Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 27

Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 27
ekki náð að spilla fegurð Kjósar- innar. Hann gekk fullur lotningar á fund hinna dauðu, sem hvíldu i eilífri ró í kirkjugarðinum á Reynivöllum. Hann las á legstein- ana, og kynnti framliðna frændur mína fyrir okkur með því að rekja ættir nokkurra þeirra, sem hann vissi deili á. Þetta var eins og þög- ult kokkteilpartý, þar sem menn kynnast mörgum óvæntum gest- um, en enginn varð sér til skamm- ar. Þegar við fórum um túngarð- inn í Eyjum, minntist Kolbeinn Orms Vigfússonar sýslumanns með ámóta kunnugleik eins og Ormur sæti staðinn ennþá og væri í óða önn að kveða upp dóma yfir Kjósverjum. Ormur í Eyjum varð níutíu og níu ára gamall eins og Feneyjamálarinn Tizianó, sem var í stöðugri framför þar til hann dó úr fótbroti 99 ára, jafngamall Ormi í Eyjum. Feneyjamálarinn Tizianó var einn fremsti málari It- ala, en Ormur í Eyjum eitt mesta yfirvald Kjósverja. Þó að menn greini á um fæðingardag Tizianós, er eitt víst, að sama árið og hann geispaði golunni fæddist Ormur i Eyjum, á því herrans ári: fimmtán hundruð sjötíu og sex. Ormur þótti líka aðsópsmikið afarmenni. Eftir að hafa notið gistivináttu þeirra feðga, Ellerts Eggertssonar og Gísla sonar hans, á höfuðbólinu Meðalfelli í tvo, þrjá tíma, sem hefir haldizt í sömu ættinni síðan árið 1786 eða síðan á dögum Magnúsar ólafssonar lögmanns, bróður Eggerts ólafssonar, og konu hans Ragnheiðar Finnsdótt- ur, biskups í Skálholti, var gengið út í fjós. Og hvílíkt fjós, eitt nýtízkulegasta á öllu landinu, rúmar um fimmtíu gripi með öll- um hugsanlegum þægindum nema þarfanauti, sjónvarpi og innan- hússíma. Bauðst ég til að mála stóra bolamynd á skjannahvítan höfuðvegginn fyrir hæfilega þókn- un beljunum til augnayndis. Þvf höfðinglega boði hefur ekki enn verið sinnt af þeim Meðfellingum. Af bæjarhlaðinu leit Kolbeinn yfir lygnt og vinalegt Meðalfellsvatn með vatnsbláum augum og trúar- legri uppljóman og andvarpaði með létti og sagði við sjálfan sig stundarhátt: „Nú er eins og mér skjóti upp aftur." Þegar Kolbeinn varð sextugur fyrir hálfum öðrum áratug, kvaddi hann sveitunga sína á mel- barði nokkru við Skriðuland. Síð- an heitir sá melur Kveðjuhóll. Kolbeinn heldur þeim forna og fallega sið ennþá hér syðra að fylgja góðum gestum úr hlaði í Drápuhlíð 47. Hann er eðliskur- teis, hógvær, lítillátur, tillitssam- ur og fágaður í andlegri fram- komu og með eindæmum heiðar- legur til orðs og æðis nema þegar karli mislikar og blöskrar óskap- lega, þá á hann til að gerast all- dómharður, eins og ósvikinn Norð- lendingur. Ég hygg, að fáir hafi skilið rithöfundinn Nonna betur en einmitt hann, nema kannski MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983 27 hjartahrein börnin, eins og sýndi sig í afburða skilningsríku og skil- merkilegu erindi hans í útvarpinu haustið 1967 í tilefni hundrað og tíu ára fæðingardags „Paters", eins og Kolbeinn nefnir jafnan séra Jón Sveinsson. Kolbeinn er sjálfur með óspillt og hreint hjartalag. Hann var um skeið safnvörður Nonnasafns og hefir lifað sig inn í umhverfi og sálarlíf þessa fræga Akureyrings úr fjör- unni gegnt Vöðlunum, sem hefir borið hróður ættjarðarinnar um heiminn flestum löndum sínum lengra. Kolbeinn er stórættfróður, glöggur og samvizkusamur fræði- maður, vandvirkur og smekklegur. Mikill mun sársaukinn hafa ver- ið og stingandi í hjartað er hann sleit sig upp frá rótum og kvaddi