Morgunblaðið - 30.07.1983, Side 34

Morgunblaðið - 30.07.1983, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1983 Blúsao meo blýöntum um borö í Éddu Farþegaskip, veröld út af fyrir sig, aJlir á sama báti og það er hagur hvers og eins að gera gott úr möguleikunum. Ef að er gáð er mismunandi fas manna þegar þeir leggja upp í ferðalög, á landi, sjó eða um loftin blá, en það er sérstakur hátíðarsvipur á fólki þegar það gengur um borð í glæsilegt skip. Skipið hefur sál umfram önnur farartæki, enda er það eina farartækið sem talað er um eins og manneskju. Þjóðarmetnaður eyþjóðar Eyþjóð sem ekki á farþegaskip ber að hugsa sitt ráð. Það er ámóta óeðlilegt og að eiga ekki hótel í stærstu bæjum. Það er því mikið alvörumál að íslendingar eignist farþegaskip á ný. Gamli góði Gullfoss bar reisn landsins, staðfesti að íslendingar eru alvöruþjóð. Kristján Aðalsteins- son sem var siðasti skipstjóri á Gullfossi var mjög stoltur af skipi sínu og hafði mikinn metnað fyrir þess hönd. Einn stýrimanna Kristjáns, Pétur Sigurðsson nú- verandi alþingismaður, hitti Kristján i brú daginn sem það lá Ijóst fyrir að Pétur hafði verið kjörinn á þing. Eitthvað þótti skipstjóranum stýrimaðurinn ekki nógu vel til hafður, liklega verið kusk á flibbanum. Vatt Kristján sér þá að stýrimanninum og sagði með sínum ábúðarmikla svip: „Það getur vel verið að þessi klæðnaður gangi á Alþingi, en hann gengur ekki um borð í flaggskipi islenzka flotans." Skemmtilegt skip, Edda Um árabil hefur Smyrill haldið uppi siglingum milli íslands og Færeyja á sumrin og er það lofs- vert. Nú er nýtt skip, Norröna, tekið við á þeirri leið, en nýjung í samgöngumálum íslendinga er skip Farskips, Edda, sem siglir frá Reykjavík í hverri viku til New- castle og Bremerhaven. Það var skemmtilegt að upplifa ferð í Eddu, þetta er rúmgott skip, snyrtilegt og með fjölbreytta að- stöðu um borð, góðan mat og sér- lega ljúft og elskulegt starfsfólk. Fréttnæmt að sigla Hver ferð markast af fólkinu sem er um borð, hvernig það rím- ar við stemmninguna og skapar hana með fasi sínu. Reyksalur skipsins er einskonar miðpunktur, þar liggja straumarnir um og einnig kaffistofu skipsins sem um leið er matstaður. Síðan má nefna sundlaugina, gufubaðið, barina, leikherbergi barna, hárgreiðslu- stofuna, kvikmyndasalinn, spila- vítið, diskótekið og síðast en ekki sízt skal nefna hinn glæsilega matsal skipsins þar sem menn ganga að 100 rétta hlaðborði dýr- indis krása. Allur aðbúnaður um borð er þægilegur og aðgengilegur, enginn íburður, en þannig að allir mega vel við una. Það var skrafað á þiljum þegar við lögðum upp frá Reykjavík. Frí- mann Jónsson, forstjóri ísaga, var meðal farþega, varð sjötugur í ferðinni. Hann hafði fyrst farið í siglingu fyrir 50 árum með einum Fossa Eimskips. Þá þótti það slík- um tíðindum sæta ef menn fóru í siglingu, að þess var getið í dag- blöðum hvenær þeir fóru og hve- nær þeir komu heim aftur. Nú er öldin önnur, nú eru ferðalög orðin almenningseign. Frímann hafði farið til Kaupmannahafnar og síð- an Finnlands en um þær mundir var verið að byggja finnska þing- húsið. Sagði Frímann frá högg- mynd sem arkitekt hússins lét gera af nakinni konu með barn á armi. Þótti það tíðindum sæta að höggmyndin var sett upp í þing- salnum og sneri konan bakhlutan- um í þingheim, en þá horfði andlit barnsins hins vegar við þeim yfir öxl hennar, tákn framtíðarinnar. Fjölskyldustemmning um borð Um borð í Eddu eru kvöldvökur á hverju kvöldi, dansað og spjall- að, bæði á 1. hæð skipsins og 5. hæð. Fyrsta kvöldið tók fólk því rólega og nóttin gekk í garð. Árla morguns voru nokkrir morgun- hressir komnir upp á þilfar til að gá til veðurs. Ein ágætis frú kom þar á fullri ferð, horfði til eyja í hafinu og sagði: „Mikið eru Orkneyjar alltaf fallegar." „Þetta eru nú ekki Orkneyjar, góða mín,“ svaraði ein kempan, „þetta eru Vestmannaeyjar.“ „Æj,“ svaraði frúin, „erum við ekki komin lengra." Edda er gott sjóskip og þótt svolítil hreyfing væri sást þeim sjóveikustu ekki bregða. Það óar sumum við að ferðast á sjó, enda er sjóveiki með verri pestum, en menn sjóast og ef það væru fleiri tækifæri fyrir landann til þess að ferðast með góðum skipum er ég ekki í vafa um að ferðalög myndu aukast á þann hátt. Við höfum daglegar ferðir til útlanda með flugvélum og ættum að hafa minnst tvær ferðir í viku til Bret- lands eða meginlandsins. Slíkt myndi styðja bæði rekstur farþegaskipa og flugrekstur. Með í umræddri Edduferð var Haukur Morthens og hljómsveit með kunnum köppum eins og Árna Elvar og Guðmundi Stein- grímssyni. Hljómsveit skipsins, skipuð Pólverjum, lék í reyk- salnum á daginn, en síðan léku báðar hljómsveitirnar fyrir dansi á kvöldin. Fantur liður á kvöldvök- unum var fjöldasöngur og var sungið vel og lengi á blíðu nótun- um, brugðið á leik með prakkara- strikum, leikjum og gamni og al- vöru í bland. Þórarinn Eldjárn las ljóð, Gunnar Thoroddsen lék nokkur lög á pianó og þannig tóku farþegar þátt í stemmningunni, skópu skemmtilegheit. Fólk á öllum aldri var farþegar um borð og margt fjölskyldufólk. Það naut ferðarinnar auðsjáan- lega mjög vel, enda er fyrirkomu- lagið um borð í Eddu þannig að allir geta fundið eitthvað við sitt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.