Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 20

Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983 21 fltoingsittlilftfcifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakið. Fastafloti Atlants- hafsbandalagsins að vekur jafnan mikla athygli þegar fastafloti Atlantshafsbandalagsins hefur viðdvöl hér á landi. Sjómennirnir í flotanum setja svip á lífið í Reykjavík, borgarbúar gera sér ferð niður að höfn til að líta á herskipin og yfirmenn skip- anna leggja rækt við þær kurteisisvenjur, sem skapast hafa í samskiptum þeirra við opinber yfirvöld við slík tækifæri. Hingað kemur fastaflotinn að þessu sinni úr Eystrasalti en þar sigldi hann austur að strönd Pól- lands. Héðan fer flotinn í fyrstu heimsókn sína til Grænlands og svo til Montreal í Kanada. Þessi floti hefur nú verið við lýði í fimmtán ár og reynslan af honum er á þann veg að fæstum dettur í hug að leggja hann niður. Fasta- flotinn veitir mönnum af ólíkum þjóðernum ómetan- legt tækifæri til að kynnast starfsháttum hver annars, styrkir samstarf flota Atl- antshafsbandalagsríkjanna og er tákn um samheldni að- ildarþjóða þess. Þróun mála á Norður-Atlantshafi er því miður ekki á þann veg að ástæða sé fyrir aðildarríki Atlantshafsbandalagsins að draga úr varnarviðbúnaði sínum þar. Þvert á móti aukast umsvif sovéska hers- ins í lofti og á legi jafnt og þétt. Tilvist fastaflota Atl- antshafsbandalagsins sýnir hverjum þeim sem hyggur á hernaðaraðgerðir á Atl- antshafi að hann lendi í átökum við bandalagsþjóðir, sem eru staðráðnar í að standa sameiginlegan vörð um öryggi sitt og frið með frelsi. Sagan sýnir að herflota má nota eins og önnur vopn til hótana og þá fyrst telur öflugt herveldi sig hafa náð óskastöðu þegar það nær markmiðum sínum í skjóli vopna en án þess að beita þeim. Fastafloti Atlants- hafsbandalagsins kemur ekki í heimsókn hingað til lands í því skyni að sýna mátt sinn heldur er koma hans ítrekun á aðild íslands að bandalaginu og þeirri staðreynd að íslendingar njóta verndar þessa flota eins og aðrar aðildarþjóðir. í flotanum eru að þessu sinni skip frá Bretlandi, Kanada, Vestur-Þýskalandi, Hollandi og Bandaríkjunum, en for- ingjar úr flotum annarra að- ildarríkja eru meðal stjórn- enda fastaflotans, þótt skip frá þeim séu ekki með í hópnum að þessu sinni. Sú spurning hlýtur að vakna hvort Landhelgisgæslan geti ekki tengst starfsemi fasta- flotans með einhverjum hætti pg þannig verði sam- vinna íslendinga við banda- lagsþjóðirnar efld eftir nýj- um leiðum. Væri æskilegt af unnt yrði að koma á slíku samstarfi sem tæki mið af alkunnri sérstöðu okkar. Sjálfboða- starf hafið Fyrir nokkru var hér á þess- um stað tekið undir með Sigrúnu Helgadóttur hjá Nátt- úruverndarráði þegar hún hvatti til þess að reynt yrði að skipuleggja störf sjálfboðaliða í óbyggðum, í því skyni að stuðla að umhverfisvernd og bættri umgengni við náttúruna. í Morgunblaðinu var sagt frá því í gær að sex sjálfboðaliðar frá Bretlandi Væru komnir hingað til lands og hefðu um síðustu helgi unnið að því ásamt nokkrum íslendingum að leggja göngustíga við borholu í Krísu- vík. Það var einmitt Sigrún Helgadóttir sem beitti sér fyrir komu Bretanna hingað, í því skyni að auðvelda íslensku nátt- úruverndarfólki að kynnast slíku sjálfboðaliðastarfi og læra vinnubrögð þess, til dæmis við að leggja stíga á vinsælum ferðamannastöðum. Frá Krísu- vík hélt hópurinn að Gullfossi og á morgun ætlar hann að hefja störf í þjóðgarðinum í Skaftafelli. Hér er um merkilega tilraun að ræða, sem ætti auðvitað að