Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 11

Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983 11 Hér má sjá nýbygginguna við sundlaugarnar í Laugardal. Sundlaugarnar í Laugardal: Framkvæmdum seinkar við ný- bygginguna vegna fjárskorts LJÓST er að ekki verður unnt að Ijúka við nýbygginguna við sund- laugarnar í Laugardalnum 1986 eins og upphaflega var áætlað. Að sögn Erlings Jóhannssonar, aðstoðaríþróttafulltrúa, er ástæð- an sú að fjárveitingin til verksins í ár, sem nemur um tveimur og hálfri milljón kr. dugði ekki til að byrja á lokaáfanganum. „Hér er um að ræða uppsetningu loftræst- ingarkerfis, sem mjög erfitt er að vinna við í áföngum," sagði Er- lingur. Hann sagði ennfremur að þess í stað hefði fjárveitingunni verið varið til að ganga frá ýmsu á lóð sundlauganna s.s. malbikun. Einnig hefði nokkur hluti upp- hæðarinnar farið í að koma aftur upp gufubaðsaðstöðu, en rífa hefði þurft þá gufubaðsklefa sem voru í bráðabirgðahúsnæði sundlaug- anna vegna nýbyggingarinnar á sínum tíma. Erlingur bætti því við að að- staðan myndi batna geysilega með tilkomu hinna nýju húsakynna, sem væru mun stærri en bráða- birgðahúsnæðið. Til marks um það mætti nefna að 500 manns gætu verið þar í einu. Húsið á leið til Ástralíu Rætt við Egil Eðvarðsson leikstjóra myndarinnar KVIKMYNDIN Húsið mun fara til Astralíu í október og verður hún framlag íslands á kvikmynda- kynningu Norðurlandanna þar. Verða alls sýndar tíu kvikmyndir en Húsið verður eina myndin frá íslandi. í sumar hefur Mbl. sagt frá tök- um íslenskra kvikmynda, en eins og flestum er kunnugt er það ekki nema örlítill hluti af þeirri vinnu sem liggur að baki kvikmynd. Áð- ur en tökur hefjast er lögð mikil vinna í handrit og undirbúning, og að þeim loknum fara nokkrir mán- uðir í að klippa og hljóðsetja. Þá er myndin frumsýnd en þar með er ekki allt talið. Dreifing mynd- arinnar hérlendir og erlendis kostar tíma og vinnu og getur tek- ið nokkur ár áður en öllu umstangi er lokið. — „Já, ég og Húsið erum að fara til Ástralíu," sagði Egill Eðvarðsson leikstjóri myndarinn- ar þegar blm. Mbl.hafði samband við hann. „Átta manna hópur frá Egill Eðvarðsson Norðurlöndum fer út í tilefni kynningarinnar og verð ég í þeim hópi. Þarna verða tíu myndir; þær helstu og nýjustu á Norðurlönd- um. Má þar nefna síðustu myndir tveggja helstu leikstjóra Svía, Hasse Alfredsson (Einfaldi morð- inginn) og Jan Troell (Ingenör Andress Luftfárd). Myndirnar verða sýndar í stærstu borgum Ástralíu og einnig á Nýja Sjá- landi, og kynningar og blaða- mannafundir í tengslum við sýn- ingarnar. Það verður gaman að fá að sýna “HÚSIÐ" í Astralíu, og ekki verður síður gaman að fá að kynnast þeirri öflugu kvikmynda- gerð sem þar er. En þar spratt hún upp einn góðan veðurdag líkt og hér. Það eru fleiri frettir af Húsinu. Um þessar mundir eru að hefjast sýningar á myndinni í Færeyjum. Þá hefur okkur verið boðið að taka þátt í fyrstu kvikmyndahátíð Belga. Þeir sáu myndina okkar í Cannes og urðu mjög hrifnir. En þarna verða eingöngu myndir í þessum flokki. Þá er í athugun hjá okkur að láta Þýska drefingarað- ila, sem við áttum fund með í síð- asta mánuði, dreifa myndinni á al- heimsmarkaði. Kynningin í Ástralíu hefst 7. október í Sidney. Hún tekur um sex vikur en ég verð þar um helm- ing þess tíma. Þetta er heillangt ferðalag, og erum við hreyknir af að fylgja með í þessum hópi.“ Úkukennsla - Hæfnisvottorð - Greiðslukjör Guöjón Hansson Símar 74923 — 27716. Hugheilar þakkir færi ég þeim er minntust mín með heimsóknum, gjöfum og skeytum á fimmtugsafmœli mínu þann 8. ágúst síðastliðinn og gerðu mér og fjöl- skyldu minni daginn ógleymardegan. Guð blessi ykkur ölL Sigurður Kr. Jónsson, Húnabraut 32, Blönduósi. Rínardagar í NAUSTI í tilefni Rínardaganna er kominn hingað til lands með Arnarflugi þýski matreiðslumeistarinn Fridolin Ditter- ich sem sér um matseldina á Rínardögunum. Hádegisseðill Tomaten suppe Tómatsúpa — O - Heringsstipp mit Solzkartoffeler Síldarflök með rauðrófum — O - Forelle Muniere mit butter, salzkartoffeln und salat Blásoðinn silungur með smjöri, salt-kartöflum oy salati — O - Eisbein mit Sauerkraut Svínaskankar með súrkáli - O - Kossler schinken mit Diekebohnen und piirre Bayone skinka með hvUum baunum og kartöflumauki - O - í hádeginu sýna Módel 79 glæsilegan þýskan tískufatnað frá Laurél sem fæst í Assa. Guðmundur Ingólfsson leikur Ijúfa tónlist fyrir matargesti okkar. Borðapantanir í síma 17759. SELKO IDNSYNING JK JL ^ 79/8-4/9ÖCÍffl Í3SLS í sérflokki Þar getið þér skoðað framleiðslu okkar. Hinar nýju glæsilegu spjaldahurðir með og án glugga að ógleymdum okkar sívinsælu SELKO fataskápum sem við bjóðum nú í nýjum og fjölbreyttari viðartegundum. - VeriÖ velkomin. QT71T vr\ SIGURÐUR OHlÍJÍVL/ WV ELÍASSON HF. Auðbrekku 52 Kópavogi, s 41380

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.