Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 2

Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983 Organistar á námskeiöi í Skálholti AÐ UNDANFÖRNU hafa 50 organ- istar víðs vegar af landinu verið á námskeiði í Skálholti undir hand- leiðslu Hauks Guðlaugssonar, söng- málastjóra Þjóðkirkjunnar, en alls eru 8 kennarar á námskeiðinu. Nú eru komnir til Skálholts 250 kórfé- lagar víðs vegar af landinu og er kappsamlega unnið að undirbúningi messu klukkan 14 á sunnudag. Þar mun séra Guðmundur Óli ólafsson prédika en organistar og kórfólk sjá um músíkhliðina. Myndaður verður 250 manna kór og organistarnir munu spila und- ir. Forspil hefst í kirkjunni klukk- an 13 og munu organistarnir skiptast áum að leika á orgel kirkjunnar. Námskeiðið í Skál- holti er hið fjölmennasta sem haldið hefur verið. Allt gistirými í Skálholti er fullt — bæði í skóla og sumarbúðum. í kvöld verður al- menn samkoma í Aratungu og sjá organistar og kórfólk um skemmtiatriði og eru allir vel- komnir. Óskemmtileg lífsreynsla konu í Flóanum: „Ég stökk veinandi upp með kvikindið hangandi í lærinu“ „ÞETTA var heldur óskemmtileg lífsreynsla, svona eftir á að hyggja. Ég er rétt að jafna mig á þessu núna, mér varð svo mikið um þetta," sagði Lilja Hjelm á Ragn- heiðarstöðum í Gaulverjabæjar- hreppi í Árnessýslu í samtali við Mbl. en hún varð fyrir því að mink- ur beit hana síðdegis á þriðjudaginn þar sem hún var stödd í fjörunni fyrir neóan bæinn á Kagnheiðar- stöðum. nÉg var niðri í fjöru með hund- ana mína, settist niður á sandhól og fór að klappa tíkinni og tala við hana en hvolpurinn minn var einhverstaðar fyrir aftan mig,“ sagði Lilja er við spurðum hana hvernig þetta hefði atvikast. „Þá fann ég að það var eins og klipið væri í lærið á mér og sló aftur fyrir mig en þá var hvolpurinn þar og veinaði hann undan högg- inu, greyið. Síðan veit ég ekki fyrr en bitið er í lærið á mér og sló ég þá aftur og þá heyrðist þetta æðislega vein en það var ekki frá hvolpinum. Ég stökk veinandi upp og þá hékk kvikindið í lærinu á mér. Þegar hvolpurinn sá minkinn og heyrði mig veina stökk hann á hann og beit um hann miðjan og rykkti margsinnis í en minkurinn ætlaði ekki að sleppa takinu. Það endaði þó með því að hvolpurinn sleit dýrið af mér en þá fylgdi buxna- skálmin líka með. Tíkin mín varð hrædd í þessum hamagangi og lagðist hún bara niður þegar hún heyrði mig veina Lilja Hjelm með minkinn. MorgunblaóiA Tóma* Jónsaon en aftur á móti kom grimmdin upp í hvolpinum og ætlaði ég aldr- ei að ná minkinum úr kjaftinum á honum þegar ég áttaði mig, þó hann væri búinn að ganga frá honum. Ég skrámaðist dálítið á lærinu við þetta en ekki mikið, mér varð aðallega bylt við, þetta gerðist svo snögglega. Maðurinn minn fór beint með mig upp á sjúkrahús þar sem ég var spraut- uð við krampa. Það sást strax að þetta var ekki bit eftir hundinn, sem ég hélt satt að segja fyrst að hefði bitið mig. Ég tók minkinn með mér heim og fékk verðlaun fyrir skottið hjá hreppstjóranum. Hann sagði mér að þetta væri yrðlingur frá því í vor, en mjög stór, þeir þrífast víst vel í fjörunni hérna. Eiginmaður- inn vill láta stoppa hann upp en ég harðneita því, hann fer ekki inn fyrir hússins dyr hérna," sagði Lilja. „Ég þekki ekki dæmi til að minkar geri svona nema í nauð- vörn,“ sagði Sveinn Einarsson veiðistjóri er saga Lilju var borin undir hann. „Minkar bíta veiði- menn oft í nauðvörn þegar þrengt er að þeim við veiðar. Þessi dýr verja sig vel, en viðbrögð þeirra eru fyrst og fremst þau að forða sér eigi þau þess kost en auðvitað eru þau misjafnlega grimm og áræðin og svona einstaklingar geta verið til.