bera þann árangur að unnt yrði að skipuleggja sjálfboðavinnu íslendinga í þágu umhverfis- og náttúruverndar í óbyggðum. Enginn efast um að víða þarf að taka til hendi og margir vilja vafalaust leggja sitt af mörk- um. Morgunblaðið hvetur þá sem áhuga hafa til að samein- ast um myndarlegt átak í þess- um efnum. Sala þorskflaka á Bandaríkjamarkaði: Hlutdeild íslands heftir farið lækkandi ár frá ári „ÞETTA er ekki í fyrsta sinn, sem nauðsynlegt hefur verið að taka ákvörðun um verðlækkun á fiski í Bandaríkjunum, en þetta er í eitt af fáum skiptum, sem við höfum tekið frumkvæðið að slíkri verðlækkun. Venjulega hefur það verið Coldwater, sem tekið hefur slíka ákvörðun. Vegna markaðsþróunar höfum við ákveðið að lækka verð á fimm punda pakkningum þorskflaka um 10 sent, eða úr 1,80 dollar í 1,70,“ sagði Guðjón B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum í samtali við Morg- unblaðið. Fiskréttaverksmiðja Coldwater í Everett í Bandaríkjunum. Lækkun SÍS dýr fórn, sem ekki skilar árangri — segir Þorsteinn Gíslason, forstjóri Coldwater Seafood Corporation „Ástæða þess að ákvörðun um verðlækkun hefur verið tekin er sú, að það hefur mér verið áhyggjuefni lengi, að hlutdeild íslands í þessum markaði í Bandaríkjunum hefur farið minnkandi ár frá ári síðustu fimm árin. Magn okkar hefur minnkað, hlutdeild okkar i markaðnum hefur minnkað stórlega á meðan markaðurinn sjálfur hefur aukizt og Kanadamenn hafa tekið æ stærri hluta markaðsins á okkar kostnað. Dæmið lítur þannig út, 1978 var heildarsala þorskflaka í Bandaríkjunum 131 milljón punda, árið 1979 145 milljónir punda, 1980 131 milljón, 1981 150 milljónir og 1982 169 milljónir, eða aukning upp „EF VERÐLÆKKUN um 10 sent verður á þorskflökum á Banda- ríkjamarkaði má gera ráð fyrir að heildarútflutningstekjur frysti- húsanna lækki um 1%— 2% — eða eftir því hvort verðlækkunin á 29% á þessu fimm ára tímabili. Hlutdeild íslands í þessum markaði hefur verið 67 milljónir punda árið 1978, 73 milljónir 1979, 66 milljónir 1980, 56 milljónir 1981 og 44 millj- ónir 1982. Hlutdeildin hefur þannig dottið niður úr um það bií 50% fyrstu þrjú ár þessa tímabils og lík- lega 10 til 15 ár þar á undan niður í 26,1% í fyrra. A sama tíma hefur hlutdeild Kanadamanna verið 36 milljónir punda 1978, 51 milljón 1979 og 1980, 77 milljónir 1981 og 99 milljónir í fyrra og hefur þá hækkað úr 27,1% í 58,3% í fyrra. Að magni til hafa þeir nærri þrefaldað fram- leiðslu sína. Þetta eru ljótar tölur og fyrst og nær til sölu á ýsu eða ekki,“ sagði Jón Sigurðsson forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar er Mbl. spurði hann hvað almenn lækkun á þorskflökum í Bandaríkjunum hefði í för með sér. „Samkvæmt fremst ástæða þess, að ég tók ákvörðun um verðlækkun. Minnk- andi hlutdeild íslands hefur verið mér mikið áhyggjuefni og ef eitt- hvað er tel ég að við hefðum átt að lækka verðið fyrr en þetta, við erum kannski orðnir of seinir. Venjulega hafa bæði Iceland Seafood og Coldwater haft samráð hvað varðar verðbreytingar þó svo sé ekki nú. Þetta má segja að sé einfaldlega að viðurkenna staðreyndir líkt og þeg- ar gengi er lækkað. Verðlagsstefna okkar Islendinga hefur valdið því að markaðshlutdeild okkar í þorsk- flakasölu fer stórminnkandi og kannski höfum við brugðizt við of seint. Að þessu sinni hefur hagað þannig til að óhjákvæmilegt var fyrir okkur að hafa frumkvæði að lækkun. Venjulega hefur frum- kvæðið komið frá Coldwater, enda er það fyrirtæki stærra, en kring- umstæður hafa valdið því, að ég taldi hvorki æskilegt