Morgunblaðið - 30.07.1983, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 30.07.1983, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 19 Grein sú, sem hér birtist í tilefni af því aö um þessar mundir eru þrjátíu ár liðin síðan gerður var greiðslu- og viðskiptasamningur milli íslands og Sovétríkjanna, var upphaflega samin sem erindi á ráðstefnu um Norður- lönd og stefnu Sovétríkjanna í öryggismálum. Ráðstefnan var haldin í Uppsölum í maí sl. á vegum norrænnar nefndar sem stuðlar að rannsóknum á sovéskum og austur-evrópskum málefnum. Þar voru fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum og ræddu með svipuðum hætti og hér er gert um afstöðu Sovétmanna til einstakra landa, auk þess sem flutt voru yfirlitserindi. Er í ráði aö gefa öll erindin út í bók á vegum þeirra sem að ráðstefnunni stóðu. Samningur um olfu. Fri undirritun samnings um olíukaup íslendinga af Sovétmönnum í nóvember 1979. Samningur um efnahagssamvinnu. Ólafur Jóhannesson, þiv. utanríkisriðherra, og Manzhulo, aóstoóarutanríkisviðskiptariðherra Sovétríkjanna, takast í hendur eftir undirritun samnings um efnahagssamvinnu í júlí 1982. að kjarnorkuvopn þegar þeir vekja máls á því hve hættulegt sé fyrir íslendinga að vera í varnarsamstarfi við Bandaríkja- menn. Það er athyglisvert að fylgjast með því hvernig sovésk stjórnvöld nota ákvarð- anir Atlantshafsbandalagsríkja um kjarn- orkuvopn til að byrja áróðursherferð sem byggist á rökum og yfirlysingum þeirra sem eru andvígir aðild lslands að Atl- antshafsbandalaginu, svo að dæmi sé tek- ið. Ljóst er, að Sovétmenn fylgjast náið með umræðum meðal íslendinga um öryggismál og það sem þeim finnst bita- stætt í þeim er síðan tekið upp af Novosti eða öðrum svipuðum sovéskum áróðurs- stofnunum. Ég er ekki þeirrar skoðunar að hér sé ekki endilega um samræmdar að- gerðir að ræða, heldur sé þetta enn eitt dæmið um tækifærismennsku Sovét- manna. Allir ættu að sjá — að minnsta kostir allir sem það vilja sjá — að Sovét- menn stunda hreinræktaða lygaupp- lýsingamiðlun þegar þeir gefa í skyn, eins og þeir hafa gert undanfarin ár, að þrátt fyrir allt kunni að vera kjarnorkuvopn á íslandi. Til að sýna þetta mál f réttu ljósi er nauðsynlegt að hverfa nokkur ár aftur í tímann. Yfirlýsingar Sovétmanna um kjarn- orkuvopn og ísland má rekja aftur til 1958 þegar Bulganin, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, ritaði íslenska starfsbróður sín- um, Hermanni Jónassyni, bréf og lét þess getið í þvi að í Keflavík mætti koma fyrir kjarnorkuvopnum og íslenska ríkisstjórn- in hefði ekki lýst því yfir, að hún myndi verða andvíg því að kjarnorkuvopn og eld- flaugar yrðu settar niður í landinu, en það myndi ekki hafa neina smávægilega hættu í för með sér fyrir islensku þjóðina, ef Bandaríkjamenn hefðu kjarnorkuvopn á landi hennar. Hermann Jónasson svaraði Bulganin á þann veg, að á Islandi yrðu aðeins vopn til varnar og aldrei hefði verið rætt um að koma þar fyrir kjarnorkuvopnum eða eld- flaugum. Þetta er enn afstaða íslensku rík- isstjórnarinnar. Bandaríkjamenn þurfa samþykki hennar við því að flytja kjarnorkuvopn til landsins. Ekki hefur verið um það beðið og leyfi verður ekki veitt á friðartímum. I eina skiptið sem íslenskur forsætisráðherra, Geir Hall- grímsson, hefur farið í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna, í september 1977, lýsti Alexei Kosygin, forsætisráðherra, sér- stakri ánægju