Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 26

Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983 Úr dalakyrrð í borgarskark Aska Kolbeins Kristinssonar, fræðimanns frá Skriðulandi, verð- ur lögð í Hólakirkjugarð í dag. Hann andaðist hér í Reykjavík í fyrri viku, hátt á níræðisaldri. farinn að heilsu sfðustu æviárin. I minningu hans birtist hér gömul grein mín með lítið eitt breyttu orðalagi, um þennan mæta og margvísa mann, sem unni öllu gömlu og fornu. Þannig er Kol- beinn einn örfárra framliðinna, sem séð hefir eftirmæli um sjálfan sig mörgum árum fyrir andlát sitt er eftirfarandi grein birtist á prenti. f henni segi ég allt, sem hreif mig mest og ég vissi bezt um þennan sérstæða, skagfirzka sagnaþul. Því finnst mér ástæðu- laust, að ég skrifi aðra grein við andlát hans en þessa, sem hér fer á eftir: „Suður í „dýrðina" barst hann með straumnum, nær sjötugur að aldri. Það var hans fyrsta höfuð- staðarferð. Aldrei hafði hann ver- ið haldinn Reykjavíkursótt né sjúklegum hrifnikláða í nýjungar tækni og tízku. Hann kom aö norðan ásamt lífsförunautnum, eiginkonunni, þeirra erinda að eyða elliárunum í návist ástríkra dætra. Þær höfðu setzt hér að eins og svo margt ungt fólk utan af landi, sem skapar og byggir þessa borg. Það er eins og þessi sér- kennilegi, skagfirzki dalabóndi sé langtum lengra að kominn en norðan úr Skriðulandi í Kolbeins- dal. Innfæddir borgarbúar sem sæju Kolbein Kristinsson, fræði- mann frá Skriðulandi, koma vag- andi út úr Landsbókasafninu og berast inn í hringiðu vitskertrar bílaumferðar, myndu jafnvel halda að þar færi einn af höfund- um sjálfra handritanna. Já, og finnast að þar kæmi maður lall- andi allar götur aftan úr sjálfri ritöld yfir þúfnakolla og kargaþýfi íslenzkrar lífsbaráttu og þjóðlegra fræða. Hann er lifandi sýni þess bezta úr gamalli íslenzkri bænda- menningu löngu liðinna kynslóða, sem hélt merki andans hátt á loft. Stundum er engu líkara en þessi hógværi og lítilláti gamli fjár- bóndi hafi óvænt dottið út úr snjáðum síðum ævagamalla skinnbóka, langt aftan úr grárri forneskju með fjöðurstaf í hönd á íslenzkum sauðskinnsskóm með brúsandi fornfálegt kjálkaskegg og göngulag hljóðlátra sagnarit- ara, góðlegur, gerhugull og grúsk- boginn í baki, þessi skagfirzki fræðaþulur úr Hólasókn hinni fornu. Ég þekkti hann að norðan og mat hann mikils sakir gáfna hans og gæða, mikillar sjálfsmenntun- ar og tilfinningalegs skilnings og Minning: Fædd 27. júní 1895 Dáin 18. ágúst 1983 Það vill oft verða svo á skilnað- arstundu, þegar skiljast leiðir ná- inna vandamanna, að orð verða lítils megnug og jafnvel þögnin sjálf verður yfirsterkari og áhrifa- rikari, því fyrir innri sjón raðast minningar og tala hver sínu máli. Myndin, sem mótaðist í samvist og samferð, verður auðlegð í sjóði hjartans. f dag, þegar kvödd er hinstu kveðju tengdamóðir, mín Jenný Sigfúsdóttir, er það svo margt sem þrengir sér fram í hugann, en þó gnæfir hæst myndin af hinni kær- leiksríku móður og tryggu eigin- konu, sem best verður lýst með skyns á mannleg örlög. Auk þess hafði ég gert mynd af honum fyrir 10—15 árum. Ég bauð honum brátt að aka honum um höfuðstað- inn og sýna honum margrómaðan ljóma borgarinnar. Við brunuðum gegnum hvert skrauthverfið af öð- ru og skyggndumst um nýtízkuleg stræti, skoðuðum skýjakljúfa, renndum augum til Bændahallar- innar og horfðum upp eftir turn- spírum, nýjum skartkirkjum, skólabyggingum, glerhýsum, stálpöllum