né heppilegt að bíða öllu lengur. í þessu sam- bandi er rétt að geta þess, að verð á Kanadaflökum er allt frá 1,10 dollar upp í 1,55, en meðalverð liggur á þessum tölum er tap frystihús- anna því 100—150 milljónir kr. ef miðað er við þá forsendu að verðið lækki um 10 sent eða 6,3%,“ sagði Jón. milli 1,20 og 1,30 dollar á pundið. Með því að halda uppi svona stífri verðstefnu, sérstaklega nú, þegar um birgðasöfnun fyrir vestan er að ræða, má segja að við séum að gera Kanadamönnum of auðvelt að vinna markaðinn, en þeir hafa sótt mjög í að ganga á hlutdeild íslendinga, það er að segja í betri gæðaflokkun- um. Þrátt fyrir þessa verðlækkun er verð fyrir flök mjög miklu hærra en fyrir blokkir. Þegar vaxandi hlut- falls þorsks fer í frost eins og verið hefur þrátt fyrir minnkandi afla, þegar einstrengisleg verðstefna í Bandaríkjunum hefur orsakað minnkandi markaðshlutdeild að því marki, að sé ætlunin að halda áfram að frysta þorsk, hlöðum við einfald- lega upp birgðum nema ef við fryst- um í blokk og fáum þá miklu minna fyrir blokkina en flökin. Þá er þjóð- arbúið ekki að græða, þannig að ég tel að þetta sé óhjákvæmileg ákvörðun, en engan veginn skemmtileg, allra sízt fyrir mig. Við höfum áður talið það sjálfsagt að viðurkenna markaðslegar stað- reyndir og vegna þess hefur blokkin nýlega verið lækkuð um 2 sent, úr 1,18 dollara í 1,16 og það er ekki síður fréttnæmt. Ég tel að það sé miklu betra, bæði í nútíð og fram- tíð, að við reynum að endurheimta eins mikið og við getum í þeirri markaðshlutdeild í þorskflökum sem við höfum tapað. Vegna þess verðum við færa einhverjar, von- andi tímabundnar verðfórnir frekar en að láta þennan markað hverfa frá okkur. Það liggur meðal annars að baki þessarar verðlækkunar. Þá má geta þess, að birgðasöfnun er- lendis hefur haft þau áhrif að greiðslum til framleiðenda hefur seinkað," sagði Guðjón B. Ólafsson. „BYGGT Á þeim upplýsingum, sem ég hef fengið, er tilboð SÍS um 10 centa verðlækkun á þorskflökum til Long John Silvers, afar dýr fórn, sem skilar ekki neinum árangri. Þess vegna hef- ur Coldwater ekki að svo stöddu nein áform um samskonar lækkun. Okkur finnst vanta allan grundvöil fyrir slíku og frystihúsunum er mjög nauðsynlegt að fá ávallt hæsta mögulega verð fyrir framleiðslu sína,“ sagði Þorsteinn Gíslason, forstjóri Coldwater Seafood Corporation, sölufyrirtækis Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, er Mogun- blaðið innti hann álits á verðlækkun Iceland Seafood Corporation, sölufyr- irtækis Sambandsins í Bandaríkjun- um, á þorskflökum. Þorsteinn sagði ennfremur, að þessi lækkun Sf S til Long John Silv- ers hefði komið sér á óvart. Cold- water hefði séð Long John Silvers fyrir meirihluta þeirra þorskflaka, sem fyrirtækið þarfnaðist allt frá stofnun þess og væri enn lang- stærsti seljandi til þess. — Er hugsanlegt að þessi lækkun Sambandsins hafi áhrif á verð til annarra en Long John Silvers? „Ég vona að það verði ekki, en það er afar hætt við að svona aðgerðir geti leitt til frekari iækkana," sagði Þorsteinn. Aðspurður um birgðaaukningu hjá Coldwater sagði Þorsteinn, að birgðastaða fyrirtækisins hefði ver- ið eðlileg í mörg ár. Þó hefði nokkur birgðaaukning átt sér stað síðast- liðna tvo mánuði, aðallega vegna minnkandi sölu til Long John Silv- ers jafnframt mikilli framleiðslu- aukningu undanfarið. Þar sem Coldwater seldi einnig öll þorskflök fyrir Færeyinga, en þar hefði fram- leiðslsuaukningin einnig verið mjög mikil, hefði myndast þörf fyrir aukna sölu. „Þróunin hefur verið sú, að