Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983
13
Kaupgjald, kaupmátt-
ur launa og lífekjör
— eftir Ólaf Bjömsson
Málefni þau, sem hér eru greind
hafa eðlilega mjög verið til um-
ræðu undanfarnar vikur og mán-
uði, ekki sízt vegna hinna róttæku
efnhagsaðgerða, er framkvæmdar
voru í kjölfar myndunar núver-
andi ríkisstjórnar í lok maí sl.
Engan þarf að undra, að ráð-
stafanir þessar hafi verið um-
deildar. Bæði formælendur og
andstæðingar ráðstafananna hafa
þó rætt nauðsyn þess að almenn-
ingur fengi sem gleggstar upplýs-
ingar um rök þau er fram hafa
verið færð fyrir nauðsyn ráðstaf-
ananna og áhrif þeirra á afkomu
einstaklinga og þjóðarheildar. Rök
má og færa fyrir því, að ætla megi
að skilyrði fyrir málefnalegri um-
ræðu um þessar aðgerðir ættu að
vera hagstæðari en oft áður, þegar
gripið hefur verið til róttækra
efnahagsaðgerða. Rökin eru þau,
að gagnstætt því sem oft hefir
verið áður, þegar sambærilegar
ráðstafanir hafa verið gerðar, er
nú enginn ágreiningur um þau
markmið, sem að hefur verið
stefnt að með ráðstöfununum. All-
ir viðurkenna, að nauðsyn bar til
þess að fyrirbyggja það, að verð-
bólgan tæki nýtt stökk upp á við
og sömuleiðis er varla ágreiningur
um það, að forðast beri óhóflega
erlenda skuldasöfnun. Til saman-
burðar má nefna það, að þegar
viðreisnarráðstafanirnar voru
gerðar 1960, var einn megintil-
gangur þeirra að koma á frjálsari
gjaldeyrisviðskiptum, en því fór
fjarri, að allir væru sammála um
það, að slíkt væri almenningi til
slíkra hagsbóta, að vert væri að
færa verulegar fórnir til þess að
ná því markmiði.
Það getur varla verið ágreining-
ur um það heldur, að ráðstafanir
þær, sem gerðar hafa verið, eru
spor í átt til þess að ná þessum
markmiðum, sem allir eru sam-
mála um, þótt deila megi vitan-
lega um það, hvort ná mætti við-
unandi árangri með minni fórn-
um.
En þrátt fyrir þetta er því að
mínum dómi mjög áfátt, að reynt
sé að upplýsa almenning um þetta
mál, svo sem lofað hefir verið
bæði af hálfu formælenda og and-
stæðinga ráðstafananna. Er það
ástæða þess, að þessar greinar eru
skrifaðar. Ekki er þó svo að skilja,
að ég telji mig þekkja einhverjar
staðreyndir þessara mála, sem
aðrir ekki þekkja eða a.m.k. hafa
hvergi komið fram. Það vantar
heldur ekki að flóð af tölum um
áhrif þessara aðgerða og skýr-
ingar á nauðsyn þeirra hafi ekki
birzt almenningi í fjölmiðlum og á
öðrum vettvangi. En þar sem litl-
ar skýringar eru jafnan gefnar á
því, hvernig þessar tölur eru
fundnar, eða þeim forsendum sem
þeim liggja til grundvallar, verður
almenningur litlu fróðari þótt
hann sjái eða heyri slíkar tölur.
Eins og fyrirsögn þessarar
greinar ber með sér, er það sam-
bandið milli kaupgjalds, kaup-
máttar launa og lífskjara, sem
einkum verður rætt með hliðsjón
af þeim aðstæðum, sem nú ríkja í
íslenzku efnhagslífi. Eins og bráð-
lega verður nánar skýrt er þetta
samband einfalt og auðskilið ef
gert er ráð fyrir stöðugu verðlagi.
