Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 22

Morgunblaðið - 27.08.1983, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1983 Blómaval í Sigtúni: Rósasýning um helgina Rósasýning stcndur nú yfir í Blómavali Sigtúni. I»ar eru til sýnis fjölmörg afbrigði af afskornum íslenskum og hollenskum rósum, og auk þess danskar garðrósir. Gestir sýningarinnar velja rós ársins, þá verður kennsla í meðferð rósa og kennsla í blómaskreytingum. Félag húsbflaeigenda: FerÖ í Þjórsárdal FÉLAG húsbílaeigenda mun gangast fyrir hópferð laugardaginn 27.8. 1983, í Þjórsárdal. Markmið ferðarinnar er að áhuga- raenn um húsbíla komi þar saman til skrafs og ráðagerða um hönnun þess- ara bifreiða og önnur hagsmunamál. Fyrir þetta nýstofnaða félag er mjög mikils virði að sem flestir sem eiga bifreiðir sem þeir nota eða hyggjast nota sem húsbifreiðir, sjái sér fært að mæta. Fyrirhugað er að bifreiðir af Suð- urnesjum safnist saman við Tomma- hamborgara í Njarðvík kl. 09:30 og aki síðan áleiðis til Reykjavíkur kl. 10:00, og verður þar farið að Tomma- hamborgurum við Grensásveg, en bifreiðir af Stór-Reykjavíkursvæð- inu safnist saman þar fyrir kl. 10:30. Kl. 11:00 er síðan áætlað að leggja af stað austur fyrir fja.ll, og þá ekið í fyrsta áfanga að Fossnesti á Selfossi og munu austanmenn þar bætast í hópinn, en að því loknu mun verða ekið sem leið liggur í Þjórsárdal. Ekki er neinn brottfarartími ákveðinn en hann fer eftir vilja hvers og eins. Firmakeppni - Njarðvík dagana 3.—4. sept. nk. verður haldið fyrirtækja- og stofnanamót í knattspyrnu á grasvellinum í Njarövík. Þátttaka tilkynnist fyrir fimmtudaginn 1. sept. í síma 3462, Gunnar og 91-43679 Einar, eða 2509 Stefán. Þátttökugjald kr. 1.500. UMFN Frá Menntaskólanum í Kópavogi Kennarafundur verður haldinn í skólanum fimmtu- daginn 1. september kl. 10. Deildarstjóra- og deild- arkennarafundir verða föstudaginn 2. september kl. 10 og kl. 13. Nemendur komi í skólann mánudaginn 5. september kl. 10. Þá veröa afhentar stundatöflur gegn 600 kr. skólagjaldi. Skólameistari. Vagninn er í sérflokki, búinn öllum helstu tækjum, og glæsilega innréttaöur. Góð greiöslukjör, ef samiö er strax. Upplýsingar í síma 98-1903 eftir kl. 6 á kvöldin. Nýlegur pyisuvagn til sölu Lánamál húsbyggjenda og -kaupenda Fagna þessu frumkvæði — segir Kjartan Jóhannsson „ÉG FAGNA þessu frumkvæði áhugamanna um úrbætur í hús- næðismálum og tek undir hvert einasta orð í ályktun fundarins í Sigtúni. Þau eru öll sönn og rétt. Ég vona svo sannarlega, að þetta framtak áhugamannanna verði til þess að vekja þá, sem aldrei hafa getað skilið stöðu þeirra, sem eru að reyna að eignast húsnæði um þessar mundir og ekkert raunhæft fengizt til þess að gera. Menn geta einfaldlega ekki risið undir því að eignast íbúð eins og lánakerfið er núna, svo einfalt er málið. Ég kann mörg dæmi um raunir fólks í íbúða- og lánamálum," sagði Kjartan Jóhannsson, formaður Al- þýðuflokksins. bætur, sem duga, ekki gjafir eða styrkir, heldur raunhæfar, skyn- samlegar endurbætur, sem gera fólki kleift að lifa, það eru ein- faldlega mannréttindi að hafa við- unandi húsnæði. Við alþýðuflokksmenn leggjum sérstaka áherzlu á skjót viðbrögð og í dag samþykkti þingflokkur Alþýðuflokksins ályktun, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að skipa þegar í stað starfshóp í málið með aðild allra stjórnmálaflokka, lána- sjóða og fulltrúa áhugamanna um húsnæðismál og hafi starfshóp- urinn að markmiði, að ná fljótt breiðri samstöðu um úrlausn þessa brýna verkefnis. Það má ekki bíða lengur, því það er of þjáningarfullt fyrir of marga." IBM á íslandi: Guðmundur Hannes- son ráðinn sölustjóri „Reyndar er það nú svo, að allar götur síðan 1979 hafa þingmenn Alþýðuflokksins aftur og aftur flutt, ekki bara tillögur, heldur lagafrumvörp um þetta efni, sem eru samhljóða því, sem fundurinn ályktar um. Það er að segja um viðbótarlán til langs