Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 35

Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 35
Sími 78900 Frumsýnir National Lampoon’s Bekkjar-klíkan ' */ Nociass 4. haslessctass .«L thanthLsdass. ^ *\vfc Splunkuny mynd um þá frægu Delfa-klíku sem kemur saman til gleöskapar til aö fagna tiu ára afmæli, en ekki fer allt eins og áætlaö var. Matty Simons framleiöandi segir: Kómedían er best þegar hægt er aö fara undir skinniö á fólki. Aöalhlutverk: Gerrit Graham, Sfephen Furat, Frad McCarren, Miriam Flynn. Leikstjórl: Michael Miller. Myndín er tekin ( Dolby Stereo og aýnd f 4ra réaa Staracope Stereo. Haakkaö verö. Sýnd kl. 3; 5, 7, 9 og 11. Einvígið (The Challenge) L Ný og mjög spennandi mynd um einfara sem flækist óvarf inn i stríö á milli tveggja I bræöra. Myndin er tekin í Jap- [ an og Bandaríkjunum. Aöal- hlutv.: Scott Glenn, Toahiro | Mifune, Calvin Jung. Leikstj : | John Frankenheimer. Sýnd kl. 7, 9.05 og 11.15. Bönnuö innan 16 ára. Sú göidrótta (Bedknobs and Broomsticks) A trlumotMn bbndrtltvr Frábær Walt Dísney-mynd, bæöi leikin og teíknuö. Sýnd kl. 3 og 5. Utangarðsdrengir (The Outaidera) w ,1 Aöalhlutverk: C. Thomaa Howell, Matt Dillon, Ralph Macchino, Patrich Swayze. Sýnd kl 5, 7, 9 og 11. Bönnuö innan 14 ára. Haekkaö verö. Myndin er tekin upp í Dolby Stereo. Svartskeggur Sýnd kl. 3. Allt á floti Aöalhlutverk: Robert HeyaJI Barbara Herahey, David Keith, Art Carney, Eddie Al- bert. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. SALUR 5 Atlantic City Frábær úrvalsmynd útnefnd til | 5 óskara 1982. Aöalhlv.: Burt | Lancaater, Suaan Sarandon. Leikstj.: Louia Malle. Sýnd kl. 5 og 9. ,C» V .1 .1/1 U(I|C MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983 Kim Anderzon leikur önnu og Bo leikur Lisa Hugoson Tommy Jonsson er frábaer í hlutverki farandsöluraannsins t sænskum valsi Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: Andra Dansen Leikstjóri: Lárus Óskarsson Handrit: Lars Lundholm Myndataka: Göran Nilsson Hljóó: Peter Ekvall Ljós: Hans Wallin Tónlist: Jan Bandell Mynd sú er Lárus Óskarsson leikstýrði nýlega í Svíaríki og nefnist á máli þarlendra Andra dansen hefir vakið þó nokkra eft- irtekt á heimaslóðum. Sem dæmi má nefna að í nýútkominni ár- bók Svenska Filminstitutet er hennar sérstaklega getið í rit- gerð eftir Jonas Cornell — ann- ars framleiðenda myndarinnar. Annarra sænskra mynda á starfsárinu er getið í stuttri um- sögn svo menn sjá að ekki er lítið haft við mynd landa vors. En kíkjum aðeins í ritsmíð Jónasar Cornell. Hann byrjar á því að skýra aðdraganda myndgerðar- innar, sem er á þá leið að hann ásamt Per Berglund fékk áhuga á að gera nokkrar ódýrar kvik- myndir er gæfu ungum og óreyndum leikstjórum tækifæri til að viðra hugmyndir sínar og þjálfa augað. Hann segist hafa valið Lárus fyrstan manna vegna prófkvikmyndar hans frá sænsku kvikmyndastofnuninni er nefndist „Fugl í búri“, en þá mynd telur Cornell búna ljóð- rænu ... án texta varð þessi mynd að ljóði sem allir skildu. „Ég sá fyrstu mynd Lárusar Óskarssonar og get verið sam- mála dómi Cornell. Sú mynd var einkar lýrísk og man ég enn eftir einstaka myndskeiði og raunar kom sumt frá þeirri mynd upp í hugann er er ég horfði á Andra dansen. Til dæmis ást Lárusar á rykmettuðum ljósstöfum. Reyndar fannst mér höfuðstyrk- ur myndarinnar liggja í mynda- tökunni í þeirri grafísku áferð sem náðist oft á tíðum; til dæmis þegar gróf hönd skógarmannsins strýkur ljósleitan líkama Jo — annarrar aðalpersónu myndar- innar. Mér fannst ég reyndar hafa séð eitthvað svipað í ljós- myndatímariti en slíkt skiptir ekki höfuðmáli, númer eitt er að ná fram sjónrænum áhrifum í mynd sem gerist á mörkum draums og veruleika. Lárus og félagar hafa kosið að taka mynd- ina í svart/hvítu og ná þannig fram grafískum áhrifum og jafnframt magnaðri andstæðu ljóss og skugga. Þetta bragð er vel þekkt og notað af yngri leik- stjórum gjarnan til að lýsa hin- um hráslagalegri veruleika fremur en þeim sem vafinn er litadýrð. Já, veruleiki Andra dansen er sannarlega hráslagalegur. Þar er lýst ferðalagi tveggja kvenna — Jo sem er ung og skoðar