Morgunblaðið - 30.07.1983, Síða 26

Morgunblaðið - 30.07.1983, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JtJLÍ 1983 Ur tónlistarlífínu________________________ MARGRÉT HEINREKSDÓTTIR Oft erfitt að sjá fyrir hvað kem- ur listamanni að mestu gagni Rabbað við Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara, um Sumartónleika í Skálholtskirkju og sitthvað fleira Helga Ingólfsdóttir, semballeikari. Ljósm. ólafur K. Mannússon. • Nú um helgina hefjast hinir árlegu Sumar- tónleikar í Skálholtskirkju, sem síðan verða þrjár helgar í mánuðinum, 6.—7., 13.—14. og 27.—28. ágúst. Eru þessir tónleikar orðnir fastur þáttur í tónlistarlífinu og tilhiökkunar- efni þeirra, sem með hafa fylgzt. • Ásamt þeini Helgu Ingólfsdóttur, sembal- leikara og Manuelu Wiesler, flautuleikara, sem hafa staöið fyrir þessum tónleikum frá upphafi, koma nú fram þeir Michael Shelton, fiðluleikari, sem leikur á barokkfiðlu, — eina hljóðfærið þeirrar tegundar hér á landi — og Arnaldur Arnarson, gftarleikari, — en hann leikut á altgítar, ellefu strengja hljóðfæri, sem sænskur gítarsmiður, Georg Bolin, hann- aði fyrir um það bil tveimur áratugum til flutnings á verkum, sem skrifuð voru fyrir lútu. • Eins og jafnan áður eru tónverk eftir Jo- hann Sebastian Bachs veigamikill þáttur í efnisskránum, en einnig verður flutt nútímatónlist að venju, og eins og oft áður, fruraflutt nýtt íslenzkt tónverk, að þessu sinni eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, „Solitude" fyrir einleiksflautu, skrifað fyrir Manuelu Wiesler. Þetta er níunda sumarið, sem þessir Sumartónleikar eru haldnir í Skálholts- kirkju, níu tónleikar hafa verið á hverju sumri og því orðnir 72 talsins, — hreint ekki lítið framlag. — Já, þetta eru orðnir talsvert margir tónleikar, sagði Helga, þegar við töldum þá saman, og ég er að vona, að okkur auðn- ist að halda veglega upp á tíu ára afmælið, sumarið 1985; það ber upp á 300 ára ártíð Johanns Sebastians Bachs og þá langar mig til að efna til Bach-hátíðar. Ekki amaleg tilhugsun að eiga þá kannski heilan Bach-mánuð f vændum. Helga var nánar spurð um aðdraganda og tilhögun sumartónleikanna og sagði: — Hugmyndin kom upp á hljómleikum, sem voru haldnir vorið 1975 í minningu dr. Roberts Abrahams Ottóssonar. Þá sáum við, að Skálholtsstaður væri tilvalinn til sumartónleika og hófumst handa samsum- ars. í fyrstu var Elín Guðmundsdóttir semballeikari með okkur Manuelu, en síð- an hafa ýmsir tónlistarmenn lagt okkur lið. Við höfum mest flutt barokktónlist og nýja íslenzka tónlist, höfum frumflutt lík- lega um tuttugu verk eftir tíu íslenzk tónskáld. Til þessa hefur sá háttur verið á, að við höfum dvalizt í Skálholti vikutíma fyrir tónleikana og æft í kirkjunni alla daga. Hún hefur verið opin ferðamönnum og við leikið fyrir þá. Það hefur verið afar ánægjulegt að mörgu leyti, en nokkuð óróasamt — og okkur stundum ekki orðið nógu mikið úr verki. Fólkið hefur, sem kannski er eðlilegt, komið til okkar að rabba um tónlistina og kirkjuna, jafnvel í miðju verki. Bezti æfingartíminn hefur verið á morgnana frá klukkan átta og fram undir ellefu — þá byrja ferðamenn- irnir að tínast inn og út — og svo aftur á kvöldin. — Geturðu nokkra grein gert þér fyrir því, hvað tekur langan tíma að undirbúa svona tónleikahald? — Nei, biddu fyrir þér, um það er ekki nokkur leið að segja. Það fer eftir svo mörgu, til dæmis því, hvort æft er upp nýtt verk eða