Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 17

Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983 17 Bragi Ásgeirsson, listmálari: Opnar sýningu á Akureyri Bragi Asgcirsson, listmálari, opnar f dag sýningu á um 80 verkum í Listsýn- ingarsal Myndlistarskólans á Akureyri. Á sýningunni verda aðallega stein- þrykk, málmgrafík og örfáar tréristur. Sýningin verður aö miklu leyti svipuð sýningu þeirri, sem var í Listmunahúsinu í Reykjavfk fyrir skömmu, en auk þess mun Bragi kynna möppu sem hefur að geyma 6 steinþrykk eftir hann. Mappan er prentuð í 70 eintökum, og er hún vafalítið stærsta listmappan, sem gefin hefur verið út hérlendis til þessa, en mappan var gerð í Kaupmannahöfn í apríl og maí á þessu ári. I stuttu spjalli við Mbl. sagði Bragi að hann hefði verið staddur í Osló vorið 1953 og þá hefði hann m.a. gert nokkrar myndir, en ekki haft tíma til að þrykkja þær. Hann hefði svo fundið myndplöt- urnar f vor sem leið, og þrykkt þær í sumar og sýnir þær nú í fyrsta skipti á Akureyri. Bragi kvað þessa vinnuaðferð, að láta aðra þrykkja myndirnar, vera mjög nýstárlega fyrir hann, en hann nyti þess út f ystu æsar að vinna á þennan máta. „Það er sérlega gaman að vinna svona, og ég hef f huga að halda áfram á þessari braut. Ef maður vinnur allt verkið sjálfur, geta tæknileg atriði og prentun orðið allt að 80% af vinnunni, en þegar maður hefur heilt verkstæði fyrir sig, og aðrir sjá um tæknilegu hliðina, getur maður einbeitt sér alfarið að listsköpuninni," sagði Bragi og bætti því við, að hann hefði haft 4 menn í vinnu í heilan mánuð við gerð möppunnar. Bragi sagðist hafa hætt að vinna í grafík í tuttugu ár, en væri nú byrjaður aftur. Kvað hann þessa sýningu verða þá síðustu á eldri verkum hans sem hann sæi sjálfur um, og héðan í frá sýndi hann eingöngu nýjar grafíkmynd- ir. Bragi sagðist hafa sýnt áður á Akureyri, en aldrei haldið svo skipulagða sýningu sem þessa. Sýningin opnar í dag, 27. ágúst, en henni lýkur 4. september. Bragi Asgeirsson við eitt verka sinna. Þykkvibær: Kartöfluverksmiðjan nýtir allt smælkið „ÉG HELD einmitt að bændur líti með miklum vonaraugum til verksmiðjunn- ar þegar svona árar, því þeir fá þá einhverjar tekjur fyrir smáu kartöfl- urnar sem við höfum möguleika á að nýta en annars þyrfti að henda,“ sagði Friðrik Magnússon, framkvæmdastjóri Kartöfluverksmiðjunnar hf. í Þykkva- bæ, í samtali við Mbl., er hann var spurður að því hvaða áhrif slæmt útlit kartöfluuppskeru sunnanlands og jafn- vel uppskerubrestur hefði á starf- rækslu kartöfluverksmiðjunnar. Friðrik sagði að verksmiðjan gæti nýtt allar kartöflur sem upp á upp- tökuvélarnar kæmu og gæti þetta hjálpað bændum eitthvað þegar lítil uppskera væri. Sagði Friðrik að verksmiðjan hefði þurft að nota inn- fluttar kartöflur síðan í byrjun júlí, en það væri óhagstæðara en að nýta innlendu kartöflurnar. Sagði hann að þær innlendu yrðu keyptar strax og þær kæmu á markaðinn en síðan yrði að flytja inn kartöflur til að halda verksmiðjunni gangandi þann- ig að uppskerubrestur hefði í sjálfu sér ekki mikil áhrif á rekstur henn- ar, slíkt hefði hins vegar afar slæm áhrif fyrir þá bændur sem byggðu afkomu sína á kartöfluræktinni. Hængur- inn víð- förli ekki einsdæmi SKÝRT var frá því í frétt Morg- unblaðsins sl. miðvikudag, að hængur sem merktur var í Blöndu þann 2. ágúst, hefðj ver- ið veiddur á stöng í Laxá í Ásum 20. ágúst Morgunblaðið sneri sér til Finns Garðarssonar, fiskifræðings hjá Veiðimála- stofnuninni, og innti hann álits á þessum viðburði, en sem kunnugt er ganga laxar iðulega í þá á sem þeir alast upp í sem seiði. Finnur sagði að þetta væri þekkt fyrirbæri erlendis, en þar sem lítið hefði verið merkt af fullorðnum laxi hér á landi væri erfitt að segja til um hve algengt þetta væri. Þó er vitað um fleiri slík tilfelli hérlendis. í fyrrasumar veiddist til dæmis lax í Vatnsdalsá, sem nýlega hafði verið merktur í Blöndu. Að sögn Finns halda menn helst að laxinn noti lyktar- skynið til að rata í sína upprunalegu á. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig, en lykt- in af uppeldissystkinum gæti spilað þar eitthvað inn í. Ein- hvern veginn hafi þessi lax villst upp í Blöndu, en þótt þefurinn þar annarlegur og því snúið við, rennt sér niður jökulfljótið út í sjó og síðan runnið á lyktina til sinna eig- inlegu heimkynna. ALLAR VORUR A VORUMARKAÐSVERÐI iKl Vörumarkaðurinn hf. SÉJ EIÐISTORG111 SELTJARNARNESI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.