og álhjöllum reyk- vískrar auðlegðar. Ekki var að sjá svipbrigði á Kolbeini né minnsta vott aðdáunar og undrunar yfir þessu Grettistaki tækninnar á tuttugustu öld. Því ók ég beint út úr bænum eins og byssubrenndur upp í Gufunes, þar sem túnáburð- ur bændanna er framleiddur. Og viti menn, Kolbeinn tók skyndilegt viðbragð í þann mund er við ókum heim að Aburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Það var eins og hann gæfi ekki sjálfu mannvirkinu minnsta gaum, en starði þess í stað hugfanginn á gamlan grjót- hnullung, aldursorfinn og mosa- vaxinn, sem stóð upp úr nærliggj- andi bæjarrústum. Og nú var sem sól léki um andlit gamla mannsins og frásagnargleðin vaknaði og hann sagði i barnslegum fögnuði: „Hér mun vera bæjarhlað og hestasteinn Bjarna Thorarensens og hér mun skáldið hafa stigið á bak gæðingi sínum, er hann hvarf norður að Möðruvöllum í Hörgár- dal til að taka við amtmannsemb- ættinu." Þá rankaði ég loksins við mér og skynjaði hvað að Kolbeini sneri hér syðra. Með bensínið í botni var brunað út á Laugarnes, þar sem biskupsstofan stóð forð- um og þaðan út á Seltjarnarnes og skyggnzt heim að iandlæknissetr- inu gamla í Nesi við Seltjörn. Síð- an um sögufræga staði, sem máli skiptu og nú lék Kolbeinn á als oddi glaður í bragði eins og fagn- andi safnari, sem hafði borizt margir fágætir safngripir sam- tímis. Safn hans var huglæg minningahlaða sögulegra verð- mæta, sem kosta engin fjárútlát, byggt upp af óeigingirni án ágirndar. Hann horfði yfir sundið til Viðeyjar og fannst sér ekkert liggja á að fara þangað. Ekki væri lakara að bíða og láta sig hlakka til að komast í sögukrásirnar þar. Síðan ræddi hann um Skúla fógeta og Stephánúnga. Loksins sá hann þá Reykjavík, sem hugur hans girntist. í samræðum er Kolbeini gjarnt að vitna til gamalla at- burða og atvika. Aldrei verður honum tilvitnunarvant. Er við renndum framhjá verzlun Silla og Valda í Aðalstræti í einu elzta orðum Orðskviðanna, að væn kona er kóróna mannsins. Hún var fædd 27. júní 1895 á Rófu í Miðfirði, nú Uppsölum. Hún var eitt sjö barna þeirra merku hjóna, er þar bjuggu rausn- arbúi um langt árabil, Sigfúsar Bergmanns Guðmundssonar og Ingibjargar Jónsdóttur, en þau voru af þekktum húnvetnskum ættum og af þeim hjónum er nú fram komin stór og sterk grein á hinum húnvetnska ættarmeiði. 23 ára giftist hún Benedikt Björnssyni, er þá tók við búi feðra sinna á Barkarstöðum. Bjuggu þau þar við rausn þar til hann lést 1967, eða í 49 ár. Eignuðust þau fimm börn: Baldur, sem kvæntist húsi bæjarins, gamalli innréttingu Skúla fógeta, þá var það ekki flóð- lýstur varningur í búðargluggan- um, sem kom huga hans á hreyf- ingu heldur umhugsunin um, að hér hafði Skúli lifað, gengið og starfað. Þá urðu atvik úr lífi fó- getans að umræðuefni, þessa norðlenzka forföður og höfundar Reykjavíkur sem höfuðstaðar og margt bar á góma um Skúla og samtíð hans. Kolbeinn lyftist í bílsætinu af frásagnargleði, blak- aði kennaralega með annarri hendi út í loftið orðum sínum til áherzlu og áréttingar og sögu- straumurinn leið lygnt fram líkt og Héraðsvötnin og kvislaðist víða. Ein sagan var eitthvað á þessa leið, svo ég reyni að fara sem næst frásögn hans: „Já, vel á minnzt, það mun hafa verið á fyrstu sýslumannsárum Skúla er hann bjó í Gröf á Höfðaströnd, þar sem menn ætla, að Hallgrím- ur sálmaskáld Pétursson hafi fyrst litið dagsins ljós. Þá kom Bjarni Halldórsson, sýslumaður Húnvetninga á Þingeyrum, í heimsókn í Gröf, forfaðir Einars skálds Benediktssonar, stólpagrip- ur og ófyrirleitinn. Þá heilsaði Skúli starfsbróður sínum þannig: „Hvað segir krummanefið á Þing- eyrum?