Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983
9
jMmsDsö dddIíI
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 206. þáttur
„Síðumúlafangelsi opnar
aftur eftir sumarleyfi." Þannig
var fyrirsiton í blaði fyrir
skemmstu. Ut af fyrir sig má
þetta sumarleyfi vera gleði-
efni. En mér er spurn: Hvað
opnar Síðumúlafangelsi að
loknu sumarleyfi? Líklega ætti
ég frekar að spyrja: Hver
opnar það? Auðvitað opnar
fangelsið hvorki eitt eða neitt.
Það er ekki gerandi þess
verknaðar sem um ræðir, held-
ur þolandi. Síðumúlafangelsi
verður því opnað eftir sumar-
leyfið, eða opnast, ef við viljum
nota miðmynd í þolmyndar-
merkingu, eins og oft er reynd-
ar gert. En í þessu sambandi
gæti slíkt orðalag heldur en
ekki valdið misskilningi.
í fyrrgreindri fyrirsögn sýn-
ist mér um dönsk áhrif að
ræða, svona eins og í knatt-
spyrnumálinu, þegar sagt er:
það eru mörkin sem telja. En
mörkin telja bara ekki neitt.
Þau teljast hins vegar eða eru
talin, eða gilda, eins og Her-
mann Gunnarsson segir frem-
ur og aðrir þeir, er segja frá
íþróttum á skaplegu manna-
máli.
Mjög var nú gaman að fá
ennþá eitt Pálsbréf. Ég var
næstum því tekinn að óttast að
postulinn Páll eða „Pósturinn
Páll" hefði gleymt mér. En það
var sem betur fer ekki. Páll
Helgason les ennþá blöðin vök-
ulu varðmannsauga og lætur
sér að vonum stórlega mislíka,
þegar hinir áhrifamiklu fjöl-
miðlar misbjóða íslenskri
tungu. Páll kveður:
Oft mig ttækir ólund heim,
er ég blöóin skoÁa.
Flumbruhátt og flausturskeim
finn ég víð þau loóa.
Síðan tökum við Páll Helga-
son nokkur dæmi af flumbru-
hætti og flausturskeim. Mörg
þessi dæmi vitna um staglstíl
(tautologiu) og einhvers konar
tegundir af samruna (contam-
ination). Leturbreytingum
stýrir umsjónarmaður:
„1. „ ... að ráðherrann
hefði ekkert vald til að íhlutast
til um dóminn." Hér er brengl-
að saman orðasambandinu að
hlutast til um eitthvað og
nafnorðinu íhlutun. Ráðherr-
ann skorti vald til íhlutunar
um dóminn eða hann var ekki
bær um að hlutast til um
hann.
2. „... en um það væru
þröng ákvæði i lagaákvæðum
um starfsemi dómsins." Nærri
má geta að ákvæði séu í lögum,
en þá er farið að þrengjast illi-
lega, þegar ákvæðin eru í
ákvæðum laganna.
3. „... vegna mjög slæmrar
stöðu útgerðar á síðasta ári,
vegna þess hve afli dróst veru-
lega saman á síðastliðnu ári.“
Ekki skortir skýringar á því
hvers vegna útgerðinni vegnaði
illa í fyrra. (Innan sviga ætlar
umsjónarmaður að skjóta því
hér inn, að íslenskur náms-
maður í Svíþjóð talaði fyrir
skemmstu um aðstöður þar í
landi. Svona er fleirtalan áleit-
in.)
4. „Þetta segir m.a. í skýrslu
stjórnar verkalýðsfélags Borg-
arness, sem haldinn var ný-
lega.“ Hver var haldinn (með
tveimur n-um) nýlega? Allt
annað mál og gott er það, að
skýrslur séu haldnar og nafn-
orðið skýrsluhald. En klausan
úr blaðinu minnir á frægt mis-
mæli í búnaðarþætti útvarps-
ins fyrir all-löngu. Þar var
sagt: Skýrslurnar undan þessu
nauti sýna það, að mjólkin hef-
ur vaxið, og sömu skýrslur
undan sama nauti sýna líka að
fitan hefur vaxið.
5. „... og loks að sigra titil-
inn þrisvar í röð.“ Kemur nú
enn að því, er menn kunna ekki
mun á notkun sagnanna að
sigra og vinna. Menn geta unn-
ið titil eða leik, en þeir sigra
hvorki titilinn, leikinn né mót-
ið. Slíkt geta þeir unnið með
því að sigra andstæðinga sína
eða mótherja.
6. (og nú fer að kárna gam-
anið): „ ... þar sem þeir fram-
leiddu oft og tíðum fisk úr
óvinnsluhæfum fisk.“ Ég hef
áður talað um óskapnaðinn
„grásleppuhrognaframleiðend-
ur“, en nú kastar tólfunum
þegar menn eru teknir að
framleiða fisk úr fisk, ekki
einu sinni fiski. Líklega hafa
mennirnir framleitt einhvers
konar vöru úr óvinnsluhæfum
fiski.