tíma, um hækkun húsnæðislána og lækkun greiðslubyrði af lánum, en þessar tillögur hafa því miður ekki fengið nægan stuðning á Alþingi. Allir, sem hugsuðu málið, hefðu þó átt að sjá, að þetta kerfi, eins og það hefur verið síðastliðin tvö til þrjú ár, gat hreinlega ekki gengið, hvað þá núna, þegar kaupið er fryst og verðbólga og lánskjaravísitala æða áfram. I stjórnarmyndunar- tilraunum reyndum við líka að fá stuðning við þessi sjónarmið, en út úr því kom ekkert almennilegt. Hvað sem því líður, skiptir mestu, að nú strax verði gerðar þær um- ÞANN 16. ágúst tók Guðmundur Hannesson, rekstrarhagfræðing- ur, við starfi sölustjóra hjá IBM á íslandi. Guðmundur er 35 ára að aldri og lauk prófi frá háskólanum í Árósum vorið 1974. Hann hóf strax störf hjá IBM á íslandi, fyrst með aðsetur í Árósum, en frá því í janúar 1975 hefur hann starfað hjá fyrirtækinu hér á landi og sl. 2 ár sem deildarstjóri kerfisfræðideildar. Guðmundur hefur umsjón með öllu sölu- og kynningarstarfi IBM á íslandi. Að sögn hans snúast markaðs- og sölumál IBM auðvit- að um að finna nýja kaupendur, en þó ekki síður um að veita þeim sem þegar hafa fest kaup á tölvu- búnaði fullkomna þjónustu. Guðmundur Hannesson er kvæntur Ásu Jónsdótturog eiga þau þrjá syni. Guðmundur Hannesson rekstrar- hagfræöingur. Ríkisstjórnin: Hafnaði kröfu um þinghaid 10. sept. Akranes í Þorláks- höfn í GÆRMORGUN lagðist að bryggju í Þorlákshöfn ms. Akra- nes, stærsta skip, sem komið hefur þar til hafnar. Akranes er 7.500 tonn og 123 metra langt. Selnesið, sem er í eigu sama skipafé- lags, Nesskips hf., var áður stærsta skipið sem til Þor- lákshafnar hafði komið, 102 metrar að lengd. Akranes lestaði um 8.000 rúmmetra af vikri, en hafði áður losað um 8.000 tonn af hráefni á Grundartanga. Skipstjóri er Gunnar Magn- ússon. RÍKISSTJÓRNIN hafnaði á fundi sínum í fyrradag þeirri kröfu stjórnarandstöðunnar að þing verði kvatt saman fyrr í haust en venja hefur verið, eða eigi síðar en 10. september. Eins og greint var frá i frétt Morgunblaðsins á fimmtudag sendu formenn þingflokka stjórn- arandstöðunnar, þau Svavar Gestsson, Eiður Guðnason, Guð- mundur Einarsson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, ríkis- stjórninni bréf þar sem sett var fram framangreind krafa. Ríkis- stjórnin hafnaði henni og mun þing því væntanlega ekki koma saman fyrr en í byrjun október svo sem venja er til. Að sögn Magnúsar Torfa ólafssonar, blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar, mun það ekki hvað síst hafa ráðið þessari afstöðu ríkisstjórnarinnar að ógjörlegt væri að leggja fram þau gögn sem leggja á fram í þing- byrjun, á þeim tíma sem stjórnar- andstaðan krefst, svo sem fjárlagafrumvarp og þjóðhagsá- ætlun. Um áttaleytið í fyrrakvöld bárust hrjúfir tónar og hár söngur um hluta miðbæj- arins. Uppruni tónanna var rekinn til hljómsveitarinnar Svefnpurrka, sem hélt lítt auglýsta útitónleika á bifreiðastæðinu milli Vesturgötu og Fischersunds. Þegar myndin var tekin var hljómsveitin að flytja lagið „75% sól“ og hljómaði textinn eitthvað á þá leið að söngvarinn væri geðklofi! Meðlimir hljómsveitar- innar eru fremur ungir að árum en hljómsveitina skipa: Davíð Traustason (söngur), Hlynur Sölvi Jakobsson (trommur), Össur Hafþórsson (bassi) og Halldór Ó. Halldórsson (hljómborð). Rótari Svefnpurrka er Bjarki Júlíusson og „mixermaður" Arnar Guðlaugsson. INNLEN-T Sýnir í Þrastalundi Síðastliðinn miðvikudag birtist í Mbl. tilkynning um málverkasýn- ingu Jörundar Jóhannessonar í veit- ingastofunni í Grímsnesi. í tilkynn- ingunni var einnig sagt að sýningin stæði til 2. september. Þrátt fyrir að báðar fullyrð- ingarnar standist, þá er réttara að taka það fram að sýningin er í veitingastofunni Þrastalundi í Grímsnesi, og hún stendur lengur en til 2. september, eða til 23. sept- ember. Hlutaðeigandi er beðinn velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.