Morgunblaðið - 28.08.1983, Page 28

Morgunblaðið - 28.08.1983, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 Úr fangelsi í Kúbu. elsismúranna. leiðingar þessa urðu þær að við vorum barðir rækilega. í fangels- unum er þetta atvik þekkt undir nafninu „Svarti september". Fyrir tveimur og hálfu ári voru milli 24 og 30 þúsund Sovétborgar- ar á Kúbu. Kúbanski herinn hefur ekki aðgang að stöðvum þeirra, sem eru raunar ríki í ríkinu. Þess- ir Sovétmenn hafa alger umráð yfir búnaði sínum og vopnum og öllum flutningum. Ef til byltingar kæmi, mundu þeir verða siðasta vígi hinna drottinhollu. Viku fyrir brottför mína frá Kúbu var ég fluttur í aðalstöðvar ríkislögreglunnar, þar sem dr. Al- varez Cambra beið mín, en hann bar ábyrgð á endurhæfingu minni og var auk þess höfundur yfirlýs- ingar sem birtist í tímaritinu „Int- erviú" en þar var frá því skýrt að ég hefði verið rannsakaður af fær- ustu sérfræðingum Kúbu og að þeirra sjúkdómsgreining staðfesti að ég þjáðist af „taugaiömun vegna vaneldis". Nú var farið með mig í þjálfun- armiðstöð. Dr. Alvarez Cambra útskýrði fyrir mér að ég mundi á stuttum tíma öðlast fullkomið jafnvægisskyn, vegna þess að ég væri á opnu svæði, því að um enduraðlögun litla heilans væri að ræða. Nú hófst ströng endurhæf- ing sem stóð í viku. Ég var látinn ganga upp og niður stiga, æfa mig í leikfimisal, fara út á íþróttavöll í steikjandi sólarhita o.s.frv. Klukkustund fyrir brottför mina til flugvallarins gekk ég um völl- inn undir eftirliti yfirmanna úr ríkislögreglunni. Þeir gátu nú sýnt mig öllum heiminum. Tveimur tímum síðar tók ég vélina til Par- ísar. Hin mikla auglýsing sem Kúbustjórn vænti sér stóð raunar ekki nema nokkrar klukkustundir, eða þar til ég hafði skýrt frá því, að ég notaði ekki hjólastól ein- faldlega af því að þeir hefðu látið mig í viðeigandi endurhæfingu. Kúbanska þjóðin er byrjuð að átta sig. Þúsundir verkamanna hafa tekið höndum saman og myndað óháð verkalýðsfélög. Ný- verið voru 5 verkalýðsleiðtogar dæmdir til dauða, en vegna við- bragða almenningsálitsins í heim- inum tókst okkur að bjarga þeim. Þegar þetta er ritað er kúgun og fjöldahandtökur á Kúbu í al- gleymingi. Tugir verkamanna hafa verið fangelsaðir og 11 bænd- ur eiga á hættu að vera dæmdir til dauða fyrir að hafa heldur viljað brenna uppskeru sína en að selja stjórninni hana á smánarverði. Enn í dag er nokkrum hundruð- um samlanda minna haldið í fang- elsi vegna þess að þeir neita að gangast undir „pólitíska endur- hæfingu". í mörg ár hafa þessir menn lifað hálfnaktir án þess að fá heimsóknir, bréf eða læknis- hjálp. Þeir fá ekki einu sinni að sjá til sólar, í klefum þar sem dyr og gluggar eru algerlega byrgðir. Heilsu þeirra er alvarlega ógnað; einkum á þetta við um Juan Gonz- ales, Orlando Garcia Plasencia, Eugenio Silva og skáldin Ernesto Diaz Rodriguez, Roberto Martin Perez og Jorge Walls Arango. Ýmsar mannréttindastofnanir og menntamenn víða um heim hafa fordæmt þetta ástand. Hefndarráðstafanir hafa verið hafðar í frammi gegn fjölda kúb- anskra menntamanna, sem hafa þegar setið árum saman í fangelsi eða fangabúðum. Þannig var skáldinu Andres Vargas Gomez fyrrum starfsmanni í utanríkis- þjónustunni — sonarsyni Maximo Gomez hershöfðingja og sjálf- stæðishetju Kúbu — sleppt alvar- lega veikum úr haldi í lok maí í ár. Hann hefur síðan verið undir stöðugu eftirliti og sætt hótunum, loks tilkynnti stjórnin að hann gæti aldrei yfirgefið landið. Skáld- ið Angel Cuadra, sósíalistarnir Ricardo Bofill þjóðfélagsfræðing- ur, Enrique Hernandez stærð- fræðingur, Adolfo Rivero þjóðfé- lagsfræðingur og fjöldi annarra eru í sömu aðstöðu. Stjórn Kastrós sem hrjáð er af alvarlegri efnahagskreppu beitir ríkislög- reglunni óspart gegn almenningi. Árum saman hefur Kúbustjórn tekist að fela raunverulegt kúgun- areðli sitt, pyndað og grafið fórn- arlömb sín með leynd eða þaggað niður í þeim. Nú þegar næstum aldarfjórð- ungur er liðinn frá valdatöku kommúnista á Kúbu getur enginn vísað til vanþroska stjórnkerfisins til að afsaka slíka glæpi. Engin heimspeki, ekkert stefnumark get- ur réttlætt það að Kastróstjórnin sleppi við að svara til saka þegar hún drepur og myrðir. Bolholt Allt á fullu 5. sept.l Lokaðir og framhalds.fi. ath.l 4 vikna haustnámskeiö Opnum eftirtalda flokka: 4.30 m.m. ( 9.15 þ—f) 5.30 m.m. (10.15 þ—f) 6.30 m.m. hádegistími 12.05 7.30 m.m. 8.30 m.a. ( 1.30 þ—f) Þær sem ætla aö vera í framantöld- um flokkum á vetrarnámskeiöi en koma ekki á haustnámskeiðið láti okkur vita strax svo viö getum tekið frá plássin, annars ganga þær fyrir sem taka tímana núna á haustnám- skeiöin. Nú hættum vid aö slóra og störtum Bolholti meö „ Sæluvikustemmningu“ Kennarar: Bára og Anna (yfirkennari í jassb.) Gjald meö 10 tíma Ijósum 1.200 kr. Innritun í síma 36645. .......... s Suðurver Allt á fullu í Suðurveri! Nú er það 4ra vikna haustnám- skeið 5. sept. ★ Áfram meö kúrana, tímar 4 sinn- um í viku. ★ Nýir og spennandi matarkúrar ★ Opnum alla flokka ★ Morgun-, dag- og kvöldtíma ★ Tímar tvisvar og 4 sinnum í viku ★ „Lausir tímar“ fyrir vaktavinnu- fólk ★ Sturtur — sauna — Ijós (innifaliö) Ath.: afsláttarkort í sólbekkina í Bolholti Það er frábær stemmning í Suðurveri núna Sjáumst léttar og/ eða kátar Kennarar: Bára, Sigríöur og Margrét Innritun í síma 83730 Líkamsrækt JSB Suðurveri — Bolholti 6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.