Morgunblaðið - 30.07.1983, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLl 1983
Framhjóladrlf - Supershlft (sparnaöargír) -
Útispeglar beggja megln • Quarts klukka - Utaö
gler í rúðum - Rúllubeltl - Upphltuð afturrúöa -
Þurrka og vatnssprauta á afturrúöu • o.m.fl.
>4sfϚan fyrir
þviadsvo
marair halda
SÍgVlÓ ESAB
Allt frá upphafi hefur góö
þjónusta veriö sett á
oddinn hjá ESAB. Svo er
einnig hérálandi.
Ráögjafar og fagmenn
ESAB í Danmörku fara
árlega um landiö og gefa
góð ráð og leysa
vandamál, sem upp koma,
varöandi suöu. Um gæöi
ESAB suöuvéla, fylgihluta
og efnis efast enginn.
Þjónustudeild okkar veitir
allarupplýsingarog
ráögjöf um ESAB.
Hafðusamband.
= HÉÐINN =
SELJAVEGI 2, SÍMI 24260
Kast-landskeppni
við ítali á
Reykjavíkurleikunum
Reykjavíkurleikarnir í frjáls-
íþróttum veröa haldnir á þriðju-
dag og miðvikudag, en liöur í
þeim er landskeppni íslendinga
og ítala í kastgreinum. Auk (t-
ölsku gestanna koma þrír sov-
ézkir íþróttamenn til leikanna og
eru þeir allir í hópi albeztu manna
heims í sínum greinum. Mótið
hefst klukkan 19 báöa dagana.
Sennilega mun vekja mesta eft-
irtekt hvernig Einar Vilhjálmsson
stendur sig á Laugardalsvelli og
verður fróölegt að sjá hvort hann
kastar yfir 90 metra í keppninni viö
Itaii, eins og hann geröi í keppni
Noröurlandanna og Bandaríkjanna
í Stokkhólmi á dögunum.
Auk Einars eru í íslenzka kast-
landsliöinu Óskar Jakobsson,
Vésteinn Hafsteinsson, Helgi Þór
Helgason, Eggert Bogason og Sig-
urður Einarsson. Miöaö viö árang-
ur kastara beggja þjóöa veröur um
mjög tvísýna keppni aö ræöa.
Bradford
gjaldþrota
BRADFORD City, sem leikur í 3.
deild í Englandi, er orðið gjald-
þrota og var gert upp meö
300.000 dollara skuld, en þaö mun
þó halda áfram að starfa sem
knattspyrnufélag, því nú er búið
aö stofna nýtt félag meö sama
nafni og mun þaö yfirtaka skuldir
félagsins og munu þeir leika í 3.
deild í vetur eins og ekert hafi í
skorist.
• Einar Vilhjálmsson. Nær hann
aö kasta yfir 90 metra á Reykja-
víkurleikunum?
I sleggjukasti eru italir þó yfir-
buröamenn, þar sem Orlando
Bianchini hefur kastaö 76,88 í ár
og Romeo Budai 70,28 metra. í
spjótkasti hefur Sergio Vesentini
kastaö 76,48 og Nicola Maggini
74,52, þannig aö Einar á vísan sig-
ur og Sigurður Einarsson gæti
komist upp á milli ítalanna.
i kúluvarpinu stefnir í mikla
keppni milli Óskars Jakobssonar
og italanna Marco Montelatici og
Luigi de Santis, sem báöir vörpuöu
20,06 í fyrra, en ekki vitum viö um
árangur þeirra í ár.
Úrslit keppninnar koma til meö
aö ráöast t kringlukastinu og mik-
ilvægt aö okkar menn standi sig
þar. Vésteinn, sem á 65,60 í ár og
Óskar 62,50, munu kljást viö
Marco Martini, sem á 63,70 í ár, og
Armando de Vincentis, sem á
64,48 frá 1976. Vincentis er fertug-
ur og hefur verið lengi í eldlínunni.
Hann hefur þó ekkert dalað og
sagður til alls líklegur hér á landi.
Rússinn Anatoly Jefimov er í
hópi albeztu sleggjukastara heims
um þessar mundir, hefur kastaö
yfir 81 metra í ár. Hann keppir sem
gestur í kastkeppninni.
Þá keppa þær Nina Vaschenko
og Svetlana Ovchinnikova í ýmsum
greinum á Reykjavíkurleikunum,
því þær eru báöar sjöþrautarkonur
og eiga um 6.300 stig í þeirri grein,
voru í 15. og 18. sæti á heims-
skránni í fyrra, og þaö bendii til
þess aö þær séu meö mjög góöan
árangur í mörgum greinum, bæöi
hlaupum, stökkum og köstum.
Reykjavíkurleikarnir hafa veriö
skipulagöir á þann veg aö keppni
stendur ekki nema hálfa aöra
klukkustund fyrri daginn og örlítiö
lengur seinni dag.
Öldungamót
hjáGHR
HIÐ árlega opna öldungamót
GHR veröur haldiö á golfvelli fé-
lagsins á Strönd á mánudaginn
og hefst ræsíng kl. 9 en einnig
veröur ræst út kl. 13.30 þannig aö
menn geta valið sér tíma. Þátt-
tökurétt hafa allir sem náö hafa
50 ára aldri, bæöi konur og karlar.
Leiknar veröa 18 holur meö og án
forgjafar.
VEGNA þess hversu
snemma blaðið fór í prent-
un í gær náöum viö ekki
inn úrslitum í golfinu í gær
en viö munum segja frá því
bæöi í máli og myndum á
miðvikudaginn. Þá munum
viö einnig segja frá leik
Víkings og ÍBK í 1. deild
sem fram fór í gærkvöldi.
K. Auðunsson hf., Á. Óskarsson.
Grensásvegi 8. Sími 66600.
Sími 86088.
Akryl-
vatnsnuddpottar
Höfum fengið viðbótarsendingu af ódýru akryl-nuddpottunum frá Kaliforníu. Nokkrum pottum
óráðstafaö, og verðið lægra en þig grunar.
• Veist þú að akryl er efni sem stenst íslenska veðráttu.
• Hentugir nuddpottar í garðinn, kjallarann, bílskúrinn eða baðherbergið.
• Seljum auk þess alla nauðsynlega fylgihluti fyrir potta og sundlaugar.
• Við erum sveigjanlegir í samningum.
Verið velkomin að Grensásvegi 8. Sýningarpottar á staðnum.
Gerið gæða- og verðsamanburð.