7. „ ... en hefðbundinni
stundaskrá hefur verið lagt
fyrir róða.“ Ég hef áður reynt
að skýra uppruna orðsins róði í
þessari merkingu. I þetta sinn
læt ég nægja að geta þess að
orðasambandið að leggja (eða
láta) fyrir róða tekur með sér
þolfall, ekki þágufall.
8. „Að sögn Jakobs vöktu
Grýlurnar hvarvetna mikla
hrifningu hvar sem þær komu
fram.“ Sem sagt allstaðar.
9. „Framleiðsluverð fram-
leiðslu Mjólkursamlags KEA
nam ... “ Þarfnast vart
athugasemdar.
10. „Aðspurð sögðu þau, að
fjárbúskapur væri eina útflutn-
ingsgrein eyjaskeggja." Þessi
búskapur verður varla lengi
stundaður í eyjunum, þar sem
hann er eina útflutningsgrein-
in og líklega allur á bak og
burt, þegar þetta er skrifað.
11. „En að undanförnu hafi
verið kalt og því hlánað frem-
ur hægt ... “ Já, allur er var-
inn góður og betra að fullyrða
ekki of mikið. Þó ætti að mega
staðhæfa að alls ekki hafi
komið hláka, meðan kalt var.
12. „En þetta er eins og að
moka í botnlausan hít.“ Hér er
aðeins einfaldur kynruglingur.
Hít = stórt ílát er kvenkyns.
Menn moka í botnlausa hít.
13. (Lifi varkárnin!): „Ég
held að tilkoma þessarar nýju
flugstöðvar sé kannski meira
framfaramál en menn kannski
átta sig á í fljótu bragði."
Meira úr Pálspósti síðar.
En Hlymrekur handan hefur
uppvakist að nýju:
Ég er nú s>o aldeilLs bara bit,
bún Bubba hans Manga á Arafit
ttem grasæta ferfætt
hún gengur ura berfætt
og á ekki einn einasta varalit
29555 — 29558
3ja-4ra herb. íbúð óskast
Höfum fjársterkan kaupanda aö 3ja—4ra herb. íbúö
í Reykjavík eöa Kópavogi.
Eignanaust ikipholti 5. I
Þorvaldur Lúðvíksson Sími 29555 og 29558.
Til sölu
Ný uppgerö 55 fm 2ja herb.
ibúö meö geymslu, innarlega
viö Laugaveg, í skiptum fyrir
3ja—4ra herb. ibúö i Reykja-
vik. Laus strax. Þeir sem áhuga
hafa, vinsamlegast sendiö nafn
og símanúmer á augl.deild Mbl.
fyrir 1. sept. merkt: „Skipti —
8827".
Tækifæri — Laus strax
85—90 fm íbúö á 2. hæö í steinhúsl viö Laugaveg. í
íbúðinni er tvöfalt gler, Danfoss og lagnir yfirfarnar.
íbúöin er stór, björt og rúmgóö. Tvær stórar sam-
liggjandi stofur og stórt svefnherb. meö skápum. Búr
inn af eldhúsi. Eldhúsiö er meö eldri innréttingum.
Sturta er í kjallara. Snyrting er í íbúðinni og má
hæglega stækka hana og koma fyrir baöaöstööu.
Næg bílastæöi og barnaleikvöllur í nágrenninu. Á
eigninni hvíla engar veöskuldir.
Nánari uppl. kl. 13—15.
Fasteignasalan Grund,
Hverfisgötu 49, Vatnsstígsmegin,
sími 29766.
esið
reglulega
öllum
fjöldanum!
usaval
FLÓKAGÖTU 1
SÍMI24647
Einbýlishús
í Smáíbúöahverfi, 6—7 herb.
Bílskúr. Falleg ræktuö hornlóö.
Sérhæö — bílskúr
5 herb. séríbúö í tvibýlishúsi í
austurbænum Kóp. Sérhiti, sér-
inng. Bílskúr. Falleg ræktuö
sérlóö.
Háaleitisbraut
— eignaskipti
3ja herb. rúmgóö íbúö á 2. hæö
viö Háaleitisbraut. Suöursvalir.
Æskileg skipti á 2ja herb. íbúö í
Seljahverfi.
Raðhús — eignaskipti
Raöhús í Mosfellssveit, 6—7
herb. Innb. bílskúr. Húsiö er í
smíðum, íbúöarhæft. Æskileg
skipti á 3ja herb. íbúö í Reykja-
vík.
3ja herb.
ibúö viö Engihjalla í Kópavogi, á
8. hæö og 3ja herb. nýstandsett
íbúð á 1. hæð við Skarphéö-
insgötu. Laus strax.
Hesthús
Til sölu nýlegt hesthús í Hafnar-
firði fyrir 6 hesta, ásamt hlööu.
Helgi Olafsson
löggiltur fasteignasali.
Kvöldsími 21155.
29555
Skoðum og verð-
metum eignir sam-
dægurs.
Hamraborg. 2ja herb. 60 fm á
3. hæð. Verö 1100 þús.
Kóngsbakki. 2ja herb. 65 fm á
1. hæð. Verö 1050 þús.
Snorrabraut. 2ja herb. 63 fm á
3. hæð. Verö 1050 þús.
