Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983
23
„Sigmunds-
búnaðurinn“
Athugasemd við ritstjórnar-
grein Morgunblaðsins 24. ágúst
— eftir Hjálmar R.
Bárðarson siglinga-
málastjóra
í ritstjórnargrein í Morgunblað-
inu 24. ágúst 1983, er vitnað til
greinar Sigmunds Jóhannssonar
teiknara. I ritstjórnargreininni
segir svo m.a.: „Fyrir rúmu ári var
lögskipað að Sigmundsbúnaðurinn
yrði settur um borð í íslensk skip.“
Reglurnar krefjast ekki
„Sigmundsbúnaðar“
í reglum þeim frá 25. júní 1982
og síðari breytingum frá 28. janú-
ar 1983, er hvergi minnst á „Sig-
munds-búnað". Reglurnar fjalla
um losunar- og sjósetningarbúnað
gúmmíbjörgunarbáta, sem háður
er samþykki Siglingamálastofn-
unar ríkisins. Þessvegna ber
stofnuninni skylda til að prófa all-
an þann búnað, sem fram kann að
koma og óskað er eftir viðurkenn-
ingu á, líka frá öðrum aðilum en
Vélsmiðjunni Þór í Vestmanna-
eyjum.
Jákvæð afstaða til
þróunar búnaðar er
ekki tregðumerki
Varla eru nokkur tæki fullþróuð
við fyrstu gerð, svo að ekki verði
hægt að gera betur. Þetta hefur
líka orðið raunin á að því er varð-
ar búnað þann sem Sigmund Jó-
hannsson hefur hannað og fram-
leiddur er af Vélsmiðjunni Þór hf.
í Vestmannaeyjum. Þessi búnaður
hefur þróast verulega frá fyrstu
og upphaflegu gerð hans. Hér er
því ekki um neina tregðu að ræða
af hálfu Siglingamálastofnunar
ríkisins, heldur ósk um að búnað-
ur til sjósetningar gúmmíbjörgun-
arbáta fái að þróast eðlilega til
aukins öryggis fyrir sjófarendur.
Ef í reglunum hefði staðið að
Sigmundsbúnaður skyldi settur um
borð í öll íslensk skip, þá hefði mál-
ið verið mun einfaldara í fram-
kvæmd fyrir Siglingamálastofnun
ríkisins. Þá hefði Siglingamála-
stofnun ríkisins ekki þurft að bera
neina ábyrgð á frekari þróun
þessa búnaðar.
HT
Hjálmar R. Bárðarson
Tímatakmörk fram-
kvæmda samkvæmt
reglunum
Tímatakmörk reglnanna eru
þau, að við fyrstu búnaðarskoðun,
sem gerð verður eftir 1. mars 1983
skuli hvert þilfarsfiskiskip vera
með losunar- og sjósetningarbún-
að fyrir alla gúmmíbjörgunarbáta
skipsins, og við fyrstu búnaðar-
skoðun eftir 1. september 1983
skal hvert þilfarsfiskiskip vera
búið viðurkenndum sjóstýribún-
aði.
Það er þannig við skoðanir á
tímabilinu 1. mars 1983 til 1. mars
1984 að þilfarsfiskiskip skulu búin
viðurkenndum losunar- og sjó-
setningarbúnaði. Þó er Siglinga-
málastofnun ríkisins veitt heimild
til að veita frest ef vandkvæði
verða á að framkvæma nauðsyn-
legar breytingar.
Landssamband ís-
lcnskra útvegsmanna
fer fram á frestun
í bréfi dags. 18. apríl 1983 frá
Hermönnum fjölg-
ar ört í Hondúras
Ibierto C'ortes, llondúras, 25. ágúst. AP.
UM 30 bandarískar þyrlur og 1000
hermenn voru væntanlegir til Hond-
úras í dag. Þar með verða banda-
rískir hermenn í Hondúras orðnir
um 2400 talsins. Þegar liðið á æfing-
um Bandaríkjamanna er orðið full-
skipað verða um 5000 manns í
Hondúras. Auk þessa liðsafla tekur
6000 manna lið hers Hondúras þátt i
æfingum þessum.
Frá E1 Salvador bárust þær
fregnir í dag, að ítalskur tækni-
maður hefði verið skotinn til bana
er bifreið, sem hann var farþegi í,
var ekið framhjá vegartálma án
þess að stöðva. Jafnframt bárust
óstaðfestar fregnir af frekari
bardögum annars staðar í landinu.
» Góóan daginn!
Landssambandi íslenskra út-
vegsmanna til Siglingamálastofn-
unar ríkisins fer LÍU fram á að
stofnunin beiti sér fyrir því að
núgildandi reglum verði breytt,
þannig í fyrsta lagi, að aðeins
verði skylt að hafa einn gúmmíbát
með fjarstýribúnaði og einn með
sjóstýribúnaði. Þá óskar LÍÚ eftir
því, að frestur til framkvæmda
verði framlengdur um eitt ár. í
bréfi LÍÚ segir um þetta mál orð-
rétt: „Hvað frestbeiðnina varðar, þá
eru það bæði fjárhagserfiðleikar út-
gerðarinnar almennt og þess, að enn
er verið að hanna nýjar útgáfur af
fjarstýribúnaðinum, þ.e. gálgabún-
aðinn, sem tekur hinum eldri fram.“
Prófun sjósetningar-
búnaðar við hliðar-
halla og ísingu
Siglingamálastofnun ríkisins
hefur frá upphafi átt þátt í próf-
unum á sjósetningarbúnaði sam-
kvæmt reglunum. Stofnunin telur
rétt að sannprófa allar tillögur að
slíkum búnaði við sömu aðstæður.