yfir því að ekki væru kjarn- orkuvopn á íslandi. Hin síðari ár hefur þessi ánægja sem Kosygin lýsti breyst í getsakir eða beinar fullyrðingar starfsmanna Novosti um að kjarnorkuvopn kunni þrátt fyrir allt að vera á íslandi. Grein um svipað efni hefur meðal annars birst í blaði sovéska hersins, Rauðu stjörnunni. Friðarhreyfingin sem varð til í kjölfar hinnar tvíþættu ákvörðunar utanríkis- ráðherrafundar Atlantshafsbanda- lagsríkjanna í desember 1979, hefur ekki enn að minnsta kosti skotið rótum sem pólitískt afl á íslandi. Tilkoma nýrra flokka í síðustu þingkosningum kann að valda einhverri breytingu í því efni. Sov- étmenn hafa hins vegar notað ákvörðunina frá 1979 til að draga ísland inn í umræður um kjarnorkuvopn. Að vlsu hafa sovéskir embættismenn ekki gefið neinar opinberar yfirlýsingar í þessa átt. Hins vegar hafa áróðursmenn Sovétríkjanna skrifað um málið. Og þeir sem rætt hafa við sovéska stjórnarerindreka þykjast verða varir við breyttar áherslur í tali þeirra um kjarn- orkuvopn og ísland á undanförnum tveim- ur til þremur árum. Stjórnarerindrekarnir gefa til kynna að þeir treysti því ekki al- farið að Bandaríkjamenn greini íslending- um frá alveg öllu og áróðursmennirnir hafa uppi svipuð orð um ógnina og Bulgan- in 1958. Sagt er að stöð Bandarlkjamanna á íslandi sé mjög mikilvæg fyrir árás- arstríð gegn Sovétríkjunum en í því verði kjarnorkuvopnum beitt. Af hálfu Novosti er það einkum maður að nafni Ilja Baran- ikas sem hefur verið iðinn að gefa til kynna að kjarnorkuvopn séu á íslandi. í nóvember 1980 gekk hann meira að segja svo langt að segja, að gera mætti ráð fyrir að Tomahawk-eldflaugar væru í bandar- ísku herstöðvunum á íslandi og Græn- landi. Þessi fullyrðing hefur ekki við nein rök að styðjast. Samkvæmt þeim gögnum sem ég hef til- tæk létu Sovétmenn óvenju hörð ummæli falla um hernaðarlega þætti á íslandi í þremur greinum sem birtust í mars, apríl og maí 1981. í þeim öllum var látið að því liggja, að kjarnorkuvopn væru í landinu. í einni var sagt: „íslendingar vita raunveru- lega ekkert hvað fer fram á flugvellinum né hvað þar er geymt." Áhuga Sovétmanna á þessum tíma má rekja til þess að ákvarð- anir höfðu verið teknar um að byggð yrðu steinsteypt flugskýli fyrir orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli. Belski, ofursti, sem líklega er dulnefni, sagði eftirfarandi í Rauðu stjörnunni í apríl 1981 um vopnageymslur tengdar hin- um nýju flugskýlum: „Auk þess ákveður Pentagon án tillits til fullveldis Islands hvort vopn geymd í þessum geymslum séu eldflaugar fyrir Phantom-þotur eða stýri- flaugar eða eitthvað annað." Belski sagði einnig: „Það er auðséð á öllu, að nú er um að ræða að auka hlutverk þessarar hern- aðarlega mikilvægu stöðvar USA á Atlantshafi og breyta henni í eitt af fram- virkjum kjarnorkuvopnastefnu stjórnar- innar í Washington ... Sérstaklega er varasöm sú staðreynd að Pentagon hyggst gera eyríkið að einni kjarnorkustöðva í varnarkerfi USA ... „Herstöðvakrabba- meinið" á íslandi breiðist út. Pentagon hefur í hyggju að nota fjarskiptatækin í nánd við Island fyrir Atlantshafssam- göngur og nota landið sjálft til þess að styrkja norðurarm NATO og herða hern- aðarspennuna gagnvart Sovétríkjunum. Stefna Bandaríkjanna og NATO að draga ísland inn í fífldjarfar hernaðaráætlanir sínar, hefur vakið ótta almennings á ís- landi, enda ærið tilefni... Hugsandi ís- lendingar skilja, að