“ Þá svaraði Bjarni að bragði: „Hummm, hvað segir krummanefið, sem kroppaði barnsbeinin um Grafarmóa?" En gosið hafði upp illkvittinn orð- sveimur um, að stúlkukind nokkur hefði borið út barn í Grafarmóa, sem Skúli átti að vera faðir að.“ Þarna mun án efa um sama Sveinlaugu Sigmundsdóttur, en hann lést 1973, Birnu, hennar maður er Kristinn Jónsson. Ragn- ar, bónda á Barkarstöðum, kvænt- an Arndísi Pálsdóttur. Börk, bónda í Núpdalstungu, kvæntan Sólrúnu Þorvarðardóttur, og Bergþóru, sem gift er undirrituð- Bjarna að ræða, sem Páll Kolka segir svo skemmtilega frá í Föð- urtúnum og prófessor Páll Eggert kveður hafa verið lögvitran, málsnjallan, harðlyndan, mikillát- an og héraðsríkan og átti í sífelld- um deilum við helztu höfðingja landsins. Bjarni, sem var sælkeri mikill, dó úr offeiti, steyptist út úr fleti sínu og kafnaði bjargarlaus í eigin fitu á gólfinu er hann hugð- ist berja til griðkonu nokkurrar eða gengilbeinu, sem vildi ekki þýðast hann og koma upp í til hans. Við útför hans á Þingeyrum í stórhríð og fárviðri steyptist lík hans, sem vó á við meðal stóðhest, út úr gafli kistunnar og siðan öfugt ofan í gröfina. Er sagt, að Húnvetningar hafi sparkað á eftir þessum Iítt ástsæla refsivendi sín- um í kveðjuskyni og kastað rekun- um í skyndi á hann eins og hann lá þarna öfugur á höfði og þannig mun hann liggja í gröf sinni enn í dag. Munu fáir hafa náð betri tök- um á óaldarlýðnum, sem óð þá uppi í Húnaþingi en þetta refsi- glaða hörkutól, að sögn Espólíns og Stór-Húnvetningsins Páls Kolka, sem ég hefi þessa viðbót við orðræðu Kolbeins að mestu eftir. Meðal merkra núlifandi niðja Bjarna má nefna Hjalta yfirlækni Þórarinsson og þá fræknu Claus- ens-bræður. Að loknu fremur ófræðimannslegu viðbótarstagli mínu, dæsti Kolbeinn og muldraði í barminn: „Það var og, góurinn, fáðu þér tóbakstölu!" Þegar ég teiknaði Kolbein í gamla daga, þar sem hann vann og sat við borð á skrifstofu Fjórð- um. Auk þess ólu þau upp Richard Guðmundsson, en hann var kvæntur Elsu Bjarnadóttur, sem látin er fyrir nokkrum árum. Jenný og Benedikt voru sam- hent hjón svo af bar. Eitt mál var þeirra stóra hugðarefni. Það var landræktun og þá sérstaklega skógrækt. Heima við bæ sinn komu þau snemma á búskaparár- um sínum upp blóma- og trjá- garði. En seinna gróðursettu þau með börnum sínum stóran trjá- lund og gáfu til þess hluta af jörð sinni neðarlega við Austurárgilið suður af bænum á Barkarstöðum. Fyrir þetta framtak var Benedikt heiðraður af Skógræktarsjóði Friðriks konungs áttunda. Minning góðrar konu lifir í hug- um samferðafólksins. Minning þeirra hjóna á Barkarstöðum, Jennýjar og Benedikts, mun einn- ig lifa í verkum þeirra, því með skógrækt þeirra mun ásýnd Mið- fjarðardala breytast í framtíðinni. Megi hún njóta náðar og blessun- ar Guðs á því tilverustigi er hún hefur nú horfið til. Asmundur J. Jóhannsson qr. ungssjúkrahússins á Akureyri og greiddi líknsömum hjúkrunarkon- um launin sín man ég, að hann gaf óbeðinn hverri um sig nokkra heil- ræðaskammta eins og til dæmis: „Mundu nú það, heillin mín, að það er vandasamara að gæta feng- ins fjár en afla.“ Eða: „Lambið mitt, gættu nú þess vendilega að eyða ekki þessari hýru þinni í pjátur og prjál á þessum nælon- og tildurtímum sem við lifum á.