Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983
Linskjaravísitalan hækkar um
8,1% hinn 1. september næst-
komandi. Þessi hækkun jafngildir
um það bil 155% verðbólgu miðað
við heilt ár. A fundi sem Steingrímur
Hermannsson, forsætisráðherra og
Matthías A. Mathiesen, viðskipta-
ráðherra, héldu í gær, kom fram, að
mikill vilji hafi verið innan ríkis-
stjórnarinnar að lækka fjármagns-
kostnað og taka upp nýjan grundvöll
útreiknings lánskjaravísitölu þegar,
en frá því hafi verið horfið fyrst og
fremst af lögfræðilegum ástæðum.
Hin nýja reikningsaðferð lánskjara-
vísitölu verður tekin upp um
mánaðamótin september-október og
uppfrá því verður lánskjaravísitala
reiknuð mánaðarlega.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, sagði á fundinum
að gamla aðferðin hefði í raun
byggst á 2 mánaða gömlum tölum
þannig að nú væri t.d. lánskjara-
vísitalan í samræmi við verð-
bólguhraðann eins og hann var í
byrjun sumars. Hin nýja aðferð
mun færa lánskjaravísitöluna
meira til samræmis við verðbólgu-
Frá blaðamannafundi í gær. Á myndinni eru f.v. Matthías Á. Mathiesen
viðskiptaráðherra, Magnús Torfi Ólafsson blaðafulltrúi og Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra. Ljósm. ól.K.M.
Ný lánskjaravísitala
ekki tekin upp strax
af lagalegum ástæðum
stigið eins og það er á hverjum
tíma.
Þá kom það fram á frétta-
mannafundi þeirra Steingríms og
Matthíasar að hin nýja lánskjara-
vísitala komi þegar til fram-
kvæmda gagnvart Byggingarsjóði
og Lánasjóði íslenskra náms-
manna.
Hér fer á eftir fréttatilkynning
frá ríkisstjórninni um þetta efni:
„Samkvæmt ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar hefur Seðlabankinn
endurskoðað grundvöll lánskjara-
vísitölu með hliðsjón af mánaðar-
legum mælingum á verðlagsbreyt-
ingum, sem gefa færi á að sam-
ræma betur lánskjaravísitölu og
verðlagsbreytingar á líðandi
stund. Hér á eftir fer áætlun um
breytingar á lánskjaravísitölu
samkvæmt gömlu og nýju reikn-
ingsaðferðinni:
Cimlx %Nýja % Veróur í %
Ágúrrt 727 727
September 786 8,1 764 5,1 8,1
Oktúber KOO 1,8 782 2,4 2,4
Nóvember 817 2,1 803 2,7 2,7
Desemher 841 2,9 813 1,2 1.2
Mismunur á vísitölu samkvæmt
nýja og gamla kerfinu stafar m.a.
af leiðréttingum sem nauðsynleg-
ar eru á lánskjaravísitölu í ágúst,
enda var hún þá samkvæmt venju
að hluta byggð á áætlunum í stað
raunverulegra mælinga.
Nokkur vandi skapast við að
tengja saman nýju lánskjaravísi-
töluna og þá gömlu með eðlilegum
og sanngjörnum hætti. Seðlabank-
inn hefur leitað álits nefndar, sem
samkvæmt lögum nr. 13/1979 skal
fella úrskurð um það, hvernig um-
reikna skuli milli vísitölugrund-
valla. Nefndin telur óhjákvæmi-
legt að leiðrétting komi til vegna
fortíðarinnar við umskipti milli
vísitölugrundvalla. Ríkisstjórnin
hefur ennfremur leitað álits ým-
issa lögfræðinga á réttarstöðu
kröfueigenda við þessar aðstæður.
Niðurstaða er sú, að ef umrædd
leiðrétting fellur niður að hluta
eða öllu leyti geti a.m.k. eigendur
spariskírteina ríkissjóðs fengið
sér dæmda leiðréttinguna hjá
dómstólum.
Að teknu tilliti til þessara at-
riða hefur ríkisstjórnin í samráði
við viðkomandi aðila ákveðið að
ganga ekki á hlut eigenda spari-
skírteina og sparifjáreigenda og
þess í stað komi leiðréttingin að
fullu fram nú, þannig að láns-
kjaravísitalan samkvæmt gömlu
aðferðinni, þ.e. 8,1% hækkun, gildi
fyrir september en síðan verði
nýja aðferðin tekin óbreytt upp.
Samkvæmt áætlunum mun því
lánskjaravísitalan hækka um
2,4% í október, 2,7% í nóvember
og 1,2% í desember.
