Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 29

Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983 29 eðlisgreind og óþrjótandi lífsgleði. Það væri efni í heila bók að gera skil langri og viðburðaríkri ævi minnar kæru vinkonu. I dagblað- inu Tímanum hefur birst viðtal við Þórunni, einnig í Helgarpóst- inum þar sem stiklað var á endur- minningabrotum liðinna áratuga. Þá kom hún fram í sjónvarpinu á ári aldraðra og vöktu hreinskilin en yfirveguð svör hennar mikla athygli. Þórunn hafði í blóðinu ósvikið listamannseðli. Hún mót- aði úr tuskum, dagblöðum, leir og tré fjölbreytilegustu verk. Nær áttræðu sótti hún leikbrúðunám- skeið sem haldið var í Reykholti í Borgarfirði og smíðaði þar leik- brúður, karl og kerlingu, sannkall- aðar gersemar. Að Norðurbrún 1 í Reykjavík fékkst hún við að móta í leir og fyrir stuttu átti hún marga skemmtilega gripi á sýn- ingu aldraðra, sem haldin var á vegum Reykjavíkurborgar. Þór- unn hafði mikið yndi af söng, hún spilaði á píanó, lék á gítar og var síðustu árin í litlum kór, Söngerl- urnar var hann kallaður, en kórn- um stjórnaði María Markan óperusöngkona. Þórunn er af mikilli og kunnri ætt, Bergsætt, en af þeirri ætt eru ýmsir kunnir leikarar komnir, enda var leiklistin henni mjög hugleikin. Hún hóf fyrst afskipti af leiklist á Þingeyri 1911. Árið 1923 fluttist hún til Akureyrar ásamt manni sínum og voru þau þar í sextán ár. Mikil gróska var í leikhúsmálum á þessum árum, enda hafði Haraldur Björnsson leikari drifið upp starfsemi þar. Frá Akureyri fluttu þau hjónin til Hafnarfjarðar þar sem þau keyptu lítið hús. Það voru kreppu- tímar og enga vinnu að fá svo Jak- ob varð fljótt að fara til Siglu- fjarðar í atvinnuleit. Ekki dugði það þó til því húsið var selt ofan af þeim og fór Þórunn þá á eftir manni sínum til Siglufjarðar þar sem þau bjuggu lengi. Á Siglufirði lék Þórunn mikið, m.a. í Rauðku raunum, sem hinn kunni kennari og rithöfundur Sigurður Björg- úlfsson samdi. Síðar lék hún niðursetninginn og Staðar-Gunnu í Manni og konu eftir Jón Thor- oddsen, tvö vandasöm verk I sömu sýningu, og fékk prýðisdóma. Þór- unn var með í sýningu á Galdra- Lofti Jóhanns Sigurjónssonar undir stjórn Soffíu Guðlaugsdótt- ur leikkonu úr Reykjavík. Þegar síldin brást á Siglufirði lá leiðin til Keflavíkur þar sem Þórunn lék mikið, t.d. í Penelope eftir Maug- ham og Gimbli, undir stjórn Helga Skúlasonar, auk fjölda ann- arra hlutverka sem of langt yrði upp að telja hér. Þórunn starfaði lengi hjá Leik- félagi Reykjavíkur og var haft eft- ir erlendum leikstjóra, sem þá stjórnaði uppfærslu á Rómeó og Júlíu, að starfskraftur eins og Þórunn væri hverju leikhúsi ómissandi. í stuttri minningargrein er ekki hægt að gera á viðhlítandi hátt grein fyrir þeim fjölbreyttu hæfi- leikum sem þessi hjartahlýja, sí- unga og lífsglaða vinkona mín hafði. Mér var hún allt í senn, móðir, systir og kær vinur. Þó get ég ekki skilið svo við þessa fátæk- legu upprifjun, að ég minnist ekki nokkurra kvikmynda sem hún var með í eftir að hún var orðin með- limur í Félagi íslenskra leikara. Má þar nefna Brekkukotsannál og Paradísarheimt eftir Laxness, kvikmynd um Hallgrím Pétursson sem Jökull Jakobsson sá um, framhaldsþætti sjónvarpsins, Undir sama þaki, undir stjórn Hrafns Gunnlaugssonar, Sóley, sem listakonan Róska gerði, auk margra eftirminnilegra