Þar er gert ráð fyrir hóflegri ís-
ingu á búnaðinum og að skipið
hallist 60° í gagnstætt borð við
sjósetningu gúmmíbátsins. í sjó-
setningarbúnaðinum sé tunna eða
hylki, sem vegi 140 kg án ísingar.
Við þessar aðstæður telur Sigl-
ingamálastofnun ríkisins að sjó-
setningarbúnaðurinn þurfi að geta
skilað hylkinu vel út fyrir hugsað
skjólborð skips.
Siglingamálastofnun ríkisins
hefur ennþá ekki átt þess kost að
eiga fulltrúa við slíka prófun á
búnaðinum, sem framleiddur er af
Vélsmiðjunni Þór í Vestmanna-
eyjum. Slík prófun átti að fara
fram í Vestmannaeyjum 10. ágúst
1983, og fulltrúar Siglingamála-
stofnunar komu þá til Vestmanna-
eyja, en ekkert varð úr prófun
vegna plássleysis í frystigeymsl-
um þar, að sögn forstöðumanna
Vélsmiðjunnar Þórs hf.
Með bréfi dags. 23. ágúst hefur
Siglingamálastofnunin því farið
þess á leit við Vélsmiðjuna Þór í
Vestmannaeyjum, að stofnuninni
verði sem allra fyrst sendur einn
gálgi til prófunar í Reykjavík, og
yrði þá Vélsmiðjunni Þór að
sjálfsögðu boðið að eiga fulltrúa
við þær prófanir.
Patent-umsóknir fram-
leiðenda eru óviðkom-
andi Siglingamálastofnun
Siglingamálastofnun ríkisins
ber skylda til að vera hlutlaus í
því efni, hver framleiðir losunar-
og sjósetningarbúnað sem beðið er
um viðurkenningu stofnunarinnar
á. Stofnunin lætur afskiptalausar
umsóknir um einkaleyfi á fram-
leiðslu (patent), sem sótt hefur
verið um.
Meginmálið er það, að nauðsyn
ber til að tryggja að sá búnaður til
losunar og sjósetningar á gúmmí-
björgunarbátum, sem settur er
um borð í íslensk skip, veiti eins
mikið öryggi og frekast er unnt.
Tímatakmörk við út-
gáfu haffærisskírteina
Stofnunin hefur undanfarið gef-
ið ýmsum þilfarsfiskiskipum
tímabundið haffærisskírteini
vegna vöntunar þessa búnaðar.
Engin afstaða hefur verið tekin til
óska LÍÚ um eins árs frestun á
framkvæmdum. Hinsvegar er ekk-
ert því til fyrirstöðu af hálfu
Siglingamálastofnunar ríkisins,
að óbreyttum reglum, að nú þegar
veri hafin stöðvun þeirra þilfars-
fiskiskipa, sem ekki uppfylla
ákvæði gildandi reglna um þennan
búnað við næstu skoðun.
Reykjavík, 24. ágúst 1983,
Norrænt mót skólafólks
DAGANA 6.—9. október næstkom-
andi veður haldið árlegt mót skóla-
fólks á vegum æskulýðsdeildar
Norræna félagsins f Kaupmanna-
höfn og er yfirskrift mótsins nú
„Hvernig er Danmörk?“
Boðið er þátttakendum frá öll-
um Norðurlöndunum og munu
þeir fá tækifæri til að kynnast
danskri menningu og þjóðlífi fyrr
og nú, auk þess sem ýmsar stofn-
anir og fyrirtæki verða heimsótt.
Munu þátttakendur búa á dönsk-
um heimilum.
Norræna félaginu á íslandi
gefst kostur á að senda 18 þátttak-
endur á aldrinum 16—19 ára til
mótsins.
Umsóknir um þátttöku þurfa að
berast fyrir 3. september nk. til
skrifstofu Norræna félagsins,
Norræna húsinu við Hringbraut,
sem veitir einnig allar nánari upp-
lýsingar.
(Mynd: Snorri Snorrason)
Brúarsmíði í Borgarfirði
Nú er verið að vinna að því að leggja nýja brú yfir Leirá í Borgarfirði sem á að
leysa þá gömlu af hólmi. Að sögn Hauks Karlssonar brúarsmiðs hófust fram-
kvæmdirnar um miðjan júlí og er gert ráð fyrir að þeim Ijúki seint í haust. Hann
sagði ennfremur aö um 12—15 manns ynnu að öllum jafnaði viö brúarsmíðina,
og væri stefnt að því að ljúka fyrri hluta hennar eftir hálfan mánuð.
Barna- og fjölskyldu-
messur í Fríkirkjunni
Á SUNNUDAGINN kemur, 28. ág-
úst, verður barna- og fjölskyldu-
messa í Fríkirkjunni í Reykjavík,
hin fyrsta á þessu hausti, og hefst
kl. 11.00. Er ætlunin að efna til
slíkra samverustunda annan
hvern sunnudagsmorgun í vetur.
Nú verður bryddað upp á þeirri
nýbreytni, að börnin fá i hverri
messu tvíblöðung að festa inní
meðfylgjandi möppu og þannig
veður til eftir veturinn dálítil bók
til gagns og ánægju. Að öðru leyti
verður fyrirkomulag á þann veg,
að guðspjallið er útskýrt með
myndum, það eru sungnir barna-
sálmar og smábarnasöngvar með
tilheyrandi látbragði og hreyfing-
um og lesin framhaldssaga. Af-
mælisbörn eru boðin sérstaklega
velkomin. Ég vona, að margir for-
eldrar sjái sér fært að koma með
börn sín í Fríkirkjuna þessa
sunnudagsmorgna. Hittumst heil.
Gunnar Bjömsson,
frfkirkjuprestur.
ódýrog vönduð heimiRstæki
lumio■ 111 ii i
ARMULA8 S:19294