Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 12

Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983 Tekið á móti sendingu frá Egilsstöðum. Pétur Einarsson, deildarstjóri hagsýsludeildar, heldur um sendinguna. Lengst til vinstri er Þorvarður Jónsson, yfirverkfræðingur, en við hlið hans stendur Sigurður Ingason, póstrekstrarstjóri. MorpinblaOió/Emilí* Póstur og sfmi með nýja þjónustu: Póstfaxsending- ar landshorna og landa á milli PÓSTIIR og sími hefur tekið í þjónustu sína japanskan myndsendibún- að, sem gerir kleift að senda ritað mál, teikningar og margvíslegt myndefni landshluta eða landa á milli, á þremur mínútum hvert blað. Hér er um að ræða svokallað „telefax“-tæki, sem hefur verið í notkun víða erlendis um skeið og nokkur íslensk fyrirtæki hafa þegar eignast. Mun Póstur og sími bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérstaka póst- þjónustu með þessu tæki, sem hlotið hefur nafnið póstfaxþjónusta. Á fjórum stöðura á landinu verða póstfaxstöðvar, sem hægt verður að senda á milli prentað mál eða myndefni með þessum hætti. Þá mun Póstur og sími befja sölu á „telefal“-tækjum í haust og því verður fljótlega hægt að senda á milli póstfaxstöðvar og fyrirtækja. Alengasta aðferð póstfaxsend- óskað. íslensku póstfaxstöðvarn- ingar má lýsa svo: Viðskiptavin- ar verða í aðalpósthúsinu í ur kemur með frummynd á póst- Reykjavík og á póst- og síma- og símstöð með póstfaxþjónustu afgreiðslunum á ísafirði, Akur- og segir til um ákvörðunarstað eyri og Egilsstöðum. hérlendis eða erlendis. Frum- Áætlað er að þessi þjónusta myndin er sett í „telefax“-tæki muni kosta, miðað við sendingu og eftir 3 mínútur er afrit komið innanlands á milli póststöðva, 90 á ákvörðunarstað. Skiptir þá krónur fyrir fyrstu síðuna og engu máli hver vegalengdin er. síðan 60 krónur fyrir hverja Sé viðtakandi ekki á staðnum til viðbótarsíðu. Tækið út úr búð að taka við afritinu er það sent hérlendis mun hins vegar kosta til hans í almennum pósti eða um 180 þúsund krónur. með hraðboðaþjónustu sé þess Bamabætur teknar til greiðslu skatta maka: „Teljum það heimilt eða jafnvel skylt“ — segir Guðmundur Vignir Jósefsson gjaldheimtustjóri „Hjón bera sameiginlega og gagn- kvæma ábyrgð á sköttum hvors annars og því teljum viö okkur heimilt og jafn- vel skylt að taka barnabætur eða aðra skattainneign maka til greiðslu á gjald- follnum sköttum hins ef um það er að ræða,“ sagði Guðmundur Vignir Jós- efsson gjaldheimtustjóri í Reykjavík er hann var inntur eftir því hvort heimilt væri að ráðstafa barnabótum einstakl- ings til greiðslu á sköttum maka hans án samþykkis. Guðmundur Vignir sagði að þetta atriði hefði ekkert breyst við þá breytingu sem gerð var á skattalög- unum 1978 og farið var að skatt- leggja hjón sitt í hvoru lagi. Sagði hann að þetta gengi þannig fyrir sig að skrifaðir væru út tékkar fyrir barnabótum og öðrum hugsanlegum skattainnstæðum en áður en þeir væru sendir viðkomandi aðila væri athugað hvort maki viðkomandi skuldaði skatta, ef svo væri væru tékkarnir teknir sem greiðsla og við- komandi send kvittun og tilkynning um breytta greiðslustöðu. Hann tók það fram að þetta væri aðeins gert þegar um gjaldfallna skatta makans væri að ræða en ekki hjá þeim sem stæðu í skilum. Sagði Guðmundur Vignir að þessi háttur væri hafður á og yrði svo áfram á meðan ekki kæmu fram formleg mótmæli þó að strangt til tekið