætt við Ólaf Þ. Guðmundsson KR-ing
í tilefni sjötíu og fimm ára afmælis
Viðtal: Bragi Óskarsson
Hinn þekkti KR-ingur og fyrrum fótboltakempa,
Ólafur Þ. Guðmundsson, átti sjötíu og fimm ára afmæli
fyrir skömmu, nánar tiltekið hinn 11. júlí sl. Þó Ólafur
væri víðkunnur fyrir fótboltaleik á sínum tíma er hann
ekki síður þekktur af störfum sínum fyrir Knattspyrnu-
félag Reykjavíkur í gegnum árin, en störf hans í sjálf-
boðavinnu fyrir félagið eru orðin ærið mörg og handtök-
in ófá. Það er ekki að sjá að ellikerling hafi fungið
höggstað á Ólafi og mættu margir yngri menn öfunda
hann af þeirri snerpu sem einkennir hann í öllu dagfari.
Ég byrja á því að spyrja Ólaf út í æviferilinn vítt og
breitt, en fljótlega snýst talið að íþróttunum sem hafa
átt hug hans allan um dagana.
Þetta byggðist allt
á áhuga
„Ég hef verið Vesturbæingur
alla mín tíð og alltaf átt heima í
þessu sama húsi hér a Bræðra-
borgarstígnum," sagði ólafur í
upphafi viðtals okkar. „Ég hef
reyndar einnig lengst af starfað
hjá sama fyrirtækinu, 0. Johnson
og Kaaber — ég hélt upp á 50 ára
starfsafmælið hjá fyrirtækinu um
leið og 75 ára afmælið, þó reyndar
bæri ekki alveg saman upp á dag.
Þeir buðu mér í heljarmikla reisu
til Portúgal í tilefni af starfsaf-
mælinu og ég er til þess að gera
nýkominn heim.
En það voru íþróttirnar sem við
ætluðum að ræða um. Ég hef allt-
af verið í KR — frá því að ég byrj-
aði að stunda íþróttir 8 ára gam-
all. KR var þá eina íþróttafélagið
hérna, en nokkru síðar byrjaði
Fram og svo Valur og Víkingur.
Það var allt annar svipur yfir
íþróttastarfseminni hér áður fyrr
— þá var ekki hugsað eins mikið
um peninga í sambandi við íþrótt-
ir eins og nú. Þetta byggðist allt á
áhuga, það var fjármagnað með
áhuga, byggt með áhuga, æft af
áhuga og leikið af áhuga. Það var
enginn að hugsa um peninga í
sambandi við neitt af þessu. Þann-
ig var fyrsta eign félagsins,
KR-húsið í Vonarstræti, keypt
fyrir frjáls framlög félagsmanna
og almennings. Svo tókum við
okkur saman 24 strákar og söfn-
uðum fyrir þriggja hektara landi
við Kaplaskjól og gáfum félaginu
það í afmælisgjöf."
Nú var það knattspyrnan sem
var aðalíþróttagreinin á þessum
árum er það ekki?
„Jú, það má segja það, því aðrar
íþróttagreinar voru ekki stundað-
ar að ráði fyrr en síðar. Upphaf
KR var 1899 þegar Fótboltafélag
Reykjavíkur var stofnað. Nafninu
var fljótlega breytt í Knatt-
spyrnufélag Reykjavíkur og var
þegar orðin mikil gróska í félaginu
þegar ég byrjaði árið 1916. Ekki
veit ég hversu félagar þá voru
margir, þetta var ekki mjög form-
legt — þeir eldri voru að vísu
skráðir í félagið en unglingar voru
ekki rukkaðir um félagsgjöld þó
þeir væru í félaginu."
„Unnum bikarinn
7 ár í röð“
Hvað manstu að segja frá
keppnum á þessu tímabili?
