Morgunblaðið - 28.08.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 28.08.1983, Síða 1
80 SIÐUR Gullskipið nálgast sjónmál Gullskipsmenn á Skeiðarársandi reikna með að komast niður á flak Het Wapen van Amsterdam um eða eftir helgina, en myndina tók Ragnar Axelsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins, núna fyrir helgina þegar búið var að dæla nær 7 metra þykku lagi af sandi innan úr stálþilinu, en 10—11 metrar eru niður á þilfar skipsins. Eins og sjá má á myndinni, er rifið umflotið sjó og vatni en innan í stálþilinu siglir dælupramminn á vatni sem gullskipsmenn verða að dæla inn í þilið úr Skeiðará, því dælurnar þurfa vatn til þess að geta dælt sandinum. Dælingin gengur mun betur en áætlað var og sjást skilin vel á þilinu. Sjá bls. 2. Meðaldrægu eldflaugarnar: Bandaríkjamenn fagna tillögum Yuri Andropovs Hondúras: Óttast byltingu hersins Mexíkóborg, 27. ágúst. AP. ERLENDIR sendimenn í Hondúras hafa látið í Ij'ós ugg um, að herinn í landinu muni taka völdin í sínar hendur ef stjórnarflokkurinn bindur ekki enda á miklar deilur, sem nú geisa innan hans. Skæruliðar í E1 Salva- dor sprengdu í gær upp há- spennustaura og önnur mannvirki og ollu með því rafmagnsleysi í vesturhluta landsins. Sendiráðsmenn í Tegucigalpa, höfuðborg Hondúras, segja, að ef ekki verða settar niður deilur innan stjórnarflokksins í landinu megi víst heita, að herinn taki völdin í landinu og bindi þar með enda á tveggja ára borgaralega stjórn. Sl. fimmtudag sagði af sér embætti einn ráðherranna, Jose Azcona Hoyo, og olli því ósætti milli hans og annars ráð- herra, Carlos Flores Facusse, en báðir hafa þeir hug á að verða forsetaefni stjórnarflokksins í kosningunum 1986. Bandaríski sjóherinn er nú með heræfingar undan ströndum Nicaragua, jafnt í Kyrrahafi sem því Karabíska, og fyrir dyrum standa sameiginlegar heræf- ingar bandarískra og hondúr- askra hermanna í frumskógum Hondúras. Tvær og hálf milljón manna í átta héruðum E1 Salvador voru án rafmagns í gær vegna skemmdarverka skæruliða í landinu og lagðist víða niður vinna af þeim sökum. Talsmaður bandaríska sendiráðsins í San Salvador sagði í gær, að verið væri að kanna hvort satt væri, að fé, sem Bandaríkjamenn hefðu ætlað flóttamönnum í landinu, hefði lent í höndum hersins. Washiniiton, 27. ágúsL AP. BANDARÍSKA utanrfkisráðuneytið hefur fagnað tilboði Yuri Andropovs, forseta Sovétríkjanna, um að „eyði- leggja" meðaldrægar eldflaugar og segir það „jákvætt merki", ef tilboðið verður staðfest í formlegum viðræðum um takmörkun á vígbúnaði. „Við hlökkum til að kanna ásamt Sovét- mönnum möguleikana á þvf að ná árangri á þessu sviði, þegar viðræður byrja að nýju í Genf 6. september nk.,“ sagði talsmaður ráðuneytisins. Af hálfu ráðuneytisins var jafn- framt látin í ljós sú von, að tilboðið fæli í sér þann vilja af hálfu Sov- étmanna að leysa þau mál, sem ver- ið hafa Atlantshafsbandalaginu hvað mest áhyggjuefni og urðu til þess, að sú ákvörðun var tekin 1979 að koma fyrir nýjum bandarískum meðaldrægum eldflaugum í Evrópu. Reagan Bandaríkjaforseti sagði á föstudagskvöld, að hann hefði ekki haft tækifæri til þess að kynna sér tillögur Andropovs gaumgæfilega, en það væri markmið stjórnar sinn- ar að fá Rússa til þess að fækka meðaldrægum eldflaugum sínum og haldið yrði fast við það markmið. Tékknesk sund- kona flýr sæluna Kómaborg, 27. á)(Ú8t. AP. TÉKKNESK dýfingastúlka, Alena Ni- ederlova, hefur neitaö aö snúa aftur heim til Tékkóslóvakíu frá 16. sund- meistaramóti Evrópu, sem fram fór í Róm en