sjón- varpsauglýsinga. Ég og fjölskylda mín munum ávallt geyma með okkur minning- una um þau sæmdarhjón, Þórunni og Jakob, vinina okkar tryggu úr Hátúni 8. Góður guð vaki yfir þeim báðum og blessi ástvini þeirra. Vér horfum allir upp til þín, í eilíft Ijósið Guði hjá, þar sem að dásöm dýrð þín skín, vor Drottinn Jesú, himnum á. (Páll Jónsson) Kristján Jónsson Minning: Ólöf G. Jónsdóttir Stykkishólmi Fædd 22. ágúst 1923. Dáin 18. ágúst 1983. Lóa er dáin. Þessi orð bárust okkur hjónunum á fimmtudags- kvöldið. Við hrukkum við. Hún var nýkomin í frí. Var á leið suður og þar ætlaði hún að eyða sextugasta afmælisdegi sínum. Klukkustundu áður höfðu vinir hennar fylgt henni hressri og kátri út I Arnar- flugsvél. Vélin millilenti á Hellis- sandi og þar kom kallið. Ferðin varð ekki lengri. Liðin kom hún til baka til Stykkishólms, þar sem hún hafði eytt að mestu ævistarfi sínu. Hólmurinn var henni kær. Ólöf var fædd í Rifgirðingum á Breiðafirði. Foreldrar hennar voru Katrín Guðmundsdóttir frá Brennu á Hellissandi og Jón Pét- ursson frá Rifgirðingum. Alls áttu þau hjón 8 börn. Tvær elskulegar dætur misstu þau 2 og 4 ára úr lömunarveiki í sömu vikunni. ólöf varð einnig fyrir lömun sem hún bar með hetjulund alla ævi. Skömmu eftir að ólöf veiktist, fluttust þau hjón til Stykkishólms þar sem þau bjuggu til æviloka og komu börnum sínum til manns. Ég er ekki í vafa um að það var mikil raun með eðli og lífsfjöri Ólafar að mæta þessu áfalli í bernsku. Foreldrar gerðu allt til að leita þeirra lækninga sem til- tækar voru þá, en það dugði aðeins að marki. Ekki lét Ólöf fötlunina á síg fá. Hún var strax sem barn bókelsk og fróðleiksgjörn. Barna- skólann stundaði hún af kappi. Frekara nám bauðst ekki. Hún fékk snemma fagra rithönd og smekklega gekk hún frá öllu sem frá henni fór. Ekki hefi ég séð margar fegurri rithandir hér í Hólminum. I barnastúkuna Björk gekk hún snemma og var tryggur félagi hennar alla tíð. Bindindis- málið var henni hjartfólgið og áhrif hennar gengu öll í þá átt að skapa fegurra mannlíf. Allt sem miður fór harmaði hún. Trúar- traust átti hún sterkt. Bjó sig vel undir hvern dag. Sjálf var hún ströng við eigin persónu og mátti ekki vamm sitt vita. Fegurðar- smekk hafði hún mikinn. Skaprík var Ólöf og fór það ekki framhjá þeim sem hún átti samleið með, hreinskilin og hispurslaus og ekki vissi ég þess dæmi að hún erfði neitt við aðra sem á milli bar. Því var framkoma hennar í mörgu til fyrirmyndar. Eins og að líkum lætur átti hún erfitt um gang, en þá lærði hún að aka bifreið og varð það henni til mikils léttis. Hún vann á símanum á Patreks- firði um skeið og hjá Kaupfélagi Stykkishólms nokkur ár, en árið 1957 kom hún til starfa á símstöð- inni hér í Stykkishólmi og þar vann hún til dánardægurs. Því starfi sinnti hún með sérstakri trúmennsku, það getur undirritað- ur borið vitni um. Stundvísina og reglusemina þurfti enginn að efa. Við sem unnum með henni hér á vegum pósts og síma eigum því margar góðar og litríkar minn- ingar um farsælt og gott samstarf. Við söknum hennar því innilega. Það var líka þögult á símstöðinni morguninn eftir lát hennar. Tóm- leikinn leyndi sér ekki. Það kom líka vel í ljós hver ítök Ólöf átti I bæjarbúum, enda hafði hún verið í góðu sambandi við þá um tugi ára. Heimili okkar hjóna var Ólöf einstaklega hlý og góð. Tryggð hennar við