Morgunblaðið - 30.07.1983, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 30.07.1983, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 27 m i Frá tónlcikum kórsins á Skálholtshátíd um síðustu helgi. St. Nikulai-kirkjukórinn: Morgunblaöid/ ól.K.M. Þrennir tónleikar eftir ÞÝSKI kórinn frá St. Nikulai kirkj- unni í Hamborg, sem söng á Skál- holtshátíð um síðustu helgi, heldur áfram tónleikaferð sinni um landið og lýkur henni með tónleikum í Reykjavík á þriðjudag. Kór St. Nikulai kirkjunnar í Hamborg er skipaður átján söngv- urum, en auk þess fylgir kórnum strengjahljómsveit. Kórinn söng á Skálholtshátíð um síðustu helgi, og hélt svo tónleika í Landakirkju í Vestmannaeyjum sl. mánudag. Á fimmtudag söng kórinn í Reykja- hlíðarkirkju i Mývatnssveit fyrir fullu húsi. Kórinn heidur áfram tónleikaferð sinni um landið um helgina, og verða næstu tónleikar hans í Egilsstaðakirkju í kvöld kl. 21. Á morgun syngur kórinn í Hafnarkirkju, á Höfn í Hornafirði og hefjast tónleikarnir kl. 21. Síð- ustu tónleikarnir verða svo í Há- teigskirkju í Reykjavík þriðjudag- inn 2. ágúst kl. 20:30. Stjórnandi kórsins er Ekkehard Richter. Tekjuskattur ein- staklinga hækkar um 40% í stað 55% Vorum að fá örfáa MAZDA 323 sendibíla, árgerð 1983, á sérlega hagstæðu verði. Þetta er tilvalinn bíll fyrir iðnaðarmenn, sölumenn, viðgerðar og þjónustumenn og alla aðra, sem þurfa lipran og þægilegan bíl, sem er sterkur og ber ótrúlega mikið. Verð aðeins Kr. 197.000 gengisskr. 21.7.83. Tryggið ykkur bíl strax á þessu ótrúlega verði. mm r m ■■ Nyr glæsilegur syningarsalur Opið frá 9—18 daglega Vegna mtkillar $ölu undanfariö þá vantar i sal- inn og á söluskrá notaöa Daihatsu-bíla. Brotlenti á túni Lítil heimasmíðuð flugvél, TF-KEA, hrotlenti á túni í Kelduhverfi um klukkan 22 í fyrrakvöld. Engin slys urðu á mönnum, en flugmaðurinn var cinn í vélinni. Hjá Loftferðaeftirlitinu í Reykjavík, fékk Mbl. þær upplýs- ingar að flugmaður TF-KEA hafi ákveðið að reyna nauðlendingu á túni í Kelduhverfi í fyrrakvöld vegna slæms veðurs, en við lend- ingu hafi öll hjól og skrúfa á vél- inni brotnað. Flugmaðurinn, Húnn Snædal, var einn í vélinni og sakaði hann ekki. Flugvélin TF-KEA er heimasmíðuð og skemmdist hún töluvert við brot- lendinguna. Flugmaðurinn flytur vélina væntanlega til Reykjavíkur í viðgerð, og gefur skýrslu um óhappið. Vegna hækkunar persónuafsláttar og barnabóta BÍLABORG HF Smiöshöfða 23 sími 812 99 „ÁHKIF þeirra hækkana persónu- afsláttar og barnabóta, sem ákveð- nar voru með bráðabirgðalögum rík- isstjómarinnar í vor eru metin til 225 milljóna króna lækkunar á tekj- uskatti," sagði Geir Haarde, aðstoð- armaður fjármálaráðherra, í samtali við Mbl. „Nettótekjuskattur ein- staklinga hækkar um 39,82%, en hefði hækkað um rúmlega 55%, ef ekki hefði orðið af framangreindum ráðstöfunum." Brúttótekjuskattur einstaklinga á landinu öllu hækkar um 51.16% að krónutölu í ár frá árinu í fyrra, en brúttótekjuskattur er skattur- inn áður en ónýttur persónuaf- sláttur og barnabætur hafa verið dregnar frá. Þegar það hefur hins vegar verið gert, hækkar tekju- skattur á einstaklinga um 39.82% og er þar um að ræða raunveru- legan tekjuauka ríkissjóðs frá því í fyrra af þessari skattheimtu. Sj úkratryggingagj ald hækkar um 56.84% frá árinu í fyrra, eignaskattur um 104.65%, tekju- skattur félaga um 55.14%, eigna- skattur þeirra um 54.52%, sér- stakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði um 58.89%. Einstaklingshlutinn af þeim skatti hækkar um 51.90%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.