Hins vegar hefur ríkisstjórnin
ákveðið að ganga til móts við hús-
næðisbyggjendur og námsmenn
með þeim hætti að nýja lánskjara-
vísitalan gildi strax gagnvart
þeim og verði því 5,1% í septem-
ber. Jafnframt mun ríkisstjórnin
beina þeim tilmælum til lífeyris-
sjóða að þeir hafi sama hátt á hús-
næðislánum sínum.
Ríkisstjórnin hefur ennfremur
óskað eftir því við Seðlabankann
að vextir og lánskjör verði nú
endurskoðuð með hliðsjón af hratt
hjaðnandi verðbólgu. Gerir Seðla-
bankinn ráð fyrir að fyrsta skref í
þeim efnum verði stigið strax eftir
að útreikningur á vísitölu fram-
færslukostnaðar liggur fyrir í
byrjun september."
Þess ber að geta að taflan um
þróun iánskjaravísistölu hvílir á
verðbólguáætlun Þjóðhagsstofn-
unar og ef hækkun vísitölunnar í
desember er skoðuð kemur í ljós
að þá er gert ráð fyrir að verð-
bólguhraðinn miðað við ár verði
farinn að nálgast 30%.
Á fundi þeirra Steingríms Her-
mannssonar og Matthíasar Á.
Mathiesen kom það fram enn-
fremur, að ríkisstjórnin hafi gefið
Seðlabankanum fyrirmæli um, að
almennir vextir lækki svo fljótt
sem auðið er í samræmi við hjöðn-
un verðbólgu. Er jafnvel búist við
að tilkynning um lækkun vaxta
komi þegar í byrjun september.
Vonir standa einnig til að vextir
verði orðnir jákvæðir um áramót
og að vextir muni lækka um hver
mánaðamót fram að þeim tíma í
samræmi við hjöðnun verðbólg-
unnar.
Hagstofa íslands:
Mánaðarlegir útreikn-
ingar lánskjaravísitölu
VÍSITALA framfærslukostnaðar
og vísitala byggingarkostnaðar
eru lögum samkvæmt reiknaðar
fjórum sinnum á ári, framfærslu-
vísitalan miðað við verðlag í byrj-
un mánaðanna febrúar, maí, ágúst
og nóvember, en byggingarvísital-
an miðað við verðlag í fyrri hluta
mánaðanna mars, júní, september
og desember. Nú hefur verið
ákveðið, að Hagstofan hefji reglu-
lega áætlunargerð um breytingar
þessara vísitalna þá mánuði, sem
þær eru ekki lögformlega reiknað-
ar. Verður hér byggt á ítarlegum
verðlagskönnunum Hagstofu og
Verðlagsstofnunar, sem eiga að
tryKKÍa viðunandi nákvæmni í
niðurstöðum. Þessar „millimán-
aða“ áætlanir á framfærsluvísitöl-
unni hefjast ekki fyrr en á næsta
ári, þar eð ákveðið hefur verið að
reikna hana mánaðarlega til árs-
loka. Var þetta tilkynnt Alþýðu-
sambandi íslands og Bandalagi
starfsmanna ríkis og bæja í við-
ræðum ríkisstjórnarinnar við
þessa aðila nýverið.
Ástæðan fyrir því, að þessi
áætlunargerð er tekin upp, er ann-
ars vegar sú, að Seðlabankinn hef-
ur ákveðið — með samþykki ríkis-
stjórnarinnar — að lánskjaravísi-
talan verði framvegis reiknuð út
frá mánaðarlegum gildum um-
ræddra vísitalna. Eins og kunnugt
er miðast grundvöllur lánskjara-
vísitölu að % við framfærsluvísi-
tölu og að '/á við byggingarvísi-
tölu. — Hin ástæðan fyrir þessari
breytingu er sú, að talið er æski-
legt, að fyrir liggi mánaðarlegar
upplýsingar um þróun verðlags.
Að því er varðar byggingarvísi-
töluna eru áætlanir hennar utan
lögákveðinna útreikningstíma
þegar hafnar, þar sem áætluð hef-
ur verið breyting hennar frá júní
til ágúst í ár. Hækkun hennar á
þessu tveggja mánaða tímabili er
úr 140 stigum (desember 1982 =
100) í 146 stig, eða 4,29%. Reiknað
með 2 aukastöfum er hækkunin úr
140,13 stigum í 145,65 stig, eða
3,94%.
