Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983
39
Hlynur Stefánsson:
„Viö
sigrum
3—2“
„Leikurinn leggst mjög vel í
mig, en maöur getur ekki neitaö
því aö ég er meö smá fiöring í
maganum. Stemmningin fyrir
leikinn er geysilega mikil hér í
Eyjum og það veröur örugglega
metaösókn aö leiknum. Viö för-
um á Laugarvatn í kvöld til aö
þjappa hópnum aöeins meira
saman og ég er sannfæröur um
aö viö náum upp góöri stemmn-
ingu,“ sagöi Hlynur Stefánsson
Vestmanneyingur þegar Mbl.
ræddi viö hann í gær vegna
úrslitaleiks ÍBV og ÍA í bikar-
keppni KSÍ sem fram fer á
sunnudaginn.
„Skagamenn viröast vera
nokkuö sterkir um þessar mundir
en viö höfum á hinn bóginn leikið
frekar illa uppá síökastiö. Viö
höfum lent í mörgum frestunum
og þaö ergir mann alltaf ef ekki
er hægt aö fljúga vegna ófæröar
en ég er alveg viss um að þetta
kemur hjá okkur í leiknum á
sunnudaginn."
Þegar viö náöum í Hlyn var
hann aö leika billjard og sagöi
Hlynur Stefánsson, hinn ungi og
efnilegi leikmaöur ÍBV, er afar
marksækínn og gerir mikinn uala
í vörn andatæöinganna.
hann aö þaö væri ágætt til aö
dreifa huganum, annars væri
hætta á því aö taugarnar klikk-
uöu. Aöspuröur sagöi Hlynur aö
hann vonaöist til aö skora mark í
leiknum og aö hann ætlaöi aö
minnsta kosti aö gera sitt besta
til þess, og síöan bætti hann viö:
„Ég spái því aö leikurinn endi
3—2 fyrir okkur."
— sus
Sigurður Lárusson:
„Okkar
erfiðasti
leikur
í sumar“
„Bikarleikurinn viö ÍBV
leggst mjög vel í mig, ég vil
samt engu spá um úrslit.
Viö hefðum ekki getaö
fengiö erfiöari andstæö-
inga en lið ÍBV, þeir eru
með góöa leikmenn sem
geta spilaö virkilega góöa
knattspyrnu," sagöi fyrirliöi
ÍA-liösins, Siguröur Lárus-
son.
— Viö veröum aö ná
fram okkar allra besta í
leiknum ef viö ætlum okkur
aö sigra. Þetta verður aö
mínu mati okkar erflöasti
leikur í sumar. Viö munum
leggja allt í sölurnar til aö
sigra. Okkur hefur gengið
nokkuö vel í sumar, viö er-
um meö góöan hóp og
Höröur Helgason er mjög
góöur þjálfari, þá eru stuön-
Sigurður Lórusson, fyrirliði ÍA, tek-
ur sporið á knattspyrnuvellinum.
ingsmenn okkar þeir bestu.
Stjórn deildarinnar er góö
og styöur víö bakið á okkur
þannig aö þaö er allt sem
hjálpast aö til aö útkoman
veröi góö.
Vonandi veröur hún góö á
sunnudaginn,“ sagöi fyrirliöi
ÍA.
— ÞR
Lið ÍBV
kom í gær
Knattspyrnulið ÍBV kom til
Reykjavíkur síödegis í gær
þegar loksins var hægt aö
fljúga þangaö vegna þoku.
Leikmenn liðsins voru allir
hressir og kátir og virtist leik-
urinn leggjast vel í þá. Þeir
héldu á eitt af veitingahúsum
borgarinnar og fengu sér þar
kvöldverð áöur en þeir héldu
af stað til Laugarvatns þar
sem þeir munu dvelja fram á
sunnudag viö æfingar og
annan undirbúning sem
nauðsynlegur er fyrir svona
stórleiki.