staðsetning amerískra kjarnavopna á landssvæði annarra ríkja gera þau að hættulegu skotmarki á stríðs- tímum og íbúa þeirra að amerísk- um gíslum." Mér er ókunnugt um hvernig lesendur brugðust við þessum hugleiðingum Belski ofursta, þegar þeim var dreift innan Rauða hersins. Á hinn bóginn er ljóst að Sovétmenn líta svo á að ísland sé að verða óaðskiljanlegur hluti af því varnarkerfi sem Bandaríkjamenn hafa komið á fót til að verja meginland Norður-Ameríku. Að þessu leyti hlýtur fsland að vera einstætt þegar Sovétmenn meta öryggi Norður- landanna. Sumarið 1981 flutti þáverandi yfirmað- ur varnarliðsins á íslandi, Richard A. Martini, aðmíráll, ræðu á opinberum vettvangi um starfsemi varnarliðsins. Af því tilefni birtist yfirlýsing frá Novosti þar sem því var hafnað, að varnarviðbúnað á íslandi væri unnt að réttlæta með því að vísa til „hinnar sovésku ógnar". Á íslandi væri herbúnaðurinn „í fullu samræmi við kjarnorkuárásarstefnu Bandaríkjanna og kenninguna um „takmarkaða kjarnorku- styrjöld“,“ sagði Novosti og bætti því við að búnaðurinn yki „árásarmátt Bandaríkj- anna á Sovétríkin, sem er mjög mikill vegna þeirra eftirlits- og njósnastöðva, sem herstöðin hefur yfir að ráða svo og AWACS-flugvélanna, sem þar eru stað- settar. Þess vegna eru Bandaríkjamenn andsnúnir því, að kjarnorkufríu svæði verði komið á í Norðurálfu ...“ Ég get ekki svarað því hver sé tilgangur- inn með þessum áróðri. Trúa Sovétmenn honum sjálfir? Eða á ef til vill ekki að telja skrif sem þessi áróður heldur póli- tíska stefnumörkun? Skipakomur, flug og rannsóknir Sovétmenn láta sér ekki nægja að grípa hvert tækifæri til að hafa áhrif á þróun mála á fslandi með aðgerðum á þeim svið- um sem þegar hafa verið nefnd. Þeim er augljóst kappsmál að venja fslendinga við nærveru sína. Þeim hefur tekist misjafn- lega vel í því efni. Aðeins einu sinni, í lok október 1969, hafa sovésk herskip komið í heimsókn tii fslands. Hins vegar hafa sovéskir togarar og rannsóknaskip af og til viðdvöl í ís- lenskum höfnum og þá einkum í Reykja- vík. Fram hafa komið tilmæli um að Reykjavík yrði einskonar skiptistöð fyrir áhafnir sovéskra og austur-þýskra skipa með viðgerðaaðstöðu, en þeim hefur verið hafnað. Sovésk skip flytja olíuna frá Sov- étríkjunum til fslands. Hafa Sovétmenn hreyft því hvort reisa mætti einhvers kon- ar olíustöð í Reykjavík eða nágrenni. Því hefur verið hafnað. Sovétmenn hafa farið fram á að gerður yrði loftferðasamningur milli íslands og Sovétríkjanna, en þeirri ósk hefur einnig verið hafnað. Siðan 1957 hafa sovéskar flugvélar af og til haft viðkomu á fslandi einkum á leið til Kúbu, og dag einn fyrir nokkrum árum sást sjálfur Sergei Gorsh- kov, yfirmaður sovéska flotans, stíga út úr einni slíkri vél og litast um á hlaðinu fyrir framan flugstöðvarbygginguna í Keflavík sem er á miðju athafnasvæði bandaríska flotans. Skömmu eftir innrásina í Afgan- istan fóru Sovétmenn fram á afgreiðslu- heimild fyrir vél á leið til Kúbu, þá neituðu afgreiðslumenn á Keflavíkurflugvelli að veita henni þjónustu. Síðan hafa sovéskar flugvélar af og til lent á Keflavíkurflug- - velli. Síðan 1971 hafa Sovétmenn sent vísindaleiðangra til íslands næstum hvert sumar til margvíslegra jarðeðlisfræðilegra rannsókna bæði á sjó og á landi. Hafa stórir hópar manna oft á tíðum verið á ferð um landið. Þetta sætti vaxandi gagn- rýni meðal almennings og fram komu kröfur um að haft yrði