Það skal tekið fram, að við upp-
gjör verðbóta á fjárskuldbind-
ingar samkvæmt ákvæðum í hvers
konar samningum um, að þær
skuli fylgja vísitölu byggingar-
kostnaöar, gilda aðeins hinar lög-
formlegu vísitölur, sem reiknaðar
eru á þriggja mánaða fresti. Áætl-
aðar vísitölur fyrir mánuðinn á
milli lögákveðinna útreiknings-
tíma skipta hér ekki máli.
Préttatilkynnini; frá Hagstofu íslands.
Seðlabanki íslands:
Vaxtakerfið að-
lagað breyttri
verðlagsþróun
Sú lánskjarastefna, sem fylgt
hefur verið undanfarin ár, hefur
miðast við það að reyna að tryggja
eðlilega ávöxtun sparifjár og ann-
ars fjármagns þjóðfélagsins ýmist
með verðtryggingu eða með því að
láta vexti fylgja verðbólgu. Með
þessum hætti hefur, þrátt fyrir
mikla og vaxandi verðbólgu,
reynst unnt að halda þolanlegri
sparifjáraukningu og tryggja
rekstrarfé til atvinnuveganna.
Ý msir f ramkvæmdaörðugleikar
hafa þó komið upp, og það orðið æ
ljósara, að heilbrigður lánsfjár-
markaður og margra tuga eða
jafnvel 100% verðbólga samrým-
ist ekki til lengdar.
Með efnahagsráðstöfunum
þeim, sem ákveðnar voru síðastlið-
ið vor, er að því stefnt að verð-
bólga fari ört lækkandi á síðara
helmingi þessa árs vegna ákvarð-
ana ríkisins í launamálum og stöð-
ugleika í gengismálum. Það var þó
óhjákvæmilegt, að nokkur tími
liði frá því að þessar aðgerðir voru
ákveðnar, þangað til árangurinn
færi að sýna sig til fulls í vísitölu-
mælingum verðlags. Kemur hér
bæði til, að verulegar verðlags-
hækkanir voru óhjákvæmilegar
vegna fyrri kostnaðarhækkana,
gengisbreytinga o.fl., og að mæl-
ingar á verðlagsbreytingum eru
ætíð nokkuð á eftir tímanum.
Hins vegar er nauðsynlegt, að
lánskjör verði tekin til endurskoð-
unar, jafnóðum og árangur i
hjöðnun verðbólgunnar hefur ör-
ugglega komið fram, enda sé þess
jafnframt gætt að tryggja eðlilega
ávöxtun fjármagns, svo jafnvægi
geti skapast á lánsfjármarkaði.
Unnið hefur verið að stefnumörk-
un og ákvörðunum í þessu efni á
vegum Seðlabankans að undan-
förnu og verður hér á eftir gerð
nokkur grein fyrir stöðu þeirra
mála.
Verðtrygging fjármagns,
lánskjaravísitala
f vaxandi verðbólgu undanfarins
áratugar hefur verðtrygging fjár-
magns verið að ryðja sér æ meira
til rúms, fyrst í útgáfu spariskír-
teina ríkissjóðs, síðan í lánum fjár-
festingarlánasjóða og lífeyrissjóða,
en síðast f inn- og útlánum banka-
kerfisins. Enginn vafi er á því, að
við ríkjandi aðstæður hefur verð-
trygging átt veigamikinn þátt í því
að koma í veg fyrir hrun lánakerf-
isins og fjármagnsþurrð í landinu.
Verðtryggingarákvæði geta þó
aldrei alla tíð gefið óyggjandi
niðurstöðu um rétta ávöxtun fjár-
magns, og hún hlýtur að verða ein-
stökum aðilum og hagsmunahópum
mismunandi hagkvæm, eftir því
hvernig einstakir þættir verðlags-
ins þróast. Ennfremur hefur sá
galli verið á lánskjaravísitölu
þeirri, sem miðað hefur verið við í
verðtryggingarsamningum síðast-
liðin fjögur ár, að hún er byggð á
ársfjórðungslegum mælingum
framfærsluvísitölu og byggingar-
vísitölu, og eru mælingar hennar
því ætíð tæplega tveimur mánuð-
um á eftir raunverulegum verð-
lagsbreytingum. Við hækkandi
verðlag eru þessir eiginleikar
hennar lántakendum í hag, en
sparifjáreigendum í óhag, en hið
gagnstæða verður uppi á teningn-
um, þegar verðlag fer ört lækkandi
eins og nú er að byrja að gerast.
Hinar miklu hækkanir á verðiagi,
sem áttu sér stað á vormánuðunum
og fram á mitt sumar, eru nú að
koma með fullum þunga inn í
lánskjaravísitölu, en jafnframt
hefur hægt á launabreytingum og
gengi haldist stöðugt. Jafnframt
verður að hafa í huga, að þeir sem
nú finna fyrir þessu misræmi sér í
óhag hafa flestir á undanförnum
mánuðum haft hag af því að hækk-
un lánskjaravísitölu hefur verið á
eftir almennum verðlagsbreyting-
um.