„KR hafði alltaf góðum
mönnum á að skipa og okkur gekk
yfirleitt vel. Oftast nær unnum við
íslandsmótin eftir að þau byrjuðu
og Bikarinn unnum við í 7 ár í röð
eftir að hann kom. Það var lítið
um að keppt væri við útlendinga á
þessum árum. Við kepptum samt á
hverju ári við skemmtiferðaskip
sem hingað kom árlega og hét Atl-
antic. Þá man ég að Énglendingar
og Skotar komu til að keppa við
okkur einhverntíma rétt eftir
1930.
Árið 1935 fórum við í fyrsta
sinn út til að keppa og var það
sennilega í fyrsta sinn sem ís-
lenzkt lið keppti erlendis í
knattspyrnu. Það varð með þeim
hætti að þýzkt lið kom hingað til
lands að spila við okkur og þá kom
upp sú hugmynd að við færum út
til að keppa við þá. Það var Gísli
Sigurbjörnsson, sem margir
þekkja vegna starfa hans fyrir
elliheimilið Grund, sem hafði veg
og vanda af þeirri ferð.
Jú, það þótti alveg stórkostlegt
að komast í slíka ferð á þeim ár-
um. Þetta var heldur ekki út-
gjaldalaust af okkar hálfu —
flestir misstu kaupið sitt meðan á
ferðinni stóð þó ég fengi mitt kaup
hjá mínu fyrirtæki á meðan ég var
úti.“
Öll kvöld og allar helgar
Hvaða störfum hefur þú gegnt
hjá KR gegnum árin?
„Ég held að það væri nú fljót-
legra að telja upp hvaða störfum
ég hef ekki gengt hjá KR enda
hafa þau verið ærið mörg verkefn-
in sem þurft hefur að leysa þessi
rúmlega 60 ár sem ég hef verið í
félaginu. Ég hef tekið þátt í allri
uppbyggingu félagsins og haft
mikið gaman af. Lengst af var ég í
húsanefnd og mótanefnd, ég
komst aldrei hjá að vera r móta-
nefnd þó oft óskaði ég þess að
losna. Við hjá KR höfum alltaf
verið því merki brenndir að vilja
sækja sem mest til okkar sjálfra
— hin íþróttafélögin hafa sótt
meira til borgarinnar þegar um
fjarfestingar hefur verið að ræða.
Þetta hefur auðvitað kostað mikla
sjálfboðavinnu í gegnum árin —
hérna í gamla daga vann maður
oft öll kvöld og allar helgar þegar
mikið var í húfi fyrir félagið."
Vill það ekki verða nokkuð mis-
jafnt hvað menn eru tilbúnir að
leggja mikið á sig þegar sjálfboða-
vinna er annars vegar og þannig
lendi erfiðið alltaf á sömu mönn-
unum?
„Þátttakan ræðst auðvitað af
áhuga fyrst og fremst og þess
vegna lendir starfið óneitanlega
töluvert á sömu mönnunum. Við
höfum hins vegar alltaf haft þá
reynslu hjá KR að menn hafa
mætt þegar auglýst hefur verið
eftir sjálfboðaliðum og mikið hef-
Ólafur átti 50 ira starfsafmæli hjá O. Johnson & Kaaber um svipað leyti og
sjötíu og fimm ára afmælið. Styttan sem hann heldur um er gjöf frá starfs-
mannaféiaginu þar. Ljðsm. ólk.m.
Ólafur á veröndinni við ibúðarhús
sitt.
ur legið við. Frá degi til dags lentu
störfin hins vegar mikið á sömu
mönnunum — það voru menn sem
mynduðu svona kjarna í sjálf-
boðavinnunni og voru alltaf til
reiðu þegar eitthvað þurfti að
gera. Það voru menn eins og
Sveinn Björnsson, núverandi
formaður íþróttasambands Is-
lands, Gísli Halldórsson fyrrv.
form. ÍSÍ, Sveinn Jónsson, form.
KR, Einar Sæmundsson fyrrv.
form. ÍSÍ og ég gæti nefnt marga
fleiri.
