Morgunblaðið - 30.07.1983, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983
Framhjóladrlf - supershlft (sparnaðargír) -
útlspeglar beggja megln - Ouarts klukka - Lltað
gler í rúðum • Rúllubeltl - Upphituö afturrúða -
Stórt farangursrýml - o.m.fl.
HiMnr Viggósdóttir „fer Tarfsrnum
höndum um nótnaboröiA".
Egilsstaðir:
Erla Ingadóttir „þenur strengina eft-
ir kúnstarinnar reglum“.
Guóbjörg Páladóttir „lemnr húðirn-
ar með tilþrifum*'.
Kvennahljómsveit á
— „Dúkkulísur“ tekn
verð frá kr. 231.000
Egilsstöðum, 24. júlí.
f BÍLSKÚR að Lagarfelli 22 í Fella-
bæ hefur kvennahljómsveitin
„Dúkkulísurnar" aðsetur sitt og þar
er æft grimmt nú þessa dagana.
Guðbjörg Pálsdóttir, trumbuslagari,
lemur húðirnar með tilþrifum og
Hildnr Viggóadóttir fer varfærum
— MEÐ ARNARFLUGI TIL
AMSTERDAM
Borgin setn heillar
SÖGULEGA HAGSTÆÐ FARGJÖLD
BÝÐUR: FLUG OG BÍL
BÝÐUR: FLUG OG GISTINGU
BÝÐUR: FLUG OG FRAMHALDSFERÐIR
BÝÐUR: FLUGFARGJALD FRÁ
KR. 8958/-
höndum um nótnaborðið. Bassagít-
arleikarinn, Erla Ingadóttir, þenur
strengina eftir kúnstarinnar reglum
og söngkonan, Erla Ragnarsdóttir,
syngur dálítið angurvært í hljóðnem-
ann um eitthvað sem er horfið — en
kemur kannski aftur. Ein dúkku-
lísan, Gréta Sigurjónsdóttir, gítar-
leikari, kom ekki til æfinga að þessu
sinni. Það stendur mikið til. Hvorki
meira né minna en þátttaka í
hljómsveitakeppni í Atlavík um
verslunarmannahelgina.
Keppið þið til vinnings í Atlavík?
„Það held ég varla," segir Erla
Ingadóttir, „við gerum okkur eng-
ar sérstakar vonir, enda keppa
þarna 16 hljómsveitir víðs vegar
af landinu. En hver svo sem
árangur okkar í keppninni kann
að verða held ég að þátttakan
verði okkur örugglega mikils virði.
Þarna gefst okkur ákveðið tæki-
færi og við verðum reynslunni rík-
ari.“
Hvernig tónlist leikið þið aðal-
lega?
„Rokk, léttrokk," svarar Guð-
björg. „Fyrst og fremst frumsam-
in lög, sem oftast verða til á æf-
ingu. Einhver okkar fær hugm-
ynd, sem við vinnum svo úr í sam-
einingu, og semjum textana jafn-
framt."
Er einhver sérstakur boðskapur í
textum ykkar?
„Nei,“ segir Hildur, „við erum
ekkert að pæla sérstaklega í
kvennapólitík eða þess háttar. Við
höfðum ekkert sérstaklega til kyn-
ferðis okkar í textunum. Við erum
fyrst og fremst að flytja ákveðna
tónlist og reynum að láta textana
falla sem eðlilegast og best að
tónlistinni, hugsum minna um
boðskapinn."
En nafngiftin, Dúkkulísurnar,
hvaðan er hún komin?
„Nánast af tilviljun," segir ein
dúkkulísan, „við byrjuðum að æfa
saman á heldur óvistlegum stað, í
ópússuðum vistarverum og rykug-
um. Við höfðum orð á þessu við
kunningja okkar, sem hafði átt átt
í því að útvega okkur húsnæðið, og
hann sagði þá sem svo að við vær-
um bara algjörar dúkkulísur fyrst
við þyldum ekki nokkur rykkorn.
Síðan hefur nafnið loðað við
okkur."
Hvenær byrjuðuð þið að æfa sam-
an?
„Fyrir tæpu ári eða 10. október
1982,“ segir Erla Ragnarsdóttir,
„að vísu byrjaði ég ekki að æfa
með hljómsveitinni fyrr en í vor
þar sem ég var í MR í vetur, en
hinar voru allar í Menntaskólan-
um á Egilsstöðum, nema Gréta
sem var á Eiðum. En þetta er
gamall draumur að stofna
kvennahljómsveit. Við vorum all-
ar saman í barnaskóla á Egils-
stöðum og ég held að við höfum
verið 10 eða 11 ára þegar við
ákváðum að stofna einhvern tíma
kvennahljómsveit."
Hefur hljómsveitin komið víða
fram á þessum tíma frá stofnun?
„Við höfum leikið á almennum
dansleikjum í Valaskjálf og á Iða-
völlum, oft með og í ágætri sam-
vinnu við hljómsveitina Aþenu á
Egilsstöðum. Þá höfum við spilað
á skólaböllum á Egilsstöðum og
komið fram við ýmis tækifæri."
Hvernig hafa viðtökurnar svo ver-
ið ?
Morgunblaðið/Ólafur.
Dúkkulísur á bökkum Lagarfljóts. Guðbjörg Pálsdóttir, Erla Ragnarsdóttir,
Hildur Viggósdóttir og Erla Ingadóttir. A myndina vantar Grétu Sigurjóns-
dóttur.