eitthvað sem maður hefur leikið áður. Það getur líka farið eftir manni sjálfum, bæði líðan, öðrum störfum og því, hvernig gengur að skipuleggja tím- ann. Þetta er allt svo misjafnt. — Mundi nokkurn tíma borga sig fjár- hagslega að gera svona nokkuð, — svo að við séum nú verulega jarðbundnar? Helga hlær dátt að þeirri hugmynd og spyr: — Við hvaða taxta ættum við að miða, iðnaðarmanna ... ? — Segjum lægsta verkamannataxta. — Nei, ekki einu sinni miðað við hann, það er langt frá því, að hann næðist nokk- urn tíma. Samt megum við vel við una. Miðað við það, sem tónlistarmenn hér á íslandi hafa upp úr því að halda tónleika, má segja, að við höfum verið vel settar. Við höfum fengið styrki bæði frá mennta- málaráðuneytinu, Ferðaskrifstofu ríkisins, Kynnisferðum og einnig frá Ferðamála- ráði þar til í fyrra. Auk þess höfum við dvalizt í Skálholti og átt þar góðar stundir. Það, sem mestu skiptir er, hversu ánægju- legt hefur verið að fá aðstöðu til að vinna þar. — Hefur útvarpið tekið upp tónleika hjá ykkur? — Já, stundum, en það sem mig dreymir um — og sem mér finnst vanta svo mjög hér á íslandi, — eru beinar útsendingar frá tónleikum, eins og tíðkast svo víða er- lendis. — Og svo hafið þið Manuela gefið út hljómplötur með Skálhots músík. — Já, tvær plötur, sem komu út 1979 og 1981 með verkum, sem telja má dæmigerð fyrir efnisval á sumartónleikunum, bar- okktónlist og nútímatónlist. Má segja, að þessar plötur séu hinn sýnilegi og varan- legi hluti af samstarfi okkar Manuelu. Þær Helga og Manuela hafa unnið mikið saman á þessum árum og nokkrum sinnum farið í hljómleikaferðir saman út fyrir landsteina, meðal annars til Norðurlanda, Hollands og Austurríkis, — en síðustu ár- in hefur dregið úr samleik þeirra. — Já, þar kemur tvennt til, sagði Helga; — annarsvegar, að Manuela hefur verið talsvert mikið erlendis og dvelst nú í Sví- þjóð og hinsvegar, að ég hef farið meira út í að leika gamla músík, — stóð að stofnun Musica Antiqua ásamt fleiri áhuga- mönnum um gamla músík, sem leika á hljóðfæri, smíðuð eftir þeim gömlu og upp- runalegu. Þetta samstarf hefur tekið æ meira af tíma mínum og áhuga, því að þessi hljóðfæri hljóma svo sérstaklega vel og skemmtilega með sembalnum. - O - Það kom í ljós, þegar á leið rabb okkar Helgu um sumartónleikana, að hún mundi flytja ítalska konsertinn eftir Bach nú um helgina og væri þar með að halda upp á að tuttugu ár eru síðan hún tók einleikara- próf sitt frá Tónlistarskólanum hér heima. Þá lék hún hann á píanó og sagðist nú telja tíma til kominn að leika hann á sembal, eins og upphaflega hefið verið til ætlazt. Út frá þessu spunnust samræðurnar frek- ar um starf hennar sem semballeikara og um þær vangaveltur og efasemdir, sem leita á hvern og einn, sem velur á milli kosta, hvort heldur er nauðugur eða vilj- ugur. Það eru nú orðin fimmtán ár frá því að Helga kom heim frá framhaldsnámi í Þýzkalandi, þar sem hún kynntist semb- alnum og féll fyrir honum svo rækilega, að hún sagði skilið við píanóið á svipstundu — Og hefur ekki séð eftir því? — Nei, aldrei, segir hún, — semballinn höfðaði strax svo sterklega til mín; mér fannst hann þegar vera mitt hljóðfæri og á því er enginn vafi. Og ég get, þegar allt kemur til alls, ekki hugsað mér annað líf. Mér líður beinlínis illa, þegar ég kemst ekki til þess að æfa mig og hugsa stundum um það, hvernig persónuleiki ég hefði eig- inlega orðið, hefði ég ekki