Ef verðbólga er hinsvegar ríkjandi
verður sambandið hinsvegar
flóknara og ýmsar ályktanir, sem
óskorað gildi hafa, miðað við stöð-
ugt verðlag, geta orðið beinlínis
rangar ef gert er ráð fyrir því, að
mælikvarði sá, sem notaður er á
verðmætin, hvort sem hann heitir
króna eða eitthvað annað, er sí-
feilt að breytast. Eðlilega villir
þetta fólki mjög sýn í þessum efn-
um, alveg á sama hátt og það
myndi rugla fólk mjög í ríminu,
t.d. varðandi allar umferðarregl-
ur, ef lengdareiningin hvort held-
ur er metri eða kílómetri væri eitt
í dag og annað á morgun. Þar sem
reglur um aksturshraða ofl. mið-
ast auðvitað við það, að einingin
sem mælir vegalengdir sé ávallt
sú sama, ætti að vera auðsætt, að
það, að vera sífellt að breyta
henni, getur valdið öngþveiti í um-
ferð og stóraukinni slysahættu.
En það er einmitt nokkuð þessu
líkt sem hrjáir efnahagslíf þjóða,
sem búa við hátt verðbólgustig.
Samband kaupgjalds, kaup-
máttar launa og lífskjara
þegar verðlag er stöðugt
Ef verðlag er stöðugt, er auð-
sætt að kaupgjald, sem venjulega
er mælt sem greiðsla fyrir vinnu
miðað við einhverja tímaeiningu
og kaupmáttur launa hljóta alltaf
að breytast í sömu átt og í sömu
hlutföllum. Ef kaup hækkar t.d.
um 5% leiðir það af stöðugu verð-
lagi, að kaupmáttur launa vex
einnig um 5%.
Lífskjör launafólks eru hinsveg-
ar háð fleiri atriðum en kaup-
mætti launa svo sem þeirri þjón-
ustu er hið opinbera veitir þegnum
sínum, sköttum, lengd vinnutíma,
fjármagnskostnaði og hugsanleg-
um tekjum af fjármagni, svo hið
mikilvægasta sé nefnt. Gera má
þó jafnan ráð fyrir því ef verðlag
er stöðugt, að kaupgjald og lífs-
kjör fylgist jafnan að, þótt ekki
þurfi þetta að breytast í nákvæm-
lega sömu hlutföllum, því að ólík-
legt er, að kauphækkanir t.d. hafi
neikvæð áhrif á aðra þætti lífs-
kjaranna. Gera má því ráð fyrir
því, að kauphækkanir og kjara-
bætur fylgist að, a.m.k. svo fremi
sem kauphækkanir draga ekki úr
atvinnu. Átökin á vinnumarkaðin-
um voru þannig átök um skiptingu
þjóðartekna milli launa og ágóða.
Til skamms tíma má líka segja, að
það hafi verið ríkjandi skoðun
bæði hagfræðinga og stjórnmála-
manna, að hið stöðuga verðlag
væri í raun hið eðlilega og æski-
lega ástand. Segja má líka að
nokkurn veginn stöðugt verðlag
hafi verið ríkjandi í öllum þeim
ríkjum, sem eitthvert mikilvægi
höfðu í heimsviðskiptunum allt
frá lokum Napóleonsstyrjaldanna
til síðari heimsstyrjaldar. Verð-
bólga var að vísu á árum fyrri
heimsstyrjaldar, en hún hjaðnaði
fljótt að henni lokinni og horfið
var þá að fyrri stefnu í efna
hagsmálum, sem hafði stöðugt
verðlag að markmiði. Tæki þau
sem beitt var til þess að tryggja
stöðugt verðlag voru í fyrsta lagi
peningamálin, þannig að útlánum
var haldið í skefjum svo að aukið
peningamagn leiddi ekki til verð-
hækkana. í fjármálum ríkisins
var stefnan sú, að tekjur og gjöld
stæðust á, þannig að ekki væri
halli á fjárlögum. Það studdi og að
stöðugu verðlagi í utanríkisvið-
skiptum var stefna frjálsrar versl-
unar yfirleitt ríkjandi.