Skriðuland í hinzta sinn. Þangað flutti hann unga brúði sína. Hér fæddust honum dæturnar tvær og einkasonur. Þær gengu báðar menntaveginn. Draumur hans um eigið takmark mun eflaust hafa rætzt í annarri, sem er magister í íslenzkum fræðum. Hún heitir Solveig, en hin Hallfríður, sem er stúdent og gjaldkeri í Landsbank- anum. Ekki eru nafngiftirnar valdar út í hött. Þá missti hann einkasoninn, Sigurð, ungan og efnilegan, sem miklar vonir voru tengdar við. Andlát hans varð þessum viðkvæma manni lífstíðar harmur, opin und, sem aldrei greri. Ékki mun Kolbeini hafa verið svefnsamt nóttina fyrir brottförina, er hann fluttist alfar- inn á braut með konunni. Þá hafa sótt á hann margar hugsanir eftir öll þessi löngu ár. Þegar hann hélt út traðirnar morguninn eftir, stanzaði hann á Kveðjuhóli og leit heim að Skriðulandi í hinzta sinn, vafalaust tárvotum augum, þessi væni, tilfinningaríki og óvanalega mannlegi maður. Þá tók hann upp gamalt konjak þótt aldrei væri vínmaður og saup á, en vinir hans tveir, þeir Björn í Bæ á Höfða- strönd og Bragi læknir ólafsson, sem þá var á Hofsósi, höfðu fært honum flöskuna að gjöf. „Og hvernig fór það í þig, Kolbeinn?" spurði ég. „Oh, biddu fyrir þér, það létti mér sporin," svaraði Kolbeinn um hæl. Síðan leit hann aldrei til baka heim f Skriðuland og kom ekki þangað síðan. Það er ekki ólíkt farið með Kol- beini í þessu tilliti og gömlum, enskum rithöfundi í Ameríku, sem hafði ekki litið friðsamar og heitt- elskaðar æskuslóðir sínar á Eng- landi í áratugi er honum barst óvæntur farseðill yfir hafið frá vinum og velunnurum. Hann af- þakkaði farmiðann á þeim for- sendum, eftir nána íhugun, að ef hann þægi boðið, væri hann um leið sviptur því dýrmætasta í líf- inu, sjálfum draumnum. Þannig dreymdi Kolbein líka heim í „skrautibúinn Skagafjörðinn", heim í Skriðuland í Kolbeinsdal, unz yfir lauk.“ Örlygur Sigurðsson Minning: Guðrún Guðjónsdóttir frá Vestmannaeyjum Fædd 10. ágúst 1898. Dáin 16. ágúst 1983. Þann 16. þessa mánaðar lést f Sjúkrahúsi Vestmannaeyja amma okkar, Guðrún Guðjónsdóttir. Okkur dótturbörn hennar langar að minnast hennar og þakka með örfáum orðum. Hún var fædd 10. ágúst 1898 að Ekru á Rangárvöllum. Foreldrar hennar voru hjónin Elín Bjarna- dóttir og Guðjón Guðmundsson. Var hún elst 6 barna þeirra og eru 4 þeirra enn á lífi. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum á Eyrar- bakka til 17 ára aldurs, en flutti þá til Vestmannaeyja. Hún giftist afa, Bjarna Eyj- ólfssyni frá Skipagerði á Stokks- eyri, þann 5. desember 1925. Eign- uðust þau tvö börn, Bjarna, sem kvæntur er Önnu Kristjánsdóttur og eiga þau 4 börn, og Guðnýju, sem gift er Leifi Ársælssyni og eiga þau 3 börn. Amma eignaðist eina dóttur áður, Elínu Loftsdótt- ur, sem gift er Gísla Engilberts- syni og eiga þau 2 börn. Afi ól Elínu upp eins og sína eigin dótt- ur. Langömmubörnin eru nú orðin 12, og voru þau sólargeislar henn- ar, ekki síst þegar heilsan fór að dvína. Árið 1945 fluttu afi og amma í sitt eigið hús að Austurvegi 16, sem afi byggði sjálfur hörðum höndum. Húsið þeirra fór undir hraun í náttúruhamförunum 1973. Þá misstu þau mikið. Þau bjuggu í Reykjavík í tvö ár eftir gos. En fluttu aftur heim 1975, þá á neðri hæð f húsi foreldra okkar að Túngötu 18. Þar bjó amma þeim afa myndarlegt heimili fram á síð- asta dag. Því banalegan varð nú ekki löng þrátt fyrir margra ára heilsubrest. Hún lést eftir aðeins tveggja daga legu á sjúkrahúsi. Söknuðurinn er mikill hjá okkur öllum, en mestur er hann hjá hon- um afa, því amma blessunin vakti yfir velferð hans alla daga. Megi góður guð styrkja hann í sorginni. Elsku ömmu okkar kveðjum við með söknuði. Fari hún í friði, friður Guðs hana blessi, hafi hún þökk fyrir allt og allt. „Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náftar kraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig aft þér taka, mér yfir láttu vaka Þinn engil, svo ég sofi rótt.