Morgunblaðið - 30.07.1983, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983
Naumur sigur
íhaldsflokks
Penrith, 29. júlí. AP.
SJÖ VIKUM eftir kosningasigur
íhaldsflokksins undir forystu Marg-
rétar Thatcher forsætisráðherra,
tókst flokknum með naumindum að
halda þingsæti sínu í aukakosning-
um til neðri deildar breska þingsins
í gær, sem fram fóru í Penrith- kjör-
dæmi í norðvesturhluta Englands.
I»ar befur flokkurinn hingað til átt
vísan stuðning.
Kosninganiðurstöður, sem birt-
ar voru í morgun, sýna, að fylgi
íhaldsflokksins hefur minnkað
mikið frá þingkosningunum 9.
júní sl., er William Whitelaw
fyrrv. innanríkisráðherra, fékk
15.421 fleiri atkvæði, en næsti
maður. Nú var munurinn á fram-
bjóðanda flokksins, David Mac-
Lean, og Michael Young, fram-
bjóðanda Kosningabandalags
sósíaldemókrata og frjálslyndra,
er hlutu næstmest fylgi, aðeins
552 atkvæði.
William Whitelaw var vikið úr
embætti sínu tveimur dögum eftir
þingkosningarnar í júní, er Mar-
grét Thatcher endurskoðaði ríkis-
stjórn sína. Hann var þó gerður
að lávarði til lífstíðar.
David MacLean hlaut 17.530 at-
kvæði, en Michael Young 16.978.
Frambjóðandi Verkamanna-
flokksins, Lindsay Williams,
hlaut 2.834 atkvæði.
Niven
látinn
London. 29. júli. AF.
KRKSKI leikarinn David Niven
lést á sjúkrahúsi í Sviss í dag, 73
ára gamall. Hann hafði iengi þjáðst
af sjúkdómi, er veldur rýrnun á
hreyfitaugum í heila og mænu.
Hin sænska kona Nivens,
Hjördís, var við hlið manns síns
er hann lést.
David Niven, sem álitinn var
einn helsti leikari Breta, lék í yfir
100 kvikmyndum og kannast ís-
lenskir áhorfendur við leik hans í
myndunum Byssurnar frá Navar-
one („Guns of Navarone"), Bleiki
pardusinn („Pink Panther"), í
kringum veröldina á 80 dögum
(„Around the World in 80 Days")
og Dauðinn á Níl („Death on the
Nile“).
Niven hlaut Óskarsverðlaunin
árið 1958 fyrir leik sinn í kvik-
myndinni „Seperate Tables"
(Saga gestanna), þar sem hann
lék m.a. á móti Deborah Kerr.
David Niven hóf á áttunda ára-
tugnum að rita bækur og má
nefna sjálfsævisögu hans, „The
Moon’s a Balloon" (Tunglið er
blaðra). Hún varð metsölubók.
Kátur þyrluknapi
Eins og frá var skýrt í fréttum, flaug Dick Smith umhverfis hnöttinn á þyrlu og lauk hann ferðinni fyrir
nokkrum dögum. Varð hann fyrstur manna til að vinna slíkt afrek. Á meðfylgjandi mynd AP má sjá hvar
fjölskylda hans tekur fagnandi á móti honum.
Irakar hernema
mikilvægan tind
Nicosia, Kýpur, 29. júlí. AP.
ÍRAKAR náðu í dag aftur hinu hern-
aðarlega mikilvæga Kardemend-
fjalli frá írönum eftir sólarhrings
langan bardaga í lofti og á láði, að
sögn fréttastofu íraka.
Fréttastofan INA vitnaði í frá-
sögn fréttaritara síns í Kúrdistan
í norðurhluta íraks og sagði hann
að árásin á tindinn hefði hafist
með loft- og stórskotaliðsárás, en
síðan hefðu fallhlífahermenn úr
þyrlum numið tindinn herskildi.