“ Ekki var að sjá, að „hjúkkurnar" fyrrtust við þessar velmeintu ábendingar, enda mátti sjá á þeim, að þær mátu Kolbein að verðleikum og fundu hlýjuna í tóninum og brostu góðlega undir föðurlegri ræðu hans. Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi, vinur hans og frændi í þriðja lið, sagði eitt sinn við frú Kristínu, konu hans, að sig furðaði á því að hún skyldi ekki vera hald- in sjúklegri afbrýðisemi eins og hann nyti mikillar kvenhylli á spítalanum og hjúkrunarkonurnar létu dátt að honum. Konur eru stundum næmar og ratvísar á innra mann þótt „seint verði kvennageð kannað" eins og þar stendur. Ekki kvaðst Kolbeinn hafa stofnað til náinna kynna við þessa hvítklæddu líknarengla, þótt honum hafi þótt vænt um þær allar. Hjá Stinu sinni fann Kolbeinn þá lífshamingju, sem hann leitaði að, í brosi hennar og glaðværð, sem lyfti geði hans upp úr hugarvíli og bölsýni á stundum. Slíkir lífsförunautar eru öllum öðrum hollari í bráð og lengd. Einhverju sinni hringdi Kol- beinn að norðan í frú Ragnhildi Thoroddsen, ekkju Pálma rektors Hannessonar, sýslunga hans og vinar, til að vita um líðan hennar og gengi sona hennar, sem þá voru við verkfræði- og laganám. Þá spurði frúin hvað hann hefði fyrir stafni. Kvaðst hann starfa við skipaafgreiðslu á Sauðárkróki. „Annars staðar hélt ég að þú ættir betur heima,“ svaraði rektorsfrú- in. Og hvað skyldi sú mæta kona hafa sagt hefði hún upplifað að vita Kolbein í gervi sjónvarps- stjörnu hjá BBC og það um ger- vallt brezka heimsveldið, þar sem hann þylur Njálu á frummálinu af skinnhandriti í Landsbókasafn- inu. Aldrei kvaðst Kolbeinn hafa gengið til þessa leiks hjá brezkum ef ekki hefði verið fyrir bænastað dr. Finnboga Guðmundssonar landsbókavarðar, „þess allra mild- asta og mætasta yfirmanns síns“, svo komist verði sem næst orða- lagi hans og eigin mati á dr. Finnboga. Fyrir mörgum árum kom Kol- beinn í heimsókn til Sigurðar Guðmundssonar, skólameistara á Akureyri. Fór jafnan vel á með þeim og bauð meistari þessum fornyrta frænda sínum að hlýða á er hann færi í Hávamál með stúd- entsefnum. Höfðu þeir báðir mikla ánægju af og ekki hvað sízt nem- endur að eignast slíkan bekkjar- bróður, hringskeggjaðan með silfurslegnar dósir. Kolbeinn mun vera elzti lærisveinninn, eða gestanemandinn, sem kom á kennarafæri „meistara" og ekki sá slakasti þótt námstíminn væri að- eins ein kennslustund. Þeir eru ekki margir, sem fara í skóna hans Kolbeins Kristinssonar þeg- ar kemur til íslenzkra fræða. Um líðan sína síðan í Reykjavík sagði Kolbeinn eitt sinn: „Oh, ho, mér finnst ég vera sokkinn." Þeg- ar ég ók honum eitt sinn út úr borginni, sjálfum mér til ánægju og vonandi honum líka, var eins og honum bærist óvænt súrefnisgjöf, þegar við komum upp á Kjalarnes- ið, þrátt fyrir það að nú væri hænsnabú og kalkúnhanar í Móum, þar sem eitt sinn var and- ans aflstöð, þegar séra Matthías sat staðinn. Notalegri farþega get- ur naumast en Kolbein. Það er blátt áfram róandi fyrir tauga- kerfið að hafa hann sér við hlið í framsætinu í titrandi spennu um- ferðarinnar. Honum fylgir friður og kyrrlát heiðastemmning. Það var eins og hugur hans fengi vængi þegar hann leit fegurð Kjósarinnar í fyrsta sinn. Þá höfðu sumarbústaðir við fjöruborð Meðalfellsvatns, eins og löngu horfnir bryggjukamrar á Sigló, Jenný Sigfúsdótt- ir Barkarstöðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.