“ (Sveinbjörn Egilsson) Guðrún, Leifur, Elín og fjölskyldur. Jóna Aöalbjörns- dóttir — Minning Fædd 17. ágúst 1900 Dáin 22. ágúst 1983 Það ætti f rauninni ekki að koma neinum á óvart að frétta að lífsgöngunni væri lokið eftir átta- tíu og þriggja ára ferðavist. En svo fór þó að andlátsfregn Jónu Aðalbjörnsdóttur, Hverfisgötu 3, Siglufirði, snerti viðkvæman streng í hjarta mfnu. Þegar ég læt hugann reika til liðins tíma koma svo ótal margar minningar fram í sambandi mínu við heimilin á Hverfisgötu 3, þar sem systir mín og mágur bjuggu á efri hæðinni og Jóna og Steini á þeirri neðri. Þetta lífsmunstur minninganna er umvafið þeim yl sem kærleikurinn einn getur framkallað f mannssálinni. Með Jónu er gengin ein hinna fslensku alþýðukvenna af meiði þeirrar kynslóðar sem lagði metnað sinn í að skila bættum hag til komandi kynslóðar. Ung gekk Jóna að eiga eftirlif- andi eiginmann sinn, Þorstein Gottskálksson, og hafa þau búið alla sína búskapartíð á Siglufirði. Með þessum fáu lfnum var ekki ætlunin að rekja lífsferil Jónu, enda brestur mig þekkingu til þess. Hinsvegar eiga þessi orð að minnast þeirra stunda er lítil móðurlaus stúlka leitaði heimilis að Hverfisgötu 3. Jóna fórnaði heimili sínu, börnum og barna- börnum, starfsþreki sínu og mun- aði ekki um að sinna og svara for- vitnum og leitandi huga lftillar stúlku sem svo óvænt bættist í hópinn. Það segir sig sjálft að móðir með stóran barnahóp átti ekki margar stundir aflögu til að sinna hugðarefnum sínum. Ég kynntist því fljótt í samskiptum okkar hversu lífræn og smekkleg hún var og þrátt fyrir menntunarskort hafði hún einkar laglegt hand- bragð á saumum og prjónlesi. Þau voru mörg pörin af sokkum og vettlingum sem hún prjónaði á börnin mín, að ógleymdum skjól- flíknunum á bónda minn þegar sækja þurfti sjóinn í kulda og vosbúð. Jóna var heilsuhraust lengst af, en undanfarið ár hefir hún þurft að dvelja á sjúkrahúsi af og til. Heimili hafa þau hjónin lengst af haldið að Hverfisgötu 3 f sambýli við elsta soninn, Jón, og systur mína, Ingibjörgu, sem hafa annast þau meira og minna af stakri um- hyggju og gert þeim kleift að dvelja svo lengi á eigin vegum. Samúðarkveðjur sendi ég öldn- um eiginmanni og skyldfólkinu öllu, frá mér og fjölskyldu minni. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Valey Jónasdótir. í sérf lokki Ford Bronco 1973 V8, 302, beinsk., laglegur jeppi I mjög góöu lagi og meö ýmsum aukahlutum. Toyota Corolla 1975 Amerísk útgáfa, ágætisvagn en þarfnast smávegis aöhlynningar. Tilboö óskast. AUfUÐtk ABYRGÐ Plymouth Volaró Premier Station '80 Fallegur og mjög rúmgóöur bíll, gott ástand, selst meö 6 mán. ábyrgö. Skoda 120 GLS 1982 Ekinn 15.000 km. Útlit og ástand gott. Litur: hvitur. Skoda 120 L 1981 Lítiö ekinn bíll í toppstandi og á góöu verði. sk®da úyra,®cmcc- Opið 1—5 í dag JOFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 o I‘íí-Cj'BI*! UÍtlJBVii ÍS8 TJOili MI'Hí íllii nr cfí ip >•. X uilnati -5 jfni ir i D A y SJ lít( ll>i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.