Það hefur oft verið mikið um að
vera hjá KR en fjárhagur félags-
ins var oft ærið þröngur hér á ár-
um fyrr. Við höfum alltaf alla
anga úti til að afla fjár og hlutum
líka jafnan góðan stuðning frá al-
menningi. Við vorum reglulega
með happdrætti og svo voru
haldnar tombólur á hverju ári.
Einu sinni tókum við okkur til og
settum Skugga-Svein á svið og á
þessum sýningum okkar kom lif-
andi sauðkind ( fyrsta sinn á svið
á íslandi. Þá vorum við um all-
langt skeið með dansleiki í
KR-húsinu í Vonarstræti. Ég ann-
aðist þetta dansleikjahald i sjálf-
boðavinnu mestallan timann sem
við höfðum það og varð maður að
snúast f þessu allar helgar og oft
fram á nótt.
Uppbygging
Á stríðsárunum tók breski her-
inn KR-húsið til sinna afnota og
þegar þeir fóru fengum við ekki að
byggja það upp aftur. Upp úr þvi
fengum við lóð við Birkimel. Þetta
kostaði að við lentum i húsnæð-
ishraki á tímabili. Var þá ráðist í
að byggja upp íshúsið við Tjarnar-
götu — það hús var orðið illa farið
og lagði enginn í verkið nema við.
Til að koma húsinu í not þurftum
við m.a. að brjóta niður heljar-
mikinn steinvegg sem náði í gegn-
um þvert húsið og varð það ólítið
fyrirtæki.
Síðar hóf Tjarnarbíó starfsemi í
þessu húsi þá snérum við okkur að
uppbyggingu nýja KR-hússins við
Frostaskjól af fullum krafti. Við
höfum alltaf viljað halda starf-
semi félagsins í Vesturbænum, því
þangað á félagið rætur að rekja.
Reyndar á Reykjavíkurborg öll
rætur að rekja til Vesturbæjarins
því þaðan hefur borgin byggst. Við
lögðum t.d. mikið kapp á að Vest-
urbæjarlauginni yrði komið upp
og studdum það með ráðum og
dáð.
Uppbyggingin við Frostaskjól
var mikið verk — þar átti maður
mörg handtökin en þeir voru
margir sem lögðu hönd á plóginn í
gegnum árin. Mér er það alltaf
minnisstætt þegar við reistum
fyrstu bogana tvo en það var eig-
inlega lokaáfanginn þarna. Eg
gerði það ásamt skipasmiðunum
Gísla og Haraldi Guðmunssonum
og fengum við lánaðan krana frá
vélsmiðjunni Héðni til verksins."
Knattspyrnan
á niöurleið?
Hvað segirðu um knattspyrnuna
núna miðað við áður?
„Ég verð því miður að segja að
mér finnst knattspynan vera á
niðurleið fremur en hitt. Ég er á
þeirri skoðun að strákarnir leggi
ekki eins hart að sér og við gerð-
um — og þó ættu þeir að hafa
betri aðstæður til þess. Þegar ég
var upp á mitt bezta í knattspyrn-
unni varð maður að þræla eins og
skepna frá kl. 7 á morgnana til 6 á
kvöldin alla virka daga. Það voru
engar sturtur á bílunum þá og
maður var oft að moka af og á
allan liðlangan daginn. Þó lét
maður sig hafa það að taka
tveggja tíma æfingu á hverju
kvöldi. Nú þykjast þeir hins vegar
góðir ef þeir æfa i eina klukku-
stund.
Ef til vill eru þeir eitthvað betri
í samleik núna en þeir eru alls
ekki nógu harðir að spila. Það
þótti heldur aumt hér aður ef
menn voru ekki einhverstaðar
blautir af svita að loknum leik en
nú sést það varla lengur. Það er
ekki nógu mikill áhugi á leiknum
sjálfum — eða ég veit ekki hvað
þetta er. Ef til vill er það þessi
peningahyggja, nú vilja allir fá
peninga fyrir allt sem gert er. Nú
eru allir þjálfarar á launum og
þetta gengur allt fyrir peningum.