Engihjalli. 3ja herb. 80 fm á 2.
hæð. Verð 1300 þús.
Hamraborg. 3ja herb. 104 fm á
4. hæð. Bilskýli, Verð 1450—
1500 þús.
Furugrund. 3ja herb. 90 fm á 1.
hæð. Verð 1400 þús.
Sléttahraun. 3ja herb. 90 fm á
1. hæð. Verð 1350 þús.
Tjarnarból. 87 fm á jaröhæö.
Verð 1350 þús.
Krummahólar. 4ra herb. 100
fm á 1. hæö. Verð 1400 þús.
Miðtún. 4ra herb. 110 fm sér-
hæö. Verð 1900 þús.
Lágholt — Mos. 5 herb. einbýli.
120 fm. Verö 2,4 millj.
Faxatún. 130 fm einbýlishús.
Bílskúr. Verð 2,9 millj.
Holtsbúð. 160 fm raöhús
m/ bilskúr. Verö 2,7 millj.
Eignanaust
Skipholti 5.
Sími 29555 og 29558.
Þorvaldur Lúvíksson hrl.
HUSEIGNIN
\Q) Sími 28511 22
SKOLAVÖRÐUSTIGUR 18, 2. HÆÐ.
Hringbraut
Innviröulegt einbýlishús, 305
fm, á tveimur hæöum ásamt
kjallara. Alls 8 herb. Bílskúr 25
fm.
Meistaravellir — 5 herb.
5 herb. íbúö á 4. hæö. 140 fm .
3 svefnherb. Þvottahús og búr
innaf eldhúsi. Lítiö áhvílandi.
Góöur bílskúr. Verö 2,2 millj.
Kambsvegur
140 fm íbúö á jaröhæö. Ný aö
hluta. Rúml. tilb. undir tróverk.
Hreinlætistæki og eldhúsinn-
réttingar fylgja. Nýtt gler og nýtt
þak. Veröur fullgert aö utan.
Sérinng.
Hraunbær
Einstaklingsherbergi, 20 fm
herb. meö einum glugga. (Tvö-
falt gler.) f herberginu er skápur
og eldunaraöstaöa. Sameigin-
legt bað.
Austurbrún
3ja herb. ca 90 fm íbúö á jarö-
hæö. Sérinng. Bein sala.
Reynimelur
Hæð (90 fm) og ris (40 fm). Fal-
leg íbúö.
Æsufell — 2ja herb.
Skemmtileg 2ja herb. íbúö á 7.
hæö. Ákveöin sala.
Krummahólar —
2ja herb.
2ja herb. 50 fm ibúö á 8. hæö.
Frábært útsýni. Verö 1 millj.
Grettisgata — 2ja herb.
Tveggja herb. íbúö, 60 fm, á
annarri hæö í járnvöröu timb-
urhúsi. Bein sala.
Hverfisgata — 2ja herb.
2ja herb. ca. 55 fm ibúö í járn-
vörðu timburhúsi. Fallegur
garöur. Laus fljótlega. Verö 790
þús.
Suöurgata Hafnarfiröi
3ja herb. 80 fm íbúð á jaröhæö
i steinhúsi. Laus strax.
Laugarnesvegur—
3ja herb.
3ja herb. 85 fm ibúö á 1. hæð.
Nýir tvöfaldir gluggar. Verö
1500 þús.
Njaröargata — 3ja herb.
3ja herb. 90 fm ibúö á 1. hæð.
Öll nýstandsett. Allar lagnir nýj-
ar. Verð 1550 þús.
Kjarrhólmi — 3ja herb.
3ja herb. 87 fm íbúö á 1. hæö.
Verð 1250 þús.
Mávahlíö — 3ja herb.
3ja herb. 90 fm kjallaraíbúö.
Kaupverö 1200 þús.
Framnesvegur —
4ra herb.
4ra herb. 114 fm ibúö á 5. hæö.
Frábært útsýni. Verö 1500 þús.
Kjarrhólmi — 4ra herb.
4ra herb. 106 fm ibúö. Rúmgóö
stofa. Nýir stórir skápar í svefn-
herb. Stórar svalir í suóurátt.
Álfaskeiö Hf. —
4ra herb.
3 svefnherb. og stór stofa. 100
fm. Bílskúr fylgir.
Bræðraborgarstígur —
5 erb.
5 he. b. íbúö á 1. hæó í forsköl-
uðu húsi. Góö eign.
Heilsuræktarstöö
Best útbúna likamsræktarstöö
landsins er til sölu. Unnt aö
kaupa fyrirtækiö og húsnæðió
eöa fyrirtækið eitt sér. Uppl.
eingöngu á skrifst.
Lóöir — Mosfellssveit
Tvær 1000 fm eignarlóðir í
Reykjahvolslandi.
Akranes — einbýli
117 fm einbýlishús við Jörund-
arholt ásamt 43 fm bílskúr. Aö
mestu fullkláraó. Verö 1650
þús.
Lokastígur — 3ja herb.
3ja herb. 75 fm i nýuppgeröu
steinhusi. Allar lagnir nýjar. Nýtt p4tur Gllnnl.ufl.,on löflfr.
gler.