þyrfti að fá fógeta til að gera lögtak í þessum innstæðum ef gæta ætti strangasta forms í lagalegum skilningi. Slíkt hefði hinsvegar ekk- ert upp á sig nema aukinn kostnað fyrir gjaldandann en þetta yrði að gera ef núverandi fyrirkomulagi yrði mótmælt. Aðspurður um hvort slíkar milli- Hafrannsóknastofnun: færslur væru framkvæmdar á milli skatta annarra fjölskyldumeðlima, svo sem foreldra og barna, sagði Guðmundur Vignir að svo væri ekki, enda væri það óheimilt. Ekki væri heldur fært á milli sambúðaraðila þó þeim væri heimilt að telja fram sem hjón, því ekki væri óyggjandi með vilja löggjafans í því efni. Samþykkir að taka við raðsmíðaskipi STJÓRN Hafrannsóknastofnunar hefur nú samþykkt að taka eitt af raðsmíða- skipunum svokölluðu í sína þjónustu. Þá hefur sjávarútvegsráðherra fengið heimild ríkisstjórnarinnar til að selja hafrannsókaskipið Hafþór. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra, er hér um að ræða skipið, sem er í smíðum í skipasmíðastöðinni Stálvík og verð- ur reynt að finna leið til að gera það mögulegt á næstunni, verði endan- leg niðurstaða að það henti. Halldór sagði ennfremur, að sér skildist að Hafrannsóknastofnun áliti skipið hentugt án mikilla breytinga. Hann hefði beðið stofnunina um svör við hugmyndum sínuifl um að hún tæki eitt þessara skipa og væru þau jákvæð. Síðan væri hugmyndin að selja Hafþór og hefði fengizt heim- ild ríkisstjórnarinnar til þess. Þá þyrfti að koma til fjálagaheimild, bæði fyrir kaupum og sölu. Ástæða þess, að áætlað væri að selja Haf- þór öðrum skipum fremur væri sú, að hann væri dýr í rekstri enda smíðaður sem togari og hefði í raun aldrei hentað til rannsókna. Fjölbrautaskólinn á Selfossi: Sumarbústaðir notaðir undir kennslu þar til skólahúsið rís af grunni „Já, það vantar alltaf húsnæði hjá okkur,“ sagði Þór Vigfússon í samtali við Mbl. í gær. „Skólinn var stofnaður fyrir tveim árum og fengum við þá hús- næði iðnskólans við árbakkann, þá fengum við einnig nýtt hús undir verk- námið. Það stendur til að byggja stór- hýsi undir aðra starfsemi skólans þar sem þetta dugar hvergi nærri. En það eru nokkur ár í að það hús verður til- búið og á meðan verðum við með hús- næði á ýmsum stöðum í miðbæ Selfoss. í fyrra voru um þrjú hundruð nemendur í skólanum og kenndum við á einum sjö stöðum. Við erum til að mynda með skrifstofu okkar á efri hæð Brunabótafélagsins og tvær kennslustofur, kennslu í grunnskól- anum, Tryggvaskála, og Listasafn- inu. Það hefur verið sagt í gríni að ein aðalbraut skólans sé hlaupa- brautin og fer ekki hjá því að kenn- arar og nemendur skólans setja svip á bæinn á veturna hlaupandi á milli húsa. En þrátt fyrir mikinn velvilja á ýmsum stöðum vantar okkur enn húsnæði og hefur því verið ákveðið að reisa tvö 50 fermetra óinnréttuð sumarhús við verknámshúsið og nota undir kennslu þar til nýja húsið verður tilbúið. Það er Hreiðar Her- mannsson byggingarmeistari hér á Selfossi sem gerir húsin og verða þau líklega drifin upp alveg á næst- unni, því áætlað er að setja skólann l.september. í vetur verða um 420 nemendur í dagskólanum og milli 50 og 60 í öldungadeild. Við gerum ráð fyrir að enn eigi eftir að fjölga og þetta veri innan fárra ára sex til sjö hundruð manna skóli." Endurbætt útgáfa á íslensku orðabókinni Nýjar bækur Menningarsjóðs: — meöal væntanlegra bóka forlagsins „VIÐ ERUM með margt góðra bóka í haust, en tvær