“ Taldi Sveinn lík- legast að hundurinn hefði eitt- hvað verið að atast í dýrinu og hefðu þetta orðið viðbrögð þess. Eins og sjá má klæddust íslensku olíuframleiðendurnir að sið olíufursta erlendra, þegar ilmolían var kynnt í gær. F.v. Haukur Gunnarsson, verslunarstjóri í Rammagerðinni, Þór Sveinsson, leirkerasmiður, Orri Vigfússon, forstjóri Glit hf., Gunnar J. Friðriksson, forstjóri Frigg, Þórarinn Gunnarsson, skrifstofustjóri hjá fslenskum iðnrekendum, Bjarni Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Kaupstefnunnar, Bjarni Jóhannesson, verslunarstjóri hjá Rammagerðinni og Davíð Scheving, forstjóri, sem situr í stjórn Glit hf. Ljógm Mb|Kmilia. 71 mm úrkoma á einum sólarhring - Borg, MiklaholLshreppi, 26. ágúst. ÁSTAND heyskaparmála hefur lítið lagast að undanförnu. Þó má segja að svolítið hafi náðst inn af heyjum, illa þurrum, um síðustu helgi. Úr- koman hérna næstsíðasta sólarhring var 71 millim. Mikið er eftir að slá, en menn komast ekki út á túnin fyrir bleytu nema verulega þorni. Útlitið í heyskaparmálum hér er því mjög al- - fé afvelta varlegt. Það gras sem enn er óslegið er orðið trénað og hvítt af sólarleysi, og fóðurgildi orðið að sama skapi mjög lítið. Nokkuð hefur borið á að fé hafi orðið afvelta í bleytunni og hér í næsta nágrenni hafa fundist nokkrar dauðar kindur af þeim sök- um. Páll ASÍ hyggur á auglýsingaherferð „ÞAÐ ER RÉTT að við höfum hugs- að okkur að blanda okkur í umræð- una um efnahagsmál með auglýsing- um,“ sagði Sigurjón Jóhannsson, blaðafulltrúi Alþýðusambands fs- lands í samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður hvort Alþýðusam- bandið hygði á auglýsingaherferð um stöðuna í kjaramálum nú um mánaðamótin. Sigurjón sagði að ekki væri end- anlega ákveðið hvort af þessu yrði, það yrði ákveðið á miðstjórnar- fundi ASÍ á mánudag. Hann sagði einnig að fleiri samtök en Alþýðu- sambandið íhuguðu að eiga þátt í þessum auglýsingum, svo sem BSRB, Samband íslenskra banka- manna o.fl. íslensk olía á Iðnsýningu „OLÍUVINNSLA er hafín hér á landi,“ hljómaöi úr sýn- ingarbás Gliti hf. á lönsýn- ingunni í gær. Ekki er þó um að ræða olíuvinnslu í þeirri mynd sem algengust er, held- ur var þarna kynning á ilm- olíu sem Glit hf. og Frigg hófu vinnslu á nú í vikunni. Klæddust því aöstandendur iimolíunnar höfuðbúnaði aö sið olíufursta og framleið- enda. Olían er ætluð til nota á olíukol, sem Glit hf. framleiðir og er bætt í hana ilmefnum.til að skapa hjá fólki meiri hátíðarstemmningu þegar kveikt er í kolunum. Olían er seld á plastflöskum sem Sigur- plast hf. framleiðir og verður hún til sölu í verslunum og á bensín- stöðvum. Þá stefna íslensku olíu- furstarnir að framleiðslu á ís- lenskri olíu í framtíðinni og leita nú hráolíu við Flatey á Skjálf- anda. Iðnsýningin verður í fullum gangi um helgina og er hún opin frá kl. 13.00 til 22.00. Meðal nýrra skemmtiatriða má nefna að flokk- ur stúlkna úr Gerplu sýnir fim- leika og þrjár stúlkur, Jasssport, sýna jassballett. Vígamenn sýna karate og brjóta steina, Ingólfur Ragnarsson, fimmtán ára töfra- maður, sýnir, Magnús Þór Sig- mundsson skemmtir með söng og Pósturinn Páll kemur í heimsókn. Á sumum sýningum mun eld- gleypir sýna listir sínar. Þá skemmtir Hornaflokkur Kópavogs á útisvæði. „Það er einkenni Iðnsýningar ’83 að hér hefur ríkt glaðværð og bjartsýni og fólk hefur sótt hingað fróðleik og skemmtan," sagði Sig- urjón Jóhannsson, blaðafulltrúi sýningarinnar, við Mbl. í gær. Konur gengust fyrir friöarfundi á Lækjartorgi og fór fundurinn vel fram. Kjörorð fundarins voru tvö: Gegn öllum kjarnorkuvopnum og: Fyrir friði í hehninum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.