veru- leikann gegnum polaroid-filmu og hinsvegar Önnu, sem er útlif- uð píka í ieit að föðurást — eða svo skildist mér. Ég er raunar ekki viss um að ég hafi skilið alveg söguþráðinn enda kannski ekki meiningin að upplýsa of mikið um raunveruleika þessara tveggja aðalpersóna. Aukaper- sónurnar voru dregnar mun skýrari dráttum; þannig er Sig- urður Sigurjónsson í klissju- kenndu fyllibyttuhlutverki, sömuleiðis Tommy Johnsson í hlutverki farandsölumannsins. Báðir skiluðu sínu hlutverki með prýði og er ég ekki frá því að Tommy Johnsson hafi tekist að skapa hér klassíska aukaper- sónu. Kim Anderzon er sömu- leiðis eftirminnileg í hlutverki Önnu og ekki er Lisa Hugoson síðri sem Jo. Verður að teljast afrek hjá Lárusi að hafa smogið svo rækilega inní þessar ósam- stæðu kvenpersónur og er greinilegt að hann á andlega samleið með Bergman. Hitt er svo aftur annað mál að þótt leikurinn hafi verið fyrsta flokks og jafnvel óaðfinnanlegur á stundum og myndsviðið oft næsta glæsilegt — ef til vill full uppstillt á stundum, eins og maður væri staddur á ljós- myndasýningu — þá fannst mér ekki nást nægileg dýpt í aðal- persónurnar. Hér er ekki við Íeikstjórann að sakast fremur skáldið Lars Lundholm, sem mér skilst að hafi einnig samið hand- ritið að „Fugli í búri“. Mér fannst handrit Lars Lundholm einfaldlega ekki nógu safamikið. Eins og vantaði einhvern neista. Eða höfum við ekki margsinnis fyrirhitt í amerískum kvikmynd- um tvo rótlausa einstaklinga sem hittast af tilviljun og taka á rás í leit að — ja, hverju? Hjá Lundholm er það máski ástin, þroskinn hjá Könum, draumur- inn um líf í allsnægtum um lífsmáta sem menn telja gjarnan að finnist á vesturströndinni. Ég sé að Lundholm hefir skrif- að inn á filmuna þegar minnst varir ljóðrænar setningar — og þannig ætlað sér að ná samruna ljóðs og kvikmyndar. Það er máski hægt að hrista þetta tvennt saman í magnaða heild. Ég veit raunar ekki hvernig slíkt má takast enda vegir skáldskap- argyðjunnar óræðir; en ekki virðist duga að skeyta inn mögn- uðum myndskeiðum er lýsa mik- ilfengleik norðlægra skóga í bland við frábæra hljóðeffekta — sem ættu leið inní fleiri ís- lenskar kvikmyndir. Saga hinna ungu kvenna er einfaldlega nógu mögnuð. Ferð þeirra hefir áður verið farin. Auðvitað á endur- tekningin rétt á sér, en þá verður hún að vera með þeim hætti að maður undrist hin nýstárlegu tök. Vissulega var margt með nýstárlegum hætti í Andra dans- en en kröfurnar eru miklar og í ljóði verður allt að vera sem nýtt... Fjallamaraþon 1983: Flugbjörgunarsveit- in varð hlutskörpust Fjallamaraþon 1983 fór fram á Mosfellsheidi og Hengils- svædinu um síðustu helgi, með þátttöku 12 liða úr hjálparsveit- um skáta, Flugbjörgunarsveit- inni í Reykjavík og Stakki í Keflavík. Þetta er þriðja fjallamaraþon- keppnin sem Skátabúðin og Landsamband hjálparsveita skáta gangast fyrir og vegalengd hennar nú var um 25 km. Fyrri hluti keppninnar hófst rétt fyrir mið- nætti á laugardag og áttu kepp- endur að ganga milli ákveðinna mannaðra eftirlitsstöðva eftir korti og áttavita. Reyndi mjög á rötunarhæfileika manna enda al- dimmt og skyggni slæmt. Nætur- staður var ákveðinn í Maradal, um 13 km frá upphafsstað keppninnar og þangað náðu 11 lið af 12. Á sunnudagsmorgun voru keppend- ur ræstir til leiks á ný eftir þriggja tíma hvíld. Síðari hluti leiðarinnar lá úr Maradal um Skeggja, Innstadal og Stóra- Reykjafell að skíðaskálanum í Hveradölum. Þessa leið gengu þeir fljótustu á 2 klst. og 27 mínútum. Sigurvegarar í Fjallamaraþon ’83 urðu: Jón E. Rafnsson og Guttorm- ur B. Þórarinsson úr Flugbjörgun- arsveitinni í Reykjavík, með sam- anlagðan tíma 8 klst. og 23 mínút- ur. í öðru sæti urðu: Kristófer E. Ragnarsson og Sigurjón F. Óttarsson úr Flugbjörgunarsveit- inni í Reykjavík, með samanlagð- an tíma 8 klst. og 25 mínútur. í þriðja sæti urðu: Gestur Geirsson og Haukur Þ. Haralds- son úr Hjálparsveit skáta í Garða- bæ, með samanlagðan tíma 8 klst. og 31 mínútu. FJALla::/irAPQH Sigurvegararnir Jón og Guttormur við markið. .öt.rr (k or.e or.e .u bnýB ■•*• ■• • • • -« ■CU.I I gu I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.