Yfirmaður fyrsta stórfylkis ír-
aka sendi Saddam Hussein skeyti
þar sem hann sagði að her sinn
hefði náð fjallinu, sem er sjö þús-
und og áttahundruð feta hátt,
klukkan tvö að nóttu að íslenskum
staðartíma.
í fréttum INA kemur fram að
lítill herflokkur íraka hafi haldið
vörð um Kardemend-fjall, er íran-
ir gerðu þar árás fyrir viku. Hern-
aðarlegt mikilvægi fjallsins helg-
ast af því að gnæfir yfir virki ír-
aka í Haj Omran í sex kílómetra
Frá Rolf Lövström, frétUritara Mbl. í Osló.
FLOKKSFORYSTA Hægri Hokks-
ins í Noregi sagði á blaðamanna-
fjarlægð frá landamærunum. í
árásinni í síðustu viku komust Ir-
anir í fyrsta skipti síðan stríðið
braust út, nærri olíulindum íraka
við Kiruk, þar sem dælt er upp sex
hundruð þúsund tunnum af hrá-
olíu daglega.
fundi í dag í Osló, að aðild Norð-
manna að Efnahagsbandalaginu sé
Norsk EBE-aðild
ekki á dagskrá
ekki á dagskrá nú, en nefnd innan
flokksins hefur látið í Ijós það álit
Sölustaðir: Stór-Reykjavíkursvæðið
Höfðadekk hf. Tangarhöfða 15. súni 85810
Hjólbarðastöðin sf., Skeifunni 5, sími 33804
Hjólbarðaþjónustan Fellsmúla 24, sími 81093
Hjólbarðahúsið hf., Skeifunni 11, sími 31550
Hjólbarðaviðgerð Vesturbæjar, Ægissíðu 104, sími 23470
Hjólbarðaviðgerð Otta Sæmundssonar, Skipholti 5, sími 14464
Dekkið, Reykjavíkurvegi 56, Hafnarfirði, sífni 51538
Hjólbarðasólun Hafnarfj. Trönuhrauni 2, Hafnarfirði, sími 52222
Landsbyggðin:
Hjólbarðaþjónustan, Dalbraut 13, Akranesi, sími 93-1777
Vélabær hf. Bæ, Ðæjarsveit, Borgarfirði, sími 93-7102
Ðifreiðaþjónustan v/Borgarbraut Borgamesi, sími 93-7192
Hermann Sigurðsson, Undarholtí 1, ólafsvfk, sími 93-6195
Hjólbarðaþjónusta Grundarfjarðar, Grundarfirði, sími 93-8826
Nýja-Bílaver hf. v/Ásklif, Stykkishólmi, sími 93-8113
Kaupfélag HvammsQarðar, Ðúðardal, sími 93-4180
Bílaverkstæði Guðjóns, Þórsgötu 14, Patreksfirði, sími 94-1124
Vélsmiðja Tálknafjarðar, Tálknafirði, sími 94-2525
Vélsmiðja Bolungarvfkur, Bolungavík, sími 94-7370
Hjólbarðaverkstæðið v/Suðurgötu, ísafirði, sóni 94-3501
Staðarskáli, Stað, Hrútafirði, sími 95-1150
Vélaverkstæðið Vfðir, Víðidal, V-Hún., sími 95-1592
Hjólið sf. v/Norðurlandsveg, Blönduósi, sími 95-4275
Vélaval sf. Varmahlfð, Skagafirði, sími 95-6118
Vélsmiðjan Logi, Sauðármýrí 1, Sauðárkróki, sími 95-5165
Verzlun Gests Fanndal, Siglufirði, sími 96-71162
Bílaverkstæði Dalvfkur, Dalvík, sími 96-61122
Hjólbarðaþjónustan, Hvannavöllum 14 B, Akureyri, sími 96-22840
Kaupfélag Svalbarðseyrar, Svalbarðseyri, sfrni 96-25800
Sniðill hf., Múlavegi 1, Mývatnssvert, sími 96-44117