börnin leyndi sér ekki. Hún bar velferð þeirra fyrir brjósti svo sem sinna nánustu. Fyrir það fylgir henni hjartans þakklæti okkar nú er leiðir skilj- ast í bili. Starfsmenn Pósts og síma vilja nú við þessi skil þakka henni fyrir samfylgdina, biðja henni blessun- ar á nýjum leiðum. Við erum rík eftir kynni við hana. Bjuggumst ekki við svona bráðum umskipt- um. Guð gefi landi okkar og þjóð marga þegna eins heilsteypta og þjóðholla sem Ólöfu. Blessuð sé minning hennar. Árni Helgason Aðalfundur sýslunefndar V estur-ísafjarðarsýslu Aðalfundur sýslunefndar Vestur- Isafjarðarsýslu var haldinn á ísafirði dagana 25.—26. júlí 1983. Á fundin- um voru auk sýslumanns, Péturs Kr. Hafstein, sýslunefndarmennirnir Hallgrímur Sveinsson fyrir Auðkúlu- hrepp, (lunnar Jóhannesson fyrir Þingeyrarhrepp, Valdimar Gíslason fyrir Mýrahrepp, Guðmundur Ingi Kristjánsson fyrir Mosvallahrepp og Gunnar Benediktsson fyrir Flateyr- arhrepp. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru samgöngu- og atvinnumál snar þáttur í störfum aðalfundar- ins. Fundurinn samþykkti ályktun, þar sem fjárveitingarvaldinu var alvarlega á það bent, að verði ekki veitt aukið fjármagn í samgöngur innan sýslunnar á landi, muni það þýða hrömun byggðarinnar á kom- andi árum. Sýslunefndin benti á sem stærsta verkefni brú á Dýra- fjörð og jarðgöng gegnum Breiða- dalsheiði. Þá skoraði nefndin á Vegagerð ríkisins að nota útboð verka í auknum mæli I starfsemi sinni. Sýslunefndin fjallaði um refarækt sem einn þátt í atvinnuuppbyggingu sýslunnr og harmaði þá ákvörðun landbúnað- arráðuneytisins að synja öllum umsóknum um leyfi til stofnunar refabúa í Vestur-lsafjarðarsýslu. Þá var á aðalfundinum mikið rætt um þá riðuveiki, sem vart hef- ur orðið í Barðarstrandarsýslu, og töldu menn verulega hættu á, að veikin gæti borist út. Fundurinn skoraði á landbúnaðarráðherra, sauðfjársjúkdómanefnd, yfirdýra- lækni og þær sveitarstjórnir og einstaklinga, sem áhrif gætu haft í þessu máli, að beita sér fyrir að- gerðum, sem heft gætu frekari út- breiðslu veikinnar og helzt upprætt hana alveg. Þá tók sýslunefndin til ítarlegrar umfjöllunar málefni hins nýja sjúkrahúss og heilsugæzlustöðvar á ísafirði, sem sýslan á aðild að. Formaður byggingarnefdnar sjúkrahússins, Sigurður J. Jó- hannsson, kom á fundinn og gerði glögga grein fyrir stöðu bygg- ingarframkvæmda, sem nú liggja í láginni vegna fjárskorts. Sýslu- nefndin samþykkti að verja veru- legum hluta ráðstöfunarfjár síns á árinu 1983 til sjúkrahússins og heilsugæzlustöðvarinnar. Úr fréttatilkynningu. ALLTAF A SUMMUDÖGUM OG EFNISMEIRA BLAÐ! MAGNAST KRAFTUR STUÐSINS — meö Stuðmönnum á balli ,;HANN SINNIR UM PIPUNA, SITUR MEÐ KRÚS OG SEFUR HJÁ VEKJARAKLUKKU“ — spjallað við Baldur Eiríksson skáld og málara KÚBA — Helvíti eða Paradís AÐ NIVEN LÁTNUM BAYEUX-REFILLINN í NÝJUM HEIMKYNNUM WALESA OG FJÖLSKYLDA MARKMIÐIÐ ER AÐ VINNA Á ÍSLANDI — rætt við Lárus Ými Óskarsson leikstjóra BÍLASÍMAR EIGINLEGA SYND AÐ MAÐUR SKULI EKKI HAFA NEMA TVÖ EYRU — rætt við Ingibjörgu Þorbergs um tónlist % VÍKINGAR í JÓRVÍK SVARTIR SAUÐIR í HVÍTUM SLOPPUM YOKO ONO — lífiö með og án Lennons ÚR HEIMI KVIKMYND- ANNA ÚTVARP/SJÓN- VARP, DAGBÓK, REYKJA- VÍKURBRÉF, GÁRUR, POTTARÍM, Á DROTTINS DEGI, Á FÖRNUM VEGI, VELVAKANDI fttwgtmfrlafelfe Sunnudagurínn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.