Miðað við þessar aðstæður gátu
atvinnurekendur yfirleitt ekki velt
þeim kauphækkunum, sem um
kunni að vera samið yfir í verðlag-
ið, heldur urðu þeir að greiða þær
af ágóða sínum. Samkeppnin er-
lendis frá hindraði það, að hægt
væri að hækka vöruverð þó kaup-
gjald hækkaði. Peningamagn var
heldur ekki látið vaxa þó að kaup
hækkaði. Bankastjórar sögðu þá
jafnan sem svo við atvinnurekend-
ur: Það er ykkar mál að semja um
hærra kaup við launþega, en þið
skuluð ekki búast við þvi, að fá
einum eyri meira í rekstrarlán en
þið áður hafið fengið. Kauphækk-
anir voru þannig tekjutilfærsla
milli launþega og atvinnurekenda
og ekkert annað. Á hinn bóginn
veitti það launþegum aðhald um
það að gera ekki óhóflegar kaup-
kröfur, að þeir gerðu sér það ljóst,
að jafvel þótt slíkar kröfur næðu
fram að ganga, þá var hætta á því
að atvinnuleysi ýrði afleiðing ef
gengið yrði of nærri atvinnu-
rekstrinum, því að á þeim tímum
var litið svo á, að það væri á
ábyrgð aðila vinnumarkaðarins,
hvort næg vinna byðist á því
kaupi, sem um var samið, en ríkið
bæri þar enga ábyrgð.
Þetta er skýring á því að hundr-
aðstölur þær eða fjárhæðir, sem
vinnudeilur snerust um á þeim
tíma virðast e.t.v. hlægilega lágar
í dag. Á íslandi var t.d. að jafnaði
deilt um 5% kauphækkun eða
5—10 aura hækkun timakaups. En
þá ber að hafa það hugfast, sem
alltof oft sést yfir í okkar
verðbólguþjóðfélagi að 2—3%
kauphækkun, sem sótt er í vasa
atvinnurekenda, er meiri kjarabót
reiknað í raunlaunum, en 20—30%
kauphækkun sem tafarlaust er
sótt í vasa launþeganna sjálfra
með hækkun á verði vöru eða
þjónustu.
Ólafur Björnsson
Verðbólga sem
skattheimtutæki
Með seinni heimsstyrjöldinni
lauk því tímabili stöðugs verðlags,
sem segja mátti að ríkt hafi í
rúma öld þar á undan ef undan-
tekin eru ár fyrri heimsstyrjaldar.
Ekki svo að skilja, að verðbólga
hafi verið óþekkt fyrirbrigði fram
til þess tíma. Dæmi um rýrnun
verðgildis peninga finnast aftur í
fornöld, samanber þátt um sögu
verðbólgunnar sem fluttur var
fyrir skömmu í sjónvarpi. En
verðbólga var þá að jafnaði stað-
bundið fyrirbrigði og átti nær allt-
af rót sína að rekja til styrjalda og
á það nú raunar að talsverðu leyti
við enn í dag. En hvers vegna er
samband milli styrjaldarrekstrar
og verðbólgu? Styrjaldir kosta
mikið fé, þannig að það verður eitt
mesta vandamál þeirra ríkis-
stjórna, er í styrjöldum lenda, að
afla fjár til reksturs styrjaldar-
innar. Nærtækast er þá auðvitað
að leggja á nýja skatta, en þar sem
um svo geysilega mikla fjáröflun-
arþörf er að ræða, þykir sjaldnast
framkvæmanlegt að innheimta
slíkar fjárhæðir eftir venjulegum
skattaleiðum. Þá er gripið til þess
ráðs að yfirdraga reikning ríkisins
í seðlabanka viðkomandi lands eða
auka seðlaprentun sem venjulega
er það sama. Ríkið keppir nú við
einstaklingana um hið takmark-
aða vöruframboð sem á markaðin-
um er, og þar sem það verður
sjaldnast aukið á styrjaldartímum
hljóta vörur og þjónusta að hækka
í verði. Verðhækkanirnar knýja
svo borgarana á sama hátt og
„Höfuðgalli vísitölubót-
anna er hinsvegar sá, að
þegar hraði verðbólg-
unnar er kominn á
ákveðið stig, þá ná þær
ekki lengur þeim til-
gangi sínum að tryggja
kaupmátt launa, heldur
hafa jafnvel neikvæð
áhrif á hann. Rök má
færa fyrir því að hér á
landi hafi verðbólgan
það sem af er þessu ári
og jafnvel lengra aftur í
tímann verið komin á
þetta stig.“
venjuleg skattlagning til þess að
minnka neyzlu sína. Viðbrögð
launþega verða gjarnan þau, að
krefjast hærra kaupst til þess að
bæta sér þá kjaraskerðingu, sem
af verðhækkunum hefur leitt.