Að undanförnu hefur verið í und-
irbúningi að sníða þessa vankanta
af lánskjaravísitölunni og færa
reikning hennar betur til samræm-
is við verðlagsbreytingar á líðandi
stund. Nú hefur ríkisstjórn gert
ráðstafanir til þess að mánaðarleg-
ir útreikningar verði gerðir á vísi-
tölum framfærslu- og byggingar-
kostnaðar, er megi nota við út-
reikning lánskjaravísitölu. Hefur
bankastjórn Seðlabankans þvi
ákveðið að byggja útreikning láns-
kjaravísitölu framvegis á þessum
nýju mánaðarlegu gildum fyrir
framfærslu- og byggingarvísitölu.
Þar sem hér er um að ræða breyt-
ingu á grundvelli útreiknings
lánskjaravísitölu, samkvæmt 44.
gr. laga nr. 13/1979, hefur Seðla-
bankinn óskað úrskurðar sérstakr-
ar nefndar, sem skipuð er sam-
kvæmt nefndri lagagrein um það,
hvernig skuli tengja lánskjaravísi-
tölu þannig reiknaða lánskjaravísi-
tölu þeirri, sem í gildi hefur verið.
Formaður nefndarinnar er hag-
stofustjóri, en auk þess sitja í
nefndinni Helgi V. Jónsson, skipað-
ur af Hæstarétti, og Guðmundur
Guðmundsson, skipaður af Seðla-
banka íslands.
Nefndin hefur nú úrskurðað, að
hinir tveir vísitölureikningar skuli
tengjast þannig, að lánskjaravísi-
tala hinn 1. september nk. verði
skv. fyrri útreikningsreglu, þ.e.a.s.
786 stig, sem er 8,1% hækkun frá
vísitölu 1. ágúst. Miðað við áætlan-
ir Þjóðhagsstofnunar um verð-
breytingar næstu mánuði, má hins
vegar reikna með því, að hin
breytta lánskjaravísitala hækki
um 2,4% 1. október, 2,7% 1. nóv-
ember og 1,2% 1. desember. Af
þessu er Ijóst, að hækkun láns-
kjaravísitölu nú í ágústmánuði er
fyrst og fremst leiðrétting vegna
þess, sem hún hefur verið á eftir
raunverulegum verðbreytingum
undanfarna mánuði, en síðan mun
mjög draga úr hækkunum láns-
kjaravísitölu, það sem eftir er árs-
ins.
Vextir og lánskjarastefna
Allar spár, sem fyrir liggja,
benda eindregið til þess, að ört
muni draga úr verðbólgu næstu
mánuði og hafi reyndar þegar
dregið úr henni í þessum mánuði.
Við þessar aðstæður munu raun-
vextir að öðru óbreyttu fara ört
hækkandi og komast fljótlega yfir
verðbólgustig, þannig að tilefni
verði til endurskoðunar vaxta.
Bankastjórn Seðlabankans er
þeirrar skoðunar, að rétt sé að að-
laga vaxtakerfið breyttri verðlags-
þróun í áföngum næstu mánuði, og
er fyrirhugað, að fyrsta skrefið til
vaxtalækkunar verði tekið snemma
í næsta mánuði. Til þess að slík
vaxtalækkun geti orðið varanleg og
verði ekki til þess að draga úr
sparnaði og veikja fjármálakerfið í
landinu, er sérstaklega mikilvægt,
að áfram geti haldist sá stöðugleiki
í gengi islensku krónunnar, sem
ríkt hefur siðustu þrjá mánuði.
Jafnframt verði sem fyrst lagður
grundvöllur efnahagsstefnu fyrir
árið 1984, er tryggi áframhaldandi
hjöðnun verðbólgu, sem til lengdar
er eini varanlegi grundvöllurinn
fyrir heilbrigðum lánsfjármarkaði.
Einn þátturinn í mörkun láns-
kjarastefnu til lengri tíma, hlýtur
að vera fólginn í því að meta hvort
ekki sé æskilegt að draga kerfis-
bundið úr notkun verðtryggingar á
lánamarkaði, einkum innan banka-
kerfisins, en þó ekki fyrr en verð-
bólgan hefur minnkað svo mikið,
að eðlilegir vextir nægi til þess að
tryggja hagsmuni sparifjáreigenda
og viðunandi framboð á innlendu
fjármagni.