strangt eftirlit með ferðum þessara hópa. Nú hefur þessum vísindamönnum fækkað og þeim eru sett þau skilyrði að þeir séu ekki fleiri en svo að íslenskir vlsindamenn geti fylgst með störfum þeirra. Enginn vafi er á því að Sovétmenn hafa mikinn áhuga á öllu sem gerist hjá banda- ríska varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Fyrir tveimur áratugum var tveimur sov- éskum sendiráðsmönnum vísað á brott frá íslandi vegna þess að þeir reyndu að fá íslenskan starfsmann varnarliðsins til að láta sér í té upplýsingar. Síðastliðin 20 ár hafa engir sovéskir sendiráðsmennn verið reknir frá íslandi. Markmiðið Þegar ég samþykkti að taka þetta yfirlit saman var mér ljóst að ég gæti ekki byggt nema að mjög litlu leyti á rannsóknum á samskiptum íslands og Sovétríkjanna sem stæðust vísindalegar kröfur. Þess vegna kaus ég að nefna nokkur dæmi úr sam- skiptasögu ríkjanna, dæmi sem að mínu áliti staðfesta þá skoðun, að Sovétmenn grípa þau tækifæri sem gefast, jafnvel sjálfur Sergei Gorshkov. Besta leið Sov- étmanna til áhrifa á íslandi er að nota verslunarviðskiptin í því skyni, og fslend- ingar ættu alls ekki að gleyma því að Sov- étmenn blanda saman verslun og pólitík, jafnvel valdapólitík. f upphafi máls míns gat ég um mátt og markmið, tvö orð sem ekki er unnt að skilja að þegar rætt er um öryggismál. Líti menn á fsland í ljósi kenninga um að Sov- étmenn fylgi samræmdri áætlun til heims- yfirráða, má lýsa stöðu landsins með því að vitna til George R. Lindsey frá Ottawa í Kanada. Hann sagði 1975: „Fyrir og eftir síðari heimsstyrjöldina var það markmið hernaðarstefnu Sovét- manna að mynda „stuðpúða" eða „högg- deyfi“ á milli sín og hugsanlegra andstæð- inga, leggja undir sig lönd til að geta hald- ið andstæðingnum fjarri rússnesku ætt- jörðinni. Kröfurnar gagnvart Finnum 1939 miðuðu að því að verja siglingaleiðirnar að Murmansk og Leníngrad; lyktir vetrar- stríðsins milli Finna og Rússa staðfestu einmitt þessi áform. Við Kyrrahafströnd- ina voru hernaðarlega mikilvægar eyjar í nágrenni Japans gerðar upptækar. Dæmin um „stuðpúða" á landi eru jafnvel augljós- ari: Austur-Pólland 1939, Litháen, Eist- land, Lettland, Bessarabia og Norður- Bukovina 1940. Raunar má líta á samaðila Sovétmanna að Varsjárbandalaginu sem „stuðpúða" á milli Sovétríkjanna og Atl- antshafsbandalagsins. Þess vegna væri það í prýðilegu samræmi við fyrri gerðir ef sovéskir herfræðingar óskuðu eftir svipuð- um „stuðpúða" á höfunum og þeir leituðust við að stækka hann í hvert sinn sem færi gæfist. Sé litið á málið frá landfræðilegu sjónarhorni í Murmansk þá yrði þenslan á þennan veg: Norður-Noregur, Svalbarði (þar með Bjarnar- og Hope-eyjar), Jan Mayen, Grænland, fsland og Færeyjar." Færa mætti rök að því að Geofge R. Lindsey sé I raun að lýsa framkvæmd þeirra hugmynda sem Lenín hreyfði 1920, það er að vegna hnattstöðu skipti fsland miklu máli fyrir Sovétmenn frá hernaðar- legum sjónarhóli og í framtíðarstyrjöld, einkum með tilliti til lofthernaðar og kaf- báta. Jafnvel þeir sem trúa ekki á það að Sovétmenn fylgi samræmdri áætlun til heimsyfirráða geta leyft sér að hafa orð sjálfs Leníns að engu, þegar öryggisstefna Sovétríkjanna er til umræðu — og ekki skyldu menn heldur gleyma því að loka- markmið útþenslustefnu Sovétríkjanna er hið sama hvort heldur hún byggist á sam- ræmdri áætlun eða tækifærismennsku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.