Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983
Öllum þeim sem heiðruðu mig og glöddu með heimsókn-
um, góðum gjöfum, blómum og heillaóskaskeytum í til-
efni 90 ára afmœlis míns 20. þessa mánaðar, þakka ég
af heilum hug og býð ykkur blessunar Guðs.
Krístjón Ólafsson.
Þakka öllum þeim sem glöddu mig á áttrœðisafmœli
mínu 15. ágúst með heimsóknum, gjöfum, skeytum og
blómum.
Guð blessi ykkur ölL
Sveinn Pálsson,
Dalbraut 25, Reykjavík.
Embætti aualýst
laus tU umsÓKnar
Auglýst eru laus til umsóknar neðangreind
tvö embætti:
1) Embætti forstöðumanns Byggingarsjóðs
ríkisins.
2) Embætti forstöðumanns Byggingarsjóðs
verkamanna.
Æskilegt er, að umsækjendur hafi
viðskipta- eða hagfræðimenntun. Launakjör
eru samkvæmt samningum fjármála-
ráðuneytisins við samtök ríkisstarfsmanna.
Umsóknir ber að senda til framkvæmda-
stjóra stofnunarinnar eigi síðar en
föstudaginn 16. september n.k.
Reykjavík, 24. ágúst 1983,
L§=>Húsnæðisstofnun ríkisins
Bflasala Eggerts
v/Höfðabakka
Mazda 919 2000 Ht. 1983
Mazda 626 2000 1982
Volvo 244 GL 1982
Volvo 244 GL 1981
Honda Accord EX m/öllu 1982
Honda Quintet 1981
SAAB 99 GLI 1981
BMW316 1981
Mazda RX-7 1980
Mazda 323 1980
Bílasala Eggerts
Símar 28488 og 28255
3R*fgmi((afrtfr
Metsölubhd á hverjum degi!
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir MICHAEL GOLDSMITH
Leiðtogarnir tveir, sem nú etja kappi í Chad, voru áður
samherjar gegn leppstjórnum Frakka í höfuðborg lands-
ins, N’djamena.
Hissene Habre, fjörutíu og eins árs, er nú sjálfskipaður
kyndilberi vestrænna öryggishagsmuna í Afríku. Hann var
áður foringi skæruliðahreyfíngar, sem barðist fyrir uppræt-
ingu „franskrar heimsvaldastefnu“ frá bækistöðvum í
norðlægum eyðimörkum landsins. Habre er af hjarð-
mannaættbálki Toubou-manna („manna norðursins“),
sem beitt hafa geitum sínum og kameldýrum á hrjóstrug-
um auðnum meðfram landamærum Chad og Líbýu í þús-
undir ára.
Goukouni Oueddei, þrjátfu
og fjögurra ára að aldri, er
arfborinn höfðingi Toubou-
ættbálki, þrátt fyrir að hann
hafi aldrei færzt í búning ætt-
bálkshöfðingja formlega. Faðir
Goukounis, sem var síðasti
höfðingi ættbálksins, andaðist
fyrir nokkrum árum í eyði-
merkurbæ í Suður-Líbýu. Á
síðustu árum æfi sinnar hvatti
höfðinginn Moammar Khadafy
til að útvíkka landamæri Líbýu
í suðurátt og sameina þannig
beitilönd Toubou-manna. Stein-
ristur og klettamálverk, sem
fundizt hafa í Tibesti-fjöllun-
Pierre Galopin, majór, í samn-
ingaerindum til herbúða
Habres 1975. Þar sem Galopin
hafði lausnargjaldið ekki með-
ferðis lét Habre færa hann
fyrir rétt sakaðan um njósnir
og lét síðan taka hann af lífi.
Dauði Galopins og fangelsun
Claustres olli mikilli reiði al-
mennings í Frakklandi og voru
á döfinni áform um að senda
fallhlifaherdeild til að gera út
af við uppreisnarmenn.
Goukouni tókst hins vegar að
sannfæra ættbálk sinn á fyrri
hluta ársins 1977 að varðhalds-
vist ungfrúrinnar þjónaði ekki
skamms tíma með embætti for-
seta, en Habre varð varnar-
málaráðherra. Fylgismenn
beggja voru þó þegar á þessum
tíma farnir að skipa sér í tvær
fylkingar og mátti sjá þá með
alvæpni augliti til auglitis fyrir
utan forsetahöllina.