farið út í músík- ina. Kannski fer maður á mis við ýmislegt með því að stunda tónlistina, hún er svo krefjandi, tekur alla manns krafta, en um leið gefur hún mikla lífsfyllingu. — Hvers finnst þér þú helzt hafa farið á mis? — Ja, ég verð þess oft vör, að það er svo margt, sem ég hefði viljað kynna mér bet- ur, ef tími væri til — en ég gef tónlistinni alltaf forgang. — Hefur hvarflað að þér að breyta til? — Ég hef hugsað talsvert um það að undanförnu; auðvitað veltir maður því oft fyrir sér, hvernig hefði verið hægt að lifa öðruvísi, því að möguleikarnir eru alls- staðar, það er bara að velja og taka ákvörðun, — en niðurstaða mín hefur ver- ið sú að halda áfram á sömu braut. Ég er líklega of ánægð til að þora að hætta mér út í nokkuð annað. Ég er líka í svo sérstaklega góðri að- stöðu til að stunda tónlist, — meira og minna ein heima allan daginn og get hag- að æfingatíma mínum eftir því sem hentar mér bezt, — æft mig, þegar ég er óþreytt og farið í gönguferðir og sinnt öðrum störfum og heimilinu þess í milli. Þar sem við hjónin erum barnlaus ræð ég sjálf al- gerlega mínum tíma. Það er mesti munað- ur að hafa slíkt frelsi, — en jafnframt geri ég mér grein fyrir því, að ég fer vafalaust á mis við dýrmæta reynslu. En þannig er líklega með allt í lífinu, það verður aldrei á allt kosið, — lífið gefur og tekur á hverjum tíma — og oft veit maður ekki fyrr en eftir á, hvað gefur mest. Það sýnir sig svo oft, bæði í stóru og smáu. Tökum sem dæmi sönghátíðina í júní — ég fór þangað til að fylgjast með og hlusta vegna þess, að ég hef áhuga á söng, en þó með hálfum huga vegna anna. En eftirá reyndust þessir dagar mér geysileg hvatning og hjálp í minni eigin músík, þeir hafa gefið mér margföld laun eftir á. — Hvernig getur söngkennsla hjálpað þeim, sem leikur á sembal? — Hún dýpkar skilning manns og vit- undina um, að þetta snýst allt um það sama, tónlistina og tjáningu hennar, hvort sem er spilað eða sungið. — Það er oft erfitt að sjá fyrir hvað kemur manni að mestu gagni sem listamanni, það er ekki aðeins að æfa sig, heldur svo margt annað, — því eins og einhver sagði svo vel: „Listin er ekki hátíðleiki, listin er lífið sjálft." — Hefurðu nokkurn tíma hugsað um að flytjast utan? — Nei, það hefur aldrei hvarflað að mér, hér á ég heima og hér líður mér vel. Tækifærin eru næg, ég hef haft meira en nóg að gera — og hér væru í rauninni verkefni fyrir tvo til þrjá semballeikara til viðbótar. Auk tækifæra til einleiks þurfa margir á semballeikurum að halda; sin- fóníuhljómsveitin, kórarnir, kammer- hljómsveitir, Musica Antiqua og aðrir, sem flytja kammerverk, gömul og ný. Nei, mig langar sannarlega ekki til að flytjast héðan. Annað mál er, að ég finn stundum til einangrunar, að því leyti, að ég hitti sjaldan aðra semballeikara, — mér finnst ég þurfa að komast útan öðru hverju og það ætla ég einmitt að gera núna, að af- loknum sumartónleikunum, — fara til Lundúna í þrjá mánuði með sembalinn með mér, vera í tímum hjá kunnum semb- alkennara og — sem ekki er síður mikil- vægt — hlusta á tónleika. — Og þegar heim kemur, hvað er þá framundan? — Mig langar sérstaklega til að halda hljómleika úti á landi; ég hef til þessa aðeins spilað á Akureyri, fyrir utan Reykjavík og Skálholt, en nú fýsir mig að fara víðar og kynna landsbyggðinni semb- alinn og þá tónlist, sem fyrir hann hefur verið skrifuð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.