Ekki tekst launþegum þó, a.m.k.
ekki þegar miðað er við styrjald-
araðstæður, að koma sér undan
verðbólguskattinum með þessu
móti. Ríkisvaldið mætir aukinni
kaupgetu launafólks með því að
koma með nýjar seðlafúlgur á
markaðinn, þannig að verðlagið
hækkar á ný og þannig gengur koll
af kolli.
Hér kemur fram hið alkunna
fyrirbrigði víxlhækkanir kaup-
gjalds og verðlags. Sömuleiðis
tafatapið sem svo hefir verið
nefnt, en af því leiðir að launþegar
geta þurft að sæta verulegri
kjaraskerðingu jafnvel þótt þeir
hafi samninga um fullar verðbæt-
ur á laun, aðeins vegna þess að
kauphækkanir koma á eftir verð-
hækkunum. Sumir kunna að segja
að úr slíku megi bæta með
grunnkaupshækkunum eða því að
greiða verðbætur oftar. Miðað við
þær forsendur sem hér er byggt á,
þ.e. að vöruframboð verði ekki
aukið, er þetta þó misskilningur.
Slíkt mundi aðeins auka hraða
verðbólgunnar þannig að tafatap-
ið yrði sízt minna en áður. Kaup-
máttur launa verður aðeins auk-
inn með því að auka þau raunverð-
mæti, sem á boðstólum eru, ekki
með því að prenta fleiri seðla eða
prenta hærri tölur á þá, sem fyrir
eru í umferð.
Geta vísitölubætur
verðtryggt laun? Gagn-
rýnin á vísitölu-
fyrirkomulagið
Þegar tímabil stöðugrar verð-
bólgu á friðartímum hófst eftir
síðari heimsstyrjöld, voru það víða
í löndum viðbrögð launþegasam-
taka til þess að koma á veg fyrir
sírýrnandi kaupmátt launa af
völdum verðhækkana, að gera
kröfur um sjálfvirka hækkun
launa til samræmis við hækkun
framfærslukostnaðar. Frá sjón-
armiði atvinnurekenda gat sá
kostur líka fylgt slíku fyrirkomu-
lagi, að auðveldara var að semja
til lengri tíma með því móti, held-
ur en vera myndi ef launþegar
teldu sig óvarða gegn hækkun
framfærsluskostnaðar.
Mjög skiptar skoðanir hafa þó
lengst af verið um það, hvort vísi-
tölufyrirkomulagið væri hag-
kvæmt eða skynsamlegt. Annars
vegar er það sjónarmið, sem all-
miklu fylgi hefir jafnan átt að
fagna innan launþegasamtakanna,
að vísitölubætur séu „verðtrygg-
ing launa" eins og það hefir verið
orðað, þannig að með því sé
tryggt, svo sem bezt má verða, að
verðhækkanir rýri ekki kaupmátt
launa.
Hinsvegar er svo það sjónarmið,
að það sé sjálfsblekking ein að
vísitölubætur tryggi kaupmátt
launa. Hinsvegar séu þær mikill
verðbólguhvati og verði þær þann-
ig til þess að draga úr framleiðslu-
afköstum, en það bitni svo bæði á
launþegum og atvinnurekstrinum.