• Knattspyrnulið ÍBV kom til Reykjavíkur I gær og héldu þeir strax ti Laugarvatns þar sem þeir ætia að
dvelja fram að bikarúrslitaleiknum á sunnudag. Hér má sjé hluta liðsins skömmu eftir komuna til Reykjavík-
Ur' Morgunblaðið/ SUS
íslandsmeistarar Fram
• fslandsmeistarar Fram í 2. flokki í knattspyrnu eftir aö þeir höfðu tryggt sér sigur í mótinu með sigri á ÍK 4—1. Þetta er annar flokkurinn hjá
Fram sem tryggir sér íslandsmeistaratitilinn á skömmum tíma. Þriðji flokkur þeirra sigraði í sínum flokki á dögunum, þannig að þeir eiga
bjarta framtíö í knattspyrnunni, Framarar. Á myndinni eru auk leikmanna þeir Ólafur Orrason, lengst til vinstri í aftari röðinni, og viö hlíö hans
hinn pólski þjálfari Fram, Andrzej Strejlau en lengst til hægri er Halldór B. Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Fram.
2. deild
TVEIR leikir voru í 2. deild í
gærkvöldi. í Njarðvík léku
heimamenn viö FH og lauk
þeim leik með markalausu
jafntefli þrátt fyrir aö bæði
liðin fengju ágætis tækifæri
til að skora. UMFN fékk eitt
gullíö tækifæri til að skora.
Eftir aö skotið haföi veriö i
þverslána barst boltinn til
Unnars en honum tókst á
einhvern óskilanlegan hátt
að skalla yfir markið þegar
mikið auöveldara var að
skalla í þaö. FH-ingar fengu
gott færi rétt í lokin þegar
Pálmi og Jón Erling komust
einir innfyrir en markvöröur
Njarðvíkinga, Ólafur, bjarg-
aöi mjög vel.
Einherji og KS léku á
Vopnafirði og lauk þeirri viö-
ureígn með sigri Einherja,
2—1. Baldur Kjartansson og
Steinþór Hreinsson skoruðu
fyrir Einherja og var mark
Steinþórs beint úr auka-
spyrnu en Björn Ingimars-
son minnkaöi muninn úr
vítaspyrnu rétt undir lok
leiksins.
KA 16 8 5 3 26- -18 21
Fram 15 7 6 2 25- -17 20
FH 15 6 6 3 24- -16 18
Víðir 16 6 6 4 12—10 18
UMFN 16 7 3 6 17- -13 17
Einherji 16 5 7 4 14—15 17
Völsungur 16 6 3 7 15- -15 15
KS 16 3 7 6 14- -18 13
Fylkir 16 3 4 9 13- -22 10
Reynir 16 1 7 8 8- -24 9
Gross meö
heimsmet
MICHAEL Gross setti sitt
annað heimsmet í Evrópu-
mótinu í sundi í Róm í gær
þegar hann synti 200 m flug-
sund á 1:57,05 en næsti mað-
ur var á 1:59,74.
Ferð á leik
ÍA og ÍBV
• í tilefni af leik ÍA og Vest-
mannaeyja í bikarkeppninni
á morgun, verður Akraborg-
in í förum á milli Skagans og
Reykjavíkur eins og svo oft
áöur en að þessu sinni verð-
ur sú nýbreytni að Sveinn
Garöarsson mun sjá farþeg-
um fyrir rútuferð frá höfninni
og í Laugardal fyrir leikinn
og sömu leið til baka eftir að
leiknum lýkur.
Golfmót í
Þrastalundi
GOLFMÓT Þrastalundar
verður haldiö 27. ágúst og
hefst kl. 9.00. Leikið veröur á
tveim golfvöllum, golfvelli
Öndveröarness og Alviröu.
Keppt verður um farand-
verölaun. Þá verða sérstök
verðlaun fyrir teighögg næst
holu á 8. braut golfvallar
Öndveröarness og 6. braut
golfvallar Alviröu. Öllum er
boðin þátttaka sem leið eiga
um Grímsnesið.
Verðlaunaafhending fer
fram í Þrastalundi. Þrasta-
lundur og Þrastaskógur eru
eign UMFÍ en rekstraraöilar
eru hjónin Kristín Haröar-
dóttir og Trausti Víglunds-
son og hafa þau rekið Veit-
ingastofuna í 10 sumur.