Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983
Ást er...
... aö lofa henni
að keyra sand-
spymubílinn.
TM R«q U.S Pat Off.—all rights rescrved
C1983l-0S Anfleles Times Syndicate
YHrþjónninn bað mig spyrja hvort
kartöDurnar eigi að vera beint úr
garóinum?
HÖGNI HREKKVÍSI
* LOKA& UM SrONPA(23A<!e VEGHA
VlPíaERPA."
Hugleiðing um hrossabeit
Steindór Guðmundsson skrifar:
Nú deila frammámenn og fræði-
menn í landbúnaði um hvort
hrossabeit sé hagabót. í umræðum
að undanförnu deila menn um þá
skoðun Magnúsar Ketilssonar,
sýslumanns, um að „hrossabeit sé
hagabót" sem sett er fram fyrir
meira en tvö hundruð árum. Hvort
hún fái staðist eða hvort hann
hafi meint annað og meira en felst
í orðum hans. Hitt er óvíst hvort
hann hefði látið þau orð falla í
dag, ef hann vissi hver hrossa-
fjöldinn væri og hann sæi sumt af
þeim beitarlöndum sem hrossin
ganga á sumarlangt.
Það er staðreynd aí) allt of mik-
ið er af hrossum á landinu, og stór
hópur þeirra er til einskis annars
en að bíta gras að sumrinu og éta
hey á veturna, og engum til gagns
nema síður sé. Og þau eru ekki til
vegna stofnræktunar né til slátr-
unar. Þau eru bara til og það er
eytt í þau heyi sem oft og tíðum
væri betur komið annars staðar,
og menn hefðu meiri hagnað af.
Og sölumöguleikar á reiðhesta-
markaðnum eru mjög takmarkað-
ir hér innanlands.
Það er töluvert um það-að þétt-
býlismenn kaupi jarðir úti á
landsbyggðinni til að hafa þar
stóð allt áriö, til þess eins að því er
virðist að horfa á það stöku sinn-
um, en meðferð lands og hrossa er
oft stórlega ábótavant og fóðrun
einnig.
Það er ekkert nýtt umræðuefni
Guðrún Guðmundsdóttir skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Aldrei hélt ég að ég myndi
skrifa þér, svo pennalöt sem ég er.
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 11 og 12,
mánudaga til fóstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistia og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
að hross séu of mörg á landinu og
fari víða illa með land, en það
kemur fremur upp á yfirborðið nú
en endranær vegna slæms árferð-
is, sem kemur fram i lélegri
grassprettu, ekki síst á afréttum,
Og heyskaparhorfur eru slæmar,
að minnsta kosti sunnanlands. Því
er ekki nema von að menn telji að
of miklu heyi sé eytt í búpening
sem sáralitla þýðingu hefur i
landinu vegna breyttra búskap-
arhátta, nema þar sem smala þarf
afrétti og heimalönd, en í fáum
tilfellum öðrum.
Á mínum yngri árum töldu
gamlir búmenn að eitt hross í
sumarhögum biti og skemmdi á
við 30 kindur, ekki veit ég hvort
nútímafræðimenn vilja viður-
kenna það. Þeir sömu menn töldu
ekki, svo ég muni, hrossabeit
neina hagabót nema gott væri að
beita hrossum á haustin á tún sem
mikill mosi væri í, þau eyddu hon-
um. Það er ekki nema eðlilegt að
menn vilji sporna við því að mikið
sé af hrossum á afréttarlöndum
þar sem gróðurinn á oft erfitt
uppdráttar eins og t.d. í ár.
Hér sunnanlands eru flestir ef
ekki allir löngu hættir að reka
tryppi á afrétt, t.d. ráku Gnúp-
verjar þau síðast á afrétt 1956
(50—60 hross) svo varð ljóst að
þau bættu ekki landið því það er
staðreynd að þau sækja í sama
land og sauðfé, hvort sem er á af-
réttum eða í heimalöndum.
Það er kominn tími til að unnið
En nú er mælirinn fullur, eftir að
hafa hlustað á fréttir í hádegis-
útvarpinu síðastliðinn sunnudag
um húsnæðisvandræði fólks, sem
búið var að reyna að fá húsnæði
frá því í maí en ekkert orðið
ágengt. Þar var meðal annars rætt
við móður með þrjú börn, sem í
angist sinni vissi ekki hvað myndi
verða þegar skólinn byrjaði.
í sama mund er verið að byggja
Seðlabankahús, sem búið var að
mótmæla, en svífur samt upp.
Ekki nóg með það, heldur þarf víst
sérstakt grjót, sem sótt skal aust-
ur á Hornafjörð. Hvað segja
Hornfirðingar og náttúruvernd-
armenn um það? Mér er spurn.
Eru þetta ekki peningar þjóðar-
innar sem verið er að hengja utan
á bankahúsið?
Og þetta gerist fyrir framan
augun á okkur, á meðan börnin
okkar sem eiga að erfa landið hafa
ekki húsaskjól.
Góðir íslendingar. Er nokkur
furða þó rigni. Eins og maðurinn
sáir, mun hann og uppskera."
sé að fækkun hrossa á landinu, því
þó ætíð þurfi að vera eitthvað til
af hrossum í sambandi við sauð-
fjárræktina, og þó menn eigi
eitthvað af hrossum sér til
skemmtunar, þarf ekki allan þann
fjölda sem nú er til á landinu, og
gjarnan mætti fækka þeim hross-
um sem ganga umhirðulaus allt
árið, og ekki er það eigendunum að
þakka að þau skrimta. Þeir eru
ennþá margir horkóngarnir á
okkar landi.
Þessir hringdu . . .
Okkur dettur
ædimargt í hug
Þröstur hringdi:
Okkur dettur æðimargt í
hug. Síðast datt okkur í hug
hvort ekki mætti fá sendar
nokkrar heilagar kýr frá Ind-
landi, gegn íslenskri skreið.
Myndu slík viðskipti verða
báðum aðilum til góða og ind-
versk börn, sem lifa við hung-
ur, því kýrnar má ekki snerta,
fá íslenska skreið, sem ofgnótt
er af í landinu, til að seðja
hungur sitt.
Hvað mega
tannlæknar
ganga langt?
Móðir hringdi.
Mig langar til að forvitnast
um og fá svör við einni spurn-
ingu. Hvað mega tannlæknar
ganga langt í að verðleggja
þjónustu sína? Það er hreint
óskaplegt hvernig þessi stétt
virðist geta vaðið uppi, nú þeg-
ar kaupbindingar eru á launum
annarra stétta. Er haft eftirlit
með launum þessarar stéttar
og því okurverði sem hún selur
vinnu sína á? Ef svo er, hverjir
hafa með slíkt eftirlit að gera
og hvernig er því framfylgt?
Hress og heil-
næm morgunorð
Árni Helgason, Stykkishólmi
hringdi:
Mig langar til þess að þakka
Baldvin Þ. Kristjánssyni fyrir
hans hressu og heilnæmu
morgunorð 24. ágúst og áður.
Það er gott að fá slíka hug-
vekju í barlómi dagsins. Með
kærri kveðju, Á.H.
Er nokkur
furða þó rigni