Á endanum kom að því að
upp úr sauð með fylkingunum
tveimur. Goukouni bauð Khad-
afy að nema Chad herskildi í
desember 1980, og bar því við
að hann þyrfti á aðstoð að
halda í baráttunni gegn „sam-
særi heimsvaldasinna". Líbýsk-
ar hersveitir höfðu höfuðborg
landsins á valdi sínu i eitt ár.
Tilkynnt var um samruna Líb-
ýu og Chad og haldnar bóka-
brennur á aðaltorginu í
N’djamena, þar sem biflíum og
bænakverum á frönsku og
ensku var varpað á bálköstinn.
Múhammeðstrú var gerð að
ríkistrú og arabíska lögleitt
sem eina opinbera tungumálið
þrátt fyrir að minna en helm-
ingur fimm milljón íbúa væru
Múhammeðstrúar eða töluðu
arabísku.
Khadafy kallaði hersveitir
Bardagabrædur frá gam-
alli tíð berjast nú í Chad
Hissene Habre
um í Norður-Chad og tilheyra
forfeðrum Toubou-manna, eru
taldar vera tíu þúsund ára
gamlar.
Goukouni gekk á unga árum
til liðs við Toubou-skæruliða
Habres í Oqbesti-eyðimörkinni
og gerðist trúar- og ættbálks-
leiðtogi hreyfingarinnar.
Habre var hins vegar óum-
deildur hernaðarforingi.
Þann 21. ápríl 1974 leiddi
Habre skæruliðahóp, er réðist á
herbækistöð Frakka í Bardai, á
afskekktum stað í hjarta Tib-
esti-eyðimerkur. Um tuttugu
Frakkar, hermenn og óbreyttir
borgarar, voru drepnir og
nokkrir borgarar, þ.á m.
franski fornleifafræðingurinn
Francois Claustre, numdir á
brott. Habre lét síðar alla gísl-
ana lausa að einum undanskild-
um, ungfrú Claustre, sem
Habre reyndi næstu þrjú árin
að nota til að kúga lausnargjald
út úr Frökkum. Gjaldið, sem
Habre setti upp: hergögn að
jafnvirði tvö hundruð og sjötíu
milljóna íslenzkra króna til að
nota gegn Frökkum.
Stjórnvöld í París sendu
Moammar Khadafy
tilgangi sínum. Habre neitaði
að fallast á sjónarmið Gouk-
ounis og voru þá gerðar ráð-
stafanir til að víkja honum úr
starfi skæruliðaforingja. Gouk-
ouni flaug þegar í stað með
fornleifafræðinginn til höfuð-
borgar Líbýu, Tipólí, og sleppti
henni eftir að hafa látið ljós-
mynda sig ásamt Khadafy og
ungfrú Claustre í miðið. Habre
fyrirgaf Goukouni aldrei að
hafa sært stolt hans með þess-
um hætti. Flýði hann fljótlega
úr landi ásamt fáeinum áhang-
endum, en Goukouni snéri aft-
ur og gerðist foringi skæruliða.
^orseti Chad, Felix Malloum,
studdur af Frökkum, bauð
Habre síðar að gerast forsæt-
isráðherra landsins í von um að
skæruliðaforinginn fyrrverandi
kynni tökin á Goukouni. Úfar
risu á vinskap Malloums og
Habres og var hinum fyrr-
nefnda steypt af stóli 1979. í
ringulreið þeirri, sem fylgdi í
kjölfarið, fór Goukouni til
Goukouni Oueddei
sínar aftur á seinni hluta árs-
ins 1981 og vó þar þyngst á
metunum þrýstingur annarra
Afríkuríkja. Habre, sem
hrökklaðist til Súdan undan
innrás Líbýumanna, náði höf-
uðborginn aftur á sitt vald
nokkru síðar en Goukouni
stökk í útlegð í júní 1982.
Goukouni skaut aftur upp
kollinum í Bardai og héldu Líb-
ýumenn yfir honum hlífiskildi.
Lýsti hann þegar yfir stofnun
nýs lýðeldis Múhammeðstrú-
armanna til höfuðs stjórn
Habres, sem hann nefndi „ný-
lendustjórn í nýrri mynd".
Orðrómur hefur nýlega verið
á kreiki um að Goukouni kunni
að hafa horfið af sjónarsviðinu
eða jafnvel týnt lífi í átökum í
Chad nýlega. Ekkert hefur enn
komið fram sem hafa mætti til
vitnis um afdrif foringjans.
Baráttá skæruliða gegn stjórn-
inni er að minnsta kosti enn í
fullum gangi og óttast menn
mest að styrjöldin magnist út
fyrir landamæri Chad.
Mirhael Goldsmith er frétta-
maður AP-fréttastofunnar.