nú er nýlokið. Fór hún meö öörum félögum sínum úr tékkneska sundliðinu á flugvöllinn í Róm er þeir héldu heim til Prag. Á flugvellinum sagðist hún vera ákveðin í að snúa ekki aftur heim og kvaddi félaga sína. ítalska lögreglan yfirheyrði Alenu á föstudagskvöld, en ekki var vitað, hvort hún hugðist sækja um dvalar- Ieyfi á ítaliu eða fara til annars vest- ræns lands. Rússar hófu á árinu 1977 að koma sér upp nýjum færanlegum eld- flaugum af gerðinni SS-20. Þær eru búnar þremur kjarnorkusprengjum hver og draga 2400 km. Þetta varð tilefni þeirra gagnráðstafana af hálfu NATO að koma fyrir 572 nýj- um meðaldægum kjarnorkueld- flaugum í Vestur-Evrópu síðar á þessu ári, ef ekkert samkomulag næst við Rússa um takmörkun á I þessum vopnum í Evrópu. Ástleitnin varð honum að falli Bonn, 27. ágúttl. AP. EINN þingmanna græningja, um- hverfisverndarsinna og mikilla and- stæðinga Atlantshafsbandalagsins, sagði af sér þingmennsku í gær og viðurkenndi um leið að hafa gerst óþolandi ágengur við þær konur, sem voru honum til aðstoðar við þingstörfin. Klaus Hecker, sem er einn 27 þingmanna græningja, sagði I yf- irlýsingu, sem hann gaf út í kjör- dæmi sínu, Hessen, að hann segði af sér til að koma í veg fyrir frek- ari umræður um þetta mál. Heck- er var einnig formaður rann- sókna- og tækninefndar þingsins, einu nefndarinnar, sem græningj- ar höfðu formennsku fyrir. Klaus Hecker er 53 ára gamall, kvæntur og þriggja barna faðir. Samstarfskonur hans í þinginu hafa kvartað sáran undan ágengni hans og samþingsmenn hans úr flokki græningja lögðu að honum að hætta vegna hneykslisins, sem framferði hans vakti. Þetta mál kemur í kjölfar ann- ars, sem valdið hefur miklum deil- um innan flokks græningja. Það var þegar einn þingmanna flokks- ins jós mannsblóði yfir bandarísk- an hershöfðingja í Wiesbaden 3. ágúst sl. til að sýna þannig í verki ást sína á friði og andstöðuna við Atlantshafsbandalagið. Vegna þessa hafa nokkrir mikilsmetnir menn sagt skilið við flokkinn og margir græningja óttast, að þessi atburður eigi eftir að verða þeim dýr í fylkiskosningunum, sem nú standa fyrir dyrum. Áfengissýkin gengur í arf — segja danskir og bandarískir vísindamenn Los Angeies. 27. ágúst. ap. 19—21 árs og átti 31 þeirra áfeng- RANNSÓKNIR bandarískra og issjúkling fyrir föður. danskra vísindamanna þykja benda „Áfengið hafði önnur áhrif á til, að rétt kunni aö vera sú kenning, heila þeirra, sem áttu áfengissjúkl- að áfengissýki sé að nokkru arfgeng. ing fyrir föður, en á heila hinna, Vísindamennirnir skýra frá sem áttu föður lausan við áfengis- niðurstöðum rannsóknanna í ág- sýkina," sagði einn visindamann- ústhefti tímaritsins „Archives of anna, Jan Volavka. „Það virðist General Psychiatry“ og segja þar, sem þeir hafi i sér arftekna til- að afkomendur áfengissjúklinga hneigingu til að verða áfengis- séu sérstaklega viðkvæmir fyrir sjúklingar." áhrifum áfengisins vegna arftek- Rannsóknirnar fóru þannig inna breytinga f heila og í mið- fram, að mönnunum var gefinn taugakerfi. I ljós kom, að börn ákveðinn skammtur af áfengi og mikilla drykkjumanna eru „líf- kom þá fram, að þótt áfengismagn- fræðilega mörkuð" I miðtaugakerfi ið mældist það sama I blóði allra og eiga því fremur á hættu að var heilalínuritið ólíkt eftir því verða sjálf áfenginu að bráð síðar hvort þeir áttu áfengissjúkan föð- meir. Ur eða ekki. Enginn þessara ungu Rannsóknirnar fóru fram á 48 manna var áfengissjúklingur sjálf- dönskum karlmönnum á aldrinum ur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.