Hér aður var þetta ekki svona.
Guðmundur Ólafsson var einn af
þessum eldri brautryðjendum.
Hann var þjálfari hjá KR áratug-
um saman en fékk aldrei eyri fyrir
störf sín hjá félaginu, — það var
ekki annað en áhuginn á íþrótt-
inni sem hann gekk fyrir."
Alls ekki nógu
harösnúnir
Var ekki anzi stift að taka þátt í
tveggja klukkustunda knatt-
spyrnuæfingu eftir að vera búinn
að púla í tíu tíma?
„Mér fannst það aldrei tiltak-
anlega erfitt. Þetta voru annars
konar hreyfingar og það var eins
konar afslöppun í þeim eftir að út
í leikinn var komið. Ég varð ekki
var við að það háði okkur neitt við
æfingar þótt flestir okkar stund-
uðu erfiðisvinnu. Það var áhuginn
á íþróttinni sem dreif okkur áfram
og þreytan varð að víkja fyrir hon-
um. Og það er og verður áhuginn
sem skiptir mestu máli í íþróttum
— það verður ekkert byggt upp
sem stendur uppúr nema með
áhuga og vilja.
Þegar ég horfi á knattspyrnu-
leik núna finn ég oft til þess að
strákarnir eru ekki nógu harð-
snúnir, það er ekki spilað af sama
þrótti og áður. Það koma að vísu
fram sterkir leikmenn ennþá, en
knattspyrnumenn eru ekki eins
jafngóðir og var.
Ég held að það sé mikið böl fyrir
knattspyrnuíþróttina að vellirnir
eru minna sóttir nú en áður var.
Það er auðvitað margt sem glepur
en meginástæðan held ég að sé sú,
að það er órðið dýrara að fara á
völlinn. Ég var samfleytt í móta-
nefnd frá 1932 til ’73 og allan
þennan tíma var gjaldið töluvert
lægra en nú gerist. Ég held að
þetta sé öfugþróun. Það sem
mestu máli skiptir er að fá sem
flesta á leikinn — ekki hvað kem-
ur inn af peningum".
Ef þú værir nú orðinn ungur á
ný — myndirðu þá byrja aftur í
knattspyrnunni?
„Já, ég myndi sko skella mér
beint í slaginn aftur og ekki hugsa
mig um tvisvar. Eftir að ég hætti
að spila sjálfur blóðlangaði mig
oft út á völlinn þegar ég sá strák-
ana vera að spila og þurfti að
beita mig hörðu til að sitja á mér.“
Knattspyrna
og hestaheilsa
„Það er heidur ekki svo lítið sem
knattspyrnan gefur í aðra hönd
fyrir utan ánægjuna — ég held að
knattspyrna sé einhver sú hollasta
íþrótt sem hægt er að hugsa sér.
Eg er orðinn 75 ára núna og hef
haft hestaheilsu alla ævi. Mér hef-
ur eiginlega aldrei orðið misdæg-
urt um ævina, fyrr en ég þurfti að
leggjast inn á sjúkrahús um tíma
núna í sumar. Þar fyrir utan hef
ég eiginlega aldrei fundið til
sjúkdóms i skrokknum og það
þakka ég knattspyrnunni.
Ég á ákaflega góðar minningar
tengdar knattspyrnunni hér áður
á árum og störfunum fyrir KR.
Annars þótti mér ekki alltaf
heppnast nógu vel — eitt sumarið
átti ég að vera þjálfari en það
reyndist ekki henta mér. Ég var
full strangur, ég viðurkenni það
núna. Undir haustið var ég búinn
að reka alla strákana úr liðinu —
ég var aldrei ánægður með þá.
Svona var metnaðurinn mikill í
manni á þessum árum.“