Kaupfélag Pingeyinga, Húsavik, sími 96-41444
Kaupfélag N-Þingeyinga, Kópaskeri, sífni 96-52124
Kaupfélag Langnesinga, Þórshöfn, sími 96-81200
Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði, sími 97-3209
Hjólbarðaverkstæðið Ðrúarland, Egilsstöðum. sími 97-1179
Dagsverk v/Vallarveg, Egilsstöðum, sími 97-1118
Bifreiðaþjónustan Neskaupstað, sími 97-7447
Verslun Ðísar Guðnasonar, Útkaupstaðabr. 1, Eskifirði, sfmi 97-6161
Benni og Svenni h.f. bílaverkstæði, Eskifirði, sími 97-6499 og 6399
Bifreiðaverksæðið Lykill, Reyðarfirði, sífni 97-4199
Bíla- og búvélaverkstæðið Ljósaland, Fáskníðsfirði, sími 97-5166
Bílaverkstæði Gunnars Valdimarssonar, Kirkjubæjarid., sími 99-7030
Vélsmiðja HomaQarðar, Höfn Homafirði, sími 97-8340
Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4, Hvolsvelli, sími 99-8113
Kaupfélag Rangæinga, Rauðalæk, sími 99-5902
Hjólbarðaverkst Bjöms Jóhannssonar, Lyngási 5, Hellu, sfmi 99-5960
Hannes Bjamason, Flúðum, sffni 99-6612
Gúmmfvinnustofan Austurvegi 56-58, Selfoasi, sími 99-1626
Bflaverkstæði Bjama, Austurmörk 11, Hveragerði, sfrni 99-4535
Bifreiðaþjónusta Þorlákshafnar, Þoriákshöfn, sífni 99-3911
Hjólbarðaverkstæðl Grindavfkur, Grindavík, sfrni 92-8397
Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbaröasölum um land
allt flestar stærðir af Bridgestone sumarhjólböröum.
Athugiö aö viö bjóöum eitt besta veröiö á
markaðnum í dag.
BRIDGESTONE á íslandi
BÍLABORG HF.
Smiðshöfða 23 Sími 81923-81299
I sumar
auóvitaó
undirbílinn!
sitt, að EBE-aðild væri hagstæð með
hliðsjón af þeim vandamálum, sem
Norðmenn munu standa frammi
fyrir á næstu árum.
Hákon Randal, aðstoðarformað-
ur Hægri flokksins, sagði niður-
stöðu nefndarinnar verða rædda á
miðstjórnarfundi flokksins í ágúst
og vildi ekki útiloka þann mögu-
leika, að rætt yrði um aðild að
EBE á landsfundinum árið 1985,
„enda þótt ég telji, að hún verði
ekki á dagskrá fyrr en eftir 10 til
20 ár“.
Johan J. Jacobsen, formaður
Miðflokksins, sagði flokk sinn
hætta stjórnarþátttöku um leið og
aðild að EBE kæmi til tals þar. Þá
hafa umræður einnig farið fram
innan Kristilega þjóðarflokksins,
en báðir flokkarnir eiga aðild að
ríkisstjórn Káre Willochs, for-
manns Hægri flokksins.
Geremek
sleppt
Varsjá, 29. júlí. AF.
PÓLSK yfirvöld létu í dag lausan
Bronislaw Geremek, ráðgjafa Sam-
stöóu, hinna frjálsu verkalýössam-
taka í Póllandi.
Geremek er ásamt Janusz
Onyszkiewics, fyrrverandi tals-
manni Samstöðu, sá maður, sem
helst getur talist kunnur andófs-
maður af þeim, sem pólsk yfirvöld
hafa sleppt úr haldi gegn skil-
orðsbundinni sakaruppgjöf.