þeirra skera sig nokkuð úr að efni og umfangi. Það er annars vegar þriðja bindi Lúðvíks Kristjánssonar um ís- lenska sjávarhætti og hins vegar ný og endurbætt útgáfa á íslensku orðabókinni,“ sagði Hrólfur Hall- dórsson, framkvæmdastjóri hjá Menningarsjóði, þegar Morgun- blaðið spurði hann um bækur sem væntanlegar væru frá forlaginu á haustmánuðum. Hrólfur sagði að þetta þriðja bindi „íslenskra sjávarhátta" væri tæpar 500 blaðsíður í A-4 broti, með fjölda mynda, bæði litmynda og svart-hvítra. Fyrsta bindi Lúð- víks kom út 1980 en annað bindið 1982, og hefur þetta verk vakið mikla athygli, en Lúðvík hefur unnið að rannsóknum íslenskra sjávarhátta frá árinu 1928. Hin íslenska orðabók Menn- ingarsjóðs hefur nú verið í endurskoðun í tíu ár, og sagði Hrólfur að nú lóksins væri séð fyrir endann á þessu starfi og væri stefnt að því að koma bók- inni út á árinu. Þessi nýja orða- bók verður 1400 blaðsíður að stærð og myndskreytt, en sú gamla er 853 blaðsíður. Það er Arni Böðvarsson sem er ritstjóri orðabókarinnar. Af öðrum bókum, sem vænt- anlegar eru frá forlaginu í haust og vetur, nefndi Hrólfur 13. bók- ina í flokknum Alfræðirit Menn- ingarsjóðs, en hún fjallar um lyfjafræði og er eftir Vilhjálm Skúlason prófessor. Þessi bók er reyndar þegar komin út. Þá verður gefin út hin fræga bók Franz Kafka, „Réttarhöldin", í íslenskri þýðingu feðganna Ey- steins Þorvaldssonar og Ástráðs Eysteinssonar. Einnig bók eftir dr. Matthías Jónasson sálfræð- ing, sem fjallar um drauma. Helga Kress hefur tekið saman í eina bók ljóðmæli eftir íslenskar konur og ritar Helga einnig formála að þeirri bók. Þessi bók er gefin út í samvinnu við Rann- sóknarstofnun Háskólans í bókmenntafræðum. „Mynd nú- tímamannsins" heitir bók eftir Matthías Viðar Sæmundsson, sem einnig kemur út hjá forlag- inu á næstunni, og fjallar um „tilvistarleg viðhorf í sögum Gunnars Gunnarssonar", eins og segir í undirtitli. „Útilegumenn og auðnartóftir", bók ólafs Briem, fyrrverandi mennta- skólakennara á Akureyri, sem út kom árið 1959, verður endurút- gefin af Menningarsjóði núna, en aukin og endurbætt. Almanak háskólans og Þjóðvinafélagsins kemur út að vanda og einnig Studia Islandica nr. 42. Loks má geta þess að tímariti Menning arsjóðs, Andvara, sem út kemur einu sinni á ári, fjallar burðar- greinin að þessu sinni um dr. Kristján Eldjárn. Það er Bjarni Vilhjálmsson sem hefur tekið saman efnið í þessa grein. Þórleifur Ólafsson, ritstjóri Fiski- frétta Forsíða fyrsta tölublaðs Fiskifrétta „Fiskifréttir" hefja göngu sína ÚT ER komið fyrsta tölublað viku- blaðsins Fiskifréttir. Er það í eigu 88 hluthafa, ýmissa hagsmunaaðilja innan sjávarútvegsins og mun, eins og nafnið bendir til, flytja fréttir af vettvangi sjávarútvegsins. Meðal efnis þessa fyrsta tölu- blaðs er grein eftir Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra, þar sem hann segir meðal annars, að það sé ánægjulegt til þess að vita, að nýtt blað hafi hafið göngu sína og helgi sig sérstaklega ís- lenzkum sjávarútvegi. Þá er í blaðinu frétt um verðlækkun fisk- blokkar á Bandaríkjamarkaði og grein eftir Björn Dagbjartsson um loðnuveiðar Islendinga auk ýmissa annarra greina og frétta um sjáv- arútvegsmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Fiskifrétta er Þórleifur Ólafsson og er blaðið prentað í ísafoldar- prentsmiðju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.