Oftast mun sannleikurinn þó
liggja einhvers staðar á milli þess-
ara öfga. Miklu máli skiptir þó
fyrir mörkun skynsamlegrar
launamálastefnu að gera sér grein
fyrir því, hver staðan er í þessu
efni á hverjum tíma og verður það
tekið til meðferðar í framhalds-
grein. Miðað verður þá við aðstæð-
ur í íslenzku efnahagslífi frá lok-
um síðari heimsstyrjaldar, en höf-
uðáherzla verður þó lögð á við-
horfin eins og þau eru í dag. En
áður en lengra er haldið, er rétt að
minnast á þá gagnrýni á vísitölu-
fyrirkomulagið, sem mjög ofar-
lega hefir verið á baugi hér á landi
að undanförnu og er í því fólgin að
vísitölubætur á laun auki launa-
mismun þess sem þær hygli, sér-
stakiega hálaunamanna, saman-
borið við þá, sem lægri laun hafa.
Þessi gagnrýni er þó vanhugsuð.
Þetta sýndi Björn Arnórsson
hagfræðingur BSRB á skýran hátt
fram á í grein í Tímanum þ. 28.
júní sl. Eins og dæmi hans um
bræðurna Gísla, Eirík og Helga
sýndu, blanda þeir, sem halda því
fram að hálaunamenn græði sér-
staklega á vísitölubótum, sem eru
hlutfallslega þær sömu á öll laun,
saman breytingum á magni raun-
verðmæta og mælikvarðanum,
sem notaður er á verðmætin. Ég
ræð þeim er mynda vilja sér rétta
skoðun á þessu máli til þess að
lesa grein Björns.
Sjálfur hefi ég alloft að undan-
förnu í einkasamtölum tekið mjög
einfalt dæmi til þess að skýra
þetta. Hugsum okkur, að mánað-
arkaup háseta á fiskiskipi hafi
fyrir tveimur árum verið 10 þús.
kr. en kaup skipstjóra á sama
skipi 20 þús. kr. Segjum að í dag sé
bæði kaupgjald og verðlag tvöfalt
á við það, sem þá var. Kaup háseta
er því 20 þús. kr. en skipstjóra 40
þús. Þeir sem halda því fram, að
hálaunamenn græði á hlutfalls-
legum vísitölubótum, segja nú, að
fyrir tveimur árum hafi munað 10
þús. kr. á kaupi háseta og skip-
stjóra en nú muni 20 þús. kr., svo
að auðsætt sé að skipstjórinn hafi
grætt á vísitölubótunum borið
saman við hásetann. Það sem sést
hér yfir er það að hver króna er á
seinni tímabilinu nákvæmlega
helmingi minni en var á fyrri
tímabilinu. Hlutföllin milli raun-
launa þessara tveggja manna hafa
þá ekkert breytzt. Þeir standa ná-
kvæmlega í sömu sporum og áður.
Við fáum hærri tölur ef við mæl-
um vegalengdina til Þingvalla í
metrum fremur en kílómetrum, en
öllum ætti að vera ljóst, að vega-
lengdin er sú sama, hvern mæli-
kvarðann sem við notum.
Ef við erum þeirrar skoðunar,
að rétt sé að launahlutföll ákveð-
ist í samningum launþega og at-
vinnurekenda, er það einmitt kost-
ur við launabreytingar í mynd
vísitölubóta, að þær raska ekki
þessum hlutföllum.
Höfuðgalli vísitölubótanna er
hinsvegar sá, að þegar hraði verð-
bólgunnar er kominn á ákveðið
stig, þá ná þær ekki lengur þeim
tilgangi sínum að tryggja kaup-
mátt launa, heldur hafa jafnvel
neikvæð áhrif á hann. Rök má
færa fyrir því að hér á landi hafi
verðbólgan það sem af er þessu ári
og jafnvel lengra aftur í tímann
verið komin á þetta stig. En það
verður tekið til nánari meðferðar í
framhaldsgrein.
Olafur Björnt&on er prófessor rið
riöskiptafriedideild Háskóla ís-
lands. Hann rar um langt árabil
alþingismaður fyrir Sjálfstaeðis-
flokkinn í Keykjarík og einn helzti
talsmaður flokksins í efnahagsmál-
um sro og ráðunautur ríkisstjórnar
um áratugaskeið.