Kan- adamenn hafa smátt og smátt getað aukið það magn þorskflaka, sem Long John Silvers telur samkeppn- isfært við okkar flök. Verð þeirra er ávallt miklu lægra en okkar, meðal annars vegna mikilla fjárframlaga frá kanadískum yfirvöldum. Það hefur því orðið takmark Long John Silvers að kaupa öll kanadísk þorskflök, sem fyrirtækið telur nægilega góð fyrir sig og það er ekki torskilin viðskiptaákvörðun, þó hún komi sér illa fyrir okkur. Verði á kanadískum fiskafurðum hefur ávallt verið stillt í ákveðið hlutfall, undir verði okkar. Minnkandi hlut- deild okkar í sölu þorskflaka til Bandaríkjanna á undanförnum ár- um stafar af auknu framboði á kanadískum þorskflökum og sam- drætti í framleiðslu þorskflaka á Is- landi. Auðvitað er ekki skynsamlegt fyrir okkur að selja flökin á sama verði og Kanadamenn sætta sig við, enda myndu þeir einungis lækka sig enn frekar, færum við niður í sama verð og þeir,“ sagði Þorsteinn. — Hvað ætlar Coldwater að gera til þess að ná jafnvægi í framleiðslu og sölu á ný, geti Kanadamenn í vaxandi mæli fullnægt þörfum Long John Silvers? „Við verðum þróa upp nýja sölu- möguleika í Bandaríkjunum, sem duga til þess að vega á móti því, enda er það hlutverk okkar. Við reiknum með að halda áfram að selja Long John Silvers mikinn fisk þó fyrirtækið hafi talið nauðsynlegt að beina innkaupum sínum í aukn- um mæli til Kanadamanna," sagði Þorsteinn Gíslason. 10 centa verðlækkun á Bandaríkjamarkaði: Getur þýtt 2% lækkun á út- flutningstekjum frystihúsa Kjötborðið í nýja Vörumarkaðinum. MorgunblaAið/ÓI.K.M. Það skiptir miklu máli fyrir stórverslun eins og Vörumarkaðinn að nóg sé af bflastæðum við verslunina. Vörumarkaðurinn opnar nýja verslun við Eiðistorg VÖRUMARKAÐURINN hefur opnað nýja verslun við Eiðistorg á Seltjarnarnesi, hinum nýja miðbæ Seltirninga. Hér er um að ræða 12 hundruð fermetra rými á jarðhæð, og er vöruúrvalið síst minna en í verslun Vöru- markaðarins við Ármúla. „Og auðvitað allt á markaðsverði,“ sagði forstjórinn Ebenezer Þ. Ásgeirsson. Ebenezer sagði að verslunin yrði opin á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudög- um til klukkan sjö, eða einum tím^lengur en verslunin við Ármúlann. Á fimmtudög- um verður opið til átta, og á föstudögum til tíu og á laugardögum til fjögur. Þá verða bakarí og mjólkursala opin á sunnudögum. Það er sonur Ebenezers, Ásgeir, sem hefur hannað innréttingar nýju verslun- arinnar. Ásgeir sagðist hafa unnið að þessu verkefni í tvö ár, og notfært sér hugmyndir úr ýmsum áttum. Aðalatriðið væri að fólk ætti auðvelt með að fara um verslunina og finna þær vörur sem það væri að leita að. Það er ekki nema um ár síðan hafist var handa við að byggja þetta nýja hús, og er verkinu raunar engan veginn lokið, því til stendur að byggja tvær hæðir í viðbót og innrétta verslunaraðstöðu og lager í kjall- aranum. Kjallarinn er 16 hundruð fer- metrar og verða 4 hundruð fermetrar nýttir í lager, en í hinum 12 hundruð verð- ur innréttuð verslun, sem hugsanlega verður tilbúin fyrir jól. Þá stendur til að hefja framkvæmdir á efri byggðum í vet- ur, en þegar hæðirnar tvær fyrir ofan eru komnar í gagnið bætast við 18 hundruð fermetrar. Samanlagt rými í nýja Vöru- markaðshúsinu fullbúnu verður því um 4 þúsund og 2 hundruð fermetrar, sem þýð- ir að verslunarrými Vörumarkaðarins stækkar um helming. „1 beinum karllegg", mætti nefna þessa mynd. Ebenezer Þ. Ásgeirsson, forstjóri, með syni sínum, Ásgeiri, og sonarsyni og alnafna. Egill Jónsson alþingismaður: „Þörf á að endurmeta stöðu landbúnaðarins“ Kjör bænda jöfnuð og spornaö við búvöruverðshækkunum „JÁ ÉG gæti mjög vel fellt mig við það og teldi raunar æskilegt að spornaö yrði við búvöruverðshækkuninni 1. október næstkomandi með góðu sam- komulagi við bændur, enda fengi land- búnaðurinn skerðinguna bætta með öðrum jafngildum hætti,“ sagði Egill Jónsson alþingismaður er hann var inntur álits á væntanlegri hækkun landbúnaðarvara þann 1. október næstkomandi og hvort honum þætti koma til greina að draga úr hækkun- inni með einhverjum aðgerðum, en það hefur verið nokkuð til umræðu að undanfornu. f Mbl. á flmmtudag var skýrt frá því að gjaldaliðir verðlags- grundvallarins hækkuðu um 8% og hefði það í för með sér 8—15% hækk- un útsöluverðs að öðru óbreyttu. Egill sagði einnig í svari sínu: „Það er augljóst að þessi fyrir- sjáanlega búvöruhækkun er tilkom- in vegna áfallins kostnaðar sem þegar hefur verið stofnað til og verður þar af leiðandi að greiðast bændum með einum eða öðrum hætti. Eins og við vitum er þessi viðmiðun fengin með uppsetningu á svokölluðum verðlagsgrundvelli landbúnaðarvara sem er mótandi fyrir tekjur til þessa atvinnuvegar í heild sinni. Það lætur að líkum að hann gætir hagsmuna bændanna í landinu misjafnlega vel og menn búa við misjafnar aðstæður þannig að þrátt fyrir breytingar á þessum grundvelli til eða frá geta kjör ein- stakra bænda þróast með misjöfn- um hætti eftir því hvað þeir fram- leiða eða hvar á landinu þeir búa. Það er einnig hægt að færa að því rök að við höfum verið með hagkerfi sem hefur á undanförnum árum mjög aukið þennan mismun. Ef menn vilja, sem ég tel þörf á, endur- meta núna stöðu landbúnaðarins vegna breyttra aðstæðna og færa hann til eðlilegra horfs þá verður að taka á ýmsum öðrum stærðum en þeim sem koma fram í verðlags- grundvellinum. Þess vegna gæti ég vel hugsað mér og teldi það raunar æskilegt að í góðu samkomulagi við samtök bændanna yrði nú þegar tekið til við að rétta sérstaklega hlut þeirra sem við erfiðustu kjörin búa í bænda- stéttinni; þeirra sem verðtryggingin hefur lamið á, þeirra sem búið hafa með sauðfjárframleiðslu en hún hefur skilað miklu minni tekjum til bændanna á síðustu árum en aðrar búgreinar. Og á móti þessu kæmi það að dregið yrði úr almennri hækkun búvöruverðs í haust. Ég get nefnt það í þessu sambandi að skuldastaða margra bænda er orðin mjög erfið og það hefur verið að síga mikið til hins verra í þeim efnum að undanförnu. Ég minni einnig á það mál sem verið hefur mikið baráttu- mál bænda, meðal annars á Búnað- arþingi, það er að áburðarverðið spinnist ekki eins hratt áfram og það hefur gert og mun gera ef ekki verða gerðar sérstakar ráðstafanir. Menn verða að setjast niður og reyna að finna lausn á þessu máli. En ég teldi það mikilsverðan árang- ur, bæði hvað varðar þróun búvöru- verðsins og í efnahagsmálum þjóð- arinnar almennt ef hægt væri að jafna og tryggja kjör bændanna og jafnfram að sporna við þessum stöð- ugu hækkunum." Aðspurður um efni þeirra tillagna sem landbúnaðarráðherra hefur verið með í undirbúningi í þessu efni og boðað hefur verið að verði til um- ræðu á aðalfundi Stéttarsambands bænda í byrjun september, sagði Egill: „Það sem þar er verið að tala um er eitthvert einkamál ríkis- stjórnarinnar sem hún hefur ekki haft fyrir að bera undir þingflokk- ana og er rnér algerlega ókunnugt um hvers eð.is þær hugmyndir eru. En þetta viiðist vera komið á ein- hvern rekspöl fyrst farið er að setja þetta í fréttatilkynningar Stéttar- sambandsir.s."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.