Morgunblaðið - 30.07.1983, Page 17

Morgunblaðið - 30.07.1983, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 17 Lárós yfir 12% endurheimtu- hlutfall og Kollafjörður var með sín 6—7% og því má segja að ólíkt sé farið með veiðina í ánum og í hafbeitarstöðvunum. Af hverju ættu laxveiðiárnar frekar að verða fyrir barðinu á sjávar- veiðum Færeyinga en hafbeitar- stöðvarnar? spyrja menn. Þetta leiðir hugann að því, hvað valdið hafi aflabrestinum í laxveiðiánum þrjú undanfarin sumur. Eins og kunnugt er hafa menn skipst þar í tvo grundvall- ar hópa; þeir sem telja höfuð- ástæðuna sjávarveiðar Færey- inga og þeir sem telja að um náttúrulegt fyrirbrigði í ánum sé að ræða. í síðari hópnum eru ennfremur mjög skiptar skoðanir um hvað aflabresti valdi, sumir telja að of lítið af seiðum sé í ánum, en aðrir segja að of mikið sé um seiði. Einn talsmaður þeirrar skoðunar er Jón Krist- jánsson, fiskifræðingur. Kenn- ingin er í stuttu máli sú að of stór hrygningarstofn gefi af sér of mörg seiði sem keppi innbyrð- is um fæðu og rými í ánni, sem síðan leiðir til þess að mjög mörg seiði verða undir í lífsbaráttunni af völdum samkeppninnar og þar af leiðandi komist mun færri seiði á legg, en vera þyrfti, ef seiðin hefðu í upphafi verið færri og hrygningarstofninn minni. Með of mörgun seiðum tapist úr ánni mikið fæðumagn, því seiðin sem drepast „detta út úr kerf- inu“, ef svo má segja, því sú fæða sem þau hafa tekið til sín nýtist þá ekki öðrum seiðum. f stuttu máli þýðir kenningin, að litlar laxagöngur og litill hrygn- ingarstofn leiði af sér stórar laxagöngur siðar. Forvitniiegt er að leiða hugann að því, hvort hið kalda vor 1979 geti átt einhvern þátt í góðum laxagöngum sunnanlands og vestan í sumar. Vegna kuldanna hafi mörg seiði drepist, sem hrygningarstofninn 1978 gaf af sér og voru að klekjast út vorið 1979, og það hafi leitt til mun minni samkeppni seiðanna inn- byrðis um fæðu og pláss sem aft- ur þýðir að fleiri komast af en ella hefði verið. f ám, þar sem seiðin eru þrjú ár að alast upp, ættu seiðin frá 1978/1979 að hafa gengið til sjávar sl. sumar og upp í árnar í sumar sem eins árs fisk- ur úr sjó. Árni ísaksson fiskifræðingur, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ef ekki yrðu neinar breytingar á, teldi hann að árnar á Suður- og Vesturlandi væru að komast upp úr öldudalnum. Hins vegar væri það óvíst með árnar á Norð- ur- og Austurlandi, bæði vegna þess að þar hefur verið kalt vor og einnig hitt að sjór fyrir Norð- urlandi er mjög kaldur. Sam- kvæmt rannsóknum sem nýlega voru gerðar á Veiðimálastofnun, kemur í Ijós að beint samband er á milli göngu laxa í ár og hita- stigs sjávar þegar gönguseiðin ganga í sjó einu til tveimur árum áður, og eru göngurnar þeim mun tregari sem sjórinn er kald- ari. Þetta gæti verið ein skýring- in á því að veiðin þar batnar ekki með sama hætti og á Suður- og Vesturlandi, en á þeim landsvæð- um fannst ekki fylgni á milli þessara þátta. Nú er í gangi tilraun með að sleppa á örmerktum löxum til að kanna endurheimtur á öldum seiðum í laxveiðiár og var í fyrra sleppt víðsvegar um landið um 150.000 merktum sjógöngu- seiðum. Enn eru tiltölulega litlar fréttir af árangrinum af þessu, en væntanlega fæst einhvers konar niðurstaða í háust, þegar öll kurl verða komin til grafar. Þessi aukna merking seiða þjón- ar einnig þeim tilgangi að fjölga merktum löxum í sjónum, því Is- lendingar eru í samstarfi við aðr- ar þjóðir um að leita að merkjum í laxaafla Færeyinga. Kristján Jóhannsson Butterfly í sumar. „Það fylgir út- nefningunni samningstilboð i Flórens og það eru ýmist stór eða lítil hlutverk eftir því hvernig hver og einn er í stakk búinn,“ sagði Kristján þegar hann var spurður hvað fylgdi þessari út- nefningu. „Þeir buðu mér að syngja Radames í óperunni Aida en það er aðaltenórhlutverkið. Ég er hins vegar bókaður á þessum tíma þannig að ekki verður af því að ég syngi það í bráð.“ Kristján dvelst um þessar mundir á Lignano þar sem hann hvílir sig. Hann bað að lokum fyrir kveðju til allra heima eins og hann orðaði það. Bjarni Guð- mundsson ráðinn aðstoðarmaður land- búnaðarráðherra BJARNI Guðmundsson, deildar- stjóri búvísindadeildar Bændaskól- ans á Hvanneyri, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður landbúnaðarráð- herra. Tekur hann við starfinu 1. ágúst. Bjarni er fæddur 18. ágúst 1943 á Kirkjubóli í Dýrafirði. Hann stundaði búfræðinám á Hvann- eyri, útskrifaðist sem búfræði- kandidat þaðan 1965, og tók síðan doktorspróf í búvísindum frá Bún- aðarhásólanum í Ási í Noregi 1971. Hann hefur verið fastráðinn kennari við Bændaskólann á Hvanneyri síðan 1973, auk þess sem hann hefur verið deildarstjóri búvísindadeildar undanfarið ár. Eiginkona Bjarna er Ásdís Geirdal. A ÆisrnmiM iw, iMEmw Dæmium verd: kr. 10.832 miöaö viö fjóra farþega i bil af B-flokki i eina viku. Innifaliö: Flug, bilaleigubill, allar nauösynlegar bila- og farþegatryggingar, söluskattur og ótakmarkaöur akstur án nokkurs viðbótarkostnaðar. VIÐ REIKNUM AMSTERDAM- BILINN A RETTU VERÐI - HJÁ OKKUR ER ALLTINNIFALIÐ Leitiö til söluskrifstofu Arnarflugs eöa ferðaskrifstofanna. « Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, stmi 84477 ÁLU LEIÐ -fullkomiri trygging fyrír óvæntum aukakostnadi Bílaleigubillinn i Amsterdam er einstaklega þægilegur og ódýr til ökuferöar vítt og breytt um Evrópu. Borgin er miðsvæðis, flugið ódýrt og bíllinn á frábæru verði - ekki sist með tilliti til þess að innifalinn er allur sá aukakostnaður sem annars þarf að greiða með dýrmætum gjaldeyri þegar til útlanda er komið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.